Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 4
Bifreiðasala: Innsiglað hjá Fiat BÍLAR Fiat-umboðið á Íslandi var í gær innsiglað vegna opinberra gjal- da. Fyrirtækið, sem er í Garðabæ, er með umboð fyrir Fiat og Alfa Romeo bifreið- ar. Erfiðleikar hafa verið í rekstrinum að undanförnu og að minnsta kosti hluti starfsmanna hefur ekki fengið greidd laun seinustu tvo mánuði. Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, segist vera að senda forsvarsmönnum Fiat greiðsluá- áskorun vegna umbjóðenda sinna. ■ 4 25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Óttastu áhrif loftslagsbreytinga á næstu árum og áratugum? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fá þér e-kort? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31,3% 59,2% Nei 9,5%Ekki hugsað út í þau Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is HAMFARIR Tvær heimildarmyndir eru í undirbúningi um snjóflóðin sem féll á Flateyri í október árið 1995 með þeim afleiðingum að 20 fórust og stór hluti þorpsins eyði- lagðist. Undirbúningur hefur staðið í fjögur ár að fyrri hug- myndinni sem er á vegum þeirra Jóhönnu Kristjánsdóttur og Kristrúnar Lind Birgisdóttur sem framleiða myndina ásamt þekkt- um framleiðanda. Nú hefur Einar Þór Gunnlaugs- son, kvikmyndargerðamaður frá Hvilft í Önundarfirði, tilkynnt að hann hyggist leikstýra kvikmynd um sömu atburði. Framleiðandi þeirra myndar er sagður vera fyr- irtækið Edisons lifandi kvik- myndir en leikstjórn verður að sögn í höndum Einars Þórs. Fréttavefurinn bb.is segir frá áformum Einars Þórs og að tökur hefjist í sumar og standi yfir í rúmt ár. Áformað er að nota næstu tólf mánuði í að safna efni og upplýsingum. Haft er eftir að- standendum væntanlegrar heim- ildarmyndar að gerð hennar muni taka nokkur ár. Kristrún Lind Birgisdóttir seg- ist engin tengsl hafa við Einar Þór um gerð myndarinnar. Hún segist munu halda sínu striki. „Ég veit ekkert um áform Ein- ars Þórs,“ segir Kristrún Lind. ■ VIÐSKIPTI Hart stríð er á milli korta- fyrirtækjanna eftir að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hóf kynningu á e-kortinu sem býður endurgreiðslu í árslok af öllum viðskiptum og aukaafslátt af viðskiptum við tiltekin fyrir- tæki. Vísa Ísland auglýsti hags- bætur af viðskiptum af sínu korti. SPRON brást við með því að birta auglýsingu þar sem leiðréttar voru fullyrðingar visa-auglýsingarinn- ar. Kristján Harðarson, fram- kvæmdastjóri markaðsviðs SPRON, segir að rétt skuli vera rétt. „Við fengum hringingar frá viðskiptavinum sem könnuðust ekki við að hafa fengið endurgreitt frá okkur vegna visakorta sem við gefum út. Þetta eru tvö ólík vildar- kerfi. Fólk getur valið. Þeir sem vilja punkta, velja punkta og þeir sem velja endurgreiðslu, velja hana.“ Umsókn e-kortsins fylgir samn- ingur þar sem notendur kortsins eru beðnir um ítarlegar persónu- upplýsingar. Kristján segir þessar upplýsingar af tvennum toga. Ann- ars vegar sé um að ræða upplýsing- ar sem lúta að lánshæfi einstak- linga. Hitt eru upplýsingar sem lúta að kauphegðun viðskiptavina. „Það kemur skýrt fram að engar þessara upplýsinga fara frá SPRON til sam- starfsaðila eða annarra. Við leggjum áherslu á að fara fullkom- lega eftir lögum um persónuvernd.“ Hann segir að söfnun upplýs- inga um kauphegðun miðist að því að stýra tilboðum sem send verði til korthafa. „Við veljum tilboð eft- ir kyni, aldri og fleira og viljum vita hvað fólk vill. Hins vegar geta viðskiptavinir okkar hætt ef þeir vilja og fá þá engin tilboð. Engar upplýsingar um einstaklinga munu fara frá okkur annað. Hins vegar munu verslanirnar fá upplýsingar um hegðun tiltekinna aldurshópa.“ Kristján segir að upplýsingarn- ar sem lúta að lánshæfi séu nauð- synlegar til þess að stíga skref frá kerfi sem setur skilyrði um ábyrgðir annarra á lántökum. „Við lítum á þessar upplýsingar til þess að meta greiðslugetu og lánshæfi. Þannig sínum við líka ábyrgð gagnvart viðskiptavinunum með því að samræma þjónustu við greiðslugetu.“ Kristján hvetur við- skiptavini sem eru í vafa að ræða við starfsmenn SPRON. Sparisjóð- urinn vilji að viðskiptavinirnir séu vel upplýstir þegar þeir skrifi und- ir samninginn. haflidi@frettabladid.is NÝ BENSÍNSTÖÐ Atlantsolía fékk undanþágu á dísilafgreiðslu. Kapp er lagt á að ljúka nýrri bensínstöð áður en undanþágan rennur út. Dísilstöð Atlantsolíu: Undanþága veitt BENSÍN Fjórar vikur eru þar til ný bensínstöð Atlantsolíu opnar við Hafnarfjarðarhöfn. Fram- kvæmdir eru á lokastigi en alls verða átta dælur þar til þjón- ustu. Í dag veitti heilbrigðiseft- irlit Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis undanþágu til sölu dísilolíu á áfyllingarplani við hlið bensínstöðvarinnar. Þeirri sölu var hætt á dögunum þar sem ekki þótti rík ástæða til að veita undanþáguna. Nú hefur sú undanþága verið veitt en fyrir lágu meðal annars undirskriftir fjölmargra atvinnubílstjóra í Hafnarfirði sem skorað höfðu á eftirlitsyfirvöld að veita hana. Hugi Hreiðarsson hjá Atlants- olíu segir að væntanlega muni takast að opna nýju stöðina áður en undanþágan rennur út. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Beinharðir peningar fyrir punkta Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka - punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 Þingsályktunartillaga um fangelsismál: Sérdeild fyr- ir unga fanga ALÞINGI Ágúst Ólafur Ágústsson og tólf aðrir þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram þings- ályktun um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldr- inum 18–24 ára þar sem sam- neyti þeirra við eldri fanga verð- ur í algjöru lágmarki, eða aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Flutn- ingsmenn benda á að hérlendis hafi ekki verið rekin sérstök fangelsi fyrir unga fanga, en slíkar stofnanir þekkist þó víða erlendis. Talið er að bygging fyrirhug- aðs fangelsis á Hólmsheiði við Nesjavallaveg verði einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga, enda hafi þeir margs konar sér- stöðu. Ókleift sé að ná fram betr- un ungra fanga með því að vista þá í samneyti við eldri fanga, sem sumir hverjir séu síbrota- menn. Endurhæfing sé því lík- legri til að skila betri árangri séu ungu fangarnir í eins já- kvæðu og uppbyggilegu um- hverfi og kostur er. ■ Brotist inn í Ljósmyndastofu: Boruðu lásinn úr Rændu Egyptann í Hafnarfirði: Ákærðir fyrir vopnað rán DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir vopnað rán í Egyptanum í Hafnarfirði í byrjun janúar. Annar mannanna er einnig ákærður fyrir ráns- tilraun í Dalsnesi rúmri viku síð- ar. Mál þeirra var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Í fyrra ráninu segir í ákæru að annar maðurinn hafi hoppað yfir afgreiðsluborðið, ógnað af- greiðslustúlku með hnífi. Á meðan stóð hinn maðurinn ógnandi fyrir framan afgreiðsluborðið með skúringakúst. Báðir skipuðu af- greiðslustúlkunni að opna peninga- kassann og þaðan hrifsuðu þeir rúmar tuttugu þúsund krónur. Annar mannanna gerði líka til- raun til ráns í söluturninum Dals- nesti. Hann var hettuklæddur og með hníf í hendi en hljóp á brott þegar öryggiskerfið fór í gang. ■ EYÐILEGGING Snjóflóðið sem féll á Flateyri árið 1995 olli miklu manntjóni og stór hluti þorpsins lagðist í rúst. LOKAÐ Fiat-umboðið var innsiglað í gær vegna op- inberra gjalda. INNBROT „Það er engin spurning að þetta er verulegt tjón, upp á mörg hundruð þúsund,“ segir Pétur Pét- ursson en brotist var inn í ljós- myndastofu hans við Austurströnd í fyrrinótt eða gærmorgun. Pétur segir að þjófarnir hafi hreinlega tekið læsinguna úr og gengið inn. Þjófarnir tóku tvær myndavélar, linsur og aðra fylgi- hluti. Hann segir alla hlutina vera skráða eftir raðnúmerum bæði hjá tryggingum og lögreglunni. Örygg- iskerfi var rétt ókomið upp á ljós- myndastofunni en nú verður drifið í því með það sama. Hann segir sig hafa mikla trú á að lögreglan sinni þessu máli vel og leysi það. Innbrot- ið hefur ekki mikil áhrif á viðskiptin í dag eða næstu daga þar sem frekar rólegt hafi verið að undanförnu. ■ PÉTUR PÉTURSSON Pétur segir tjónið vera upp á mörg hundruð þúsund en hann er vel tryggður. ■ Bandaríkin LEIÐRÉTT SAMKEPPNI E-kort SPRON hefur hleypt lífi í kortamarkaðinn. Kristján Harð- arson, framkvæmdastjóri markaðssviðs SPRON, segir fyllstu ástæðu hafa verið tl að leiðrétta auglýsingar keppinautar. Hart barist á kortamarkaði Nýtt e-kort hefur valdið titringi á greiðslukortamarkaði. SPRON fann sig knúið til að leiðrétta auglýsingar keppinautarins. Ítarlegra persónu- upplýsinga er krafist af þeim sem sækja um e-kortið. Hamfarirnar á Flateyri: Tvær heimildarmyndir í deiglunni BÖRN LÉTUST Í ELDSVOÐA Fjögur börn létust í eldsvoða í íbúð í Georgíuríki í Bandaríkjunum sem kviknaði út frá mat sem ver- ið var að elda. Móðir tveggja barnanna hafði brugðið sér úr íbúðinni til að hringja úr almenn- ingssíma. Þegar hún sneri aftur sá hún reyk stíga úr íbúðinni en var stöðvuð af lögreglu þegar hún reyndi að komast inn til að leita barnanna. UNGT OG MEÐ KYNSJÚKDÓM Um helmingur þeirra Bandaríkja- manna sem hafa smitast af kyn- sjúkdómum eru á aldrinum 15–24 ára samkvæmt nýrri rannsókn. Fólk á þessum aldri er þó einung- is fjórðungur þess fólks sem talið er iðka kynlíf að því er segir í rannsókninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.