Tíminn - 12.08.1972, Page 8

Tíminn - 12.08.1972, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 12. ágúst 1972 Á þessu sumri hefur skiða- skólinn i Kerlingafjöllum starfað i 12 sumur, og er þetta álika langur timi og Mallorca-æði Islendinga hefur staðið yfir. Af einhverjum ástæðum hefur landinn ekki sótt eins mikið upp i Kerlingarfjöll og vera skyldi, flestir eru sennilega hræddir um það, að þeir geti ekki orðið nógu brúnir hátt uppi i islenzkum fjöll- um. Það er misskilningur, þvi að i Kerlingarfjöllum getur fólk orðið jafn brúnt á tveimur dögum og það verður á hálfum mánuði á Mallorca og Spáni. Núna eftir að skiðaæðið hefur gripið Reyk- vikinga með tilkomu Bláfjalla sem skiðalands yfir vetrartim- ann, má búast við að aðsókn að skiðaskólanum i Kerlingarfjöll- um eigi eftir að aukast mikið á næstu árum. Urðum að nota sumarsólina. Um verzlunarmannahelgina dvaldist blaðamaður Timans i Kerlingarfjöllum, og um leið notaði hann tækifærið og ræddi við þá Valdimar örnólfsson og Eirik Haraldsson um starfsemi skólans, en Valdi- mar og Eirikur eru, sem kunnugt er, upphafsmenn að þessari starf- semi. —Okkur fannst að við yrðum að nota sumarsólina til skiðaferða. Við vissum, að hér upp frá var góður og nægur skiðasnjór allt sumarið, og höfðum reyndar farið hingað á skiði áður, segja þeir félagar, og bæta við, að þetta hafi svo dregizt dálitinn tima. Siðan segir Eirikur: Einn daginn hringdi Valdimar i mig og við ákváðum að hefjast handa. Við hringdum i skiðastrákana hér sunnanlands og fengum þá með okkur. Jafnframt fengum við af- not af skála Ferðafélags tslands til að dveljast i á meðan við vor- um þarna. — Þetta fyrsta nám- skeið okkar var i júli 1961. Valdimar segir, að þar sem ferðin hafi tekizt svona vel, þá hafi þeir ákveðið að halda áfram, og siðan var annað námskeið haldið þetta sama sumar. Þetta sumar, sem önnur fengu þeir ómetanlegan stuðning Lárusar Ottesen, framkvæmdastjóra Ferðafélags Islands. Gamla rútan stóö tyrir ferðunum. — Hvert var svo framhaldið á starfseminni? — Við byrjuðum á þvi, sumarið 1963, að byggja litla skálann, sem nú ber nafnið Herragarðurinn. Þegar sá skáli var kominn upp, má segja, að starfsemi skólans hafi verið komin i fastar skorður. Og nú var að hrökkva eða stökkva. Þátttaka i ferðunum var ákaflega misjöfn þessi fyrstu ár, og þar af leiðandi varö það okkur dýrt að leigja stóra langferðabila til að flytja fólkið hingað, ef fáir voru á námskeiði. Við keyptum gamlan rútubil, og þessi bill varð vafalaust til þess, að við gátum farið allar auglýstar ferðir, og svo hefur alltaf verið. Aldrei fallið niður námskeið. Þetta sumar sáum við, að við gátum ekki verið tveir með starfsemina til frambúðar. Til að bæta úr þvi stofnuðum við hlutafélag og fengum til liðs við okkur þá Jónas Kjerúlf, Jakob Albertsson, Einar Eyfells og Þor- varð örnólfsson, en Þorvarður hefur séð um alla fjármála hlið skólans. Hvenær var stóri skálinn byggður? A honum var byrjað 1964, og fengum við allt efni i hann út á andlitið. Byggingu skálans var svo lokið á næsta ári en það ár fórum við i byrjun mai upp i Kerlingarfjöll til að ljúka byggingu hans. Smiður þessa húss var Magnús Kárlsson, en hann hefur alla tið verið smiður staðarins. Það er okkur minnis- stætt, að árið 1965 var einstaklega litill snjór i fjöllunum, og þurftum við að leita hátt upp i tindana til að komast á skiðin. Alpaskiðavisa — skiðin aimenningseign. —Hver er ástæðan fyrir þvi, að hér hefur eingöngu verið kennt á alpaskiði? —Það er auðvelt að útskýra það. Eins og allir vita, þá hafa veriðmörg snjóleysisár á Islandi, og þar af leiðandi hefur ekki verið hægt að ganga mikið á skiðum á láglendi. Fólk hefur orðið að leita upp i brekkurnar, ef það hefur ætlað sér á skiði. Af þessari ástæðu höfum við eingöngu kennt hér alpagreinarnar. Skiðin urðu ekki almenningseign sunnan- lands fyrr en við byrjuðum með skólann i Kerlingarfjöllum. —Hve margir sækja nám- skeiðin hvert sumar? —Fyrstu árin voru um það bil 200 manns á námskeiðun- um hjá okkur, en nú siðari árin sækja um 500 manns sumar- námskeiðin. Auk þess koma hingað hundruð manna um helgar og gista þá i tjöldum eða i Fl- skálanum. Okkur hefur fundizt það mjög auðkennandi, að fólk, sem kemur hingað til að læra á Það er oft þéttsetið á kvöldvökunum Franski hópurinn fyrir framan skiðaskólann

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.