Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. • 2,4 GHz Örgjörvi • 256 MB Vinnsluminni • 40 GB Harður diskur • 17“ Skjár • Windows XP Home Edition • Lyklaborð og mús Nánari upplýs ingar og skráning í s íma 535 1500 eða á www.kirk jan. is/ le ikmannaskol i Námskeið sem hefjast á næstunni • Syngjum í kirkjunni. Þori ég - vil ég get ég? Kennari: Margrét Bóasdóttir söngkona og söngkennari ásamt gesta- organistum Á námskeiðinu verða sálmar kynntir, kenndir og sungnir. Hefst miðvikudaginn 25. febrúar kl. 18.00 • Konur eru konum bestar II Umsjón: Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Sjálfstætt framhald af Konur eru konum bestar I Hefst mánudaginn 1. mars kl. 19.00 • Er líf eftir dauðann? Biblían, dauðinn og eilífiðin Kennari: Sr. Þórhallur Heimisson Hefst miðvikudaginn 3. mars kl. 20.00 • „Þótt ég fari um dimman dal“ Sálmur 23 í sögu og samtíð. Kennarar: Dr. Gunnlaugur A Jónsson, Árni Svanur Danielsson og dr. Kristinn Ólason guðfræðingar Hefst þriðjudaginn 9. mars kl. 18.00 • Trúin og sporin tólf Kennarar: Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og Sigurlín Ívarsdóttir guðfræðingur Hefst fimmtudaginn 11. mars kl. 20.00 Leikmannaskóli kirkjunnar DAVÍÐ ÁSGEIRSSON Lauk einkaflugmanninum með stæl. Dúxaði með 9,4. Hörkuduglegur námsmaður: Alltaf nóg að gera Davíð Ásgeirsson er 20 áranemi á félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og stefnir á útskrift núna í vor ef allt gengur að óskum. Það var ým- islegt sem að Davíð hafði í huga þegar hann lagði inn umsókn sína í þann skóla því hann hefur lagt stund á píanónám síðan hann man eftir sér og lauk 7. stigi frá Tón- listarskóla Reykjavíkur síðasta vor. „Aðalástæðan fyrir því að ég valdi Menntaskólann við Hamra- hlíð er sennilega skilningur MH á tónlistarnámi því skólinn metur slíkt nám inn á allar námsbrautir. MH byggir líka á áfangakerfi sem hentar mér því þá get ég stjórnað náminu eftir mínu höfði,“ segir Davíð. Hann leggur nú mikið á sig og er bæði í dagskóla og kvöld- skóla. „Ég er að taka 28 einingar á þessari önn, sem er 10 einingum yfir meðaltali og verður vonandi jafnframt sú síðasta.“ Hann reynir því að stunda námið jafnt og þétt og skipuleggja sig vel en reynir þó að hafa gam- an af því um leið. Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem hann hef- ur nóg fyrir stafni því hann hefur alltaf unnið mikið með skóla með- al annars sem pitsubakari, við tölvuaðstoð og sem rimlagardínu- sérfræðingur auk þess hefur hann spilað undir hjá strætókórnum síðustu þrjú árin og tekur að sér að spila dinner-tónlist í veislum. Hann er virkur í ungmennahreyf- ingu Sjálfstæðisflokksins og er í Félagi íslenskra einkaflugmanna (FÍE) svo það er óhætt að segja að hann hafi prófað ýmislegt. „ Eins og staðan er í dag þá er ég á leið- inni í Oxford Aviation Training í Englandi. Þar er ég nýbúinn að fá inngöngu og mun byrja að læra atvinnuflugmanninn þar næsta haust, en ég lauk við einkaflug- manninn hjá Flugskóla Íslands árið 2002.“ ■ Spurt í Kennaraháskólanum: HVERS VEGNA FÓRSTU Í KENNARANÁM? Tengsl Háskóla Íslands viðþjóðlíf og atvinnulíf er sígild spurning sem oft hefur verið rædd, og verður eflaust umfjöll- unarefni um ókomna tíð. Félag prófessora ætlar að ræða þessa spurningu á þriðja og síðasta fundi sínum um stöðu og framtíð háskólans. Fundurinn er á morg- un í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 13. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, mun ræða þróun og horfur í tengslum Há- skóla Íslands við þjóðlífið. Þor- steinn Ingi Sigfússon prófessor ræðir tengslin út frá sjónarmiði Háskólans. Ingi Bogi Bogason ræðir um tengslin út frá sjónar- miði atvinnulífsins. Þórólfur Þór- lindsson, formaður félags pró- fessora, tekur til máls að lokum. Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindum. ■ Prófessorar ræða framtíð Háskólans: Tengsl við þjóðfélagið og atvinnulífið HÁSKÓLI ÍSLANDS „Hvernig eru tengsl háskólans við atvinnu- lífið?“ er meðal spurninga sem verða ræddar á fundi prófessoranna. VALA GÍSLADÓTTIR „Mér finnst þetta mjög skemmtilegur skóli, leist vel á námið hérna sem er afskaplega fjölbreytt og býður upp á ýmsa möguleika. Mér finnst skemmtilegt að vinna með börnum en hafði ekkert kennt fyrr en ég kom hingað.“ Í skólanum er skemmtilegt að vera Það er eins gott þegar litið er til þess hversu mikinn hluta af ævinni maður er í skóla. Skólaárið er um níu mánuðir. Sjö ára barn sem verið hefur einn vetur í skóla hefur því verið rúmlega 10 prósent af ævi sinni í skóla. 16 ára unglingur hefur verið samtals um 47 prósent ævinnar á skólabekk. 20 ára nýstúdent hefur verið rúmlega 50 prósent ævinnar í skólavist. Hlutfallið hækkar svo enn hjá þeim sem fara í háskólanám. Það lækkar vitaskuld eftir því sem líður á ævina. En þó form- legri skólagöngu ljúki sækja margir ýmis konar námskeið sér til gamans og fróð- leiks. Svo lengi lærir sem lifir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.