Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. ágúst 1972 TÍMINN Fyrsti kvenflugstjórinn Yvonne Sintes byrjaði fyrir nokkrum árum að starfa sem flugfreyja, en nú hefur hún farið sina fyrstu ferð sem flugstjóri milli Leeds og Glasgow. En þetta er ekki fyrsta skipti, sem Yvonne tekur að sér starf, sem kona hefur ekki unnið áður. Hún var t.d. eitt sinn fyrsti kvenfug- umferðarstjórinn i Bretlandi. Hún byrjaði sem flugfreyja hjá BOAC og lærði að fljúga i flugklúbbi og kennari hennar varð siðar eiginmaður hennar. Siðar varð hún sjálf flugkennari i sama flugklúbbi. Hér á myndinni sjáið þið Yvonne, þegar hún leggur upp i sina fyrstu flugferð sem flugstjóri. Gyltu boröarnir fjórir á jakka- erminni eru árangur tuttugu ár þrotlauss starfs og baráttu gegn þeirri hefðbundnu skoðun, að konur eigi ekki að hafa með höndum flugstjórastörf. Að vera alvarlegur t tiu ár hefur Jerry Lewis bandariska gamanleikarann, dreymt um að fá að leika alvar- legt hlutverk og nú bendir allt til þess að sá draumur hans sé orðinn að raunveruleika. Hann hefur verið að leika hlutverk i fertugustu og fyrstu mynd sinni, sem kvikmynduð er i Stokk- hólmi og heitir Dagurinn,þegar fiflið grét. Þarna leikur Jerry mann, sem yfirmaður i fanga- búðum notar til þess að narra börn inn i gasklefa þar sem þau eru tekin af lifi. Það gengur beturað koma börnunum inn, ef fiflið skemmtir þeim. Fíflið gerir eins og honum er sagt, en þegar að klefadyrunum kemur fer hann inn með litlu vinum sinum, hann hefur vart annað að gera, hann liti annars aldrei glaöan dag. c> ☆ ☆ Heimtaði tvo skammta af kjuklingum Fyrirferðamikill kvenmaður ruddist inn i veitingastað einn i Tampa i Florida og dró byssu upp milli brjósta sinna og heimtaði tvo pakka af kjúklingum af manninum innan við afgreiðsluborðið. Af- greiðslumaðurinn þorði ekki annað en gera eins og konan sagði. Tók saman tvo skammta af kjúklingum með öllu til- heyrandi, og afhenti henni. Hún fór þá út án þess að gera meiri óskunda af sér, en nú leitar lögreglan konunnar. ☆ Stóratá í stað þumalfing- urs Carl Tagler, þritugur slökkvi- liðsmaður i Redwood City i Kaliforn. á nú á hættu að missa atvinnu sina. Upphaf þessa máls er það, að i nóvember s.l. varð hann fyrir þvi óhappi að sagaafsér þumalputta á vinnu- stofu sinni heima hjá sér. Skurðlæknum tókst þó að bæta nokkuð úr þessu með þvi að taka af honum aðra tóru tána og græða hana á i staðinn fyrir þumalputtann. t marz sögðu læknar að þumalputtinn nýi virtist vera i fullkomnu lagi og maðurinn gæti meira að segja beygt hann i liðamótunum, eins og um eðlilegan þumalfingur væri aö ræða. Nokkrum mánuðum siðar hugðist Carl snúa aftur til vinnu sinnar, en þá neituðu yfirmenn hans að taka við honum, enda þótt hann hefði verið i slö'kkviliðinu i sjö ár. Ákveðið hafði verið, að hann hætti vinnu og fengi i stað þess örorkubætur. Töldu yfirvöld það allt of mikla áhættu að leyfa Tagler að hefja aftur vinnu með stórutá i stað þumalfingurs, þvi miklar skaðabótakröfur myndu þeir eiga yfir höfði sér ef slys yrði á öðrum slökkviliðs- mönnum, eða fólki,sem verið væri aö bjarga út úr logandi húsum og kenna mætti um stórutánni. Tagler getur alls ekki felt sig við þennan úrskurð enda finnst honum sjálfum hann vera orðinn alheill, og hyggst hann nú höfða mál á hendur yfirvalda i þeim tilgangi að endurheimta starf sitt. ☆ Lítið eftir af Audrey Hvað hefur eiginlega komið fyrir Audrey Hepburn spyr fólk. Aldrei hefur hún verið jafn- horuð og illa útiitandi og hún er nú. Hún lætur aldrei sjá sig á al- mannafæri eða við nokkur hátiöleg tækifæri i Róm þar sem hún býr. Eitt sinn sagði sagan, að ástæðan væri sú, að hún ætti von á barni, en nú heldur fólk þvi fram, i Róm, að hún hafi hins vegar verið alvarlega veik. Maður hennar, sálfræðingurinn Andrea Dotti, hefur haft mjög miklar áhyggjur af henni og varla að ástæðulausu. Audrey hafnar öllum kvikmyndatil- boðum, sem henni berast, og sést sem sagt sjaldan nú orðið. DENNI DÆMALAUSI Ég held, að Wilson falli bara vel við mig, hann sagði að sér þætti eins vænt um að fá mig eins og innf lúcnsuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.