Tíminn - 04.08.1972, Page 5
Föstudagur 4. ágúst 1972
TÍMINN
5
Skiptar skoðanir
um biðstöðuna
Framhald af bls. 3.
er mjög þekktur skákfréttamaður
i heimalandi sinu. Hann skrifar
fyrir timarit i Zagreb, en er auk
þess afkastamikill rithöfundur.
(Hann hefur skrifað alls 6 bækur,
sem gefnar hafa verið út alls 12
sinnum i Júgóslaviu. Nýjasta bók
hans fjallar m.a. um Fischer. Þá
hefur hann gert kvikmynd og
sjónvarpsþætti með áskorandan-
um. Nu hefur hann i hyggju að
skrifa bók um heimsmeistaraein-
vigið i samvinnu við Tigran
Petrosjan).
Ég spyr Bjelica, hvort skáká-
hugi sé almennur i Júgóslaviu.'
,,Já, næstum allir hafa áhuga á
skák. Ahuginn er tvimælalaust
meiri en i flestum öðrum lönd-
um”. Þá vil ég fá vitneskju um
vinsældir þeirra tvimenninganna
i Júgóslaviu. ,,Ég þekki þá báða
mjög vel”, segir Bjelica. „Þeir
eru mjög vinsælir i Júgóslaviu,
báðir tveir. Fischer hefur stóran
aðdáendahóp, enda kaus hann að
tefla i heimalandi minu, öðrum
löndum fremur”.
Ég kveð þennan viðkunnalega
mann, enda fjölgar nú leikjunum.
SPENNA FÆRIST
YFIR — BIÐSTAÐA
Uppskipti eiga sér stað og innan
skamms er skákin orðin spenn-
andi. Ég heyri það út undan mér i
pressuherberginu, að Banda-
rikjamaður hefur veðjað við
landa sinn um úrslitin, — öruggur
um, aö Spasski vinni ekki.
Fischer er með betri tima, eins
og venjulega. Og enn knýr hann
heimsmeistarann i uppskipti;
mönnum fækkar að sama skapi á
taflborðinu. Eftir 25. leik telur
IngiR að Fischer hafi heldur betri
stöðu.
Nú liður að 40. leik. Fischer hef-
ur skiptamun á Spasski, en
heimsmeistarinn hefur á móti tvö
allsterk samstæð fripeð (svo not-
að sé hárfint fagmál).
Að loknum 40 leikjum fer svo
þessi 10. einvigisskák i bið. Bið-
skákin verður tefld kl. hálfþrjú i
dag.
S A G T U M
BIÐSTÖÐUNA
Ingi R. Jóhannsson: „Fischer
hefur betri stöðu, eins og er.”
William Lombardy: „Staðan er
mjög flókin og á þessari stundu er
engu hægt að spá um framhald-
ið.”
Guðmundur Sigurjónsson: „Ég
hef ekki athugað stöðuna og á þvi
erfittmeðaðtjá mig um hana. Þó
hefur Fischer vissa möguleika,
en á móti koma möguleikar
Spasskis, a.m.k. til að halda
jöfnu.”
Diinitrije Bjelica: „Staða
Fischers er betri, en það verður
erfitt fyrir hann að vinna
skákina.”
Bent Larsen: „Dead lost for
black! — Gjörtapað á svart. Þetta
er aðeins spurning um aðferð eða
tækni hjá Fischer að vinna þessa
skák.”
Svctozar Gligoric: „Fischer
stendur betur að vigi. Ég get hins
vegar ekki spáð um framhaldið.”
Frank Brady: „Fischer á
vinningsleið i þessari stöðu.”
Friðrik ólafsson: „Það er erfitt
að meta biðstöðuna. Ég tel, að
hvitur eigi jafntefli, ef hann kærir
sig um. Hins vegar er tvisýnt,
hvort hvitur eigi vinningsleið —
og ekki með öllu áhættulaust fyrir
hann að reyna að knýja fram
vinning.”
SAMIÐ UM ÚTGÁFU
NÝRRA
MINNISPENINGA
Skáksambandið hefur nú samið
um sláttu nýrra minnispeninga.
Samningar þar að lútandi voru
undirritaðir i gær og sér Bárður
Jóhannesson um gerð þeirra.
Brúttóverðmæti þessara nýju
peninga verður u.þ.b. 20 millj.
kr„ á móti 7 millj. kr. brúttóverð-
mæti eldri peninganna.
Minnispeningarnir verða slegn-
ir i gulli, silfri og bronsi. Á fram-
hlið þeirra verða vangamyndir af
keppendunum, Spasski og Fisch-
er, en bakhliðin áletruð. Sýnis-
horn af þessari nýju gerð liggur
liklega frammi um næstu helgi og
framleiðsla hefst þá i næstu viku.
1 lokin má geta þess að ekkert
nýtt hefur gerzt i kvikmynda-
þrætunni annáluðu. Þar rekur
hvorki né gengur. Chester Fox
hefur þó sagt flestum mynda-
tökumönnum upp störfum, aðeins
þrir kvikmyndatökumenn starfa
áfram á hans vegum. Fox sagöi
þó i gær, að myndatökumennirnir
hefðu verið fúsir að biða átekta,
reiðubúnir, ef á þyrfti að halda.
Jón Sigurðsson, kaupmaöur i Framnesi i Breiðholti 3, fyrir framan borðið ihinni nýju verzlun sinni.
(TImamynd:Gunnar)
LOKS VERZLUN I
BREIÐHOLTI III
ÓV-Reykjavik
1 gærmorgun opnaði Jón
Sigurðsson kaupmaður nýja
verzlun i Breiðholti III og hefur
þar með verið bætt úr brýnni þörf
ibúa þar, en engin verzlun hefur
verið i þeim hluta Breiðholts-
hverfis til þessa. Varla þarf Jón
að kvarta yfir fáum kúnnum i
framtiðinni, þar sem reiknað er
með að alls verði 13.000 manns i
Breiðholtshverfi fullbúnu.
Verzlunin nýja heitir „Fram-
nes” rétteins og verzlun, sem Jón
rak á Nesveginum i fjölda ára, og
fást þar allar nauðsynlegar mat-
vörur, nýlenduvörur, kjöt og
mjólk.
Framnes er glæsileg verzlun og
er meðal annars i henni fullkomn-
asta kælikerfi landsins, aðeins á
skurðlækningadeild Borgar-
sjúkrahússins er jafn fullkomið
kerfi.
BR0NC0 ’66
Til sölu er Bronco árgerð 1966 i mjög góðu
ástandi. Upplýsingar i sima 12504 og 40656
eða 41013.
Vélaverkstæði J. Hinriksson,
Skúlatúni 6.
Lokað vegna sumarleyfa 10. — 23. ágúst
Vélvirkjar og rafsuðumenn óskast til
starfa að loknum sumarleyfum. Simi
23520. Heimasimi 35994.
AUGLÝSING UM GJALDDAGA 0G
INNHEIMTU ÞINGGJALDA í KÓPAV0GI
Skattskrá fyrir árið 1972 hefur verið lögð
fram i Kópavogi og hefur gjaldendum ver-
ið sendur álagningarseðill, þar sem til-
greind eru gjöld þau, sem greiða ber sam-
kvæmt álagningu 1972.
Þinggjöld, sem greiða ber 1972, eru þessi:
Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysatrygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysatrygging-
argjald atvinnurekenda skv. 36. gr. Iaga nr.. 67/1971, lif-
eyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysis-
tryggingagjald, alm. launaskattur, sérstakur launaskatt-
ur, kirkjugarðsgjald og iðnlánasjóösgjald.
Samkvæmt ákvæðum i reglugerð nr.
245/1963, um tekjuskatt og eignarskatt,
sbr. lög nr. 68/1971 og lög nr. 7/1972, ber
hverjum gjaldanda að greiða álögð gjöld,
að þvi frádregnu, sem greitt hefur verið
fyrirfram, með 5 jöfnum greiðslum 1.
ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv., og 1. desem-
ber. Vanskil að hluta skv. framansögðu
valda þvi, að allir skattar gjaldandans á
gjaldárinu falla i eindaga 15 dögum eftir
gjalddagann og eru lögtakskræfir ásamt
kostnaði þ.á.m. dráttarvöxtum.
Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að kaup-
greiðendur haldi eftir af kaupi þeirra til-
skyldum mánaðarlegum greiðslum, enda
er hverjum kaupgreiðanda skylt að ann-
ast slikan afdrátt af kaupi, að viðlagðri
eigin ábygð á skattskuldum starfsmanns.
Kópavogi, 2.. ágúst 1972.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
VEGNA VERZLUNARMANNAHELGARINNAR HÖFUM VIÐ
0PIÐ TIL KL. 8 í KVÖLD
Ú 'Jt U |/ i^f
cyftusturstræti
L0KAÐ Á LAUGARDAG