Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 16
Þjónar í verk- fall á sunnu- dagsnótt? Klp-Rcykjavik. Eins og áður hefur komið fram i frcttum, hefur h'ciag fram- reiðslumanna boðað vinnustöðv- un frá aðfaranóll sunnudagsins kemur. Nokkrir sáttafundir hafa verið haldnir mcð framreiðslu- mönnum og félagi veitinga og gistihúsaeiganda, en ekkert sam- komulag hefur náðst. í fyrradag lögðu gistihúsaeig- endur fram tilboð, en fram- reiðslumenn svöruðu með öðru og átti að halda fund með sáttasemj- ara i gærkvöldi um þessi tilboö. Aðalkrafa framreiðslumanna er kauptrygging, sem samsvari 50 þúsund krónum á mánuði. Kauptrygging sú sem krafizt er samsvarar kr. 288.46 á klukku- stund. Ef til verkfalls kemur, hefst það kl. 3 aðfaranótt sunnudags- ins, eða að lokinni laugardags- vakt þjónanna. Verkfallið getur haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir veitinga og gistihúsin i borginni, enda eru hér nú hundr- uö ferðamanna og von á mörgum til viðbótar á næstu dögum. Þeir ættu þó ekki aö þurfa að svelta þvi allir hinir minni matsölustaðir borgarinnar veröa opnir, þar sem þarstarfa ekki lærðir þjónar. Karl Kristinsson (til vinstri) einn af eigendum Björnsbakarfs og Steingrímur Bjarnason, aðaleigandi (irimsbæjar, á milli hæða hins nýja verzlunarhúss. (Timamynd — GE) Stórt verzlunarhúsnæði opnað í Fossvoginum Geysileg aukning á söiu taflborða NTB-Sidney Heimsmeistaraeinvigið i skák i Reykjavik hefur orsakað geysi- mikla aukningu á sölu taflborða i Astraliu. Segja kaupmenn i Sidney.að salan hafi aukizt um að minnsta kosti 50% siöan einvigið hófst. EB-Rcykjavik. Þá hcfur fólkið i Fossvogs- hvcrfi loksins eignast sitt ver/.lunarhúsnæði. t Efstalandi 26 er nú vcrið að opna slikt húsnæði, scm cr á tvcim hæðum, sú neðri 840 fermctrar, cn efri um 500 fer- metrar. t húsinu miðju er svo grcið og breið lcið fyrir þá sem fara þurfa fótgangandi milli Bústaðahverfis og Fossvogs- hverfis. Þegar við litum inn i hiö nýja verzlunarhúsnæði, hittum við Hvítur selkópur í Sædýrasafninu - verða ísbirnirnir að fara? SB-Reykjavik llvitur selkópur, albinói, sjald- gæf skepna, bættist i Sædýrasafn- ið i llafnarfirði fyrir 3 vikum. Ilann veiddist á Breiðafirði rúm- lega inánaðargamall og var siðan sendur frá FÍatey tii safnsins. Ilann cr nú tveggja inánaða og dafnar vel. Jón Gunnarsson i Sædýrasafn- inu sagði að hvitinginn hefði verið óþægur fyrst i stað og erfitt að kenna honum átiö. Ennþá væri hann einn i polli, en yröi bráðlega settur i laugina hjá hinum og þá sennilega gefið nafn um leið. All- margar uppástungur hafa komið fram um nafn, en ekki hefur verið tekin ákvörðun. Þá sagði Jón, að ööru hvoru bærust safninu furðufiskar og sjaldgæfir fiskar af bátum. Ný- lega fékk safnið sandhverfu, sem er flatfiskur. Tvær slikar hafa verið þarna áður, en neitað að éta og drepist. Tvær sæsteinsugur liföu þrjá mánuði hvor og sædjöf- ull einn, sem er djúpsjávarfiskur, lifði aðeins i sex daga, en hann var eitthvað veikur þegar hann kom i safniö. Ekki kvað Jón neinar nýjungar á döfinni, en brýna nauðsyn bæri til að byggja yfir isbirnina, ann- ars yrði að láta þá burtu, þvi þeir eru orðnir það stórir, að gryfjan nægir þeim ekki lengur. — Það eina sem vantar til þess, er fjár- magnið, sagði Jón að endingu. Steingrim Bjarnason, en hann er aðaleigandi hússins. Langþráð bið — Þá er hinni langþráðu bið ibúa Fossvogshverfis eftir verzlunarhúsi lokið. Fyfir 6 árum var þessi lóð fyrir verzlunarhús tilbúin til úthlutunar, en aðstaða til að reka verzlun hér var þann- ig, að áhugamenn fyrir sliku, sáu ekki fjárhagslegan grundvöll fyr- ir þvi vegna skipulagsins, sagöi Steingrimur, og hann bætti þvi við að ennþá væri skipulaginu ábótavant, þótt þarna hefði nú risið myndarlegt verzlunarhús. Til dæmis væri barnaleikvöllur Fossvogsmegin við húsið, hann yröi að fara i burtu. Nú er aöeins stæði viö húsiö fyrir 36 bifreiðar, 18 sitt hvoru megin viö það. Yröu bilastæðin nær þvi fullnýtt af starfsfólkinu i húsinu. Þrir eigendur Eigendur hússins, sem liklega mun i framtiðinni heita Grims- bær, eru þrir. Sem fyrr sagði er Steingrimur Bjarnason aöaleig- andi þess, hinir eigendurnir eru Mjólkursamsalan og Björns- bakari. 1 húsinu veröur matvörubúö, fiskbúö, hárgreiösiustofa, sölu- turn, bakari, mjólkurbúð, fata- hreinsun, blómabúð, vefnaðar- vöruverzlun, bækur og ritföng og fleira. 1 einni af einingum hússins átti að vera skósmiður og skóbúö, en ekkert varð úr þvi. Steingrim- ur sagði, aö hann hefði hugsað sér, að i staðinn yrði tannlæknir i þeirri einingu. Byrjaö var á húsinu i fyrravor. Kjartan Sveinsson teiknaði það, en byggingu þess annaöist Pétur Jóhannesson. Finnska stjórnin sagði af sér - undirritun EBE-sdttmálans frestað NTB-Hclsingfors Finnska stjórnin sagði af sér i gær. Jafnframt þvi að Kekkonen forseti samþykkti lausnarbeiðn- ina, bað hann stjórnina að sitja áfram, sem embættismanna- stjórn, meðan umræður fara fram um myndun nýs ráðuneytis. A blaðamannafundi i gærkvöldi sagði efnahags- og aðstoöarfor- sætisráðherra, MaunoKoivisto,að fullt samkomulag væri um það milli forsetans og stjórnarinnar, að embættismannastjórn gæti ekki undirritað EBE-sáttmálann. Það verður til þess, að fresta verður undirrituninni, sem fara átti fram i Briissel á laugardag- inn. Þá sagði Koivisto, að ætlunin væri að hefja umræbur um mynd- un meirihlutastjórnar, en hann var ekki sérlega bjartsýnn^á að slikt tækizt. " ■ j, " V:!| * - 1 * * U mmimmf' KAKABAKÍA ENN BRÁÐLIF- ANDI Á HÁLENDI ÍSLANDS Baktería, sem lifði á jörðinni fyrir 2000 milljónum óra Smásjármynd af 2000.000.000 ára gömlum leifum kakabakíu. Arið 1954 veittu visinda- nicnn athygli steinrunnum leifum lifvera, sem lifðu á jörðinni fyrir 2000 milljónum ára . Þær fundust i jafn- gömlum klettum i Ontario i Kanada. Meðal þeirra var bakterían Kakabakia, en nafn sitt lilaut hún fyrir skenunstu. Það hlýtur þvi að teljast til tiðinda, að færðar hafa verið sönnur fyrir þvi, að hún leikur lausum hala ljóslifandi á meðal vor enn þann dag i dag. Það var prófessor Siegel, við háskóiann i Honúlúlú sem fann hana i sýnum, sem hann safnaöi til fjalla i Wales árið 1970 og siðar sama ár i sýnum af hálendi tslands. Hann hefur ásamt konu sinni, sem starfar við sömu stofnun og hann, verið á þeytingi um Island i vor og safnað sýnum viðsvegar og lagt leið sina inn til jökla og leitað i hverum i þvi skyni. Hjónin héldu heimíeiðis þann 11. þessa mánaðar til að vinna úr fengnum. Rannsóknir af þessu tagi flokkast sennilega undir frumrannsóknir og erfitt er að sjá hagnýta þýðingu þeirra fyrir, ef hún er þá nokkur. En óneitanlega er aldursforseti núlifandi vera á jörðinni forvitnilegur og athuganir á þvi, hvar hann þrifst bezt og hvaða grannar eru honum kærastir, geta hugsanlega gefið vísbendingar um sitthvað um staðhætti á jörð- inni i árdaga. Flett ofan af umfangsmikilli þrælasölu NTB-Róm. I.ögreglan i Rómaborg tilkynnti i gær, að hún hefði flett ofan af umfangsniikilli svartri þræla- sölu. Hundruð verkamanna frá Vestur-Afriku hafa i hverjum mánuði verið fluttir ólöglega til Frakklands sem ódýr vinnukraft ur. Nú hefur verið sett strangt eft- irlit við alla flugvelli og hafnir, sem lögreglan telur, að hafi verið notað til að smygla þrælunum um. Það eru einkum rnenn frá Mali, Filabeinsströndinni og Senegal, sem fluttir hafa verið til Frakk- lands og talið er að þetta hafi gengið fyrir sig i ein tvö ár. Upp komst um flutningana, þegar innsiglaður lestarvagn bil- aði i S-Frakklandi. Skýrslur sýndu, aö saumavélar væru i vagninum, en þegar lestarstjór- inn gatómögulega sjálfur gert við bilunina, varðhann að snúa sér til frönsku lögreglunnar til að láta brjóta upp vagninn. — Annars deyja þeir allir, sagði hann. Inni i vagninum fundust 59 Afrikumenn, sem siðan voru allir sendir yfir landamærin til ttaliu og þaðan til sins heima á ný. Lögreglan fann eiturlyf fyrir 260 milljónir NTB-Kaupmannahöfn. Við húsleit I ibúð i Kaupmanna- höfn i gær, fann lögreglan eitt mesta magn af eiturlyfjum sem fundizt hefur á einu bretti I V- Evrópu, 127 kiló af morfinbase og 228 kíló af hassi. A hinum ólög- lega markaði er þetta magn um 260 (isl) milljóna virði. 1 fyrrinótt voru fimm Tyrkir handteknir i Kaupmannahöfn og hafði einn þeirra 400 þúsund danskar krónur á sér og hlaðna skammbyssu. 1 nótt var einn til viðbótar handtekinn og skömmu siðar fundust birgðirnar. Undanfarna tvo mánuði hefur danska lögreglan alls fundiö 150 kiló af eiturlyfjum, fyrir utan þetta. Vilhjálmur Þór jarðsunginn í dag Útför Vilhjálms Þór fyrrver- andi bankastjóra og forstjóra Sambands islenzkra samvinnufé- laga, fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavik kl. 13.30 i dag. Dóm- prófasturinn séra Jón Auðuns jarðsyngur. t virðingarskyni við hinn látna verða skrifstofur SÍS og Sam- vinnubankans lokaðar frá kl. 13.30 til 15.30 i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.