Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur. 20. júli 1972 „Eg hygg,að kjör verkamannanna hérna séu alls ekki svo vond”. Af raddhreimnum gat ég imyndað mér, hvernig Emma frænka rétti úr sér. „Ég hygg, að þér finnið ekki viða verksmiðjur, þar sem jafnvel er búið að verkafólkinu og hérna”. i sömu andrá komu einhverjir inn i stofuna, og ég heyrði ekki meira af orðaskiptum þeirra. En ég hef ávallt verið þessum kennara þakklát, þótt nafn hans sé liðið mér úr minni. í sptembermánuði næsta haust fékk ég inngöngu i almenna menntaskólann i Blairsborg, þrátt fyrir mikla andúð skyldfólks mins. Einkum var þó Enika Blair gröm vegna þessa tiltækis, þegar hún kom á aðalfund verksmiðjustjórnarinnar um haustið. „Þú hlýtur að sjá það sjáll, Emilia, að stúlku af þinum stigum getur ekki verið þekkl fyrir að ganga i almenningsskóla. Fólk má halda, að þú sértannaðhvort blásnauð eða eitthvað undarleg. Þú ættir tafarlaust að fara í einhvern viðurkenndan heimavistarskóla l'yrir stúlkur, þar sem þú umgengist fólk, sem þér hæfði, og yrðir fyrir réttum áhrifum”. „Ég vil vera i menntaskólanum”, svaraöi ég þráalega. „Ég hef hugsað mér að laka stúdentspróf 1925”. „Það ár ættirðu einmitt að koma úr heimavistarskólanum”, hélt Enika áfram. „Þú ert sextán ára núna, og gætir kallazt lagleg, ef Emma hefði nokkra hugsun á að klæða þig eins og vera ber. Ég var nú einmitt að hugsa um að halda dansleik fyrir þig i Boston á jólunum, ef Emma og Wallace vilja taka þátl i kostnaðinum”. „Ég ætla að taka þátt i jólaleiknum”, svaraði ég. „Við ætlum að æfa sjónleik, og ég fer kannski með aðalhlutverkið, ef ég næ kosningu til þess, þótt það sé annars i skólanum stúlka, sem heilir Angela Kossf og leikur prýðisvel og ætlar sér að verða leikkona með tíð og tima”. „Ég þykist vita, að einhverjir piltar taki þátt i þeirri leiksýningu”. Hún leit rannsakandi augnaráði á mig yíir borðið. „Já-já. Þaðerstrax búiö aðkjósa Jóa litla Kellý til þess að flytja for- spjallið”. „Einmitt þaö", sagði Enika og hleypti brúnum. Svo sneri hún sér að Emmu l'rænku: „Elliot haföi skritnar hugmyndir i koliinum. Að minnsta kosti sótti hann verkastúlku i iðjuverin og kvæntist henni. Þú virðist gera þér far um að koma dóttur hans þangað aítur, Emilia! Ætli þú farir ekki og horfir á þessa leiksýningu og sjáir hvernig einhverjum Pólverjanum eöa Litháanum tekst að játa henni bróðurdóttur þinni ást sina?” „Það getur hún ekki”, svaraði ég. „Þetta er ekki svoleiðis leikur. Þelta er gamall enskur. . . .” „Kallaðu þaðhvaðsem þérsýnist. Staðreyndirnar segja tilsin. Hvað segir þú um þetta, Wallace?” Wallace tók minn málstaö, þegar álits hans var sérstaklega leitað. „Ekki gerði mér það neitt til, þótt ég kynntist börnum verkamann- anna, þegar ég var drengur. Nú veitist mér meira að segja léttara að umgangast mennina af þvi að ég var i skóla með þeim. Margir kalla mig enn skirnarnafni minu”. „Drengjum gelur leyfzt slikt”, sagði Enika, „en það rýrir álit stúlkna. Þær geta heldur aldrei haft gagn af þvi. Þetta er lika eitt af þvi, sem spillir hugarfari alþýðunnar, og ég hélt, að það væri orðið nóg af heimtuírekjunni. Til þessa og þessu líks eiga rósturnar i verksmiðj- unum i Fenwick og Low rót sina að rekja". „Satl að segja likar mér ekki svona tal”, skaut Wallace frændi inn i. „Og þessi verkföll við Fossá virðast mér hafa dunið yfir vonum seinna”. „Þér mun ekki veita af að halda uppi fullum aga, ef hún ætlar ekki að kalla það sama yl'ir ykkur hér”. „Sei-sei nei. Við erum ekki i neinni hættu”, greip Emma frænka fram i. „Viðerum ekki eins og þessir verksmiðjueigendur, sem rofið hafa öll tengsl við verkafólkið. Það er allt annar andi, sem rikir hér". Ég var þvi fegin, að umræðurnar höfðu snúizt á þessa leið og öll gagnrýni á hendur mér gleymzt. „Það er ánægjulegt, að hér skuli rikja góður andi”, hélt Enika á- fram, „en mestu máli skiptir þó ábatinn. Ef verksmiðjurnar eru ötul- lega reknar og skila miklum arði, þarf engu að kviða, þótt árekstrar verði við verkamennina. — Hefði styrjöldin treinzt nokkrum mánuðum lengur eins og við gerðum ráð fyrir, hefðum við ekki”, sagði hún og andvarpaði, „setið uppi með allar þessar vörbirgðir, sem við verðum nú i vandræðum með að losna við”. „Já”, sagði Wallace og kveikti i vindli sinum. „Við hefðum ekki átt að bæta við okkur öllum þessum nýju vélum né kaupa svona mikið af rándýrri baðmull. Það var ekki nein fyrirhyggja, en með þessa samn inga við herinn á borðinu virtist allt öruggt”. „Ég þoli ekki að heyra ykkúr tala svona um styrjöldina”, sagði Emma frænka skjálfrödduð, „i sambandi við gróðabrall og fjártjón. Mér finnst þið vera að svivirða minningu Elliots. Kemst ekki allt i gamla horfið aftur óðar en varir?” Ég fór frá þeim, þarsem þau voru að ræða vandamál verksmiðjanna við arininn, þvi að Manga kom og sagði, að Jói litli Kellý hefði spurt eft- ir mér. Við fórum upp i vinnustofu föður mins, sem nú var orðin les- stofa min Málverkatrönurnar höfðu verið látnar út i horn og ramma- laus málverkin höfðu verið lögð upp við einn vegginn. Þau voru áþekk- ust börnum, sem grúfðu sig upp að veggnum i fýlu. Við lögðum bækur okkar og blöð á gamla vinnuborðið undir lampanum, og Jói hálpaði mér við að komast fram úr rúmmálsfræðinni, en ég las yfir ágrip hans af sáttaræðu Játmundar Burkes. Siðan höfðum við yfir nokkrar setn- ingar úr leikritinu. Jói kunni mæta vel hlutverk sitt, en þó varð honum hvað eftir annað mismæli. Mér duldist ekki, að hann var mjög annars hugar. „Jói”, sagði ég loks, „hvers vegna ertu svona brúnaþungur? Og þú hefur ekki orðið mér samferða i skólann i heila viku. Hvað er að?” Hann forðaðist að lita framan i mig. „Það er ekkert að mér”, svaraði hann og reri sér á stólnum og tók að tina saman bækur sinar. „Ég hef bara svo mikiðað gera”. En þetta var ekki satt. Viö vissum það bæði. Ég hallaði mér fram á borðið og neyddi hann til þess að lita framan i mig. „Þætti þér verra, ef ég léki aðalhlutverkið i leiknum i staðinn fyrir Angelettu?” spurði ég. Hann sótroðnaði. „Ég held, að Letta yrði betri”, svaraði hann dræmt. „Ég vildi heldur sjá hana leika það, þótt hún geti ekki verið eins vel búin og þú. Auk þess vilt þú aðeins gera þér þetta til gamans, en fyrir hana er þetta raun- verulegur undirbúningur undir framhaldsnám”. Það varð löng og óþægileg þögn. Aðeins greinar stóra hlynviðarins við húsvegginn börðust við dökkan gluggapóstinn. „Það er ekkert við þessu að gera”, hélt hann svo áfram. „Mér er hlýtt til þin, en ég vildi aöeins. ...” 1159 Lárétt 1) Tiifrar- 6) Vein.- 7) Keykja - 9) Yrki - 11) Leit,- 12) Drykkur- 13) Gangur,- 15) Ambátt - 16) Hraði,- 18) Afganginn- Lóðrétt 1) Kaldur vindur - 2) Fugl - 3) Lézt - 4) Blóm,- 5) Land.- 8) Dreifi - 10) Snæða,- 14) Framkoma.- 15) 1002.- 17.) Köð,- Káðning á gátu No. 1158 Lárétt 1) Framför,- 6) Tál,- 7) Alt,- 9) Osk - 11) Kú,- 12) KK,- 13) Krá,- 15) Lái,- 16) Kói,- 18) Kaustin.- Lóðrétt I) Frakkar - 2) Att,- 3) Má. 4) Fló,- 5) Rakkinn,- 8) Lúr. 10) Ská,- 14) Áru,- 15) Lit. 17) Ós,- D R E K I Illll loill FIMMTUDAGUR 20. júli 7.00 Morgunútvarp 12.00. uagskrain. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 S i ð d e g i s s a g a n : „Ky rarvatns-Anna ” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (20) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar Gömul tónlist. 16.15 Veöurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar, 17.30 Nýþýtt efni: „Heimför til stjarnanna” eftir Erich von Daniken. Loftur Guðmunds- son rithöfundur les bókar- kafla i eigin þýðingu (2). 18.00 Kréttir á ensku. 18.10 Heimsmcistaraeinvigið i skák. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Smásaga vikunnar: „Skáldiö" cftir Hermann llcssc. Sigrún Guðjónsdóttir les þýðingu Málfriðar Einarsdóttur. 19.45 Frá listahátiö I Reykjavik: Sinfóniuhljómsveit islands leikur i Laugardalshöll 9. júni s.l. Hljómsveitarstjóri: Karstein 'Andersen frá Björgvin. Sinfónia nr. 2 i D- dúr eftir Johannes Brahms. 20.30 l.eikrit: „Kasmussen og timans rás” eftir Peter Albrcchtsen. Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. Persónur og leikendur: Jóhannes Friðrik Rasmussen — Ævar R. Kvaran, Oda, kona hans — Herdis Þorvaldsdóttir, Morten, sonur þeirra — Guömundur Magnússon, Móðir Rasmussens — Anna Guðmundsdóttir, Helle , ung stúlka — Þórunn Sigurðar- dóttir, Skreytingamaður — Sigurður Skúlason, Kátur sjóliði — Kjartan Ragnarsson, Fundarstjóri — Guðjón Ingi Sigurðsson, Þyrstur sjóliði — Hákon Waage 21.45 islenzk tónlist (frumflutningur) Fjögur lög fyrir kvennakór, sópran, horn og pianó eftir Herbert H. Agústsson. Kvennakór Suður- nesja, Guðrún Tómasdóttir söngkona,Viðar Alfreðsson hornleikari og Guðrún A. Kristinsdóttir pianóleikari flytja undir stjórn höfundar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan Guðni Guðmundsson isli Þórunn Sigurðardóttir les. Sögulok (12). 22.40 Dægurlög á Noröur- löndum. Jón Þór Hannesson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárl ok. CATERPILLAR Hentug í lóðir og bílastæði ÓDÝRI MARKAÐURINN Leður- og skinnliki i 30 litum og 4 geröum frá kr. 150/- pr. mtr. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.