Tíminn - 18.08.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 18.08.1972, Qupperneq 7
Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN 7 Snýr sér frá geimferðum að trúboði James B. Irwin geimfari, lagöi nýlega geimferðirnar á hilluna fyrir fullt og allt, og sömuleiðis hætti hann störfum i bandariska flughernum. Hann hefur ákveðið að helga sig út- breiðslu kristinnar trúar i fram- tiðinni, en að þvi er hann sjálfur segir, urðu geimferðirnar til þess að hann fór að hugsa meira um trúmál, en hann hafði gert fram til þess tima. Þegar hann var kominn út i geiminn og horfði r til jarðarinnar, gerði hann ser betur grein fyrir þvi en áður, hversu litilmótlegur maðurinn er i raun og veru miðað við allt, sem drottinn skapaði i upphafi vega. Hann ætlar sem sagt að boða með- bræðrum sinum kristna trú i framtiðinni, og telur sig hafa meiri möguleika en áður á þvi að sannfæra þá um mikilleik drottins. BÍIhræin fjarlægö Mikil herferð hefur staðið yfir undanfarið ár i þeim tilgangi að fjarlægja gamla bila og bilhræ, sem hafa legið hér og þar i ná- grenni Lyon i Frakklandi. Einnig hafa bilakirkjugarðar verið hreinsaðir. Nær þessi hreinsunarherferð til um 120 kilómetra svæðis allt kringum borgina. Á þessu eina ári hafa 34.710 bilar verið fluttir á brott og færðir til hreinsunarstöðva, sem mala þá mélinu smærra og bræða siðan, en þessar stöðvar eru aðallega á ítaliu. Hverjum þeim, sem koma með ónýtan bil var heitið sex dollurum eða um 720 krónur, en peningarnir, sem i þetta fóru, komu frá rikinu sjálfu, þvi meiningin er, að svipuð herferð verði farin annars staðar i Frakklandi og siðar um allt landið. Verður þá safnað fé til þess að standa straum af þessum útgjöldum með þvi að leggja sömu upphæð á söluverð hvers nýs bils, sem seldur verður i landinu. Leikararnir og stríðið Margir bandariskir leikarar láta stjórnmál mikið til sin taka. Þeir eru eindregnir stuðnings menn hinna ýmsu forsetaefna og margir þeirra hafa lika tekið virkan þátt i baráttu fólks gegn styrjöldinni i Vietnam. Leikar- inn Charlton Heston réðst nýlega á leikkonuna Jane Fonda fyrir baráttu hennar gegn Oövenjuleg bygging Borgin Neviges syðst i Ruhr- héraðinu hefði aldrei orðið þekkt utan Þýzkalands, ef arki- tektinn Gottfried Böhm hefði ekki reist þar óvenjulega bygg- ingu. Þetta er kirkja, sem reist hefur verið fyrir pilagrima, sem koma til borgarinnar, og sannarlega er byggingin óvenjuleg útlits, eins og sjá má á þessari mynd. Kinverski biskupinn Chang Tso-huan vigði kirkjuna. mun drottningin hafa gert, og fengið heldur dræmar undir- tektir. Þesss vegna hefur hún sagt sem svo, — þá segi ég bara af mér. Ef drottningin segir af sér, þarf hún ekki að spyrja stjórnina um mannsefnið og álitiðá honum. Hér er svo mynd af hollenzku prinsessunum. Lengst til vinstri er Christina, siðan er Margriet og siöast Irene, og svo sjáið þið hér lika mynd af latæka pianóleikaranum. styrjöldinni þar eystra. Hann sagðist ekki skilja, hvernig hún hefði allt i einu orðið eins konar hernaðarsérfræðingur og taldi, að henni væri annað betur gefið. Þá sagði hann ennfremur, að hann hefði alltaf kosið forsetaefni Demókrata fram til þessa, en nú væri svo komið, að hann ætlaði sér að styðja Nixon forseta i kosningunum, þar sem hann væri orðinn uppgefinn á þvi fólki, sem alltaf væri að dæma aðra og mótmæla i landinu. Hann sagði, að sér væri fyrir mestu, að stjórn forsetans væri ákveðin, og hans boði skyldi hlita. ★ Þjónusta borgar sig Borgaryfirvöld i Paris hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þjónusta við almenning geti borgað sig. Undirritaður hefur verið verksamningur við fyrir- tæki, sem ætlar að reisa 1500 strætisvagnaskýli, og siðan á að koma fyrir simum i hverju skýli. Skýlin munu ekki kosta borgina neitt, þar sem gert verður ráð fyrir, að selt verði pláss fyrir tvö auglýsingaskilti i hverju skýli. Siðan er búizt við, að miklir peningar renni til simans vegna almenningssima- tækisins i hverju skýli. Júlíana segir af sér Miklar likur eru á þvi, að Júliana Hollandsdrottning segi af sér áður en langt um liður, og þá er það af ást... og fyrir ástina.... Mörgum dettur þá lik- lega Bernhard prins i hug, en hann kemur þessu máli alls ekki við, heldur verður þetta fyrir Christinu dóttur hennar. Christina hefur dvalizt i Quebec, þar sem hún hefur stundað söngnám, og þar hefur hún orðið ástfangin i ungum fátækum pianóleikara, Emile Bourrée. Drottningin hefur veitt leyfi til þess að að dóttirin megi giftast fátæka pianóleikaranum sinum. En samkvæmt lögum og reglum verður drottningin aö spyrja stjórn landsins, hvort hún fallist á mannsefnið. Það H/Pkl/L — Mig langar i eitthvað af — Þú átt bara að segja ,,]á en nýtizku fötum, en verðið má vel ekki ,,ég varð”. vera gamaldags. DENNI DÆMALAÚSÍ Vertu nú ekki að æsa hana upp aftur, ég er rétt búin að róa hana. Þetta er bara tilraun. Við skulum rulla pappirnum upp aftur á eftir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.