Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. ágúst 1972 TÍMINN 9 skíðum i fyrsta sinn, kemur hingað aftur og aftur. Vantar betri og meiri fyrirgreiðslu. —Hvað er það, sem háir starf- semi skólans mest? —Það, sem háir starfseminni mest, er fyrst og fremst peninga leysi. Við höfum aðeins þrisvar fengið smástyrk frá Alþingi, samtals 400 þús., frá Reykja- vikurborg höfum við ekki fengið eina einustu krónu. Það finnst okkur blóðugt, þar sem lang- flestir þeirra, sem sækja nám- skeiðin, koma frá Reykjavik. Það sem okkur vantar mest þessa stundina eru betri lyftur, en til þess þurfum við að fá góða lána- fyrirgreiðslu. Til þess að góðar lyftur komi til með að borga sig hérna, þarf svo helzt að vera góð nýting á þeim. Okkur finnst það synd, að ekki skuli vera hægt að nýta staðinn betur en gert er um þessar mundir. Það er þó vel hugsanlegt, að hægt væri að nýta staðinn betur, t.d. ef vegur yrði lagður upp með Hvitá að sunnan verðu. Þá gætum við hafið okkar starfsemi tveim mánuðum fyrr á ári hverju. Vegur, sem lægi upp með Hvitá að sunnanverðu, hefði þann kost, að hann lægi að mestu á flatlendi, en vegurinn sem nú liggur að norðanverðu liggur yfir BTáfellsháls, sem er mikill farar- tálmi fyrri hluta sumars. —Hafa útlendingar eitthvað ýtt á eftir ykkur með að byggja stórt hótel i Kerlingarfjöllum? —Jú, það hefur verið leitað mjög sterkt á okkur undanfarið af fjársterkum útlendingum, sem vilja aðstoða okkur við að byggja stórt hótel hér i fjöllunum. Við höfum þó ekki áhuga á þvi, a.m.k. ekki i bili. Við viljum láta Islendinga njóta staðarins, en ekki láta þessa skiðaparadis i hendur útlendinga, eins og raunin hefur orðið á með margar okkar beztu laxveiðiár. Hitt er svo annað mál, að þessi möguleiki er fyrir hendi, ef við fáum ekki betri fyrirgreiðslu hér innanlands á næstunni. Þeir Valdimar og Eirikur sögðu, að i Kerlingarfjöllum ætti islenzkt keppnisfólk að geta æft sig á skiðum vor og haust. Það væri raunar allt of litið um það, að þvi væri sköpuð aðstaða til að æfa yfir sumartimann, en þetta væri nú að breytast. Þegar við spurðum þá, hvort ekki hefði oft verið erfitt að reka skólann, sögðu þeir, að oft hefði litið illa út, og sennilega hefðu þeir löngu verið hættir, ef miklar þakkir bærust ekki ávallt til þeirra frá alls konar fólki, sem kæmi á námskeiðin. Þvilikt andrúmsloft A skiðamótinu i Kerlingarfjöll- um um verzlunarmannahelgina kepptu nokkrir franskir skiða- menn frá háskólunum i Grenoble og Nice. Viðræddum stuttlega við Séð niður að skíðaskólanum. Asgarðsá hlykkjast niður eftir hvamminum. tvo þeirra þá Jean Hirigoyen 24 ára gamlan stúdent frá Grenoble, og Gilbert Reinisch frá Nice, en Gilbert var jafnframt fararstjóri i þessari ferð Frakkanna. Þeir Jean og Gilbert sögðu, að aðdragandi þessarar ferðar hefði verið sá, að Gilbert kom i heim- sókn til Islands i fyrra, og notaði þá tækifærið til að fara á skiði i Kerlingarfjöllum. I Kerlingar- fjöllum ræddu þeir Gilbert og Valdimar örnólfsson um þann möguleika, að Gilbert kæmi aftur að ári, og þá með hóp af frönsku keppnisfólki með sér. Þegar Gilbert kom aftur heim til Frakklands fór hann strax að vinna að þessu máli, og endirinn varð sá, að hann fékk 5 stúdenta úr keppnisliði háskólans i Greno- ble tií að koma með sér til Islands. Stúlkurnar þrjár, sem komu hingað eru meðal beztu skiðakvenna Frakklands, og var t.d. ein þeirra, Dominique De- Faye, unglingameistari Frakk- lands i stórsvigi og svigi árið 1969. Stúlkurnar eiga allar kost á að vera i franska landsliðinu, en þær hafa hafnað þvi, vegna þess hve aginn er mikill þar, og auk þess myndi það tefja þær frá námi. Frakkarnir sögðu, að þessi ferð þeirra til íslands væri farin jafnt til hvildar og æfingar i Kerlingar- fjöllum. Þeir sögðu, að Kerlingarfjöll væru áreiðanlega einhver bezti staður i heiminum til skiðaiðkana yfir sumartimann, og Jean, sem ásamt námi sinu er blaðamaður við hið stóra skiða- timarit Ski Magazine, sagðist telja, að um innrás útlendinga gæti orðið að ræða i Kerlingarf jöll eftir nokkur ár. Hann sagðist t.d. ætla að skrifa mikið um Kerlingarfjöll i sitt blað, er hann kæmi heim. Þeir Gilbert og Jean sögðu, að það væri ekki nóg með það, að andrúmsloftið væri dásamlegt á Islandi, það væri lika stórkostlegt innan veggja skiðaskólans i Kerlingarfjöllum. Við höfðum hvergi kynnzt skiða- stað, þar sem jafn mikil gleði rikir og hérna. Kvöldvökurnar eru hreint frábærar. Það skipti engu þó við skildum ekki orð af þvi sem sagt var, við hlógum samt. Þá sögðu þeir félagar, að franskt keppnisfólk hefði gott af þvi að taka þátt i mótum i Kerlingarfjöllum. Taugaæsingin væri þar hverfandi litil en það er einmitt taugaæsingin, sem oft hefur farið illa með góða skiða- menn. Að lokum sögðu þeir félagar, að þeir vonuðust til að koma hingað mjög bráðlega aftur, og bættu við, að stuðla þyrfti að þvi, að islenzkt skiðafólk fengi aðstöðu til að dveljast i Evrópu yfir vetrar- timann til að taka þátt i mótum vetrarins. Þeir sögðu, að Islendingar ættu nokkra mjög góða skiðamenn, menn eins og Hauk Jóhannsson, Tómas Jónsson, Arna Cðinsson og Haf- stein Sigurðsson. Valdimar örnólfsson i einni skiðabrekkunni. Loðmundur i baksýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.