Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIflJAN RAFTORG SlMI: 19294 »1*11: 26660 173. tölublað —Fimmtudagur 3. ágúst—56. árgangur J IERA kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Sölustofnun lag- metisiðnaðar kom- in á laggirnar ÞO-Reykjavík. Stofnfundur sölustofnunar lag- metisiönaöarins var haldinn i gær IReykjavIk. Aðild aö sölustofnun- inni eiga islenzka rikiö og atvinnurekendur I niöursuöu- og niðurlagningariönaði. Af 25 skráðum verksmiðjum, sem fást við niöursuðu og niðurlagningu áttu 19 aðild að stofnun samtak- anna og eru þessi fyrirtæki meö 98% heildarútflutnings niður- suðuvara að baki sér. A blaðamannafundi I gær, sögðu þau Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, örn Erlendsson hagfræðingur og Guörún Hall- grimsdóttir, nýskipaður for- maður Sölustofnunarinnar, að stofnunin væri stofnuð til að ann- ast markaðsleit ogbyggja upp virkt dreifingarkerfi. Þess vegna Björn Jónsson flugmaður i þyrlunni Gná I fyrsta skipti. Þyrlan fór í sitt fyrsta flug ÞÓ-Reykjavik. Hin nýja Sikorsky þyrla land- helgisgæzlunnar fór i sitt fyrsta flug hérlendis i gærmorgun. Að sögn fulltrúa landhelgisgæziunn- ar, er búizt við, að þyrlan verði tekin formlega i notkun nú á næstu dögum. Litlu þyrlurnar tvær, sem land- helgisgæzlan á i pöntun i Banda- rikjunum eru væntanlegar til ts- lands I þessum mánuði. JOKLA-FLEKKA ER SUNNAN AF SÍÐU Hefur bersýnilega farið um þveran Vatnajökul Jökla-Flekka er hvorki úr tröllabyggðum né hulduheimum. Hún er frá Hörgslandi á SiOu, eign Jakobs bónda Bjarnasonar, fjög- urra vetra gömul. Hún hefur sem sagt farið úr byggð, þrjátlu og fimm kilómetra leið, að jaðri Vatnajökuls og þaðan fimmtlu og sex kilómetra á jökli á Báröar- bungu. I>á er miðað við beina linu, er ekki gefur auðvitað neina hugmynd um, hversu langa leið hún er biiin að fara. Mark Jakobs á Hörgslandi tvi- stigað aftan hægra og heilhamrað vinstra, og visindamennirnir á jöklinum hafa villzt á stigi og bita, enda þar ekki mikill munur á, ef ekki er grannt skoðað. Sönn- ur er nú unnt að færa á, að þessu er svona varið, likt og getið var til i Timanum I gær. Fregn úr Eyjafirði fól í sér lausnina Fjöldamargir hafa gert sér titt um Jökla-Flekku og haft uppi um það getgátur og eftirgrennslan, hvaðan hvin gæti verið. 1 gær var blaðinu bent á, að markið, sem upp var gefið, tvibitað aftan hægra og heilhamrað vinstra, Framhald á 3. siðu. myndi hiö opinbera veita stofnun- inni fjárframlag, sem næmi 25 millj. kr. á ári næstu fimm árin. Starfsemi sölustofnunarinnar veröur ekki mjög mikil á þessu ári, þar sem hún var ekki á fjár- lögum. Samt sem áöur fær stofn- unin til umráða nokkurt fjár- magn, þar sem að ákveðið er að umboðslaun af sölu renni að vissu marki til Sölustofnunarinnar á þessu ári, þannig að reikna má með að stofnunin hafi að minnsta kosti 5-6 milljónir kr. milli hand- anna. Sölustofnunin er þegar byrjuö að vinna að markaðskönnun. Má þar t.d. nefna, að gerðir hafa ver- ið viðbótarsamningar við A- Þýzkaland og i athugun eru frek- ari samningar viö Tékkóslóvakiu og Rúmeníu. Þá hafa náðzt sam- bönd við fyrirtæki i Bandarfkjun- um, Kanada, Japan, Frakklandi, Astraliu og fleiri löndum. örn Erlendsson sagði á fundin- um, aö stefna þyrfti að þvi aö framleiöa sem mest af lagmetis- tegundum, sem hægt væri aö framleiða allt árið um kring, og þar kæmi helzt til greina loöna, sild, lifur og hrogn. Einnig þarf að koma á verkefnaskiptingu milli verksmiöjanna. Þá virðast einnig miklir mögu- leikar á aö framleiða mikið af lagmeti úr skelfiski. — Undan- farið hafa opnazt miklir mögu- leikar á mikilli niðursuðu á loðnu og lifur. Þetta getur orðið ákaf- lega hagkvæm framleiðsla fyrir verksmiöjurnar þar sem þetta hráefni er ódýrt I innkaupum, en gefur svo mikið af sér, þegar búið er að verka það á réttan hátt. Japanir hafa t.d. sýnt mikinn Framhald á 3. siðu. HITINN í VÍTI ER AÐ AUKAST — Þegar ég kom siðast I oskjn 23. jiili, reyndist vatnið i Viti miklu heitara en venju- lega, tjáöi Eysteinn Þorvalds- son blaðinu nú I vikunni. Ég hef alltaf rekið tærnar I vatnið, þegar ég hef komið þar, og nú reyndist það nær óþolandi heitt. Við mælingu reyndist vatnið 39,4 stig við land, þar sem það var kaldast, en hitnaði óðum, ef vaðið var út i það. Þetta bendir eindregið til þess, að það hafi hitnað i Viti i sumar. Blaðið sneri sér til Guðmundar Sigvaldasonar jarðefnafræðings hjá raun- visindastofnun háskólans og leitaði álits hans á þvi, til hvers þetta kynni að benda. — Við hðfum veitt þvi athygli undanfarin ár, að vatnsborð Oskjuvatns virðist vera að hitna. Allmikil sprunga sýnist hafa myndazt við austurströndina, og þar eru komnar volgrur. Eysteinn Tryggvason segir, að vatns- borðið sé aö lækka að austan og landið að hallast til vesturs. — Um hitabreytingar i Viti get ég ekkert sagt, hélt Guðmundur áfram, en þessi hiti i vatninu, semþiðnefnið er meiri en vera mun að jafnaði. Torvelt er að segja, hvort þetta kann að boða einhver tiðindi. Ég get sagt það eitt, að það getur gosið hvar sem er á landinu, en sá staður, sem maður myndi nefna öðrum fyrr, ef spá ætti i það, sem órætt er, er Askja. Og undan- fari siðasta Oskjugoss, sem varð árið 1961, var aukinn jarðhiti, sem vart varð hálfum mánuði áður en það hófst. Með þessu er ég þó alls ekki að gefa i skyn, bætti Guðmundur við, að nýtt Oskjugos sé yfirvofandi. Askja er bara til alls vis. Yitiviðöskju— þvl miður kuldaleg mynd. En velgjan þarna niöri ættiaðráða bótá þvl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.