Tíminn - 18.08.1972, Page 20
Vinna hafin
við skip
í Bretlandi
NTB-London
Þúsundir hafnarverkamanna
viðsvegar á Bretlandi, sam-
þykktu i gær að aflétta verkfall-
inu, sein nú hcfur staðið i þrjár
vikur. 9000 hafnarverkamenn i
Liverpool, næststærstu hafnar-
horg landsins, vcrða þó í vcrkfalli
áfram.
f Portsmouth hófu hafnar-
verkamenn þegar að losa tómata-
farm frá Guernsey og i Sout-
hampton var hafin losun á 50 þús-
und appelsinukössum, sem legið
hafa i höfninni siöan verkfalliö
hófst.
Brezk yfirvöld reikna með að
um helmingur hinna 41000
hafnarverkamanna landsins
muni fara aö tilmælum leiðtoga
sinna um aö hefja vinnu á ný um
helgina. Þó er búizt við að ein-
hverjar aðgeröir verði hafðar i
frammi til aö koma iveg fyrir aö
vinna geti hafizt.
Myndarleg skeið
í skyrskálina
Ahrifa skákcinvigisins um
heimsmeistaratignina gætir viða,
og þeir eru margir, sem leggja
hönd á plóg til þess, að sitthvaö
verði lil minja um þennan atburð.
Kinn slikra vitnisburða er mynd-
in, sem fylgir þessum orðum.
Hún er af silfurskeið, sem
smiðuð hefur verið til minja um
einvigið. Eru sjö gerðir af þessari
skeiö, og sú stærst, sem þessi
mynd er af. Aðeins voru gerð
hundrað eintök af hverri gerð, og
sumar geröanna svo til uppseld-
ar.
Annar keppandinn i skákein-
viginu, Róbert Fischer, er skyr-
hákur mikill eins og viðkunnugt
er orðið, væri ekki amalegt í'yrir
hann að hafa svona skeið i skyr-
skálina, og kynnu þá aðrir að
vilja fara að dæmi hans.
Skeiðar þessar eru seldar hjá
Skáksambandi tslands i Laugar-
dalshöllinni, Heimilisiðnaðarfé-
lagi tslands við Hafnarstræti og
Laufásveg, lllrich Faulkner og i
Gullsmiðabúðinni i Aðalstræti 12.
ilalldór Ólafsson teiknaði þessa
skeið, en mótin voru gerð i Svi-
þjóð.
Kinhýlishúsiö aö Sunnuvcgi 7, sem fékk viöurkenningu fyrir fegurö.
Brekkugerði fegursta gatan
ÞM-R-vik.
A þessu ári hcfur fegrunar-
nefnd Reykjavikur starfaö aö
margvislcgum málum, er hafa
liaft vekjandi áhuga einstaklinga
og stofnana aö bættri umgcngni
og snyrtimennsku i borginni. Bcr
þar fremst aö nefna teiknisam-
keppni i skólum horgarinnar og
ennfrcmur fjölda bréfa scm ein-
staklingum og fyrirtækjum i
horginni hafa vcriö scnd, þar sem
fariöhefur veriö fram á úrbætur i
mörgu sem fcgrunarncfnd taldi
aö bctur mælti fara. öllum slik-
um bciönum hcfur vcriö tekið vel
og oftast lagfært þaö sem um var
beðið.
1 gær fór fram afhending viður-
kenningarskjala til handa forráða
mönnum mannvirkja er fegurst
töldust að mati dómnefndar.
Einnig voru afhent viðurkenn-
ingarskjöl fyrir veggmerkingar á
mannvirkjum smekklegustu
glugga skreytingarnar.
Fulltrúar skipaðir af Arkitekta-
félagi Islands sáu um val fegurstu
mannvirkja, og eftirtalin mann-
virki hlutu viðurkenningu að
þessu sinni: Oliuverzlun Islands,
h.f., Háaleitisbraut 12, Raf-
magnsveita Reykjavikur, Ár-
múla 31, Einbýlishús, Sunnuvegi
7.
Félag islenzkra teiknara lagði
mat á veggmerkingar, og hlutu
eftirtaldir aðilar viðurkenningu:
Landsbanki Islands, Laugav. 77,
Benzinafgreiðsla Oliufél-
agsins h.f. Ártúnshöfða
Benzinafgreiðsla Skeljungs h.f.,'
Reykjanesbraut og Hraunbæ 102.
Vinnuveitendasamband Islands,
Garöastræti 41, Aðventkirkjan,
Ingólfsstræti 19, Sturlaugur Jóns-
son & Co. Vesturgötu 16.
Fulltrúar verzlunar og iðnaðar
ásamt fulltrúa frá fegrunarnefnd
völdu snyrtilegustu fyrirtæki og
stofnanir og athyglisveröustu
gluggaskreytingarnar.
Þessi fyrirtæki og stofnanir
hlutu viðurkenningu fyrir snyrti-
mennsku:
Áfengis- og tóbaksverzlun
rikisins, Draghálsi, Oliufélagið
h.f., Artúnshöfða, Oliufélagið
Skeljungur h.f., Laugavegi 180
Landakotsspitalinn.
Fyrir góðar gluggaskreytingar
hlutu viðurkenningu: Verzlanir-
nar að Laugavegi 66, en þær eru :
Tizkuverzlunin Karnabær,
Gluggatjöld h.f., Kápan,
Tizkuskemman, Melissa, og
Herradeild P&O. Islenzkur
Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3,
Pappirs- og ritfangaverzlunin
Penninn, Hafnarstræti 18.
Dómnefndin sem valdi fegurstu
götu borgarinnar i ár var ein-
göngu skipuð fulltrúum frá
Fegrunarnefnd Reykjavikur.
Brekkugerði var valin fegursta
gata borgarinnar 1972. Nefndin
vildi ennfremur vekja athygli á
götunum Hvassaleiti, Stóragerði
og Einimel.
Brekkugeröi, fegursta gata í Reykjavík i ár.
(Tfmamyndir Róbert)
Tvær sprengingar
NTB-Belfast.
Niutiu kílóa sprengja sprakk
viö kaffihús i liveiTi mótmælcnda
i Belfast i gær. Fjöldi kvenna og
barna mciddist af glerbrolaflugi.
Sprengjunni liaföi vcriö komiö
fyrir i bil og eyöilagöist kaffihúsiö
gjörsamlega. Einnig sprakk
vatnslciösla og þúsundir litra
vatns flóöu um göturnar.
Hringt hafði verið til lögregl-
unnar og tilkynnt aö sprengja
mundi springa á svæðinu. Lög-
reglan reyndi að rýma svæðiö, en
þær 55 manneskjur, sem slösuð-
í Belfast
ust höföu ekki tekið tillit til að-
varana lögreglunnar. Sprengju-
hótanir, sem ekkert verður úr,
eru nefnilega daglegt brauð i Bel-
fast þessa dagana.
örskammri stundu eftir
sprengingu þessa varö önnur i
Anrim Road.
Sendu unnusturnar með
sprengjuna í flugvélinni
NTB-Róm
Tvær 18 ára gamlar brezkar
stúlkur brustu i grát i gær,
þegar fulitrúar lögreglunnar i
Róm höföu sannfært þær um
aö arabiskir vinir þeirra heföu
reynt að sprengja israelska
farþegaflugvél i loft upp með
aðstoð þeirra.
Tilraunin tókst þó ekki og E1
Al-flugvélin með 148 manns
innanborðs gat lent heilu og
höldnu á Rómarflugvelli eftir
að sprengja hafði sprungið i
farangursgeymslunni.
Sprengjan sprakk 10 minút-
um eftir að vélin lagði af stað
frá Róm. Aðeins urðu minni
háttar skemmdir, en lögregl-
an sagöi, að þarna hefði getað
orðið harmleikur.
Sprengjunni hafði verið
komiðfyrir i plötuspilara, sem
stúlkurnar höfðu fengið að
gjöf frá unnustum sinum, en
þeir eru arabizkir og búa i
Róm. E1 A1 hefur látið setja
stálplötur i farangursgeymsl-
ur flugvéla sinna til að koma i
veg fyrir áhrif sprenginga.
Þessar plötur og sú staðreynd,
að mikill farangur var með
vélinni og staflað þétt saman,
varð til þess að ekki fór verr
en fór.
Stúlkurnar urðu harmi
lostnar yfir þessari sviksemi
unnustanna, en skýrðu svo frá
þvi i réttinum, að þeir hefðu
stungið upp á að þær færu
þessa ferð til Tel Aviv og
greitt allan ferðakostnaðinn.
g
^ f'östudagur 18. ágúst 1972 j
Ylræktarfrímerki
gefin út í
næstu viku
23. ágúst verða gefin út þrjú ný
merki, sem helguð eru ylrækt i
landi. Verðgildi þeirra er átta,
tólf og fjörutiu krónur.
Ylræktin er meðal yngstu at-
vinnugreina Islendinga, þar sem •
hún hófst ekki fyrr en 1924, er
fyrsta gróðurhúsið var reist að
Reykjum i Mosfellssveit. Þetta
fyrsta gróðurhús var 120 fer-
metrar að flatarmáli, en nú eru
gróðurhús i landinu um tólf
hektarar samanlagt.
Alls eru nú á landinu á annað
hundrað gróðrarstöðvar, flestar á
jarðhitasvæðum, einkum i Arnes-
sýslu. Langþekktast, er Hvera-
gerði, þúsund manna bær, sem
bókstaflega á jarðhitanum tilveru
sina aö þakka, og standa garð-
yrkjumenn þar einkum mjög
framarlega i blómarækt.
Hassan konungi sýnt
banatilræði:
Landvarna-
ráðherrann
framdi
sjálfsmorð
NTB-Rabat
Landvarnaráðherra Marokko,
Mohammed Oufkir, hershöföingi,
fannst i gær skotinn gegn um
höfuðið, aöeins fáum klukku-
stundum eftir aö uppreisnarsegg-
ir úr rööum yfirmanna hersins
höfðu gert misheppnaða tilraun
til aö ráöa Ilassan konung af dög-
u ni.
Opinberar heimildir i Rabat
segja, að Oufkir hafi framið
sjálfsmorð vegna þess að hann
hafi ekki getað komið i veg fyrir
byltingartilraunina. Góðir vinir
hershöfðingjans segja, að hann
hafi veriðkonunginum trúr allt til
dauðans.
Samkvæmt sömu heimildum,
bendir ekkert til þess, að Oufkir
hafi verið viðriðinn árásina á
flugvél konungsins, skömmu áður
en hún átti aö lenda I Rabat, eða
eldflaugaárásina, sem gerð var á
konungshöllina skömmu siðar.
Alls létust 8 manns i tilræðinu og
30 særðust.
Er Kissinger
að leysa Viet-
nam-deiluna?
NTB-Saigon
Henry Kissinger, ráögjafi Nix-
ons, átti í gær tveggja klukku-
stunda fund meö Nguyen van
Thieu, forseta S-Vietnam. Eftir
fundinn vildi hvorugur aðilinn
skýra frá efni hans, en aöeins að
annar fundur yröi haldinn i dag.
Meðan á þessu gengur, velta
menn vöngum i Paris, Washing-
ton og Saigon, yfir þvi hvort nú
fari loks að draga til tiðinda i
samningunum um frið. Opinberar
heimildir i Saigon sögðu i gær, að
alls ekkert væri hæft i þeim sögu-
sögnum að Kissinger ætlaði að
biðja Thieu að láta af völdum.
Friðarviðræðurnar i Paris hafa
siglt i strand meðfram vegna
kröfu N-Vietnama og þjóðfrelsis-
fylkingarinnar um að stjórn
Thieus segi af sér.