Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 8
8 25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Fer þetta vel saman? „Við erum í algjörum vandræðum með sorpmál þar sem búið er að senda okkur ábendingar um að loka verði sorpbrennslunni á Patreksfirði. Þarna eru líka möguleikar á því að selja út sumarbústaðalönd.“ Jón B. G. Jónsson, um umdeild jarðarkaup Vest- urbyggðar, Fréttablaðið 24. febrúar. Hvað er list? „Það er engin spurning að þetta er list. Stafirnir eru fallega gerðir og grjótið í kring gullfallegt.“ Árni Johnsen listamaður um Hollywood-skilti Reykjanesbæjar, DV 24. febrúar. Hver átti hugmyndina? „Stjórn Félags leikskólakennara var- ar við framkomnum hugmyndum um að færa elsta árgang leikskólans inn í grunnskólann og veltir fyrir sér af hvaða hvötum þær hugmyndir eru sprottnar.“ Björg Bjarnadóttir og Þröstur Brynjarsson, Morg- unblaðið 24. febrúar. Orðrétt VÍSITALA Væntingavísitala Gallups hækkaði nokkuð í febrúar, eða um tæp fjögur stig og mælist vísi- talan nú 127,5 stig. Vísitalan hefur aðeins einu sinni mælst hærri frá því mælingar á henni hófust, en það var í kosningamánuðinum maí í fyrra þegar hún fór í 136,8 stig. Væntingar fólks til næstu sex mánaða mun eiga stærstan þátt í hækkun vísitölunnar nú. Þá telja Íslendingar að atvinnuástand fari batnandi á næstu mánuðum. Mat á nútíðinni lækkar milli janúar og febrúar. Þá er matið á efnahagslíf- inu lægra nú en í janúar. Væntingavísitalan er unnin á sama hátt og sambærileg vísitala í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa gott forspárgildi um þróun einka- neyslu. Vísitalan 100 gefur til kynna að jafn margir eru jákvæð- ir og neikvæðir um stöðu sína í efnahagslegu tilliti að sex mánuð- um liðnum. Þar er horft til al- mennra þátta í efnahagslífinu, ásamt með væntingum um eigin afkomu. ■ Umhverfisglæpur og þjófnaður úr auðlind Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir Þorsteinsmálið sýna að brottkast sé ekki einungis bundið við smælingja. Spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld hafi ekki rannsakað málið í ljósi ákvæða síldarsamnings. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Brottkastið um borð í Þorsteini EA sýnir að þetta vandamál er ekki einungis bundið við kvótalitlar og kvótalausar út- gerðir eins og LÍÚ og stéttarfélög sjómanna hafa verið dugleg að básúna á undanförnum misser- um,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og varaformað- ur Frjálslynda flokksins, um brottkastið sem norska strand- gæslan stóð skipverja á f r y s t i s k i p i n u Þorsteini EA að á Svalbarða- svæðinu. Sýnt var í norska ríkis- sjónvarpinu þar sem um 30 kíló- um af síld var fleygt aftur í hafið á 17 mínútum. Magnús Þór segir að stór útgerðarfyrirtæki geti líka verið seld undir sömu sök og þar ráði hvorki kvótaleysi né hátt leigu- verð á kvóta för, heldur stjórnist gjörðir manna af hreinni græðgi. „Mál Þorsteins EA er með hreinum eindæmum. Ég sé enga ástæðu til að rengja norska skip- herrann, sem vitnað er í í norsku myndinni, og ég hef hvergi séð neitt um það að Samherji hafi reynt að bera gegn því að skipið hafi verið útbúið þannig að það henti fleiri tonnum af vænni síld á sólarhring, allt eftir stærðarsam- setningu aflans og stillingum á flokkara um borð,“ segir hann. Magnús Þór segir að verði staðfest að umrætt brottkast hafi átt sér stað sé um ófyrirgefanleg- an verknað að ræða. „Ein kvótamesta útgerð lands- ins hefur þá orðið uppvís að fyrir- litlegum umhverfisglæp og þjófn- aði úr sameiginlegri auðlind þjóð- arinnar. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að kalla eftir niður- stöðum rannsókna norsku strand- gæslunnar, kæra skipstjóra og útgerð Þorsteins fyrir brottkast og kvótasvindl, láta Ríkislög- reglustjóra rannsaka málið og senda það til dóms? Hér var á ferð íslenskt skip með íslenskri áhöfn sem sigldi undir fána Íslands og var að veiða úr kvótaúthlutun frá íslenskum stjórnvöldum,“ segir hann. Hann segir að þegar gengið var frá samningum á milli Íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands um skiptingu síldarstofnsins í maí 1996, hafi þjóðirnar gert með sér sögulega bókun sem Alþingi heim- ilaði ríkisstjórninni að staðfesta. „Þar skuldbinda þjóðirnar sig að vinna saman að verndun norsk- íslenska síldarstofnsins. Í bókun- inni er meðal annars kveðið á um samstarf varðandi eftirlit með veiðum úr stofninum svo taka mætti á fiskveiðibrotum,“ segir hann. Magnús Þór furðar sig á því að hvorki sjávarútvegsráðherra né utanríkisráðherra hafi séð norsku myndina í lok síðustu viku. „Þetta er með ólíkindum því hér er um stórmál að ræða. Norð- menn telja sig afhjúpa skip sem hefur staðið í skipulegum, vél- væddum fiskveiðibrotum á um- deildu hafsvæði sem þeir telja sig eiga tilkall og rétt til. Samt treysta þeir sér ekki til að taka skipið og þeir hafa viðurkennt að ástæðan sé sú að þeir þori ekki að láta reyna á lagalegan rétt sinn á svæðinu,“ segir hann. rt@frettabladid.is Einkaleyfisbeiðnir: Flestar vestanhafs GENF, AP Fyrirtæki og uppfinninga- menn skiluðu á síðasta ári inn rúmlega 110.000 beiðnum um einkaleyfi samkvæmt einkaleyfa- skráningarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn gerir ein- staklingum og fyrirtækjum kleift að sækja um einkaleyfi á uppfinn- ingum sínum í allt að 123 ríkjum í einu, en hvert ríki fyrir sig tekur svo afstöðu til beiðninnar. Hollenska raftækjafyrirtækið Phillips sótti um flest einkaleyfi einstakra fyrirtækja en flestar umsóknirnar eru upprunnar í Bandaríkjunum, rúmlega þriðj- ungur. ■ FISKISTOFUSTJÓRI Þórður Ásgeirsson og hans menn fengu ekki að vita af brottkastinu við Svalbarða. Fiskistofa: Ekki kunn- ugt um brottkastið BROTTKAST Norsk stjórnvöld gerðu Fiskistofu ekki grein fyrir því brottkasti sem átti sér stað frá frystiskipinu Þorsteini EA á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða seinasta sumar þegar norska strandgæslan uppgötvaði að síld var með vélrænum hætti hent í hafið aftur. Höskuldur Steinarsson, for- stöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu, upplýsti þetta við Fréttablaðið. Því hefur mál Þor- steins EA hvergi komið til kasta íslenskra stjórnvalda sem viður- kenna reyndar ekki lögsögu Norð- manna á svæðinu. ■ Á námskeiðinu er stuðst við sérhannað námsefni og miðast öll verkefni við að gera námið sem líkast raunveruleikanum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og notkun ýmissa flýtiaðgerða. Nemendur þurfa að hafa haldgóða tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi. Lengd: 126 stundir Tími: Morgunnámskeið hefst 3. mars og kvöldnámskeið hefst 13. mars. Síðan ég lauk námskeiðinu hef ég starfað við bókhald hjá SÍF hf. Þar hefur þetta magnaða námskeið NTV nýst mér frábærlega. Anna María - bókari hjá SÍF Grunnkerfi Fjárhagsbókhald Viðskiptamenn Launakerfi Námsgreinar Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be nid orm 35.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. FRÆÐSLUFUNDUR Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.00 að Síðumúla 6 Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir á Landspítalanum fjallar um Sarklíki (bólgusjúkdóm í lungum) á Íslandi undanfarin 20 ár. Sigríður mun kynna niðurstöður úr rannsóknum sínum og svara spurningum frá gestum. Væntingavísitala Gallups: Bjartsýnin vex enn feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. 100 106,6 136,8 112,6 125,2 104,2 127,5 „Þar skuld- binda þjóð- irnar sig að vinna saman að verndun norsk-íslenska síldarstofns- ins. ÞORSTEINN EA Skipið var staðið að brottkasti á Svalbarðasvæðinu. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Undrast aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.