Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur. 20. júli 1972 TÍMINN 5 nrmiirm Fallegasta einstæða móðirin Stööugt er veriö að velja falleg- ustu stúlkuna i hinu og þessu. og fallegustu stúlku hvers lands. Nýlega rákumst við á þessa mynd. og undir henni stóð, aö þetta væri fegursta einstæða móðir ársins. Ekki mun þó hafa farið fram nein keppni um þennan titil. heldur hefur ljós- myndari viðkomandi blaðs. sennilega fengið að ráða myndatextanum. Þessi falleg- asta einstæða móðir er Cathe- rine Deneuve. 28 ára gömul, sem fæddi dóttur á einkasjúkra- húsi i Paris. Faðirinn er hinn 47 ára gamli leikari, Marcello Mastroianni. Ekki er móðirin alveg einstæð, þvi hún býr um þessar mundir með barnsföður sinum. enda þótt þau séu ekki gift. Það munu þau liklega held- ur ekki verða á næstunni. þvi Mastroianni er enn kvæntur sömu konunni, og hann hefur verið kvæntur siðustu árin, og hyggst ekki skilja við hana. Litla dóttir hans hefur erft blá augu móður sinnar. og er hann mjög ánægður með það, að sögn. Fyrst og fremst kona Jacqueline Onassis brá sér til frans ekki alls l'yrir löngu. Þá kom viðtal við hana i einu af blöðum Theran, og lét hún hai'a það eftir sér, að framar öllu væri hún kona. — Ég elska börn, sagði hún, og mér finnst eitt það dásamlegasta, að sjá börnin min vaxa upp. Ég er i dag, það sem ég var i gær, og ég verð vonandi sú sama á morgun lika. Blaðamenn spurðu Jackie, hvort það væri rétt, að hún væri einstaklega skapmikil, og hún svaraði, að hún væri i rauninni mjög feimin. Fólk heldur, að það sé hroki, þegar ég er af- skiptalaus um mál annarra. Jackie sagði ennfremur, að henni félli vel, að lifa i vellyst- ingum, en þrátt fyrir það væri hún komin á þá skoðun, að fólk mætti ekki ætlast til of mikils af lifinu. Við verðum að minnsta kosti að láta jafn mikið af hönd- um sjálf, og við þiggjum af öðr- um, ef allt á að ganga vel i lif- inu, sagði hún að lokum. Stútur viö stýrið i Bandarikjunum létust 55 þús- undir manna i Umferðaslysum á þjóðvegum siðastliðið ár. Eru það 400 fleiri en árið 1970. Áfengi reyndist koma við sögu i 50-60 af hverju hundraði dauða- slysa á þjóðvegum þar vestra. Áfengisneyzla olli þannig dauða a.m.k. 30 þúsund manna i 800 þúsund umferðaslysum i Bandarikjunum árið 1971. Peningalaus þrátt íyrir „Oliver” h'lestir kannast við söngleikinn Oliver sem hefur notið geysi- legra vinsælda bæði hérlendis og erlendis að undanförnu. Sá sem þennan fræga söngleik skrifaði, Lionel Bart, hefur nú orðið að lýsa yfir gjaldþroti sinu, þar sem hann skuldar 158,456ensk pund. Reyndar býst Bert við, að hann skuldi ekki nema um 95 þúsund pund, þegar hann hefur fengið endurgreidda skatta, sem hafa verið inn- heimtir einum of rösklega hjá honum, en það er þó dálitið, að skulda þá upphæð, þó ekki sé það nú meira. Bert er nú 41 árs gamall og á kannski von á að geta rétt úr kútnum, ef hann semur marga fleiri söngleiki á við Oliver. Mátti ekki missa af Ashton Það þótti i frásögur færandi fyrr i sumar, er Sonja prinsessa i Noregi var lögð inn á sjúkrahús vegna fósturláts, að hún bað um að fá að hafa sjónvarp á sjúkra- stoíunni. Og hver var ástæðan? Jú, hún mátti alls ekki missa af siðasta þætti Ashton-fjöl- skyldunnar, sem sýnd hafði verið allan siðasta vetur i norska sjónvarpinu. Að sjálf- sögðu fékk prinsessan að fylgj- ast með lokaþættinum. Kemur fram á ný Elvis Presley, rokkkóngurinn, sem eitt sinn naut svo mikilla vinsælda meðal unga fólksins, virðist nú vera i þann veginn, að hel'ja söngferil sinn á nýjan leik. Lilið hefur l'arið fyrir honum siðustu árin, en hann helur mest látið fyrirberast á heimili sinu i Muphis i Bandarikjunum. Bráð- lega ætlar hann að halda hljóm- leika i New York, og fólk er lar- ið að velta þvi l'yrir sér, hvort ekki verði hægt að telja hann á að koma til Evrópu lil þess að skemmta aðdáendum sinum þar lika. Ekkerl hefur þó verið ákveðið um þá ferð ennþá. Almennur áhugi á kvikmyndum — Áhugi almennings á kvik- myndum hefur aukizl gifurlega i Sovélrikjunum upp á siðkastið. I l'yrra var til dæmis efnt lil kvikmyndahátiðar áhuga- manna og bárust þá til sam- keppninnar um eitt þúsund l^vikmyndir um landbúnað og búnaðarmál, allar teknar og unnar af hópum áhugamanna. Yl'ir 700 kvikmyndir bárust i samkeppni sem efnt var til um elni,er snerta tæknileg og efna- hagsleg mál. A vegum sovézku verkalýðs- hreyfingarinnar einnar starfa nú yfir 3500 hópar áhigamanna um kvikmyndir. — Þetta er bezti varðhundur sem ég hef nokkurntima átt. DENNI DÆMALAUSI ,,Þau rifast næstum aldrei, en þú skalt passa þig, þegar þau fara að vera svo almennileg hvort við annað.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.