Tíminn - 06.08.1972, Síða 14

Tíminn - 06.08.1972, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 6. ágúst 1972 Ég stóð lengi i sömu sporum i rigningunni og horfði á þetta, og allt i einu datt mér i hug, að eitthvað þessu likt hlyti hermanni, sem kæmi heim úr töpuðu striði, að vera innan brjótst, þegar hann stigi inn i hús sitt og sæi,aðallt hefði gengið sinn vanagang, þrátt fyrir fjarveru hans. En þessi samliking var heimskuleg. Hvað vissi ég um þær hugrenn- ingar, sem undir stakki hermanns kunnu að búa? Ég gat ekki rifið mig frá þessum hugsunum. Hermenn, sem koma heim frá töpuðu striði, þurfa ekki að angra sig með þvi að segja tiðind- in. Það féll hins vegar i minn hlut að segja frá þvi, að niundi — eða sá ellefti? — hefði lika brugðizt. Manga og Emma frænka urðu dauðskelkaöar, þegar ég slangraði inn rennvot. Þær koma hlaupandi til min og tóku við votum föggum minum og báru mér sérrýglas, sem ég varð að tæma, áður en ég meðtæki snuprur þeirra fyrir að hafa gengið heim frá járnbrautarstöðinni. „Góða frænka”, sagði ég, þegar Manga var farin til þess að renna heitu vatni i baökerið „góða frænka, spurðu mig einskins. Ég segja þér allt af létta á morgun, en i kvöld get ég ekki....” Eitt af þvi, sem mér sárnaði mest, var að heyra aldrei rödd mina. Það hefði verið mér mikill raunaléttir að vita, hvort ég hafði fullt vald yfir henni. Ég þykist vita, að hún hafi svikið mig i þetta skipti, þvi að Emma frænka varð allt i einu svo alvarleg á svipinn. „Þú ert þreytt, barnið mitt”, sagði hún og dró mig nær arninum. „Þú hefðir ekki átt að ganga svona langt og bera svona þunga töksu i oðru eins veðri og nú er”. „Vertu ekki að vorkenna mér”, svaraði ég. Ég fann, að hálsinn herptistsaman við hvert orð. Ég vildi gjarnan vera hlýlegri og mildari en ég gat það ekki. „Við skulum heldur lita á músikina...” Ég þagnaði skyndilega. Ég gat ekki dulið tilfinningar minar. Ég sá, að henni brá, þótt hún reyndi að láta eins og hún hefði ekki skilið, hvað ég var að fara. „Jæja þá”, sagði hún og rétti úr sér og brosti hughreystandi. „Lækningatilraunirnar hafa ekki orðið þér að þvi liði, sem við vonuð- um. En Lowe var ekki eini eyrnalæknirinn hér vestan hafs, sem þú hafðir ekki leitað til. Þar eru enn ýmsir, sem við höfum ekki reynt”. „Við munum ekki reyna fleiri”. Hún neyddist til þess að lita undan. Ég vissi vel, hvílikri hugraun ég olli henni, en ég gat ekki haldið aftur af mér. Ég hafði þjáðst svo mikið siðustu vikurnar, að ég skeytti ekki lengur um það að hlifa sjálfri mér né öðrum. „Nú læt ég numið staðar. Allar þessar tilraunir eru gersamlega þýðingarlausar. Ég er heyrnar- laus, alveg heyrnarlaus, og ég verð það á meðan ég lifi”. Ég vatt mér frá henni og opnaði hurðina, en nún tók utan um hand- legginn á mér. Ég fann, að hún titraði. „Við megum ekki vera vanstilltar, væna min”, sagði hún og reyndi að sefa mig. „Þú skalt ekki heldur gleyma Harrý. Hans vegna mátt þú einskis láta ófreistað”. „Það var vegna Harrýs, að ég fór til þessa siðasta læknis”, svaraði ég. „Það var aðeins vegna hans, að ég lagði það á mig. Hann einn er mér einhvers virði, og þegar ég er hjá honum....” Ég sá, að það birti yfir Emmu við þessa játningu mina. „Þú munt sjá að þér, þegar þú hefur talað við Harrý. Hann kemur hingað i kvöld. Þetta verður ósvikinn afmælisfagnaður i kvöld, úr þvi að þú ert komin heim, jafnvel þótt það séu ekki skemmtilegir atburðir, sem eru að gerast hérna i verksmiðjunum. Ég þykist vita, að þú hafir lesið um það i blöðunum”. Ég veit ekki, hvað við tekur, og iskyggilegast er af öllu, að við erum umsetin af sæg af aðkomnum áróðursmönnum.... Ég er alveg að bug- ast, Emilia. Annað eins og þetta hefur aldrei komið fyrir áður i Friðar- pipuverksmiðjunum”. Ég hafði aldrei áður vitað hana segja neitt þessu likt. Allt i einu skildi ég, hve margt hún hafði látið liggja i þagnargildi, er hún skrifaði mér hin glaðværu bréf sin. „Ég bið þig afsökunar. Ég ætlaði að stilla skap mitt, en einhvern veg- inn gat ég ekki haft hemil á mér áðan”. Hún leit fram i dyrnar, og ég vissi, að Manga mundi hafa ávarpað hana úr forstofunni. „Baðvatnið er tilbúið”, sagði hún við mig, „og Manga segist hafa tekið til þurr föt handa þér. — Enika býr i gesta- herberginu”. Ég stundi þungan og tók votan hatt minn ög kápu. „Verða fleiri gestir?” „Nei. Við getum spilað, þegar við höfum matazt. — Hvað er ég ann- ars að segja? Weeks læknir er búinn að fá aðstoðarmann, og hann kem- ur lika”. „Hvað segirðu?” Mér fataðist að skilja hanastrax, þótt það væri annars sjaldan, að ég þyrfti að hvá. „Weeks hefur fengið aðstoðarlækni. Það var lika kominn timi til þess fyrir hann að fara að létta af sér einhverju af öllum þeim störfum, sem á honum hvildu. Ég hef nú ekki séð hann ennþá, þennan nýja lækni. Hann kvað vera nýbúinn að júka námsdvöl i sjúkrahúsi og þykir efni- legur læknir. Weeks ber honum bezta orð. Hann bað leyfis að koma með hann hingað i kvöld. — Farðu nú upp, væna min. Eftir tæpa klukku- stund setjumst við að borðum”. Itarlegt nudd var skylda fyrir og eftir Læknarnir fullyrtu, að þetta héldi sér með sérstökum verkfærum, Strig- hverja æfingu. Likaminn var baðaöur i vöðvum likamans heitum. Eftir keppni gilis, og fóru siðan i steypibaö. jurtaoliu og fingerðum sandi. skröpuðu kapparnir oliuna og rykið af ■ I ilj iHi ■ SUNNUDAGUR 6. ágúst 8.00 Morgunandakt 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 I>étt morgunlög. Lúðrasveit Grenadier-varð- sveitarinnar leikur vinsæl lög: Hljómsveitin „Cloud9” leikur létt lög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Loft, láð og lögur. Jón Jónsson jarðfræðingur talar um Landbrot. 10.45 Kvartett i c-moll eftir J.B. Viotti. 11.00 Messa i Hallgrims- kirkju.Prestur: Séra Ragn- ar Fjalar Lárusson. Organ- leikari: Kristján Sigtryggs- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiðir. 14.00 Hailó! Halló! R-20940 kallar! Jökull Jakobsson skreppur i biltúr um Suður- nes i góðum félagsskap. Leiðsögumenn: Vigdis Finnbogadóttir og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur segja sögu þeirra staða^sem ekið er framhjá og lýsa náttúru landsins. Á meðan þeyst er milli áningarstaða sér tónlistardeildin um fjör- ið. 16.00 Fréttir. Sunnudagslögin. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi: 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Ertu með á nótunum? Spurningaþáttur um tónlist- arefni i umsjá Knúts R. Magnússonar. 20.15 Smásaga vikunnar: „Dauði hr. Goluza" eftir Bramir Scepanovic.Halldór Stefánsson þýðir og les. 20.35 Frá söngmóti „Hcklu”, sambands norðlenzkra karlakóra. 21.20 Ljóð fyrir hljóðnema. Höfundurinn, Hrafn Gunn- laugsson, flytur. 21.30 Arið 1944; fyrra misseri Bessi Jóhannsdóttir sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 6. ágúst 17.00 Endurtekið efni, Skák- einvigi aldarinnar. Þáttur i umsjá Friðriks Ólafssonar og Ólafs Ragnarssonar með skákskýringum, frásögnum og viðtölum. Áður á dagskrá 1. ágúst siðastliðinn. 18.10 Sjöunda ferð Sindbaðs. 19.35 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 „Heyriö vella á hciðum hveri” Kvikmynd eftir Ós- vald Knudsen, þar sem brugðið er upp myndum af helztu hverasvæðum lands- ins og nútimanýtingu jarð- hita. Tal og texti Sigurður Þórarinsson. Tónlist Magnús Blöndal Jóhanns- son. 20.40 Böl jarðar. 21.30 Alice og Svend. Léttur söngva- og skemmtiþáttur með Alice Babs, Svend As- mundsenog fleirum. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið). Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik ólafsson. 22.50 Að kvöldi dags. Biskup Islands, herra Sigurbjörn , Einarsson, flytur kvöldbæn. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.