Tíminn - 22.08.1972, Qupperneq 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
í
IERA
næn-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Simar 18395 & 86500
Innan tiöar mun nýja brautin yfir Hellisheiði, úr Hveradölum og allt niður á láglendi vestan Hveragerðis, komast i gagnið. Þá verður hætt að
fara Kamba eins og gert hefur verið æðilengi og fljótfarið yfir Hellisheiði. Bugir verða þó eftir sem áður á veginum, þar sem hann liggur
niður á láglendið, og ef til vill kviðir einhver bilstjórinn þvi að honum verði hált undir hjólum i þessum bugum, þcgar ising leggst á veginn.
Þess er þó að gæta, að betur verður um veginn búið heldur en enn orðið. Hann verður breiðari en annars staðar i bugunum, þar sem . hann þykir
viðsjárvcrðastur, og grindur á vegarbrún, ef illa kynni að fara. (Ljósmynd: ísak Jónsson.)
ALLT FUÐRAÐI UPP Á
P/2 KLUKKUSTUND
Seint á sunnudagskvöldið
brunnu allar byggingar, íbúðar-
hús og útihús, að Þrándarstöðum
i Eiðaþinghá til kaldra kola á
hálfri annarri klukkustund, en
hcy stórskemmdist af vatni og
eldi. Fjórum börnum, sem
gengin voru til náða á efri hæð
ibúöarhússins, tókst með
naumindum að bjarga.
A Þrándarstöðum bjuggu til
skamms tima Jóhann Valdórsson
og kona hans, Hulda Stefánsdóttir
frá Stakkahlið. 1 fyrra létu þau
meginhluta búsins i hendur syni
sinum og tengdadóttur, Stefáni og
Guðleifu Benediktsdóttur, en
höfðu þó áfram nokkurn búskap
sjálf. Er tjón það, sem feðgar og
fólk þeirra hefur orðið fyrir,
gifurlega mikið, þvi að allt var
lágt vótryggt, og hey óvátryggt
með öllu.
Byggingum var á þann veg
háttað, að ibúðarhús var tveggja
hæða, en sambyggð við það voru
gripahús og hlaða, allt að mestu
leyti úr timbri. Brann þarna alit,
sem brunnið gat nema heyið.
Enginn veit, hvort eldurinn kom
upp i ibúðarhúsinu sjálfu eða i
millibyggingunni, sem tengdi það
við gripahúsin.
— Það var ljótt um að litast á
Þrándarstöðum, þegar ég kom
þangað eftir hádegi, sagði frétta-
ritariTimans á Egilsstöðum, Jón
Kristjánsson. Þar stóð ekki neitt
uppi, nema fjárhúsveggirnir, og
Frh. á bls. 6
Landhelgis-
myndin send
um allan
heim
KJ—Reykjavík
Alls hafa nú 40 eintök verið
gerð af landhelgisinyndinni
The living Sea, sem rikis-
stjórnin hefur látiö gera til
kynningar á málstað tslands
I landhelgismálinu.
Myndin var frumsýnd i
London miðvikudaginn 16.
ágúst s.l. Hannes Jónsson
blaðafulltrui fylgdi myndinni
úr hlaði með erindi um land-
helgismálið og á eftir
svaraði blaðafulltrúinn
spurningum um landhelgis-
málið frá blaðamönnunum
30, sem viðstaddir voru
frumsýningu myndarinnar.
Siðar um daginn kom
Hannes Jónsson svo fram i
þrem sjónvarpsfréttaþáttum
auk eins útvarpsþáttar, og
blöð skýrðu frá myndinni og
málstað tslands i landhelgis-
málinu daginn eftir. Myndin
var frumsýnd daginn áður en
alþjóðadómstóllinn i Haag
kvað upp úrskurð sinn, og
hefur frumsýning myndar-
innar og kynningin á land-
helgismálinu þennan dag
eflaust haft þau áhrif að
sjónarmið tslands komu
fram i fjölmiðlum, jafnframt
þvi sem skýrt var frá bráða-
birgðaúrskurðinum og
dregnar ályktanir af honum.
Alls hafa 24 sjónvarps-
stöðvar viða um heim pantað
myndina til sýningar, auk
þess sem gerðir voru sér-
stakir samningar við BBC
um sýningu myndarinnar og
sjónvarpsmyndafyrirtækið
UP-ITN, en það fyrirtæki
sendir efni til um 200 sjón-
varpsstöðva viða um heim.
Sendiráð tslands i Brössel,
Washington, Osló, París,
Bonn , Kaupmannahöfn,
Stokkhómi og London, og
ræðismannsskrifstofan, i
New York og fastafulltrúi
tslands hjá EFTA i Genf,
hafa fengið myndina til
sýninga.
ATTATIU SJ0NVARPS-
STÖÐVAR MEÐ LAUG-
ARVATNSSKÁKINA
KJ—Reykjavík
Það er ckki ofsögum sagt af
skákáhuganum sem nú breiðist út
um allan heim, vegna heims-
mcistaraeinvígisins i Reykjavik.
Þannig tók kvikmyndagerðar-
fyrirtækið Vfðsjá i Kópavogi
kvikmynd af þvi, þegar Friðrik
Ólafsson og Bent Larsen tefidu
með lifandi mönnum á Laugar-
vatni um verzlunarmanna-
lieigina, og hafa nú um 80 sjón-
varpsstöðvar viða um heim
pantað eða fengið stutta mynd af
Laugarvatnsskákinni til
sýningar.
Gisli Gestsson hjá Viðsjá sagði
i viðtali við Timann i gær, að hann
væri nýbúinn að fá skeyti frá
BBC-sjónvarpsstöðinni i Eng-
landi, sem annaðist klippingu og
dreifingu myndarinnar. „Þeir
sögðu mér, að áttatiu sjónvarps-
stöövar væru ymist búnar að sýna
myndina eða panta hana til
sýningar”, sagði Gisli”, og er
þetta með betri dreifingu á einni
mynd, sérstaklega þegar þess er
gætt, að stöðvarnar urðu að panta
hana sérstaklega”, bætti hann
við.
„Ég kom mér íyrir á þaki á
Rússajeppa, þegar ég tók
myndina, en auk þess sem þessi
þriggja minútna mynd sýnir
taflið, sýnir hún einnig Laugar-
vatn og sagt er frá Laugarvatni
sem skólásetri og hvildarstað)’
sagði Gisli Gestsson.
Stórmeistararnir Friðrik Ólafs-
son og Bent Larsen tefldu
Laugarvatnsskákina
Þetta eru eintt leifar bygginganna á Þrándarstöðum. Menn eru hér niðri I hlööutóftinni að moka heyinu
upp • (Ljósmynd: Jón Kristjánsson)