Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur :t. ágúst 1972 TÍMINN ,,Ágjarn, afbrýðisamur og eigingjarn meðhöndlar hann konur sinar eins og úr sér gengnar brúður" skrifaði Francoise Gilot vinkona Picassos eftir að hún yfirgaf hann. Konur hafa alltaf skipað sess i list Picassos. Næstum óslitið er það konan, sem innblæs honum nýjar aðferðir i túlkun og stil, allt frá andlitsmyndunum sem hann málaði i rómantiskum stil, um aldamótin, og sigaunastúlkunum á bláa timabilinu, til skældu and- litsmyndanna, sem eru honum svo tamar i seinni tið. Pablo Picasso var og er án efa veikur fyrir fyrirsætum sinum, hverri á fætur annari. Og þegar leiði greip hann visaði hann þeim frá sér hverri á fætur annarri. Þær voru gyðjur, en einnig fóta- þurrkur , sé nokkuð að marka bók Francoise Gilot, sem vist er að ekki var skrifuð Hstamanninum til dýrðar. Nú er útlit fyrir að þessi 90 ára gamli málari, þetta ,,heilaga skrimsli listarinnar" ætli að una sér við siðari eigin- konu sina Jacqueline, sem hann býr með i Mougins innan um olifutré og eikur i hliðunum fyrir ofan Antibes á Rivierunni. „Hið heilaga skrímsli listarinnar" er einstætt og án hliðstæðu, hvaða mat sem lagt er á hann og list hans eða á hann og konurnar hans. Frá þvi að hann hélt sina fyrstu sýningu yfirlætis- laus i regnhlifaverzlun i La Coruna á Spáni.er talið að hann hafi lokið við fimmtán þúsund málverk, fyrir utan alla keramik og grafik, og allarþær teikningar og skúlptúra, sem hann hefur gert. Hann hefur elskað vinnu sina umfram allt. Á alþjóðlegum uppboðum hafa verk rians verið Picasso (t.v.) er kominn yfir nirætt, en starfskraftar hans eru síður en svo á þrotúm. Jaquelinc Itoque (t.h.) eiginkona meistarans, er 45 árum yngri en hann. seld fyrir 18 milljónir króna. bótt hann sé enn spænskur rikis- borgari, er hann álitinn auðugasti maður Frakklands, en þar hefur hann eytt miklum hluta ævi sinnar. Auður hans er talinn nema um 120 milljörðum króna. Börn hans skilgetin og óskilgetin eru fyrir löngu farin að falast eftir arfi. En Picasso ánafnaði Listasafninu i Barcelona 800 sinna kunnustu verka fyrir skemmstu. Að visu ekki það frægasta: Heimildarmálverkið, Guernica frá 1937, andsvar lista- mannsins gegn valdatöku Francos, hangir i Museum pf Modern Art i New York. Þvi fer fjarri að Picasso hafi lagt frá sér penslana. Starfsorka hanser goðsagnarkennd,og hann hefur litið slakað á og lætur aldurinn ekkert á sig fá. Sumir telja hann snillinga, aðrir segja, að hann sé hæfileikamaður sem varðveitt hafi ljóma bernskunnar. Hann skauzt fram eins og skrattinn úr sauðarlegg viða á sviði listarinnar. Hann hafði i frammi snjalla tilburði — ekki alltaf frumsamda sögðu skæöar tungur. Á löngum starfs degi.70 árum, hefur Picasso verið i fararbroddi eða hrifist með flestum þeim straumum listarinnar, sem flætt hafa á öldinni. Og þeim sem ekki hefur fallið öll uppátæki hans er ó- hjákvæmilegt að telja hann með þegar fjallað er um nútimalist. Sultarár i Paris Pablo Picasso fæddist i Malaga 25. október 1881. Hann hlaut nafnið (andið að ykkur): Pablo Diego Jósé Francisco de Paula Nepomuceno Crispin Crispiniano de la Santissima Trinidad Ruiz Ficasso. Faðir hans var teikni- kennari af Baska kyni, José Ruiz Picasso. Móðir hans Maria Picasso var frá Mallorka, en fjöl- skylda hennar var að uppruna frá Genova. Pablo sýndi snemma ó- venjulega teiknihæfileika og um leið og hann hafði lokið námi var hann sendur til Madrid og Barcelona til að auka við þekkingu sina. Arið 1900 kom hann til Parisar, Mekka lista- mannsins. Picasso skar sig ekki úr hópi annarra listamannsefna á Signu- bökkum i þá tið. Hann málaði ungar stúlkur á torgum og breið- strætum, fólk sem sat og drakk absint á gangstéttarkaffihúsum. Sömu fyrirmyndir og hjá öðrum listamönnum, svo sem Toulouse- Lautrec. Skommu siðar fór hann að lýsa olnbogabörnum þjóð- félagsins betlurum og sigaunum „Bláa timabilið" var hafið. Þaðan hvarf hann inn i andrúms- loft fjölleikahússins, sem átti vel við hugarflug hans. Hann málaði fimleikafólk, törfamenn og trúða. Það var nefnt „rauða timabilið." Með heppni og atorku lánaðist Picasso að komast i kynni við lykilfólkið að timamótum listar- innar og menningarinnar á þessari öld: Skáldin Guillaume Apollinaire, Jean Cocteau og málararnir Braque og Juan Gris. Bateu-Lavoir, gömul timbur- bygging i hæðum Montemartres, var samanstaður fátækra lista- manna og þar bjó Picasso, meðan hann var enn ungur og óþekktur. Bateu-Lavoir er talin vagga kúbismans. Upp úr aldamótunum barst höggmyndalist frá Afriku og handan yfir úthöfin til Parisar, Picasso Braque voru gagnteknir. Höfugur andblær umlék listina — Gauguin snéri baki við Paris og settist að á eyju i Kyrrahafi. Kúbisminn-listastefnan sem leitast við að færa öll form i einfalda fleti, spratt upp úr þessum frumstæða jarðvegi, sem gekk öldungis fram af rikjandi listasmekk. Picasso meðtók jafn- óðum hinar nýju hugmyndir. Enn varhannsamtfjarri þvi að marka stefnuna i hópi málaranna i Paris. Hann var eftir sem áður fátækur teiknikennarasonur, landflótta og án framtiðar i þess ari haborg andans, sem allir voru opnir fyrir nýjum hug- myndum, en viðurkenndu þær siður ef þær komu ekki frá heima- mönnum. Picasso var frama- sjúkur og taugaþjakaður. útstæð augu hans virtust smjúga inni það, sem hann virti fyrir sér og hann var gagntekinn hvöt til sjálfshafningar. Þetta olli þvi, að hann var erfiður i umgengni og haft var i flimtingum að hann mundi ekki vikjast undan þvi að láta mynda sig kviknakinn i bað- kerinu, ef svo bæri undir. Og gagnvart konum var hann ákvafur, hvikull, afbrýðissamur og fullur ofrikis. Hjónaband og frami Hann hefur ætiö þjáðst af nánast sjúklegri áfbrýöisemi. Fyrsta vinkona hans Fernande Olivier gat varla skotist i búöir, án þess að á hann rynni afbrýðis- æði.Picasso hitti hana að kveld- lagi vorið 1904, þegar hún hafði forðað sér undan vatnsveðri inn á gang i Bateau-Lavoir. Hann lagði rytjulegan kettling á handlegg henni og bauð til vinnustofu sinnar. Astarævintýrið sem af þessu hlautzt varð helgisagnar- kennt og varði i 9 ár, fátæktar og báginda. Picasso átti ekki einu sinni fyris skóm á hana, þegar vetur gekk i garð. Fernande skipti það ekki miklu — hún gerði ekki háar kröfur en henni duldist heldur aldrei að 'elskhugi hennar áynni sér ein- hverntima nafn. Hun var löt_ að eðlisfari og hugsaði aðeins um liðandi stund — henni var bóhemlifnaðurinn aðeins leið til gleði og afþreyingar. Og þegar hún einn góðan veðurdag hljópst brott með itölskum málara lil þess eins að auka enn meir á afbrýði aðdáanda sins, var henni ekki ljóst, að hún hefði þar með brenrit allar brýr að baki sér. Hvað Picasso áhrærði var hún ekki til lengur. Kannski var hann farinn aö finna til leiða á henni, þvi skömmu siðar tók hann saman við aðra, Marcelle Humbert, sem yfirgaf annan málara til að búa með Pablo. Marcelle er gegnum gangandi i myndum hans frá kubiska timabilinu. „Ég elska hanasvoheitt.að ég má til að lýsa henni i myndum mínum." sagöi Picasso. Ef til vill var Marcelli sú kona sem hann elskaði mest um ævina, ekki hvað sizt fyrir þá sök, að hún dó eftir 10 ára sambúð úr sjúkdómi, sem mestur var ógn- valdur i þá daga, berklum. Aðeins ári siðar kvæntist Picasso i fyrsta sinn. Kona hans var rússnesk dansmær, Olga Kokhlova að nafni. Hjóna- bandinu fylgdi nýtt timabil i þróun listar hans. Hann hvarf aftur til skýrleika og reglu I myndum sinum. t einni kú- vendingu, sem er svo mjög ein- kennandi fyrir hann snéri hann fra kúbisma til nýklassikur undir áhrifum frá klassiskri list. Picasso er siferskur og hefur ávallt fundið, hvert straumurinn liggur. Og eftir að hann gekk að eiga Olgu, var hann kominn i tizku. En hann kunni lika vel að meta þessa heims lystisemdir. Hann komst vel f álnir, varð sér uti um rikmannlega ibúðog stáss- leg föt og lifði pragtuglega innan um samkvæmislýði heims- borgarinnar. Kona af konu Þegar hann hafði stundað sam- kvæmi hinna „finni" Parisarbúa i meira en 10 ár varð hann leiður á þvi og hjónabandinu. Olga hafði fætt honum soninn Paul, en af- brýðissemi hennar jókstár frá ári og hún varð si ráðrikari. Og það var ekki að ófyrirsynju, þvi Picasso var hvorki sérlega trúr né kærleiksrikur eiginmaður. Klögumálin gengu á vixl, stundir mikilla reikningsskila urðu dag- legur viðburður og lauk með skilnaði en skilnaðurinn gilti ekki fyrir Picasso, sem var spænskur og kaþólskur. En Marie-Thérese Walter stytti honum stundir og fæddi honum meybarnið Maya. Svo rak nýja konu á fjörur Picassos. Það var ljósmyndarinn og málarinn Dora Maar. Hann sá hana fyrst á kaffihúsi, þar sem hún sat og lék sér að hnifi. Skyndilega fataðist henni og hún skar sig á púlsinn. Rauöur blóð- dropi læddist fram og stækkaði á svörtum knipplingahanzka, og Picasso brá skjótt við, seiddur af litadýrðinni og . svipmiklu, þjáningarriku andliti stúlkunnar. Nýttástarævintýri hófst. Kannski er Dora sú konan sem bezt skildi list Picassos. Hún var honum hjálpleg á umbrotatimum og studdi hann þegar hörmungar striðsáranna dundu yfir. En í myndum sinum er þvi likast sem hann leggi sig fram um að mis- pyrma henni og skrum- s»æla. Um þessar mundir má\aði hann heimildarmálverkið Guernica, um borgarastriðiö á Spáni. Dora er i hópi kvennanna, sem æpa i sprengjuregninu. Þegar stundir liöu fram fór aö bera á trúargrillum í fari hennar og einn góðan veðurdag skipaði hún Picasso og málaranum Eluardaðlútasér. Hún fór á hæli. Þegarhúnútskrifaðist þaðan, var hún Picasso gleymd. „Þú hefur aldrei elskað neinn" hrópaði hann að henni „þú veizt ekki hvað ást er." t mai 1943 var Picasso kynntur fyrir tvitugri stúlku á kaffihúsi í Paris. Hún var forkunnar frið og himinbláeyg með fingert andlit. — Hvað hafið þér fyrir stafni, spuröi hann. — Ég mála, svaraöi hún. — Hver skollinn, sama geri ég, hrópaði hann. Francoise Gilot brann i skinninu eftir að kynnast lista- manninum og þá með þökkum heimboð til vinnustofu hans enda þótt hún vissi ofurvel hverjar af- leiðingarnar kynnu að verða. En Picasso var afar þolinmóður og nærgætinn við stúlkuna, senni- lega hefur aldursmunurinn haft sitt að segja i þá veru (áttina). Kynni þeirra höfðu staðið alllengi þegar hann mannaði sig til að kyssa hana. Franciose varð „blóma- stúlkan" i ljóðrænustu myndum Picassos, og hún varð kveikja og fyrirmynd margra þeirra leir- verka, sem hann vann, þegar hann varð gripin mótunarlöngun á striðsárunum. Hið heilaga skrimsli iistarinnar Þegar striðinu lauk og hugur Evrópubúa hætti að snúast um skömmtunarseðla og þrúgandi nið sprengjuflugvélanna, jókst frægð Picassos mjög. Friðar- dúfu plakatið, sem hann gerði i tilefni af friðarþinginu i Paris varð tákn, sem þjóðir heims með- tóku. Og sú varð líka raunin um hann sjálfan. Kommúnisminn gerði hann t.d. að merkisbera sinum. Ungir listamenn komu úr öllum áttum til Antibes og tilltu sér við fótskör meistarans og vildu læra aö mála. Þetta var nánast farsóttarkennt. Pjcasso var álitinn maður hinna nýju við- horfa, og nú virtist hann hafa fundið frið og rósemi hugans með; Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.