Tíminn - 22.08.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 22.08.1972, Qupperneq 15
Þriðjudagur 22. ágúst 1972 TÍMINN 15 Umsjón;Alfreö Þorsteinsscn Hægt og sígandi stefnir Fram að titlinum - hefur 16 stig eftir jafntefli við Keflavík í gærkvöldi, 1:1 Fram hcfur það eins og Bobby Fischer”, varð einverjum að orði i gærkvöldi eftir jafnteflisleik Fram og Keflavikur í 1. deildar keppninni, og átti við, að Fram léti sér heldur nægja hálfan vinning en engan f göngu sinni að isiandsmeistaratitlinum. Og vfst er um það, að Fram nálgast titil- inn, hægt og sigandi, enda þótt litill meistarabragur hafi verið yfir leik liðsins i gærkvöldi. Veðrið átti sinn þátt i að eyði- leggja leikinn, suð-austan strekkingur með skúrum. Og það væru öfugmæli að halda þvífram, að leikmenn liðanna hafi nokkru Staðan og markhæstu leikmenn Staðan i 1. deild eftir leikinn i gærkvöldi er þessi: Fram 10 6 4 0 23:13 16 Akranes 11 6 1 4 22:16 13 Keflav. 11 3 5 3 18:20 11 Breiðab. 11 4 3 4 10:15 11 Vestm. 9 4 2 3 23:18 10 Valur 9 2 4 3 15:15 8 KR 10 3 2 4 14:15 8 Vik. 11 2 1 8 5:18 5 Markhæstu leikmenn 1. deildar eru: Eyleifur Hafsteinss., 1A 10 AtliHéðinss. KR 8 Tómas Pálsson, IBV 8 sinni náð að ylja áhorfendum, sem hirðust i stúkunni i nepjunni. Jú, einu sinni reyndar. Þökk sé Eggert Steingrimssyni hinum smávaxna en leikna útherja Fram. A 13. minútu fyrri hálf- leiks skoraði hann gullfallegt mark af löngu færi, sem hafnaði efst i hægra horni Keflavikur- marksins, gersamlega óverjandi fyrir Þorstein Ólafsson, mark- vörð. Glæsilegt mark, sem gaf litið eftir glæsimarki Eyleifs Hafsteinssonar i leik Akraness og Vals á sunnudaginn. Þetta mark Eggerts tryggði Fram annað stigið i leiknum, en aðeins tveimur minútum áður höfðu Keflavikingar skorað sitt eina mark og var Jón Ólafur þar að verki. Það merkilega var, að Fram tókstekki að hagnýta sér vindinn i siðari hálfleik, þegar liðið lék undan honum á nyrðra markið. Keflvikingum tóks aö skora sitt mark undan vindi, en Fram átti sárafá tækifæri i siðari hálf- leiknum. Enda þótt Keflvikingar hafi skorað undan vindum, léku þeir betur á móti vindi — alveg eins og Fram — en tókst ekki að skapa sér verulega hættuleg tæki- færi. Bæði liðin skoruðu mark, sem dæmt var af. Keflvikingarskoruðu strax á þriðju minútu, en dómari leiksins, Rafn Hjaltalin frá Akur eyri, dæmdi markið af sökum rangstöðu. Fram skoraði mark seint i fyrri hálfleiknum, og kom mörgum á óvart, að það skyldi dæmt af, en dómarinn taldi, að leikmenn Fram hefðu spyrnt knettinum úr höndum Þorsteins markvarðar. Rafn dómari var i ágætri aðstöðu til að fylgjast með atvikum, og hefur sennilega séð • • JOFNUNARMARK EY- LEIFS KÓRÓNAÐI SKEMMTILEGAN 0G OPINN LEIK framlínur Valsmanna og Skagamanna fengu að njóta sín í leiknum, sem endaði 2:2 Valsmenn og Skagamenn gerðu jafntefli 2:2 i mjög opnum og skemmtilegum leik á sunnudag- inn, knötturinn gekk markanna á milli og sáust oft mjög góðir kafl- ar og leikfléttur hjá liðunum. Varnir liðanna eru ekki sterkar og gerði það sitt, til að gera leik- inn skemmtilegan, þvi að hættan við mörk liðanna gerði það að verkum að liðin sem eiga mjög liflegar framlínur, fengu að njóta sin i leiknum. En nú skulum við lita á minnis- blaðið og renna yfir hættulegustu tækifæri leiksins, sem fram fór á Laugardalsvellinum: 2. min.Hörður Helgason, varði vel hörkuskot sem kom á markið úr þvögu. 10. min.Bjarga Akurnesingar á linu. 12. min. Þórir Jónsson , skorar (1:0) fyrir Val, mikil þvaga skap- ast inn i vitateig Skagamanna, knötturinn berst til Þóris, sem þrumaði knettinum i netið. 20. min.Alexander Jóhannsson, kemst einn inn fyrir vörn Skaga- manna og átti aðeins eftir mark- vörðinn Hörð Helgason, en honum brást bogalistin og skaut beint i fangið á Herði. 24. min. Sigurður Dagsson, ver glæsilega skot frá hinum unga og skemmtilega Karli Þórðarsyni. 35. min. Skagamenn ná upp mjög hættulegri skyndisókn, sem endaði með skoti frá Eyleifi Haf- steinssyni, i hliðarnetiö. 36. min. Eyleifur leikur skemmtilega upp miðjan völlinn og útað endalinu, i staðinnfyrirað skjóta eins og sumir hefðu eflaust gert— þá gaf hann góða sendingu fyrir markið til Teits Þóröarson- ar, sem átti ekki i erfiðleikum að renna knettinum I markið og jafna 1:1. 42. min. Hörður Helgason, bjargaði glæsilega skoti frá nafna sinum Hilmarssyni i Val. 43. mín. ingvar Elísson, skaut að því er virtist hættulegu skoti af löngu færi — Hörður Helgason, hafði hendur á knettinum, en missti hann óvænt frá sér — knötturinn hrökk til Alexanders Jóhannssonar, sem va einn og óvaldaður inn i markteig — hann var ekki lengi að þakka fyrir sig, með þvi að senda knöttinn i netiö og Valsmenn voru þvi aftur búnir að taka forustuna i leiknum 2:1. Siðari hálfleikur: Skagamenn náðu smám saman völdum á leiknum og sóttu mun meira i siöari hálfleik, heldur en Valsmenn. Engin mjög hættuleg tækifæri sköpuðust fyrstu 20 min. i hálfleiknum, þó var oft ógnað skemmtilega og samspil liöanna var oft upp á það allra bezta. 22. min.Eyleifur áttiskalla i slá og þaðan hrökk knötturinn til Karls Þórðarsonar, sem var I dauða færi inni i markteig. En öll- um til undrunar skaut Karl beint I betur hvað gerðist en áhorfendur. 1 heild var leikurinn i gærkvöldi ekki upp á marga fiska. Af einstökum leikmönnum bar mest á Elmari Geirssyni, hinum sprettharða leikmanni Fram, sem alltaf er hættulegur. Rafn Hjaltalin, dómari, gerði hlutverki sinu ágæt skil, en var fullharður við „kollega” sinn Magnús Pétursson, þegar Magnús þaut inn á völl og greip fram fyrir hendur dómarans með þvi að stöðva leikinn upp á sitt eindæmi. Auðvitað hafði Magnús ekkert leyfi til að gera slfkt, en Rafn hefði átt að láta sér nægja að áminna Magnús innan dyra dómaraherbergisins, með „respekt” dómarastéttarinnar i huga. —alf. Valsliðið ásamt þjálfara sinum Stefáni Sandholti. (Timamynd Róbert) YFIRBURÐASIGUR VALSSTULKNANNA - sigruðu fslandsmótið í handknattleik utanhúss 10. árið í röð Valsstúlkurnar höfðu mikla yfirburði i Islandsmótinu i handknattleik utanhúss og sigruðu Fram I úrslitaleiknum með 18 mörkum gegn 7. Er þetta 10. árið i röð, sem Valur verður Islandsmeistari i kvennahandknattleik utan- húss og er sérstök ástæða til að óska Valsstúlkunum til hamingju með það afrek. Liö þeirra virðist i mjög góðri æf- ingu og hefur á að skipa mörg- um góðum einstaklingum. Nægir þar að nefna systurnar Sigrúnu og Björgu, Ragnheiði Blöndal og Björgu Jónsdóttur frá Húsavik, sem er ein skemmtilegasta handknatt- leiksstúlka okkar um þessar mundir. Auk þess eru i liðinu yngri stúlkur á uppleið, t.d. Svala Sigtryggsdóttir, sem nýlega vakti mikla athygli á alþjóðlegu handknattleiks- móti i Sviþjóð og var kosin bezta handknattleikskona mótsins. Fram-liðið hefur oftast ver- ið sterkara á undanförnum ár- um, þegar það hefur mætt Val i úrslitaleik. Hvort tveggja var nú, að mikil forföll voru i liðinu — sex fastar liðskonur dveljast erlendis i sumar — og liðið virðist æfingalitið. Oddný Sigsteinsdóttir og Helga Magnúsdóttir voru þær einu, sem virtust geta veitt Vals- stúlkunum viðnám. Mótið var háð i porti Austur- bæjarskólans. Keppt var i tveimur riðlum og sigraði Val- ur með miklum yfirburðum i a-riðlinum, en Fram átti i nokkrum erfiðleikum með að vinna b-riðilinn, gerði til að mynda jafntefli við Viking i siöasta leiknum, 1:1, sem er nokkuð óvenjuleg markatala i handknattleik. I sjálfum úr- slitaleiknum lék aldrei neinn vafi á, hvort liðið væri betra — Valur eða Fram — þvi aö i hálfleik var staðan 10:2 Vals- stúlkunum i vil. — alf. I | I I Sá er grimmur á svipinn..Jóhannes Edvaldsson, skallar knöttinn fyrir markiö. Þröstur Stefánsson og Jón Gunnlaugsson, fylgjast meö. (Timamynd Róbert) lappirnar á Sigurði Dagssyni. 24. min. Skagamenn bjarga skoti frá Þóri Jónssyni á linu. 30. min. Eyleifur skoraöi eitt fallegasta mark, sem sézt hefur á Laugardalsvellinum. Skot hans af 20 m færi var hreint stórkostlegt og Siguröur Dagsson átti enga möguleika aö verja, enda reyndi hann ekki viö skotiö, sem small i þverslá, þaöan kastaöist knöttur- inn á marklinuna og þeyttist þaö- an upp undir þaknetið. Þvilikt jöfnunarmark og fagnaðarlæti, því aö allir sem sjá svona mörk, geta ekki annað en klappaö. Valsliðiö og Akurnesliðið náöu oft góöum sóknarleik og voru Eyleifur Hafsteinsson (ÍA) og Þórir Jónsson (Val) potturinn og pannan i samleik liðanna. Dóm- ari I leiknum var Halldór B. Hafliðason og dæmdi hann vel. — BB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.