Tíminn - 04.08.1972, Síða 8

Tíminn - 04.08.1972, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur J. ágúst 1!(72 120 ÞÚSUND MANNS ÚT A ÞJÓÐVEGINA UM HELGINA OV-ÞÓ-Reykjavik I kvöld hefjast samkomur og mót sem efnt hefur veriö til um verzlunarmannahelgina og eru þau fleiri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Blaðamenn Timans hafa tekiö saman greina- búta um allt þaö helzta sem skeður um þessa helgi og kennir þar ýmissa grasa. Meöal annars kemur fram að búist er viö allt að 40 þúsund bilum á vegum lands- ins og reiknað er meö, aö 120. 000 manns, rúmlega helmingur þjóðarinnar, fari út á þjóðvegina i lengri eða skemmri tima. 20.000 manns í Húsafelli? Viðamesta skemmtunin verður vafalaust i Húsafellsskógi, þar sem Ungmennasamband Borgar- fjarðar stendur fyrir hinni árlegu sumarhátið. I fyrra voru þar á milli 15 og 20 þúsund manns og haldisl veðrið sæmilegt, má telja nær öruggt, að sú tala haldist nokkurn veginn sú sama. Korráðamenn hátiðarinnar (og UMSB) segjast vera viðbúnir tií að taka á móti allt frá 1000 til 20.000 gestum og má búast við, að útgjöld, vegna mótsins, sem i fyrra voru tæpar3 milljónir, auk- ist töluvert. Knginn vafi er á, að Sumarhá- tiðin i Húsafelli verður fjölmenn- asta samkoman þessa helgi; nægir að ganga fjölfarnar götur til að heyra ungt fólk hvarvetna tala um Húsafell, Húsafell og aft- ur Húsafeli. Aðstandendur Sum- arhátiðarinnar stila samkomuna aðallega upp á að vera fjölskyldu- samkomu og á yfirlitskorti, sem UMSB hefur gefið út, kemur i ljós að á svæðinu verða þrennar fjöl- skyldutjaldbúðir og aðeins einar eingöngu ætlaðar unglingum. Kngu að siður má telja fullvist, að meirihluti gesta á Húsafellsmót- inu verði ungt fólk og unglingar. A blaðamannafundi nýlega, þar sem forráðamenn UMSB ræddu um og kynntu Sumarhátiðina ' 72, viðurkenndu þeir, að vissulega væri hætta á, að ölvun yrði tölu- verð og áberandi, en þó sögðust þeir ekki hræðast slikt. A Sumar- hátiðinni i fyrrasumar var minn- sta ölvun, sem um getur á Húsa- fellsmóti og er þvi ekki hægt að vonast til annars, en að hún fari enn minnkandi. I mótsskrá fyrir mótið nú um helgina, ritar Vilhjálmur Kinars- son, sambandsstjóri UMSB, grein um mótið i fyrra og segir hann þar meðal annars. að töluverð óvissa hljóti alltaf að rikja um slikar samkomur, komi þar til bæði fjárhagslega hliðin svo og vcðrið. Siðan segir Vilhjálmur orðrótt: ,,Auk þess bættist sl. sumar viö óviss þáttur, sem af öðrum toga er spunninn: uppfærsla á sam komum, sem höfða til fjöldans, án þess að nein sambærileg vinna væri lögð i undirbúning og hvers kyns viðbúnað. Það eina, sem sambærilegt mátti kallast, voru auglýsingar og fréttir i fjölmiðl- um. sem virtust svo helteknir af eins konar hlutleysisstefnu eða ..jafnaðarmennsku", að ekki mætti greina satl og rétt frá stað- reyndum.''t lok greinar sinnar segir Vilhjálmur svo: ,,Knn einu sinni mun UMSB freista þess, að halda menningar- lega sumarhátið. Þar verður ekk- ert til sparað lil að glæsileg skemmtiatriði geti farið vel og skipulega lram. Fer almenningur ekki að skilja það, að algert áfengisbann er nauðsyn á slikum samkomum? Von okkar er sú, að ábyrgir aðilar skilji, áður en það er um seinan, hvers virði það er að stað- ið sé að þessum málum. ekki að- eins á einum stað heldur og alls staðar á landinu. með ábyrgum hætti." Skemmtiatriði á Húsafellsmót- inu verða með svipuðu sniði og áður, gestir verða þiggjendur ein- göngu. enda segja UMSB-menn að annað hafi reynzt vonlaust. Dansað verður á þremur pöll- um öll kvöldin, þar verður iþróttakeppni. fallhlifastökk, varðeldur, flugeldasýning, fim- leikasýning. hátiðarræða hjá Hagalin og hvorki meira né minna en 6 hljómsveitir skemmta: Ingimar Kydal. Trú- brol, Stuðlatrió, Nafnið, Roof Tops, Náttúra og auk þess Lúðra- sveit Stykkishólms. Þess utan skemmta Rió trió, Magnús & Jóhann. Omar Ragnarsson, Sigurður Rúnar Jónsson og fleiri. Vaglaskógur: 10-12 þúsund manns Norðlendingar munu sennilega flestir fará i Vaglaskóg um verzlunarmannahelgina. þar sem haldið verður mikið mót á vegum margra aðila. Hefst það strax i kvöld, föstudagskvöld. óopinber- lega þó. þvi að það verður ekki sett formlega fyrr en á laugar- dagskvöld. Við ræddum við Svein Krist- jánsson. mótsstjórann. en hann er fulltrúi IOGT i undirbúnings nefndinni. Sagðist Sveinn búast við,að allt að 13.000 manns kæmu á mótið ef vel viðraði. i fyrra hefðu sótt það um 10.000 manns og allir farið heim mjög ánægðir. Þvi hefðu aðstandendur mótsins lagt töluvert meira i það, sem hefst i kvöld. og vonuðust að sjálf- sögðu til, að það yrði til að auka fjölda samkomugesta. Dansleikir verða öll þrjú kvöld- in i Vaglaskógi og eru það hljóm- sveitirnar Roof Tops og Hunang, sem leika i Brúarlundi. Til skemmtunar verða danskir fimleikaflokkar, Jón Gunnlaugs- son, sem jafnframt verður kynnir mótsins, mæðginin Sigriður og Reynir Schioth, Hörður Torfason, varðeldur. flugeldasýning-. Arni Johnsen. sem auk þess flytur aðalræðuna á sunnudag. Karius & Baktus (Borgar Garðarsson og Margrét Guðmundsdóttir) söng- trióiö Litið eitt, knattspyrna og fleira. Séra Þórhallur Höskulds- son sér um helgistund eftir hádegi á sunnudeginum og klukkan 16-18 þann dag verður unglingadans- leikur, þar sem hljómsveitin Hunang frá Akureyri leikur. — Og að sjálfsögðu, sagði Sveinn Kristjánsson að lokum. — er áfengisneyzla bönnuö og mun verða bæði sjúkravakt og lög- regla fyrir á staðnum ef illa fer, en auðvitað vonumst viö til að svo fari ekki. Þau félög, ser að mótinu i Vaglaskógi standa, eru eftirtalin: Héraðssamband Þingeyinga. Iþróttabandalag Akureyrar, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju, IOGT, Skátafélag Akureyrar og auk þess eru Æskulýðsráð Akur- eyrar og Félag áfengisvarna i Kyjafirði til stuðnings fyrr- greindum félögum. Sveinn sagðist ekki telja, að ölvun yrði vandamál á þessu móti, i fyrra hefði hún ekki verið meiri en svo, að ekki tæki að ræða það. Um veðurwildi hann að sjálf- sögu engu spá, en benti á, að allt- af væri logn i Vaglaskógi — þrátt fyrir. að þar gæti orðið hvinur i trjám. Engin lögregla i Galtalækjarskógi. lslenzkir ungtemplarar standa fyrir bindindismóti i Galtalækar- skógi um helgina og hefst það formlega á morgun. 1 kvöld verð- ur þó dansleikur i skóginum og er það hljómsveitin Svanfriður, sem leikur. I fyrra voru rúmlega 5000 manns i Galtalækjarskógi og segjast forráðamenn mótsins bú- ast við nokkuð fleirum nú — og eru vissir, haldist veðrið jafn yndislegt og það hefur verið und- anfarna tvo daga. Engin lögregla verður i Galta- lækjaskógi, þar hefur að sögn ungtemplara aldrei þurft á lög- reglu að halda og sjá þeir sjálfir um nauðsynlega gæzlu. Til skemmtunar veröa dans- leikir með Svanfriði og Stormum, sem leika gömlu dansana, ómar Ragnarsson og Þrjú á palli skemmta, setið verður við varð- eld og horft á flugeldasýningu, Bindindisfélag ökumanna stend- ur fyrir góöaksturkeppni, Jónas & Einar syngja. Edda Þórarins- dóttir sér um barnatima, Gisli og Gordon koma fram og Hafsteinn Þorvaldsson, formaður Ung- mennafélags íslands flytur hátið- arræðuna. Séra Björn Jónsson i Keflavik sér svo um helgistund. A öll mótin verða sætaferöir frá Umferðarmiðstöðinni og er nánar getið um þær i auglýsingum framkvæmdaaðila mótanna. ,,Iílóm” einkenni þjóð- hátiðarinnar i Vest- mannaeyjum. Þjóðhátiðin i Vestmannaeyjum verður haldin á hefðbundinn hátt, og verður þessu sama formi hald- ið allt til þjóðhátiðarársins 1974. Hermann Einarsson, fréttarit- ari Timans i Vestmannaeyjum, sagði,að það væri lþróttafélagið Þót; sem sæi um hátiðarhöldin að þessu sinni. Þórsmenn hafa efst i huga aö menn skemmti sér i sátt og samlyndi að þessu sinni. Þess vagna er nú búið að skreyta Herjólfsdal með blómum og rós- um. Þjóðhátiðin i Eyjum hefst á föstudaginri með lúðrablæstri, þar á eftir veröur guðsþjónusta, séra Jóhann Hliðar prédikar^ kl. 16 veröur miðdegisskemmtun i Herjólfsdal. Þar koma fram Tóti trúöur, Sigga Maja, Þrír flamingó dansarar og Karl Ein arsson. — Þessu næst verður sýnt bjargsig af Fiskhellanefi og á eft- ir veröur barnadans, hljómsveit- in Eldar leikur fyrir dansi. Fyrir kvöldmatinn verður knatt spyrnukeppni, en eftir kvöldmat- inn hefjast skemmtiatriði, sem nefnast Kátt er i Fjallasal. Þar koma fram m.a. hljómsv. . Haukar, Þorvaldur Halldórsson, Rió trió, Þrir flamingó dansar ar, Guörún A. Simonar. Tóti trúður, Leikfélag Vestmanna eyja og Þrjú á palli, siðan veröa dansleikir á báðum pöllunum, og kl. 24 verður brenna á Fjósakletti og flugeldasýning. Á laugardeginum veröur margt til skemmtunar, en þá hefst dag- skráin kl. 14 með þvi að Lúðra- sveit Vestmannaeyja leikur, kl. 14.30 verður hátiðarræðan flutt, þessu næst verða iþróttir og kl. 16 hefst miðdegisskemmtun i Herjólfsdal. Þar koma fram Ómar Ragnarsson, Tóti trúður, Rió trió og Leikfélag Vestmanna- eyja. A eftir þessu verður háður knattspyrnuleikur milli unglinga- landsliðsins og Noregsfara IBV. Barnadans er svo kl. 17.30 og nú eru þaö EYmenn, sem leika fyrir dansi. Kl. 20.30 hefst Kátt er i Fjallasal, þar koma fram m.a. hljómsveitin Haukar, og Karl Einarsson. Siðan verða dans leikirá báðum pöllum tíl kl. 04, en kl. 24 veröur flugeldasýning. Sunnudagurinn hefst með létt- um lögum i Dalnum kl. 14, þessu næst verður miðdegisskemmtun i Herjólfsdal og um kvöldið verður dansað á báöum pöllunum. Reiknaö er með, að á þriðja þúsund manns heimsæki þjóð- hátiðina i Vestmannaeyjum að þessu sinni. Lifandi manntafl i Atlavik. Austfirðingar munu, sem áður, fara i Atlavik um verzlunar- mannahelgina en þar verður Ungmenna- og Iþróttasamband Austurlands meö skemmtun. í Atlavik byrjar dagskráin kl. 10 á laugardagsmorgun, og stendur hún að mestu óslitið til kl. 01 aðfaranótt sunnudags, er dans leikjunum lýkur. Á sunnudaginn hefst dagsskráin kl. 14 og verður þar margt um að vera, þekktir skemmtikraftar koma fram, og lifandi manntafl verður. Ekki var ákveðiö i gær, hverjir það yrðu, sem stýrðu hinum lifandi tafl mönnum. Á sunnudagskvöldiö verða dansleikir, og það er hljóm- sveit Ólafs Gauks og Amon R? frá Neskaupstað, sem leika fyrir dansi báða dagana. Aðstaöa fyrir ferðamenn hefur verið bætt á ýmsan hátt i Atlavik á undanförnum árum, og nú er reiknað meö, að allt að 6 þús. manns komi i vikina. En i Atlavik hefur veriö gifurlegur feröa- mannastraumur undanfariö, enda hefur veðrið á Austurlandi verið með eindæmum gott i sumar. 011 meöferð áfengis er strang- lega bönnuði Hallormsstaðaskógi á meðan á hátiðinni i Atlavik stendur. Larsen og Friðrik á Laug- arvafni. Héraðssambandið Skarphéðinn verður með útiskemmtun á Frh. á bls. 6 l&Ttlufuud/ Ferðafatnaður á alia fjölskylduna. Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást hjá okkur. AUSTURSTRÆTI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.