Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. ágúst 1972 TÍMINN 11 [UmsT(Tn:fllfreð Þorsteinssont ÍÞRóttaþinG 12.-13. H 1972 ÁGUST J.L Fjölmenn fylgdarsveit íslenzku Olympíufaranna Fimmtán fararstjórar og þjálfarar - keppendur þrjátíu Áætlun Akraborgar breytist - vegna leiks Akraness HAFNARFIRfll íþróttaþing ÍSÍ verður að þessu sinni háð i Hafnarfirði. Hefst það kl. 10 f.h. mcð ávarpi Gisla Hall- dórssonar, forseta ÍSÍ, seni setur þingið. Að þvi loknu flytur Oddur ólalsson læknir erindi um iþróttir fyrir fatlaða og lamaða. Að þvi búnu hefjast almenn þingstörf. Kl. 19 i kvöld verður gert þinghlé, en þingstörf hefjst aftur að nýju kl. 14 á morgun. Þingið verður haldið i hinum glæsilegu húsakynnum Skiphóls, en nefndastörf fara fram i iþróttamiðstöðinni i Laugardal. Bikarkeppni FRÍ háð um helgina Bikarkeppni Frjálsiþrótta- sambands Islands verður haldin um helgina i Reykjavik og hefst á Laugardalsvellinum i dag kl. 14. Keppendur frá fimm félögum og héraðssam- böndum taka þátt i keppninni, Reykjavikurfélögin KR, 1R og Armann og UMSK og HSK. Bikarkeppni FRl hefur jafn- an verið spennandi, og má bú- ast við, að svo verði einnig nú. í fréttatilkynningu frá Olympiunefnd islands, sem iþróttasiðunni barst i gær, kemur fram, að 20 islenzkir keppendur fara á Olympiuleikana i Munchen þar af eru fjórir, sem ekki taka þátt i sjálfum leikunum heldur dveljast i æfingabúðum. Athygli vekur. þegar að er gáð, að farar- stjórar og þjálfarar eru samtals 15 talsins. eða einn á hverja tvo keppendur. Er það nokkuð há tala, þcgar tillit er tekið til þess, að i :t0 manna keppnishópnum er hópkeppnisflokkur, landsliðið i handknattleik, sem skipað er 16 leikmönnum. Fréttatilkynning Olympiu- nefndar fer hér á eftir: Olympiunefnd Islands hefur valið eftirtalda keppendur i Olympiuleikana i Miinchen. liandknattlcikur: Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Ólafur Benediktsson Gunnsteinn Skúlason Geir Hallsteinsson Ólafur H. Jónsson Jón Hjaltalin Magnússon Ágúst Ogmundsson Stefán Jónsson Sigurbergur Sigsteinsson Viðar Simonarson Gisli Blöndal Björgvin Björgvinsson Axel Axelsson Sigurður Einarsson Stefán Gunnarsson Þjálfari er Hilmar Björnsson og liðsstjóri Jón Erlendsson. t flokksstjórn handknattleiks- manna eru: Einar Mathiesen, Rúnar Bjarnason og Hjörieifur Þórðarson. Frjálsar iþróttir: Erlendur Valdimarsson i kringlukasti. Lára Sveinsdóttir i hástökki. Bjarni Stefánsson i 400 m hlaupi. Þorsteinn Þorsteinsson i 800 m hlaupi. Þjálfari er Jóhannes Sæmunds- son og flokksstjóri örn Eiðsson. Sund: Guðm. Gislason i 200 m og 400 m fjórsund. Guðjón Guðmundsson i 100 m og 200 m bringusund. Friörik Guðmundsson i 400 m og 1500 m skriðsund. Finnur Garðarsson i 100 m og 200 m skriðsund. Þjálfari er Guðm. Þ. Harðars- son og flokksstjóri Torfi Tómas- son. Lyftingar: Óskar Sigurpálsson i þungavigt. Guðm. Sigurðsson i milliþunga- vigt. Flokksstjóri er Sigurður Guð- mundsson. Unglingabúðir. Olympiunefndin hefur þegið boð um að senda fulltrúa i ung- lingabúðir Olympiuleikanna og valdi til þess eftir talda þátttak- endur: Kristin Björnsdóttir Salome Þórisdóttir Friörik Þ. Óskarsson Siguröur Ólafsson. Vilhjálmur Einarsson skólastjóri, og verðlaunahafi frá Olympiu- leikunum i Melbourne, verður fyrir unglingahópnum. Fararstjóri á Olympiuleikun- um verður Björn Vilmundarson og gjaldkeri Gunnlaugur J. Briem. Birgir Kjaran form. Olympiu- nefndar islands og Gisli Halldórs- son forseti l.S.l. munu einnig sækja Olympiuleikana. Islenzku þátttakendurnir fara til Munchen 24. ágúst n.k. með þotu Flugfélags tslands. Áætlun Akraborgar breytist - vegna leiks Akraness og Fram í dag Vegna leiks Akraness og F'ram i dag breytist áætlun Akraborgar. Fer hún frá Reykjavik kl. 14.30 og frá Akranesi strax að leik loknum kl. 18.15. Vitað er, að gevsimikill áhugi er á leiknum, og munu margir úr Reykjavik og ná- grenni bregða sér upp á Skaga til að fylgjast með „úrslitaleik mótsins", eins og þessi leikur hefur verið nefndur. Hefst hann kl. 16. Enginn leikur verður á sunnudag i 1. deild, en á mánudag verður keppninni haldið áfram og leika þá sam- an KR og Breiðablik. Ætti það að geta orðið mjög skemmti- legur leikur. Á þriðjudaginn leika svo saman, einnig á Laugardalsvelli, Valur og Vikingur, og er sá leikur liður i fallbaráttunni. Takist Viking- um ekki að sigra Val i þeim leik, má tel ja nokkurn veginn vist, að þeir leiki i 2. deild na'sta ár. Auk leiks Akraness og Fram leika Vestmannaeyingar og Keflavik i Eyjum i dag. RÆÐUR HEIMAVÖLLUR ÚRSLITUM? FH og Akureyri mætast í Hafnarfirði í dag Enda þótt leikur Akraness og Fram i 1. deild, sem háður verður á Akranesi i dag, skyggi á aðra knattspyrnuleiki helgarinnar, fer fram geysiþýðingarmikill leikur i 2. deild i dag. Er það leikur FH og Akureyrar, en þessi leikur sker liklega úr um það, hvort liðið hlýtur sæti i 1. deild næsta ár. Eins og sakir standa er staða Akureyringa betri, þvi að þeir hafa hlotið einu stigi meira, en takist FH-ingum að sigra i leikn- um i dag, sem háður verður i Hafnarfirði, ná þeir forustu i deildinni. Erfitt er að spá um úrslit leiks- ins, þar sem bæði liðin hafa sýnt ágæta leiki i 2. deildinni. En ljóst er þó, að aðstaða Hafnlirðinga er að sumu leyti betri, þar sem þeir leika á heimavelli sinum. Spurn- ingin er, ræður heimavöllurinn úrslitum? Keppni fararstjóra - eða íþróttamanna? Eins og allir vita erum við ís- lendingar mjög háþróuð þjóð.allavega á iþróttasviðinu. Og til þess nú að geta verið menn með mönnum, þá teljum við okkur einhverja almestu áhugamenn, sem til eru, á vett- vangi iþrótta i heiminum. Svo miklir áhugamenn erum við, að þvi betri sem iþrótta- maðurinn er, þvi erfiðara er honum gert að komast til keppni á erlendri grund. Fussum svei, i háborg áhugamennskunnar liðst engum að vera með góð afrek, né að sýna framfarir, hvað þá að vera með þokkaleg- an árangur á alþjóðamæli- kvarða. Þeir, sem það gera, eru komnir hættulega nálægt þvi að vera atvinnumenn og gætu jafn- velt kynnt landið út á við. En iþróttaforystan stendur dyggan vörð um, að slfk fiflalæti eigi sér ekki stað. Þegar ein- hverjir tveir pattar tóku að hringla með járn og lóð i skúr- ræfli vestur á Fálagötu, og náðu þvi lágmarki, sem hinn dyggi vörður siðgæðisins, Avery Brundage, hafði sett, þá brugð- ust okkar menn ekki, ó, nei. Þeir heimtuðu bara, að strákarnir næðu lágmarkinu tvisvar. Hvað hafa lika svona kettlingar út i lönd að gera? Auk þess eru þeir með kraftadellu. Erlendis gæti fólk farið að halda, að við hefð- um gleymt okkur á verðinum um áhugamennskuna, það væri slæmt til afspurnar. En strákarnir þurftu endilega að endurtaka þetta, og þar sem iþróttaforystan á Islandi hefur ætið haldið orð sin, neyðumst við til þess að senda þá á ,,at- vinnumanna-Olympiuleikana’’ i Miinchen. Nú voru góð ráð dýr. Ef einhverjir aðrir ætluðu að fara að leika sama leikinn, varð að stöðva þetta strax. Þótt almenningur gæfi stórfé til þessarar farar, var þaö ör- ugglega ekki til þess að styrkja’ einhvern sportidjót, heldur til þess að við islendingar gætum sýnt, hve mikið við eigum af af- ætum, lika á iþróttasviðinu. Forystumenn okkar vita sem er, að fólkiö vill minnst jafn- marga fararstjóra og iþrótta- mennirnir verða, enda sæmir ekki minna, þegar slikir greifar, sem við erum, eiga i hlut. Iþróttamennirnir verða okkur hvort eð er til skammar, og þvi eins gott að fela þá i nógu stór- um fararstjórahópi. Láta ekki of mikið bera á þessum piltum, sem iþróttaforystan þarf svo aö bera kinnroöa fyrir. Brundage yrði ekkert hrifinn ef við sendum beztu iþrótta- menn okkar út. Hann myndi halda, að það væri laumuat- vinnumenn. Og hvað kunna svo þessir menn, sem iðka iþróttir daginn út og daginn inn, að meta góðar lystireisur? Þvi ber okkur að búa til ennþá æðra heiðursmerki en Fálka- orðuna, til að heiðra með stjórn- armenn 1S1 og Olympiunefnd lslands, fyrir þeirra óeigin- gjarna og fórnfúsa starf við að rifa niður iþróttaáhugann. Enda voru þeir snjallir, þegar þeir völdu nokkra aukagemsa til að jafna töluna á milli fararstjóra og iþróttamanna. 1 sundi hafði einhver Sigurður Ólafsson böðlazt við að setja met á met ofan. Að verðlauna slikan mann með ferð á Olympiuleikana gat skapað hættulegt fordæmi. Þvi var rétt að strika hann út af listanum yfir v«ntanlega þátttakendur. Og sýnir ekki sagan um Guð- mund Hermannsson hvilika snillinga við eigum, er stjórna iþróttamálum okkar? Þar sem Guðmundur er búinn að keppa og æfa i 25 ár, þrátt fyrir alvar- leg veikindi og slys, og hefur sýnt það, sem kallað er sanna iþróttamennsku, er sjálfsagt að hann haldi sig áfram hér heima á Fróni. Þótt hann sé annar bezti frjálsiþróttamaður okkar samkvæmt alþjóða stigatöfl- unni, gefur það honum engan rétt til að keppa fyrir hönd Is- lands. Þarna kemur hin frábæra réttsýni forystumanna okkar bezt i ljós. Guðmundur er búinn að gera of mikið að þvi að sigra i landskeppni og öðrum stórmót- um. Enda er hann farinn að verða örlitið þekktur erlendis, og slikt er erfitt að þola. Fyrir nú utan það, að af einhverju litillæti og góðsemi var búið að skrá hann á „heimsmeistara- mót öldunga”, sem fram fer i Köln þremur dögum eftir Olympiuleikana. Þar hefur hann mikla möguleika á að vinna i kúluvarpi, en vitaskuld gæti það skaðað það álit, sem við höfum i iþróttaheiminum, sem áhugamenn. Einhver Parry O.Brian vann þetta mót i fyrra með þvi að grýta kúlunni 16,54 m. Það er um það bil 1 m styttra en Guðmundur varpar nú. Það væri hreinasta fásinna að láta Islending sigra á svona stórmóti. Þar sem forystumenn okkar eru allflestir svo frambærilegir, og hafa mikla reynslu i utan- landsferðum, fyrir nú utan það, að vera aufúsagestir i öllum veizlum, nær það ekki nokkurri átt að fækka i farar- stjórninni um einn mann, eða skrapa saman nægu fé til þess að Guðmundur komist með. Hvað er hann lika að meina meó að ná toppárangri ár eftir ár? Eins og allir vita eru Olympiuleikarnir haldnir i hinni miklu bjór- og gleðiborg, Miinchen, og maður eins og Guðmundur, sem hvorki drekk- ur né reykir, er svosem litil landkynning á slikum stað. Þvi skyldi heldur velja unga og efni- lega menn til þessarar farar, menn sem eru búnir að vera efnilegir i mörg ár, strákar sem kalla sko ekki allt ömmu sina. Og svo þennan indælis hóp far- arstjóra. A meðan slikir menn ráða, þurfum við ekki að óttast það, að við eignumst afreks- menn á iþróttasviðinu. Þeir vita hvernig á að stöðva slikan ósóma. Þvi mun ég fyllast lotningu, þegar þessi friði hópur stigur á þýzka grund ogsannar i verki þá jafnréttishusjón, að i hverjum iþróttahópi skulu helzt jafn- margir fararstjórar og iþrótta- menn, eöa a.m.k. einn fyrir hverja tvo keppendur. Og þeir geta borið höfuðið hátt, þegar þeir ganga fyrir auglit Avery Brundage, og með sanni sagt: Herra, við fórum i einu og öllu að yðar geðþótta, og reyndum aðskilja sem flesta af- reksmenn eftir heima. En þér verðir aö skilja þá aðstöðu sem við komumst i, þegar lyftinga- mennirnir náðu þessu lágmarki tvisvar, og einnig verðið þér að skilja, að við urðum að hafa nokkra iþróttamenn með til þess að réttlæta ferð okkar á yð- ar fund. f.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.