Fréttablaðið - 25.02.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 25.02.2004, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2004 27 Fyrst þegar ég heyrði söngkonunaJoss Stone syngja þá var ég bú- inn að gefa mér það að þarna væri á ferð stúlka sem ætti margra ára fer- il að baki. Rödd hennar er mjög þroskuð og hún hefur nær ótrúlega stjórn á henni. Álíka sálarfull og Erykah Badu, sem hlýtur að teljast vel af sér vikið af hvítri stelpu frá Englandi. Hún geislar af sjálfsör- yggi og tilfinningaþrunga. Auðvelt er að ímynda sér að hérna sé lifuð manneskja á ferð. Hún er þó bara 16 ára. Hæfileikar hennar hafa laðað að sér hóp fagmanna og hér nýtur hún meðal annars aðstoðar Angie Stone og liðsmanna hiphop-sveitarinnar The Roots sem aðstoða við útsetn- ingar. Öll platan er hrein sálar- sveifla og hljómar eins og hún sé hljóðrituð á áttunda áratugnum. Skemmtilegasta lagið á plötunni er útgáfa Stone af The White Stripes laginu, Fell in Love With a Girl. Sto- ne snýr þessu auðvitað við og skilar hrynheitari útgáfu. Besta lagið er þó Victim of a Foolish Heart, þar sem stelpan fer á kostum. Það eina sem er hægt að setja út á plötuna er að stundum hljómar hún eins og hún sé að reyna að vinna heimsmeistarakeppnina í radd- fimleikum. Hún er stórkostleg söng- kona og ætti ekki að hafa þörf fyrir að þurfa að sanna sig svona svaka- lega, hún er eiginlega gólandi á öll- um stundum, út í gegn. Góður söngvari þarf líka að vita hvenær er best að þegja. Röddin gerir plötuna, og hún er það góð að það er ekki hægt að kalla þetta annað en stórkostlega frum- raun. Birgir Örn Steinarsson Undrabarn Umfjölluntónlist JOSS STONE The Soul Sessions HUNTED MANSION kl. 12, 2, 4 og 6 LOONEY TUNES kl. 12, 2 og 4 m. ísl. tali FINDING NEMO kl. 12, 2 og 4 m. ísl. tali BJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með ensku tali SÝND kl. 8 og 10.20 ÖSKUDAGSBÍÓ KR. 200 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B i 16 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 HHH1/2 SV MBL kl. 8 og 10.15PAYCHECK kl. 6 Með ísl. tali 500 kr.MADDITT Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlaunahafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlauna- hafanum Renée Zwllweger og Jude Law HHH Kvikmyndir.com HHH ÓTH Rás 2 HHH H.J Mbl. Sá undarlegi atburður átti sérstað í Úkraínu á dögunum að ellefu metra stálbrú var stolið, án þess að nokkur tæki eftir því. Brúin lá yfir ána Svalyavka og segir lögreglan að þjófarnir hljóti að búa í nágrenninu. Samkvæmt lögreglunni hefði verið ómögulegt að taka brúna í sundur án aðstoðar krana og vöruflutningabíla. Þeir viður- kenna einnig að nær ómögulegt hafi verið að fjarlægja brúna án þess að nokkur sæi til. Málmþjófnaður hefur verið vaxandi vandamál í Úkraínu og það er vel þekkt að styttum, vír- um og skolpræsislokum sé stolið. Þetta selja svo þjófarnir sem brotajárn. Yfirvöld eru nú að þræða alla þekkta járnhauga í héraðinu í von um að finna leifarnar af brúnni sem vó um eitt tonn. Á meðan verða íbúar nokkur- ra þorpa við ána að sætta sig við að fara lengri leiðina ef heim- sækja á næsta bæ, Svalyava. ■ STÁLBRÚ Ef þið sjáið mann með stálbrú á bakinu, vinsamlegast látið yfir- völd í Úkraínu vita. 11 metra brú stolið Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Rapp og rennilásar gamanleikur með söngvum eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson Sýningar í Ásgarði í Glæsibæ 5. sýning fös. 27.feb. kl. 14.00. 6. sýning sunnud. 28. feb. kl. 17.00 ath. breyttan sýningartíma. 7. sýning fös. 5.mars kl. 14.00. Miðar seldir við innganginn Miðapantanir í símum 588-2111 skrifstofa FEB, 568-9082 Anna og 551-2203 Brynhildur. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.