Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur :!. ágiist 1972 TÍMINN 13 Garður fékk verðlaun S'B-Reykjavík. Á bændahátíö, sem haldin var að Laugarborg i Hrafna- gilshreppi i Eyjafirði um heigina, voru að venju afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir góða umgengni á sveita- bæjum. Búnaðarsamband Kyjafjarðar hefur fjórum sinnum áður veitt þessi verð- laun. Verðlaunagripurinn,sem er forláta lampi, gerður af bræðrunum i Litla-Arskógi, er farandgripur. Að þessu sinni hlaut lamp- ann bærinn Garður i önguls- staðahreppi, en það er nýbýli þeirra Hallgrims Aðalsteins- sonar og Magneu Garðars- dóttur. Garður hefur einu sinni áður fengið viðurkenn- ingu. Viðurkenningu hlutu að þessu sinni Asláksstaðir i Arnarneshreppi, Skarð i Grýtubakkahreppi og Stóri Dunhagi i Skriðuhreppi. Þá veitti Skógræktarfélag Eyjafjarðar nú i annað sinn verðlaun fyrir fallegasta heimilisskrúðgarðinn. Að þessu sinni var garðurinn að Sökku i Svarfaðardal verð- launaður, en í fyrra var það garðurinn i Litla-Arskógi. Hátiðin að Laugarborg var vel sótt og um kvöldið kom ust færri inn i húsið en vildu. íþrÓttír : Framhald af bls. 11. Langstökk: Törring 7,65 m. Schink 7,15 m. Guðm. Jónsson 6,99 m. Friðrik Þór Óskarsson 6,92 m. Kúluvarp: Lindsjöld 16,55 m. Andersen 15,57 m. Guðm. Her- mannsson 17,62 m. Hreinn Hall- dórsson 17,39 m. 100 m. grindahlaup: Thorrup 52,6, Petersen 56,7. Borgþór Magnússon 55,1, Vilmundur Vil- hjálmsson 56,3. Þannig litur þetta út en þess skal getið að samanburðurinn er ekki alveg sanngjarn, þar sem tekinn er bezti árangur ls- lendinga i öllum mótum sumars- ins. en aðeins árangur Dananna i þessari einu keppni. Einnig er augljóst. að Danir myndu sigra okkur með þó nokkrum yfirburð- um. Annað er greinilegt og það er, að okkur vantar ekki nema herzlumuninn i nokkrum grein- um. til að keppni geti orðið skemmtileg. Það er aðeins i lang- hlaupunum 5 og 10 km. og hindrunarhlaupi, sem bilið er alltof breitt. til þess að þaö verði brúao á stuttum tima. íslenzkir frjálsiþróttamenn ættu að setja sér það mark, að verða samkeppnishæfir við Dani næsta sumar. Það er hægt með nægum dugnaði og vilja. FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. II. hæð. Símar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur . fasteignasala ÞVOTTAVÉLASAMSTÆÐA TIL SÖLU Þvottavél, vinda, þurrkari og strauvél. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. KAUPFÉLAG RANGÆINGA NOTUÐ ÍSVÉL TIL SÖLU Cuper 2ja ára. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. KAUPFÉLAG RANGÆINGA HEYBINDIVÉLAR TIL SÖLU Höfum til sölu notaðar heybindivélar McKormik og New Holland. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn KAUPFÉLAG RANGÆINGA Fræösluskrifstofa Reykjavikur. óskar eftir að ráða til starfa TÆKNIMENNTAÐAN MANN við undirbúning og eftirlit með viðhaldi fasteigna, gerð framkvæmdaáætlana o.fl. Laun samkvæmt launakerfi borgarstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12 fyrir ia ágúst n.k. BIFREIÐAEIGENDUR Hér er orðsending frá Ryðvörn s/f, Grens- ásvegi 18, Hreyfilshúsinu. Lokað verður frá 4/8 —14/8 vegna sumar- leyfa. Ennfremur skal viðskiptavinum bent á að við getum tekið notaða bila til endurryð- varnar i ágúst og september vegna módelaskipta úr '72-'73. Virðingarfyl.lst, Ryðvörn s/f. Lofum þeima&Rfa HEYKÖKUR TIL SÖLU Ég undirritaður mun hafa til sölu nokkurt magn af heykökum i sumar. Æskileg af- greiðsla þriðjudaginn 8. ágúst, miðviku- daginn 9. ágúst og fimmtudaginn 10. ágúst n.k. Þeir sem hafa hug á að kaupa heykökur eru beðnir að hafa samband við mig sem allra fyrst. Snæbjörn Sigurðsson. Grund, Eyjafirði. KARTÖFLUUPPTOKUVÉLAR TIL SÖLU Höfum til sölu notaðar kartöfluupptöku- vélar: Amason, tvær gerðir, Ferguson, Undirhaug með körfu og BAV. Allar þessar vélar skila kartöflum i pok- um. i Upplýsingar gefur kaupfélagsstjörinn. KAUPFÉLAG RANGÆINGA HEILSURÆKTIN The Ilealth Cultivation, Glæsibæ, Simi 8-56-55. Ný eins og tveggja mánaða námskeið eru að hefjast. Upplýsingar i sima 85655. Heilsuræktin óskar að ráða tvær starfs- stulkur, vaktavinna. Umsóknir sendist á skrifstofu Heilsurækt- arinnar i Glæsibæ, Álfheimum 74, fyrir næstkomandi laugardag. ATVINNA - TALSAMBAND VIÐ ÚTLÖND í haust verða ráðnar nokkrar stúlkur á aldrinum 20 til 30 ára til afgreiðslustarfa hjá talsambandi við útlönd. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg, a.m.k. i ensku og dönsku. Stúlkur, sem hafa hug á þessu starfi og fullnægja settum skilyrðum, þurfa að sækja kvöldnámskeið, til reynslu i eina viku. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 14. ágúst, n.k. Nánari upplýsingar veittar i sima 26000. Ritsimastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.