Tíminn - 18.08.1972, Síða 11

Tíminn - 18.08.1972, Síða 11
10 TÍMINN Föstudagur 18. ágúst 1972 Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN 11 Helgi Jónsson skrifar: LfFSVISTARSTRIÐIÐ I VIETNAM Það hefur alltaf vakið fyrirlitningu og viðbjóð fólks, þegar stórveldin neyta máttar sins, til að koma smá- þjóðum á kné. Þá gildir auðvitað einu, hvort þar eru Rússar eða Bandarikja- menn eða einhverjir aðrir að verki. Undanfarin ár og áratugi hefur at- hyglin þó beinzt að Bandarikjunum öðrum stórveldum fremur! Undirrót þess er að sjálfsögðu sú, aö Banda- rikjamenn hafa verið öðrum iðnari við myrkraverkin, eftir að Bretar og Frakkar neyddust að loknum lang- vinnum og blóðgugum styrjöldum til þess að láta lausar nýlendur sinar flestar og veita þeim sjálfstæði eins og það er orðað (veitulir menn Bretar og Frakkar), þótt ekki sé sjálfstæðið nema nafnið eitt i mörgum tilvikum. Það ber lika til, að mörgum er orðið ljóst að Bandarikjamenn eru ekki þeir forsvarar frelsis og lýðræðis sem þeir sjálfir og fylgifiskar þeirra hafa látið i veðri vaka. Þeir hugsa um það eitt að maka krókinn á kostnað annarra eins og stórveldin hafa gert fyrr og siðar. Það veldur þó kannski mestu, að Bandarikin beita hroðalegri morðtól- um en áður hefur tiðkast og var þó ekki úr háum söðli að detta. Nú er ekki lengur látið nægja að drepa fólk i hrönnum með byssukúlum og sprengjum eins og tiðkast hefur fram til þessa, heldur hafa Banda- rikjamenn lika gripið til þess i Viet- nam að eyða ökrum og skóglendi i stórum stil og nota til þess eitur og stórvirkar vélar. Mikið af þvi landi, sem eytt er á þennan hátt, verður ekki nýtt á næstu áratugum. Eitur- og sýklahernaður er ekki nýr af nálinni. Áður fyrri var það mjög titt, að vatnsból væri eitruð með þeim hætti að úldnum hræjum dýra eða manna var varpað i þau. Menn reyndu lika að koma af stað farsóttum i liði óvinanna. Evrópskir landnemar báru með sér bólusótt til Ameriku, en þar var sá sjúkdómur óþekktur og Indiánar þvi veikir fyrir. Þetta færðu menn sér i nyt og sendu þeim hluti, sem bólusjúkling- ar höfðu notað og voru þvi smitandi. Eiturvopn voru þó ekki notuð skipu- lega og i stórum stil, fyrr en i fyrri heimsstyrjöldinni. Margir halda, að Þjóðverjar hafi orðið fyrstir til, en það Stórvirkar vélar hafa rutt leið I gegn um skógana, og hér eru bilalestir á leiö eftir vegunum. Einnig hafa sprengjur fallið og gert mikinn usla á þessu svæði. voru reyndar Frakkar sem byrjuðu árið 1915. Hins vegar töpuðu Þjóðverj- ar og þvi er hryðuverkum þeirra meira á lofti haldið en annarra þátt- takenda i hildarleiknum. Notkun slikra vopna vakti þá þegar mikinn viðbjóð, og þess vegna var haldin ráð- stefna i Genf 1925, þar sem lagt var bann við efna- og sýklahernaði. Það bann féllust öll stórveldin á, önnur en Bandarikin. Roosevelt Bandarikjafor- seta fórust þó svo orð árið 1943, að Bandarikin myndu aldrei neyta vopna af þessu tagi að fyrra bragði. Þar tók hann þó of mikið upp i sig, blessaður, eins og Vietnamar hafa fengið að kenna á. Tugir bandariskra háskóla og annarra stofnana, sem kenna sig við visindi, vinna nú að rannsóknum á eit- ur- og sýklavopnum. Höfuðstöð sýkla- rannsóknanna nefnist Fort Detric i Maryland. Þar starfa nú um 700 vis- indamenn. Miklar eiturefnarannsókn- ir eru reknar i Egdewood Arsenal i Maryland og i Rocky Mountain Arsen- al i Denver. Margar verksmiðjur framleiða eitur, og sýkla. Nefna má verksmiðjuna i Newport i Indiana sem framleiðir taugagas. Þar hefur verið unnið að sliku dag og nótt siðan 1960. Meiraað segja heilbrigðsimálastjórn Bandarikjanna vinnur með Fort Detr- ick að rannsóknum, og skyldi maður þó ætla, að slikt væri tæpast i verka- hring ráðamanna um heilbrigðismál. Eins og nærri má geta verða stundum slys við þessa iðju, þótt auðvitað sé reynt að þagga slikt niður. Framfarir eru lika örar á þessu sviði og þá neyð- ast menn til að losa sig við eitur, sem úrelt er talið. Flestum mun i fersku minni eiturskipið, sem Bandarikja- menn sökktu i Golfstrauminn fyrir fá- um árum. Fyrr eða siðar rekur nátt- úrulega að þvi, að leki kemur að eitur- geymslunum. Hafstraumar munu þá lika bera eitrið norður i höf. Rannsóknir á þessum sviðum eru auðvitað stundaðar viðar en i Banda- rikjunum. Rússar eru sennilega vel birgir af eitri og sýklum, þótt litið sé um það vitað. Það kostar tiltölulega litið og er fremur einfalt að framleiða þessi vopn, ef miðað er við kjarna- sprengjur, og er þvi á færi margra minni háttar rikja að afla sér þeirra. Sýklavopn hafa þann kost úr sjónar- horni þess séð, sem beitir þeim,að öll mannvirki standa eftir óskemmd. Höf- uðókostur þeirra er sá, að sýklarnir láta ekki staðar numið við landamæri og gera ekki greinarmun á vini og ó- vini, óbreyttum borgara og hermanni. Bandarikjamenn héldu einhvern tima á árunum upp úr 1960 heræfingar, þar sem gert var ráð fyrir stórfelldri Kin- verskri árás á Kambódiu. Nauðsynl. var talið að beita sýklavopnurp, til þess að stöðva Kinverja. Arangurinn var hernaðarlega hinn ágætasti, þvi að 75% árásarmanna urðu að láta i minni pokann fyrir sýklunum. Hitt var öllu lakara að 600.000 óbreyttra borgara létu lifið um leið. Það varð til þess, að bandariskir ráðamenn reyndu að þagga allt saman niður, sem þó kom fyrir ekki, þetta var aðeins æfing og mannfallið þess vegna bara á pappir- um, en öll þróun hermála sýnir, að mannfall meðal óbreyttra borgara si- eykstliheimsstyrjöldinnifyrri voru 5% þeirra sem létu lifið óbreyttir borgar- ar, i þeirri siðari 48%, i Kóreustriðinu 84% og sennilega er hlutfallstalan enn- þá hærri i Vietnam. Aratugum saman hefur verið barizt linnulitið i Vietnam. Fyrst börðust Vi- etnamar fyrir frelsi sinu gegn Frökk- um, siðan Japönum og þá Frökkum á nýjan leik, þegar Japanir höfðu gefizt upp. 1954 var gert vopnahlé eftir hrak- farir Frakka i Dien Bien. Landinu var skipt i tvennt, sem þó átti aðeins að vera um stundarsakir, þvi að 1956 átti að efna til frjálsra kosninga undir al- þjóðlegu eftirliti. Af þvi varð þó ekki. Þegar hér var komið sögu, hafði enn eitt stórveldið látið til sin taka i Viet- nam. Hin siðari ár Indókinastriðs Frakka höfðu Bandarikjamenn greitt obbann af styrjaldarkostnaði þeirra. Forystumenn Bandrikjanna vissu of- urvel, að yrði Vietnömum leyft að greiða atkvæði um framtið sina, mundi meginhluti þeirra snúastá sveif með Hó Chi Min og þjóðfrelsisfylking- unni. I þvi sambandi nægir að vitna til ummæla Eisenhowers fyrrum Banda- rikjaforseta, en hann lét svo um mælt, að Hó Chi Min hefði án efa hlotið um 80% atkvæða. Þetta vildu Bandarikja- menn koma i veg fyrir, af þvi að hefði svo farið, var um leið útséð um, að vestrænir auðhringir gætu haldið á- fram að arðræna landið. Vietnamar fengu þess vegna ekki að ganga til kosninga um framtið sina og urðu þvi nauðugir viljugir að gripa til vopna á nýjan leik, i þetta sinn gegn Banda- rikjamönnum og leppum þeirra i Sai- gon. Nylendustrið Frakka olli Vietnömum óskaplegum hörmungum, en þá tók fyrst i hnúkana þegar Bandarikja- menn skárust i leikinn. Þeir hafa ekki látið sitja við það að drepa fólk og leggja heimili þess i rústir eða flytja menn nauðungarflutningum svo að skiptir hundruðum þúsunda. Þeir láta sér heldur ekki nægja að sprengja sjúkrah. og skóla i loft upp. Þeim næg- ir ekki að hella yfir fólk brennandi bensinhlaupi og fosfór, sem verður að skera úr holdi manna, þvi að sá eldur verður ekki slökktur með venjulegu móti Þeir hafa gripið til hernaðar af nýju tagi, lifsvistarstriðsins, sem svo er nefnt og á sér ekki sinn lika i veraldar- sögunni. Stór hluti Vietnam verður ekki nýttur á næstu áratugum, af þvi að Bandarikjamenn hafa stráð eitri yfir akra og skóga. Margs konar eitri er beitt allt eftir þvi hvers konar gróðri ætlunin er að eyða. Eitri er úðað yfir akra, til þess að koma i veg fyrir, að hermenn þjóðfrelsisfylkingarinnar geti aflað sér matar. Reyndin verður þó sú, að þeir þjást mest sem veikastir eru fyrir, þ.e. börn, gamalmenni og vanfærar konur. En eitrið gerir meira en að drepa gróðurinn. Menn veikjast á ýmsan hátt, sumir lamast, aðrir deyja. Þær konur þungaðar sem neyð- ast til að leggja sér til munns matvæli, sem Bandarikjamenn hafa eitrað, láta margar hverjar fóstri eða ala van- sköpuð börn. Saigonstjórnin og herfor- ingjarnir i Pentagon höfuðstöð banda- riskra hermála, hafa jafnan reynt að þagganiðuneðagera sem minnst úr öll- um frásögnum af börnum, sem fæðast andvana eða vansköpuð á sál og lik- ama af eitri. Þegar fyrst var á þetta minnzt árið 1967, bannaði Saigon- stjórnin að birtar yrðu skýrslur þar að lútandi. 1969 birti eitt Saigonblaðanna samt sem áður myndir af hroðalega vansköpuðum fóstrum og grein um málið. Þetta kom svo við kaun stjórn- arinnar, að blaðið var þegar i stað gert upptækt. 1970 gaf Pentagon út skýrslu, þar sem þvi var haldið fram, að fóst- urlátum hefði ei fjölgað vegna striðs ins. Bandariski liffræðingurinn Mesel- son, sem er prófessor i Harvarhá- skólanum i Bandarikjunum, gat þó þegan sama ár sýnt fram á,að i Penta- gonskýrslunni væri farið með rangt mál. t skýrslu Pentagonmanna sagði t.d., að i einum hluta Vietnam hefði fæðzt 208 andvana börn. Rétt tala var hins vegar 351.T Tay-Nin-héraði fædd- ust 64 börn af hverjum þúsund and- vana, en meðaltal i öðrum landshlut- um var 31 af þúsund. Skógar eru afiaufaðir til þess að sveitir Þjóðfrelsisfylkingarinnar fái ekki dulizt þar eða setið fyrir Saigon- mönnum i laufþykkninu með vegum fram. Indókinverskir skógar eru mjög fjölskrúðugir og tegundir margar og misþolnar, þarf mikið magn eiturs til þessaðdeyða þannmeiðsem seigastur er. Afleiðingarnar eru margþættar. Mikið magn verðmæts timburs fer for- görðum, dýralif af öllu tagi biður mik- ið afhroð, og jarðvegi skolar burt, svo að auðn er oft eftir. Það er ekki bara frumskógur, sem er úðaður með eitri, gúmmiekrurnar fá lika sinn skammt, þótt reynt sé að hlifa þeim ekrum sem eru i eigu Frakka. I heimsstyrjöldinni siðari notuðu Bandarikjamenn samanlagt rúmlega sex milljónir smálesta af sprengiefni. t Indókina hafa þeir notað tvöfalt meira og vel það. Sé þvi magni deilt með ibúatölu i Vietnam, Laos og Kam- bódiu, samsvarar það 274 kilóum sprengiefnis á hvert mannsbarn i þessum löndum. Talið er að i Indókina séu nú um það bil 20 milljónir sprengjugiga, sem eru allt að 15 metr- um i þvermál og sex á dýpt. Mikið land hefur þvi verið eyðilagt með þessum hætti. Auk þess safnast oft vatn i gig- ana,sem þá verða afbragðs klakstöðv- ar fyrir malariuflugur. Þá er og beitt stórvirkum jarðýtum til þess að eyða gróðri. Þessi 20 tonna ferliki skilja vart eftir stingandi strá þar sem þau ryðjast fram. Bandarikjamönnum og þjóðfrelsis- fylkingunni i Vietnam ber ekki saman um, hversu mikið land hefur verið stórskaddað eða gert ónothæft um langan aldur i suðurhluta Vietnam með þeim hætti,sem hér hefur verið á minnzt. Sú tala sem fylgir hér á eftir er úr bandariskum heimildum og er þvi fremur of lág en of há, ef eitthvað er. Áætlað er, að samanlagt hafi rúm- lega 30.000 ferkilómetrar verið úðaðir með eitri og eyðilagðir með sprengjum og jarðýtum. Það er um það bil sjötti partur syðri hluta Vietnam! Og þetta er sem fyrr segir sennilega of lágt reiknað! Fregnir herma, að Bandarikjamenn hafi lika haft uppi tilburði til þess að hafa áhrif á veðurfar og koma af stað úrhellisrigningum. Sprengjuregnið eykst lika sifellt. Nixon fækkar i land- her sinum i Vietnam, en fjölgar um leið sprengjuflugvélunum. Allt bendir til þess, að Bandarikjamenn séu um þessar mundir að reyna að sprengja stiflugarðana, sem halda Rauðá i skefjum. Takist það eiga hundruð þús- unda manna á hættu að drukkna i flaumnum. Þrátt fyrir þessar hörmungar halda Vietnamar áfram að berjast. Þeim lesendum, sem enn kynnu að vera þeirrar trúar, að Bandarikjamenn séu helztir forsvarar frelsis og lýðræðis i heiminum, væri hollt að verja smá- stund til þess að velta vöngum yfir baráttuvilja, fórnfýsi og hugrekki þessarar litlu þjóðar austur i Asiu. Sem og þvi, hvers vegna Bandarikja- menn stukku svo upp á nef sér, þegar að þessu var vikið á Stokkhólmsráð- stefnunni sælu, sem þó átti að fjalla um mengun. Skógarnir i Mekongóshólmunum eru mjög viðkvæmir fyrir eiturverkunum, og deyja venjulega eftir að eitrinu hefur verið úðað yfir þá I fyrsta sinn. Þessi mynd er tekin 6 árum eftir eiturúðun. EVROPfl SKAL ÖREYDD AÐ ÖLLUM GR0ÐRI ■ í hugsanlegri stórstyrjöld, ef Pentagon fær vilja sinn Lagt hefur verið til I varnar- málaraðuneyti Bandarikjanna, að áætlanir verði gerðar um stór- fellda, skipulagða notkun tor- timandi jurtaeiturs i Evrópu I hugsanlegri stórstyrjöld þar. Frá þessu skýrði danska blaðið Politiken ilangri grein á forsíðu á mánudaginn var. Heimildir sfnar hefur það frá fréttaritara sinum i Washington. Áætlanir þær, sem hernaðar- sérfræðingar varnarmálaráðu- neytisins bandafiska vilja að gerðar séu um lifvistarstriö á evrópskri grund eru eins og aðferðir þær, sem beitt hefur verið i Vietnam árum saman. 1 skýrslu, sem herfræðilegar rann- sóknarnefndir I Bandaríkjunum hafa komizt yfir og kannað, er þvi lýst, hvernig nota megi jurta- eitur, svo aö það valdi sem allra mestri tortímingu. Tillaga hernaðarsérfræðinga varnar- málaráðuneytisins eru þess efnis, að áætlanir um dreifingu jurta- eiturs úr flugvélum verði þáttur I varnarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins, og er tillagan rökstudd með því, að her Atlantshafs- bandalagsins sé fa'liðaðri en Varsjárbandalagsins. Hers- höfðingjum Atlantshafsbanda- lagsins verði varnir^ auðveldari, segir þar, ef þeir fa’ heimild til þess að tortima svæðum i nánd við austurmörk Vestur-Evrópu, til dæmis I grennd við Bonn og Kassel, þar sem Varsjárbanda- lagsher myndi hugsanlega reyna aö sækja fram gegn um Frakk- land út af strönd Atlantshafsins. Með jurtaeitri mætti láta skóga og annan gróöur visna á skömmum tima, svo að sóknar- her fengi siður leynzt þar og auö- veldara væri að herja á hann úr lofti. I Pentagon hafa sérfræðingar einnig rannsakað nákvæmlega, hvaða eiturefni hentuðu I styrjöld við Kúbumenn, þar sem mark- miðið væri að tortima sykur- reyrekrunum, og sams konar rannsóknir hafa farið fram um tortimingu skóga i Kóreu. Loks hafa sérfræðingarnir látið gera mikla útreikninga og draga saman rök, er hniga að þvi, hversu haganlegt sé að nota jurtaeitur til þess að bæla niður uppreisnir og uppræta skæruliða i löndum eins og Etiópiu og Venezúelu, byggða á tiu ára reynslu Bandaríkjamanna i styrjöldinni I Indókina. En eins og allir vita, hefur lifvistarstrið þeirra I Vietnam vakið gifurlega andúð, bæði i Bandarikjunum sjálfum og utan þeirra. Náttúrfræðingar og náttúru- verndarmenn hafa mjög eindregið varað við þeirri hættu, er þvi fylgir að raska jafnvægi náttiírunnar, þar sem afleiðingar þess eru ekki einungis ógurleg tórtiming I bili, heldur eru afleiðingar ófyrirsjáanlegar. Bæði visindamenn og neytenda- lögfræðingurinn Ralph Nader hafa staðhæft, að efni þau, sem notuð eru i sllkri styrjöld, geti valdið likamlegum og andlegum^ ágöllum ungviðis sem fætt er af mæðrum, er orðið hafa fyrir áhrifum af þessum eiturefnum. auðvitað þarf málningin á þaki húss yðar ekki aá þnla eins mikið ng gnð skipamálning en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. REX SKIPAMÁLNING á skipin - á þökin 3 T«knislof* b suglýsingaptónusu sf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.