Tíminn - 18.08.1972, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Föstudagur 18. ágúst 1972
200 metrarnir
syntir í víti
SB-Reykjavik
Tuttugu ferðalangar, islenzkir
og erlendir, sem staddir voru i
Mývatnssveit á mánudaginn,
brugðu sér i sund i Viti og létu
mjög vel af. Tveir fslendinganna
piltur og stúlka notuðu tækifærið
og syntu 200 metrana og fullyrða
þeir, að sundið sé löglegt. Liklega
er þetta i fyrsta sinn, sem 200
metrarnir eru syntir i Viti.
Háskólafyrir-
lestur um
dróttkvæði
Prófessor dr. og dr. phil. h.c.
Hans Kuhn frá Kiel mun flytja
opinberan fyrirlestur i boði
Háskóla tslands mánudaginn 21.
ágúst 1972,kl. 5.00 siðdegis i 1.
kennslustofu.
Fyrirlesturinn nefnir próf.
Kuhn: „Uni skipun orða i
drótlkvæðum hætti.”
Fyrirlesturinn verður fluttur á
islenzku og er öllum heimill
aðgangur.
Landsins ipróðnr
- ýóar hróðnr
BfiNAÐARBANKI
ISLANDS
HELLESENS
HLAÐIÐ
ORKU.....
Bréf frá
lesendum
NÚ ER
NÓG KOMIÐ
Ég er einn þeirra mörgu, sem
hefi verið svo lánsamur að sjá ts-
land verða sjálfstætt riki og i
öruggri höfn innan Sameinuðu
þjóðanna. Ég hugsa til baka, þeg-
ar við fengum okkar eigin
fána. Ég hugsa til baka,
þegar allir flóar og firðir
voru fullir af fiski. Ég hugsa til
bændanna við vikur og voga, sem
höfðu ekki nema smákænur til að
afla sjávarfanga, sem var lifs-
spursmál fyrir afkomu sveitanna
og okkar smáu kaupstaða. Allt
gekk þetta vel, þar til togararnir
komu og fóru að sýna getu sina
við landið. Þeir eyðilögðu meira
en þeir öfluðu og margt bænda-
býlið við vikur og voga fór i eyði
og heilu firðirnir. Svona voru
grunnmiðin leikin.
Og hvað gera þessar stóru riku
þjóðir til að bæta okkur tslending-
um þennan mikla skaða?
b m iBll B Bb iHf ffl.BiH.ljli
Ég hef heyrt að þeir séu að
safna peningum. Ekki ætla þeir
að nota þá peninga til fiskræktar.
Nei ekki aldeilis. Ekki hvarflar að
þeim að bæta fyrir gömul brot,
sem erú mikil. Nei, ekki er svo
góðu að heilsa úr þeirri átt. Þeir
safna peningum til annars. Þeir
peningar eru lagðir til höfuðs
menningarlifi og mannsæmandi
afkomu á þessu eyriki með lyga-
áróðri gegn okkur.
Það eru launin, sem islenzka
þjóðin fær frá þessum elskulegu
vinaþjóðum. Gleymt er þegar
gleypt er. tslenzka þjóðin hefur
oft fórnað miklu til að koma mat-
vælum til sveltandi þjóða. Laun-
in eru skráð nú i blöð og timarit
stórveldanna. Ekki er þar minnzt
á það, þegar togararnir voru að
eyðileggja uppeldisstöðvarnar og
eyða heilum byggðarlögum með
rányrkju, sem ekki er hægt að
bæta fyrir nema á löngum tima.
Skelfiskur er mörg ár að vaxa og
hvað bindur annað i lifkeðju
sjávarins.
Togari sem hefur stolizt inn
fyrir mörkin getur valdið þvi
tjóni, sem aldrei verður hægt að
bæta fyrir með peningum eða
sektum. Nú er nóg komið Bretar
góðir. Hingað og ekki lengra. Þið
hafið ekki tapað á samskiptunum
við okkur, en við höfum haft af
ykkur þungar búsifjar. Er ekki
rétt að fara að koma meira jafn-
vægi á i samskiptunum?
Þ.
Einar/Jónsson
Kópavogur
Höfum opnað aftur gæzluvellina við
Hábraut og Hliðargarð, eftir gagngerðar
breytingar.
Félagsmálaráð.
SUMAR-
LEYFI
Sumarleyfi eru hverjum manni nauðsynleg tilbreyting frá
önn og áhyggjum. Það er því mikilvægt, að þau verði fólki
til sem mestrar ánægju og hressingar. Landið okkar býr
yfir endurnýjandi krafti á víðáttum tiginna öræfa og í fögr-
um, blómlegum byggðum.
Fá héruð eru veðursælli en Eyjafjörður. Frjósöm mold
hans stendur undir blómlegum búskap og góðum efna-
hag. Reisuleg bændabýli vekja ferðamanninum nýja trú
á glæsta framtíð íslands.
Akureyri er hin sjálfkjörna bækistöð gesta héraðsins, og
hefur upp á flest það að bjóða, sem hugurinn girnist.
Kjósið þér útilíf eru tjaldstæðin tilbúin. Sundlaug, íþrótta-
svæði og gönguleiðir til allra átta, hvort sem er með sjó
fram eða til fjalla. Söfnin í bænum bjóða gestinum margs
konar fróðleik og nána snertingu við fortíðina, t. d. Minja-
safnið og hús skáldanna Davíðs, Matthíasar og Nonna.
Þéir, sem hneigjast að verklegum framkvæmdum, geta
hér kynnzt nútíma iðnaði hjá verksmiðjum samvinnuhreyf-
ingarinnar, en hún á hér öruggt vigi.
Kaupfélag Eyfirðinga býður upp á alhliða þjónustu. Það
er því ekki nauðsynlegt að íþyngja sér með of miklum
farangri i sumarleyfisferð til Akureyrar. Hinar ýmsu við-
skiptadeildir KEA sjá yður jöfnum höndum fyrir öllu, sem
viðkemur ferðalögum, hvort sem um er að ræða útivist
og tjaldbúðalíf, eða húsnæði og fæði i bænum. í öllum
bæjarhverfum finnið þér kjörbúðir vorar, sem fúslega
aðstoða yður við val lystugra og nærandi matvæla í nest-
ið. Og mörgum þykir handhægt og gott að fá sér heitan
mat á Matstofu KEA og nýlagaðan kaffisopa. Þeir, sem
hærri kröfur gera, kjósa að búa á Hótel KEA og neyta
þar veizlumatar að eigin vali.
Kaupfélag Eyfirðinga óskar yður góðs og endurnærandi
sumarleyfis og vill með þjónustu sinni stuðla að því, að
svo megi verða.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI
AÐALSKRIFSTOFA: HAFNARSTRÆTI 91-93 - SlMI (96)21400 (SAMBAND VIÐ ALLAR DEILDIR)