Tíminn - 22.08.1972, Page 17

Tíminn - 22.08.1972, Page 17
ÞriiVjudagur 22. ágúst 1972 TÍMINN 17 A myndinni sést Eiríkur Þorsteinsson, senda knöttinn i netiö hjá Breiðablik. Fyrir aftan hann sést Þorhallur Jónasson, en hann gaf knöttinn til Eiriks, eftir að hafa leikið upp kantinn. (Timamynd Róbert) RANGSTÖÐUMARK VAR NÆR BÚ- IÐ AÐ FELLA VÍKINGSLIÐIÐ Það var á elleftu stundu, að Vikingsliðið tók við sér gegn Breiðablik á laugardaginn, þegar liöin mættust á Laugardals- vellinum. Víkingsliðið, sem átti allan leikinn var undir 0:1 þegar 11 min. voru til leiksloka — en þá tók liðið heldur betur við sér, Eirikur Þorsteinsson, skoraði þá jöfnunarmarkið og þremur min. siðar skoraði hann sigurmarkið, með stórglæsilegu skoti frá vita- teig. Vikingsliðið sýndi stórgóða knattspv rnu i leiknum gegn Breiðablik og leikmenn liðsins léku leikmenn Breiðabliks sundur og saman. Undruðust menn mikið yfir þvi, að þarna væri botnliðið að leika gegn einu af toppliðunum, og hvernig gæti staðið á þvi að Breiðabliksliðið, eins léregt og það er, væri komið með 11 stig i 1. dcild. Eftir gengi leiksins, átti Vikingsliðið að sigra með svona 4-5 marka mun, en framlinumennirnir voru ekki á skotskónum, eins og svo oft áður og glopruðu þeir mörgum dauöa- færunum úr höndunum á sér. Fyrsta færið.sem Vikingsliðið fékk i leiknum kom strax á 4. min./þá skaut Hafliði Pétursson, fram hjá i dauða færi. Vikings- liðið, sem lék á móti sterkum vindi, sýndi stórgóða knattspyrnu og liðið sótti nær stanzlaust að marki Breiðabliks. En það var ekki Vikingsliðið, sem skoraði heldur Breiðablik, en Þór Hreiðarsson, skoraði mark liðsins á 20. min. Markið var greinilegt rangstöðumark, knötturinn var gefinn fram til Þórs, sem var 2-3 metra fyrir innan Vikings- vörnina, hann tók við knettinum og brunaði fram, lék á Diðrik og sendi knöttinn i mannlaust mark- ið. Það var greinilegt að Vikingarnir voru ekki ánægðir með markið, enda ekki nema von, það sáu allir að það var rangstaða á Þór, nema linuvörðurinn og dómarinn. Strax eftir markið náðu Vikingar sókn, sem endaði með. stangarskoti, Stefán Hall- dórsson, fékk knöttinn inn i markteig og i staðinn fyrir að skjóta strax, þurfti hann aðeins að leika sér með knöttinn og gaf varnarmönnum Breiðabliks góðan tima til að nálgast sig og þrengja svo að að sér, að hann var kominn i mjög vonda aðstöðu, þegar hann spyrnti i stöngina að utanverðu. Ekki virtist heppnin vera með Stefáni i leiknum, þvi að á 37. min. hitti hann ekki knöttinn i dauða færi inn i markteig, markið var algjörlega mannlaust. i siðari hálfleik sóttu Vikingar stift með vindinn i bakið, á 8. min. skaut Hafliði þrumuskoti, sem var bjargað á linu og á 17. min. átti Hafliði skot, sem stefndi i netið, en á siðustu stundu hljóp Breiðabliksmaður fyrir skotið, knötturinn hrökk i hann og i horn. Aftur var Breiðabliksmaður að flækjast fyrir skoti frá Viking á 33. min. En þá lenti gott skot frá Gunnari Erni Kristjánssyni, i varnarmanni Breiðabliks. Minútu siðar, var enginn varnar- maður Breiðabliks að flækjast fyrir skoti frá Eiriki Þorsteins- syni og lenti þvi skot hans i markinu. Aðdragandinn að markinu var þannig: Þórhallur Jónasson, lék laglega upp kantinn — lék á varnarmann og brauzt upp að endamörkum, þar sem hann gaf knöttinn fyrir markið til Eiriks, sem átti ekki i erfiðleikum með að senda knöttinn i netið. Min. siðar átti Eirikur skot sem markvörður Breiðabliks, Ólafur Hákonarson varði, en hann missti knöttinn aftur til Eiriks, sem var i ágætu skotfæri, en áður en honum tókst að skjóta, skutlaði ólafur sér á bakið á honum með þeim afleiðingum að Eirikur féll og missti knöttinn frá sér. Þarna var greinileg vitaspyrna, en dómar- inn lét leikinn halda áfram, eins og ekkert hefði i skorizt. Eirikur Þorsteinsson, var aftur á ferðinni á 37. min — hann fékk laglega sendingu út við vitateig, án þess að hugsa sig um, þrumaði hann knettinum að marki — stór- glæsilegt skot hans lenti i markinu algjörlega óverjandi. Mjög laglega gert hjá Eirki og ættu aðrir leikmenn Vikings að taka þessi tilþrif Eirfks sér til fyrirmyndar, þvi að það marg borgar sig að skjóta strax að marki, þegar leikmenn fá knött- inn i góðum færum — ekki allt af að þurfa að gæla við knöttinn og ætla svo að skjóta þegar mót- herjar eru búnir að loka markinu. Leiknum lauk með sigri Vikings 2:1 og var sá sigur frekar lengi á leiðinni — áhorfendur voru farnir að halda, að Vikingsliðið ætlaði að fara að tapa enn einum leiknunvsem liðið átti meira i. En á elleftu stundu vöknuðu Vikingar til lifsins og sigurinn var þeirra. Til hamingju Vikingar! Vikings- liðið var mjög liflegt i leiknum og það má segja að liðið hafi átt allan leikinn — Breiðabliksliðið átti aðeins eitt skot á Vikings- markið og lenti það i markinu. Allir leikmenn Vikingsliðsins eiga skilið hrós fyrir leik sinn — knött- urinn var látinn ganga á milli manna, en það eina sem vantar ÓV—Reykjavik Það var svo sannarlega engin reisn yfir þeirri knattspyrnu, sem Vestmanneyingar og KR sýndu i Vestmanncyjum á sunnudaginn. Lcikurinn var hinn fúlasti og liöfðu leikmenn bersýnilega engan áhuga á að sýna góða knattspyrnu. ÍBV voru þó betri og áttu meira i leiknum, þannig að líkast til hafa úrslitin, 2:1, verið réttlát. Leikurinn var þófkenndur framan af og þrátt fyrir mörg góð tækifæri, skoraði hvorugur aðilinn mark lengi vel en á 23 minútu skoraði Tómas Pálsson, bezti maður IBV, fyrsta mark leiksins, geysilega fallegt mark. Tæpum 10 minútum siðar skoraði Atli Þór Héðinsson eina mark KR og virtist viö það færast mikill baráttuhugur i leikmenn. Sá baráttuhugur birtist þó þvi hjá liðinu, er að það notar litið kantana. Breiðabliksliðið var ekki upp á marga fiska, leikmenn þungir og seinir. Það er óskiljanlegt að þetta lið skuli vera komið með 11 stig i 1. deild. Eini maður liðsins, sem á hrós skilið, er markvörður- inn Ólafur Hákonarson, en hann bjargaði liðinu frá stórtapi. Dómari var Sveinn Kristjáns- son og dæmdi hann þolanlega, hann má kannski vera á meiri hreyfingu. SOS miður eingöngu i þvi, að leikurinn harðnaði og varð rudda- legri. Vestmanneyisku knatt- spyrnumennirnir eru geysilega sterkir strákar og spiluðu fast þannig að KR-ingar voru sannar- lega ekki öfundsverðir. Auk þess var völlurinn blautur mjög eftir miklar rigningar fyrir helgina, þannig að i lokin var hann orðinn allsherjar svað og kom nokkrum sinnum fyrir, að boltinn stöðvað- ist á upptættri torfu eða þá ein- hverri holunni, sem torfurnar skildu eftir sig. Siðari hálfleikur var jafnvel enn leiðinlegri og liðu heilar 40 minútur án þess að mark væri skorað. Það var Tómas Pálsson, sem aftur skoraði fyrir IBV og var það heldur ódýrt mark, sem markvörður KR-ingar hefði auð- veldlega getað bjargað en mann- greyinu hefur kannski verið kalt. Sem dæmi um þessa bragð- Akureyr- ingar styrkja stöðu sína í 2. deild Tveir leikir voru leiknir i 2. deild um hclgina og breyttu þeír litið stöðunni i deildinni. Akur- eyringar unnu Hauka i Hafnar- firði á laugardaginn 3:1 i miklum rokleik. Staðan i halfleik var 1:0 fyrir Ilauka, en í siðari hálfleik höfðu Akureyringar vindinn i bakið og skoruðu fljótlega þrjú m örk. Armann sigraði Völsunga á Melavellinum á sunnudaginn 3:1. Fyrsta markið skoraði Jón Hermansson úr viti, en dæmt var á hendi og fannst mönnum það mjög strangur dómur. Siöan bætir Sigurður Leifsson öðru marki fyrir Armann. Hermann Jónsson, skorar mark Völsunga og Bragi Jónsson, skorar þriðja mark Ármanns. Staðan i 2. deild: Akureyri 11 9 2 0 38:10 20 FH 10 7 3 0 26:9 17 Völsungar 11 5 3 3 22:18 13 Þróttuc 9 3 4 2 17:15 10 Ármann 9 3 1 5 12:21 7 Selfoss 9 3 0 6 15:18 6 Haukar 11 2 0 9 12:24 4 fsafjörð. 8 0 1 7 5:33 1 Það má segja að Akureyringar hafi nú styrkt stöðu sina svo vel i deildinni, að litið sem ekkert komi til með að stöðva þá. Þeir eiga eftir þrjá leiki, tvo heima gegn Völsungum og Þrótti, einn úti gegn Armann. FH-liðið á eftir fjóra leiki, tvo heima gegn fs- firðingum og Ármanni og tvo úti gegn Völsungum og Þrótti. Vestmannaeyjum daufu knattspyrnu, má geta þess, að skemmtilegasta atvik leiksins varðþegar Höröur Markan stökk á boltann, lenti á honum með hælinn og rann siðan eftirhonum öllum á bakhlutanum. Undir leikslok áttu ÍBV tvö góð skot á galopið markið en bæði árangurs- laus. Dómari var Hinrik Lárusson og stóð sig prýöilega en linuverðir voru úr Vestmannaeyjum, einnig starfi sinu vel vaxnir. Linuverð- irnir, sem mótanefnd hafði upp- haflega skipað á þennan leik, til- kynnti forföll á sunnudags- morgun og munu Vestmanneyi- ngar hafa átt i einhverju stappi við að fá menn i starfið. Ástæður forfölluöu linuvarðanna munu hafa verið heldur ómerkilegan og sauð reiðin illilega i sumum. KR-ingarnir voru heldur geð- vondir á leiðinni heim. Þeir yngstu létu veðrið ekki á sig fá Heill hópur ungra og áhuga- samra kylfinga, mættu i ein- hverju versta veðri sem komið hefur i langan tima hér á Suður- landi s.l. laugardag til að taka þátt i opnu móti, sem haldið var á velli GK i Hafnarfirði. Þetta var JUNIOR DUNLOP OPEN, sem nú fór fram i annað sinn, en til hennar gefur Dunlop umboðið á Islandi, Austurbakki h/f vegleg eignar og farandsverðlaun. Keppt var i tveim flokkum- unglinga og drengja- og voru keppendur um 30 talsins. Létu þeir ekki veðrið hafa áhrif á sig heldur lék hver sem betur gat, og sumir þeirra hreint stórglæsi- lega, eins og t.d. þeir Sigurður Thorarensen og Magnús Birgis- son, sem léku i yngri flokknum. Úrslit urðu annars þessi: Unglingaflokkur (15 til 18 ára) Ægir Ármannss. GK 170 högg Sigurður Hafsteinss, GR 177 högg Elias Helgason, GK 178högg Drengjaflokkur (14 ára og yngri) Sigurður Thorarensen, GK 151 högg Magnús Birgisson, GK 158 högg Hálfdán Karlsson, GK 171högg Þess skal getið, að yngri pilt- arnir léku af kvennateigum, sem eru örlitið nær holu á mörgum stöðum en þeir teigar, sem þeir eldri slógu upphafshöggin frá. En fyrst við á annað borð erum að minnast á kvennateiga, er rétt að minna kvenfólkið á að á velli GK fer fram n.k. sunnudag opin kvennakeppni. Bæjarstjórinn í Hafnar- firði sigraði i sveitar- stjórakeppninni Hin árlega keppni sveitastjóra á svæðinu frá Reykjavik til Hafnarfjarðar fór l'ram á velli GK i Hafnarfirði i siðustu viku. Þar mætast árlega sveitarstjórarnir af þessu svæði ásamt hjálpar- mönnum sinum, og slær þá hver sem betur getur. Fyrirkomulagið er þannig, að þeir slá annað hvert högg á móti hjálparmanninum, sem hvað úr hverju fara nú að verða fyrir, þvi hinir eru margir hverjir orðnir nokkuð vissir á að hitta boltann- a.m.k. i öðru hverju höggi. Úrslitin nú urðu þau, að bæjarstjórinn i Hafnarfirði Kristinn Ó. Guðmundsson sigraði á 53 höggum. En hann hafði sér til aðstoðar einn þann „stæði- legasta” úr GK. Pétur Auðuns- son. Annar var sveitastjórinn úr Garðahreppi. Garðar Sigurgeirs- son ásamt Jóhanni Eyjólfssyni, hinum siunga öldungi á 55 höggum. Þriðji var svo bæjar- stjórinn i Kópavogi, Björgvin Sæmundsson, ásamt Ólafi Tómassyni á 58 höggum. Siðan kom oddviti Bessastaðahrepps, Eyþór Stefánsson, ásamt Júliusi R. Júliussyni á 62 höggum., og loks sérstakir gestir mótsins, Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytis.st. ásamt formanni Golf- sambands Islands, Páli Asgeir Tryggvasyni. — klp — LEIÐINDAÞÓF f KULDfl 0G TREKK - ÍBV vann KR 2:1 í bragðdaufum leik í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.