Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 16
Þessar loftmyndir af Surtsey eru teknar meö sex ára millibili og sýna Ijóslega þær breytingar/Sem orðið hafa á eynni. A myndinni til vinstri stigur hitamökkur upp af heitu hrauninu/ en sú mynd var tekin i júni 19(15. Hin myndin var tekin i júii i fyrra og á henni má sjá totuna eða langann,sem myndast hefur á norð-vesturhorninu. Litill Ijós blettur þar, er Pálsbær og nokkru norðar lenda litlar flugvélar. (Ljósm. Landmæl- ingar islands.) Brimið hefur tekið allt að 100 metra sneiðar af Surtsey KJ—Reykjavik — Surtsey minnkar alltaf með hverju árinu, vegna sjógangs og vegna þess hve mikið af gos- efnum fýkur i burtu, og þegar mest hefur gengið á hafa allt að eitt hundrað metra sneiðar skolazt i burtu i brimfótinu á vetrum, sagði Björn Jóhannsson ..menntskælingur", umsiónar- maður i Surtsey, i viðtali við 'I’imann i gær, en hann og Jón l»0—Iteykjavik. Illa gekk i gær að uá talsima- samhandi við Norður- og Austur- land. Astæðan var sú, að 4« tal- rásir liöl'ðu bilað, en alls eru tal- rásirnar norður 72. Þrjú brezk eftirlitsskip Sjávarútvegsmálaráðuneyti Breta hefur skýrt frá þvi, að þrjú eftirlitsskip að minnsta kosti verðiá Islandsmiðum i vetur, þar sem eitt hefur verið látið duga fram að þessu. Þessu fylgdi sá rökstuðningur, að brezkir togarar myndu trauðla leita hafnar á lslandi eftir 1. sept- ember, þótt eitthvað bjátaði á. Eldon liffræðinemi hafa dvalizt i eynni frá þvi i júni. — Þetta er þriðja sumarið sem ég er i Surlsey, sagði Björn, og á þessum árum hafa orðið gifur- legar breytingar á eynni. Ekki þarf nema 4-5 vindstig til að strókurinn standi af eynni og á haf út. og jafnframt þvi aö mikíð berst þá i burt af gosefnum, er mjög erfitt um vinnu á eynni. Kcginn Valtýsson hjá Landsim- anum sagði, að þcssi bilun hcfði komiðá vcrsta tima, eða ki. 14.20, og áiagiö á þessar 24 lalrásir, sem voru i lagi, þvi vcrið gifurlegt frain eftir dcgi. Seint i gær varekki vitað, hvar biiunin væri, en annaðhvort var hún i linunni milli Akureyrar og radióstöðvarinnar að Björgum i Hörgárdal, eða þá i sjálfri radió- stöðinni. Sagði Reginn, að ef bil- unin reyndist vera i kaplinum, þá gæti tekið nokkurn tima að koma sambandinu i lag, en ef bilunin reyndist hinsvegar vera i sjálfri stöðinni á Björgum, ætti viðgerð að vera fljótleg. Þessi bilun á talrásunum kom ekki eingöngu niður á samband- inu milli Reykjavikur og Akur- eyrar, heldur lika á öllu norður- svæðinu, þar sem talað er i gegn um þessar rásir á þvi svæði. Mosi um allt hraunið Gróður er mjög óverulegur i Surtsey, ekki nema eitthvað 5-6 tegundir, sagði Björn, en mosi er kominn um allt hraunið og þekur það mjög vel viða. Sumarið 1970 var mjög óverulegur mosi i hrauninu i Surtsey, en hann hefur aukizt mjög siðan, og einnig er komið mikið af fléttum. Stööugur straumur af visindamönnum, innlendum og erlendum, hefur verið út i Surtsey i sumar eins og undanfarin sumur, og safna visindamennirnir ýmsum fróð- leik þar. Sveinn Jakobsson jarð- fræðingur hefur rannsakað jarð- hita i öskubunkum og Sviar hafa rannsakað skordýr og land- þörunga. Kvikasilfursinnihald i jarðlögum og íoftí hefur verið rannsakaö af visindamanni frá Hawaii og einnig hafa verið i Surt sey sænskir landmælingamenn. Sjónvarps- og útvarpsmenn hafa komið i eyna, og ma þar t.d. nefna fimm manna hóp frá BBC, sem var að viða að sér efni i þátt, er á að sýna mestu viðburði ársins 1963, og þar verður Surtsey ofarlega á blaði, ásamt morðinu á Kennedy Bandarikjaforseta. Norskir og sænskir útvarps- menn hafa farið i eyna og aflað sér þar útvarpsefnis, tóku viðtöl á staðnum við sænska visinda- menn. Hörður Kristinsson fléttu- fræðingur hefur dvalizt þarna um tima, og einnig kom Eyþór Einarsson grasafræðingur. 1 fylgd með Eyþóri var Ósvaldur Knudsen, sem búinn er að festa Surtsey á tugþúsundir feta af kvikmyndafilmum, svo sem al- þjóð er kunnugt. Þá má ekki gleyma Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi, sem skroppið hefur i Surtsey, og auk þeirra, sem aö framan eru taldir, hafa fleiri lagt þangað leið sina. Þriggja sentimetra fiðrildi Jón Eldon liffræðinemi fer einn hring á dag um eyna, athugar fuglalif og safnar skordýrum, sem sett eru i sérstök tæki og fest á þar til gerðar grindur. Á hring- ferð sinni um eyna 27. júli sl. rak á fjörur Jóns stórt fiðrildi, af erlendum uppruna. Það er brúnt og fallegt á litinn og hefur borizt með vindum hingað á norður- hjara veraldar. Björn Jóhannsson sagðist ,,bara vera menntskælingur”, og væri hann eins konar ,,a!tmugligmand” i eynni. Sagðist hann sjá um kokka- mennskuna i Pálsbæ, koma mönnum til og frá eynni o.s.frv. Brimasamt er við Surtsey og fjaran á sifelldri hreyfingu. Lenda menn þvi oft i volki, þegar farinn er sjóvegurinn út i eyna, og ekki hafa menn farið varhluta af þvi i sumar. önnur leið er þó til að komast i eyna, og það er flug- leiöin. Flugfélagiö Vængir hefur flogið þangað öðru hverju og lent litilli flugvél á fjörukambinum. Pálsbær — nefndur eftir prófessor Paul Bauer, sem hefur veriö örlátur viö Surtseyjar- félagið — er nokkuð farinn að láta á sjá eftir vetrarveöur suöur i hafi og sandbylji. Er ætlunin, núna i ágúst, að hressa dálitið upp á húsið, sem annars er mjög vandað og gott, og hefur hýst allt að 23 yfir nótt. S0LG0S í RENUN Við gerðum þvi skóna i blaðinu i gær, að norðurljósa hefði verið vænzt i fyrrinótt. Þorsteinn Sæmundsson tjáði okkur, að litilla sveiflna hefði orð- ið vart i segulsviðsmælitækjum, og virtist allt vera með venjuleg- um hætti i háloftunum. Sólgosin eru þvi liklega i rénun, og fer hver að verða siðastur til þess að viröa fyrir sér sólbletti. Rétt er að geta þess, að Þor- steinn varaði mjög við öllu glápi i sólina, vegna þeirrar hættu, sem slikt getur haft i för með sér fyrir sjónina. Gat hann þess, að fjöldi manns hefði stórskaðazt á augum og stöku hefði hreinlega orðið blindur af sliku athæfi. Að gefnu tilefni er fólki bent á hættulausa leið til slikra visindaiðkana i grein annars staðar i blaðinu. Mikill ferða- mannastraumur til Borgar- fjarðar eystri ÞÓ—Reykjavik. Siðastliðna viku hafa allir Látar á Borgarfirði eystri legið inni vegna brælu á miðunuin. Það var fyrst i gær, að bátarnir gátu farið á sjó aftur. Óli Jóhannsson á Borgarfirði sagði, að aflabrögð hefðu verið nokkuð góð um tima, og þann tima hefði vinnan i frystihúsinu einnig verið nokkuð góð. Frá þvi á miðvikudag i fyrri viku hefur vinnan alveg legið niðri i frysti- húsinu. Heyskapur hefur gengið mjög vel, og eru bændur langt komnir með að heyja og sumir svo til alv- eg. I gær var t.d. miklu heyi ekið i hlöður. Atvinnuástandið hefur verið sæmilegt, bæði við vinnu i frystihúsinu og eins við vegagerð. Unnið er að gerð nýs vegar tnnan við þorpið og inn i sveitina. Ferðamannastraumur til Borg- arfjarðar hefur verið nokkuð mikill i sumar, sérstaklega var hann þó mikill i júlimánuði. Jakob Smári látinn Jakob Jóhannesson Smári andaðist i fyrrinótt, 82 ára að aldri. Hann var sonur séra Jóhannesar L. L. Jóhannssonar og Steinunnar Jakobsdóttur á Kvennabrekku i Dölum, lauk magisterprófi i norrænum fræð- um, var um eitt skeið ritstjóri og fékkst lengi við kennslu. Lang- kunnastur var hann af ljóðum sinum, og komu út eftir hann margar ljóðabækur. Við marg- visleg önnur ritstörf fékkst hann, þýddi margar af sögum Gunnars Gunnarssonar, leikrit ýmis og söngljóð og óperettur. Hann var kvæntur Helgu Þor- kelsdóttur frá Álfsnesi á Kjalar- nesi. ÍSLENZK SKIP FORÐAST NÚ BREZKAR HAFNIR Ljósafoss hefur verið í Hull síðan 23. júlí KJ—Reykjavik Verkfall hafnarverkamanna i Bretlandi segir viðar til sin en i landinu sjálfu, og ekki fara tslendingar varhluta af þvi. l.jósafoss E im skipa f é la gsins licfur nú legið bundinn við bryggju i Hull siðan 23. júli, cða licila 20 daga, og gera hefur þurft breytingar á áætlunum annarra skipa Eimskips, og sömuleiðis Sambandsskipanna. Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri skipadeildar Sambandsins, sagði i viðtali við Timann i gær, að engin Sambandsskip hefðu teppzt vegna verkfallsins i Bret- landi, en hinsvegar hefði þurft að gera breytingar á áætlunum skipanna, og þau látin sigla fram- hjá brezkum höfnum. Arnarfell átti t.d. að koma til Hull á mánudaginn, en horfið var frá þvi að láta skipið sigla þangað. Hjörtur sagði, að verkfallið heföi i för með sér ýmsar truflanir á siglingum, auk þess sem afurðir, sem ættu að fara á Bretlandsmarkað, hlæðust hér upp, og nefndi hann i þvi sam- bandi, fiskimjöl, lýsi, osta og mjólkurduft. Þá liggur útflutningur frá Bret- landi svo til alveg niðri, og kemur það niður á tslendingum ekki siður en öðrum þjóðum, sem mikil viðskipti eiga við Bretland. Gullfoss fær undanþágu Erlingur Brynjólfsson fulltrúi hjá Eimskip sagði Timanum i gær, að Ljósafoss hefði legið i höfninni i Hull siðan 23. júli, full- lestaöur fiskafurðum. Þá kom Askja Eimskipafélagsins til hafnarinnar Weston Point á vesturströnd Englands (skammt frá Liverpool) 8. águst, og hefur verið þar siðan. Skipið er hlaðið áli og mjöli. Erlingur sagði, að mörgum Eimskipafélagsskipum hefði verið snúiö frá brezkum höfnum. og þó sérstaklega frá Felixstow, en þangað koma Eimskipafélagsskipin oft Gullfoss hefur getað haldið sinu striki þrátt fyrir verkfallið, en sem kunnugt er kemur skipið ávallt við i Leith á ferðum sinum til og frá tslandi. Undanþága hefur fengizt til að skipa bifreiðum ferðamanna á land i Leithen undanþágu þarf ekki til að binda og losa skipin. Gullfoss flytur að jafnaði 14-20 bila á dekki i hverri ferö. Að lokum sagði Erlingur, að búizt væri við,að deiluaðilar héldu fund i næstu viku, en þótt sá fundur bæri árangur, yrði i fyrsta lagi hægt að byrja að losa Ljósa- foss mánudaginn 21. ágúst. Verður skipiö þá búið að vera i Hull i tæpan manuð. 48 talrásir af 72 bilaðar milli Rvíkur og Akureyrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.