Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 14
Líklega hafa stjórnvöld ekki áttaðsig á til hvers þau voru að stofna þegar þau skipuðu óbyggðanefnd og gáfu henni opið skotleyfi á svo til allt óbyggt land á Íslandi. Nýjasta hug- detta nefndarinnar – að slá eign rík- isins á topp Esjunnar, góðan part Hellisheiðar og væna sneið af Reykjanesi – lýsir óvirkni nefndar- innar og markleysu. Hvað í veröld- inni ætlar ríkið að gera við topp Esj- unnar sem Reykjavíkurborg er ekki treystandi að gera betur? Og hvað vill ríkið með Bláfjöll? Bíða brýnni verkefni ekki ríkisstarfsmanna en að sýsla með þetta svæði? Og hvað gekk þeim til að selja Hitaveitu Reykjavíkur hluta þessa lands fyrir fáeinum árum? Voru þeir að selja mikilsvert land sem nauðsynlegt er að halda í eigu ríkisins? Í raun má ekkert skilja í þessum hugmyndum óbyggðanefndar. Þær eru óskiljanlegar með öllu. Ríkið hefur ekkert að gera við þessi lönd. Það á ekkert erindi upp á topp Esj- unnar né upp á Hellisheiði. Það liggja ekki fyrir neinar tillögur um hvernig ríkið ætli sér að nota landið enda hefur engum dottið í hug nein nýting þessa lands. Það liggur þarna ágætlega varið gegn spjöllum og býður þolinmótt síns tíma. Þetta mál sýnir hins vegar ágæt- lega hversu hættulegt það er að skipa sakleysislega nefnd og velja í hana menn með eðlilega starfsorku. Það skiptir í raun sáralitlu hversu mikilvægt erindi nefndarinnar er; hún starfar á þeim hraða sem nefnd- armenn hafa tamið sér við vinnu. Án þess að nokkur átti sig á liggja fyrir nefndinni tillögur um nauðsyn þess að koma toppi Esjunnar úr eigu Reykjavíkurborgar og yfir til ríkis- ins. Og starfsmenn Reykjavíkur- borgar – og reyndar allra sveitar- félaga á suðvesturhorninu – er skyndilega komnir í fulla vinnu við að verjast þessum kröfum. Þegar upp verður staðið eftir nokkra mán- uði – jafnvel nokkur ár – munum við hafa séð á eftir nokkrum mannárum hjá opinberum starfsmönnum í deil- ur um hver eigi að eiga Esjuna. Og fyrir þá vitleysu alla greiðum við skatta og útsvar – þriðjung af laun- um okkar og fimmtung af öllu sem við kaupum okkur. Og síðan þurfum við að sitja undir deilum þessara op- inberu manna sem mæta ábúðarfull- ir í fréttatímana að rökstyðja hverj- ir séu hæfustu eigendur að toppnum á Esjunni. Er von að maður spyrji: Hafa þessir menn ekkert skárra við tíma sinn – og tíma okkar – að gera? Eða skattana okkar? Ef ríkissjóður er svo ríkur af fé að hann geti haldið mönnum á launum við að velta fyrir sér hverjir eigi toppinn á Esjunni má þá ekki lækka skattana og endur- greiða almenningi oftekna skatta undanfarinna ára? Eða má ef til vill finna brýnni verkefni fyrir opinbera starfsmenn í samfélagi okkar? Til dæmis að klæða þá í löggubúninga og láta þá ganga um miðbæinn á nóttunni. ■ Ralph Nader hefur ákveðið aðfara í framboð í bandarísku forsetakosningunum í nóvember næstkomandi. Nader býður sig fram sem óháður frambjóðandi en hann fór einnig fram í síðustu for- setakosningum, þá sem frambjóð- andi Græningjaflokksins. Hann fékk tæp þrjú prósent atkvæða og þó það teljist ekki mikið, kenna margir demókratar honum um sig- ur George Bush sem vann Al Gore með sáralitlum mun. Almennt er talið að Nader muni ekki ná sama árangri nú og fyrir fjórum árum þar sem hann hefur hvorki flokk á bak við sig né fjársterka aðila. Það dregur einnig úr möguleikum hans að andstæðingar George Bush virðast hafa gert sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að samein- ast um þann frambjóðanda sem líklegastur sé til að fella forset- ann. Aðrir telja þó að enn á ný geti orðið svo mjótt á munum í forseta- kosningum að tvö, þrjú prósent at- kvæða skipti verulegu máli. Röggsamur gagnrýnandi Nader fæddist í Connecticut árið 1934. Hann lærði lögfræði í Princeton og Harvard og þótti af- burðanámsmaður. Hann starfaði sem lögfræðingur og sinnti kennslu. Hann komst fyrst í frétt- irnar með bók sinni Unsafe at Any Speed þar sem hann sakaði bíla- verksmiðjur um að framleiða far- artæki sem uppfylltu ekki örygg- iskröfur. Bókin varð til þess að málið var tekið upp á þingi og lög um umferðaröryggi voru sett árið 1966. Árið eftir útnefndi Junior Chamber Nader sem einn af tíu ungum afreksmönnum ársins. Síð- an hefur hann verið röggsamur þjóðfélagsgagnrýnandi og bar- áttumaður í umhverfis- og neyt- endamálum. Tímaritið Time hefur kallað hann „kröfuharðasta við- skiptavin Bandaríkjanna“. Hann er óþreytandi í starfsemi sinni og hefur byggt upp samtök víðs veg- ar um landið sem láta mjög til sín taka í málum sem varða umhverf- isvernd, matvælaiðnað, skatta- breytingar, öryggismál og fleira í þeim dúr. New York Times segir að Nader skeri sig úr vegna þess að hann hafi leitt þjóðfélagsgagn- rýni sína til árangursríkra póli- tískra framkvæmda. Demókratar með of lítið ímyndunarafl Nader, sem verður sjötugur í þessari viku, sagði í bandarísku morgunsjónvarpi að í kosninga- baráttunni myndi hann gagn- rýna Bush forseta af meiri ákafa en demókratar væru færir um þar sem þeir væru of varfærnir og hefðu of lítið ímyndunarafl. Hann gefur lítið fyrir skoðanir þeirra sem segja hann vera að skemma fyrir með framboði sínu, segir þá sem tala á þann hátt vera að neita kjósendum um val. Hann sakar demókrata og rebúblikana um að vera undir hæl stórfyrirtækja sem láti sér á sama standa um þarfir venju- legra Bandaríkjamanna. Demókratinn Terry McAulif- fe segir ákvörðun Naders um forsetaframboð vera óheppi- lega. „Hann á farsælan feril sem baráttumaður fyrir bættum kjörum alþýðufjölskyldna og mér þætti afar miður að sjá hluta af arfleifð hans verða þá að hafa fært okkur átta ára valdatíma George Bush.“ ■ Andsvar GUÐFINNA JÓH. GUÐMUNDSDÓTTIR ■ hdl., skrifar fyrir hönd Hunda- ræktunarinnar að Dalsmynni. 14 25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það má gera miklu betur í heil-brigðiskerfi þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki við starfsfólk heilbrigðiskerfisins að sakast heldur stjórnmálamennina sem setja kerfinu ramma og reglur. Það er ljóst að hvorki heildar- stefna né framtíðarsýn í heil- brigðismálum finnst meðal núver- andi valdhafa. Einn daginn á að loka þessari deild en þann næsta er hætt við loka henni. Stundum á að flytja þessa starfsemi og stundum ekki. Skip- aðar eru nefndir sem fá síðan ekki að skila af sér áður en ráðist er í sárs- aukafullar aðgerðir á starfssviði nefnd- anna. Allar þessar fréttir bera vott um aðeins einn hlut. Al- gert stefnuleysi ís- lenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Óviss framtíð og handhófskenndur nið- urskurður eru raunveruleiki sem sitjandi ríkisstjórn býður bæði sjúklingum og starfsfólki upp á. Hlutverk stjórnmálamanna er ekki einungis að útdeila skattpen- ingum heldur ber okkur að móta skýra heildarsýn og þann ramma sem við viljum sjá okkar velferð- arkerfi starfa innan. Núgildandi kerfi með tíma- bundnum plástrum gengur engan veginn upp. Þegar plástrar eru síðan rifnir af of snemma er oft hætta að sýkingu. Samfylkingin heimsækir Landspítala Þrátt fyrir talsvert fjármagn í heilbrigðiskerfinu eru alvarlegar brotalamir í því. Málefni geð- sjúkra eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts og biðtími eftir hjúkrunarrými er á annað ár. Fjárskortur er því sums staðar mikið vandamál. Meginvandi heil- brigðiskerfisins er þó að kerfið virkar ekki og dreifingu fjár- magnsins er ábótavant. Þar hafa stjórnvöld brugðist. Samfylkingin hefur ákveðið að heilbrigðismál verði næsta póli- tíska stórverkefni flokksins þar sem ný og framsækin hugsun verður innleidd með faglegri vinnu. Þessa dagana eru allir þingmenn Samfylkingarinnar að heimsækja fjölmargar deildir Landspítala - háskólasjúkrahúss með það fyrir augum að hlusta milliliðalaust á starfsfólk þessa stærsta vinnustaðar landsins. Lausnirnar eru til Vandi heilbrigðiskerfisins er ekki óyfirstíganlegur og Samfylk- ingin er reiðubúin til að leggja sitt af mörkum til að leysa hann. Fjöl- marga hluti þarf að skoða þegar kemur að endurbótum. Það þarf að skilgreina ítarlega hvert hlut- verk einstakra heilbrigðisstofn- ana eigi að vera. Áður en þeirri vinnu lýkur er erfitt að móta ein- hverjar skynsamlegar tillögur í málefnum einstakra stofnana eins og Landspítalans. Við eigum að setja okkur það pólitíska markmið að fólk geti forðast sjúkrahúsavist og efla úr- ræði á sviði heimahjúkrunar og göngudeilda. Efling heilsugæsl- unnar og flutningur aukinna verk- efna til sveitarfélaga gætu sömu- leiðis leyst mörg vandamál ásamt samhæfingu verkefna milli heil- brigðisráðuneytisins og félags- málaráðuneytisins. Fjölgun hjúkr- unarheimila er lykilatriði en nú eru á annað hundrað einstaklinga á rándýru hátæknisjúkrahúsi sem eiga þar ekki heima. Samfylkingin vill beita sér fyr- ir nýjum leiðum og fjölbreyttari rekstrarformum, eins og einka- rekstri og þjónustusamningum. Samfylkingin er ekki að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður heldur hagkvæmum rekstri þar sem aðgangurinn að þjónustunni er óháður efnahag. Kerfi fastra fjárlaga fyrir heil- brigðisstofnanir þarf endurskoð- unar við og fjármagnið þarf að fylgja sjúklingum í mun meiri mæli en gert er nú. Nýta ber mannauðinn og efla heilbrigðis- geirann sem atvinnu- og útflutn- ingsgrein. Það er því ljóst að lausnirnar eru þarna úti. Þetta er hins vegar spurning um pólitískan kjark og áhuga á málefninu. Hvorugt hefur sitjandi ríkisstjórn haft undanfar- in áratug og skortir henni allt frumkvæði og hugrekki á því sviði. Aðgerðir undanfarinna vikna á Landspítalanum staðfesta þetta. Eitt er víst að sitjandi stjórnar- flokkar hafa haft næg tækifæri til að bregðast við þeim vandamálum sem hafa plagað íslenskt heil- brigðiskerfi í alltof langan tíma. Við þurfum heildarstefnu og við þurfum kjark. ■ Rangfærslur um Dals- mynni Í Fréttablaðinu þann 16. febrúarsíðastliðinn birtist grein eftir Magneu Hilmarsdóttur um Hundaræktunina að Dalsmynni. Greinin er full af rangfærslum og rakalausum þvættingi og myndi það æra óstöðugan að reyna að eltast við hverja og eina rang- færsluna hér. Er því látið nægja að vísa til skoðunarskýrslu Hér- aðsdýralæknis Gullbringu- og Kjósarumdæmis um búið. Í tilefni greinarinnar í Fréttablaðinu fór héraðsdýralæknir að búinu samdægurs og skoðaði hvern ein- asta hund búsins með tilliti til heilbrigðis og hirðingar. Í skoðun- arskýrslu héraðsdýralæknis kem- ur fram að almennt sé heilbrigðis- ástand hundanna á búinu gott, hundarnir séu í góðum holdum og feldir í góðu lagi. Áberandi sé hve hundarnir séu glaðir og óhræddir. Hvað hirðingu varðar, voru allir hundarnir hreinir með einni und- antekningu þar sem einn hundur- inn virðist hafa óhreinkast á fót- um og kvið nýlega. Í lokaorðum skýrslunnar segir orðrétt: „Ljóst er eftir þessa heimsókn að lýsing- ar þær er birtust í Fréttablaðinu þann 16. febrúar eiga ekki við rök að styðjast. Lýsingar þessar eru mjög ýktar og virðast að hluta til ósannar og skrifaðar af mikilli vankunnáttu. Chichuachua-tík sem gekkst undir keisaraskurð er fullkomlega gróin og ber ekki nein merki um sýkingu“. ■ Um daginnog veginn ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ■ skrifar um heilbrigð- ismál. Gerum betur í heilbrigðismálum ■ Af Netinu ■ Þessa dagana heimsækja allir þingmenn Sam- fylkingarinnar fjölmargar deildir Land- spítalans með það fyrir aug- um að hlusta milliliðalaust á starfsfólk þessa stærsta vinnu- staðar landsins. Raunir siðapostula „Það er ekkert gamanmál að vera siðapostuli og örugglega ekki öllum gefið. Þess vegna er sérstaklega þakkarvert að Mörð- ur Árnason, fyrrverandi varaþing- maður Þjóðvaka, skuli hafa tekið að sér þetta erfiða og vanþakk- láta hlutverk. Eitt dæmi um þá raun sem það er að vera siðapostuli fékk Mörð- ur Árnason, núverandi þingmað- ur Samfylkingarinnar, að reyna á dögunum. Þá var hann, að því er fram kom í þingræðu hans í síð- ustu viku, staddur fyrir utan Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins í verslunarmiðstöðinni Kringl- unni. Fyrir utan verslunina var einnig staðsettur bíll og í honum voru bjórflöskur af tuborg-gerð. Máttu gestir og gangandi geta sér til um hversu margar flöskur voru í bílnum. Þar sem Mörður er siðapostuli olli þessi getraun hon- um miklum ama því að þarna væru tengdir saman bílar og bjór á fremur ósmekklegan hátt, eins og hann orðaði það.“ - SVAVA BJÖRK HÁKONARDÓTTIR Á DEIGLAN.COM Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um ákafa óbyggðanefndar. Maðurinn RALPH NADER ■ blandar sér í baráttuna um forsetaembættið. RALPH NADER Tímaritið Time hefur kallað hann „kröfuharðasta viðskiptavin Bandaríkjanna“. Hér útskýrir hann framboð sitt í þættinum Meet the Press í Bandaríkjunum í vikunni. Kröfuharðasti viðskiptavinurinn Hafa menn ekkert skárra við tíma sinn að gera?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.