Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.02.2004, Blaðsíða 16
16 25. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Öskudagurinn er síðasti af þrem-ur dögum sem við Íslendingar höldum upp á síðustu daga fyrir lönguföstu. Sá siður að hengja öskupoka á fólk virðist hafa dottið niður fyrir margt löngu og hefur sú kenning verið uppi um að það sé vegna þess að öryggisnælur séu svo óhentugar til að lauma pokum á fólk. Í stað krakka sem hlaupa um bæinn með öskupoka standa þau í röðum og syn- gja í verslunum og fyrirtækjum fyr- ir nammi. Sá siður kom að norðan líkt og siðurinn að slá köttinn úr tunnunni. Eftir að hætt var að heng- ja dauðann kött í tunnuna var al- gengt að í hans stað hengi mávur eða hrafn og var sá valinn tunnukóngur sem náði að slá síðasta tunnustafinn af og kattarkóngur sem náði að slá köttinn eða fuglinn niður. Eftir að farið var að fylla tunnurnar af sæl- gæti hefur kattarkóngurinn lagst af, þar sem ekkert er eftir til að slá úr snærinu. Vinsældir búninga fer rokkandi, sumir halda vinsældum sínum eins og kúrekar og smábörn. Þetta árið má mjög líklega sjá norn- ir fljúga á kústum sínum, en norna- búningar voru uppseldir í mörgum búðum. Ekki er heldur ólíklegt að einn og einn Fróði lendi í vandræð- um með að verja hringinn sinn. ■ Hnefaleikarinn ungi CassiusClay rotaði heimsmeistarann í þungaviktarhnefaleikum, Sonny Liston, í sjöundu lotu viðureignar þeirra og tryggði sér þannig heimsmeistaratitilinn. Clay tók síðar upp nafnið Muhammed Ali og varð einn nafntogaðasti og dáðasti íþróttamaður 20. aldar- innar. Sigur Clay kom öllum á óvart, nema ef til vill honum sjálfum, en veðmangarar settu allt sitt traust á Liston og töldu sigurlík- ur hans átta á móti einum. Clay var hins vegar hvergi smeykur og lýsti því yfir fyrir bardagann að hann myndi „fljóta eins og fiðrildi og stinga eins og bý- fluga“ og rota Liston í áttundu lotu. Hnefaleikurum stóð mikil ógn af Liston sem hafði tvisvar lagt forvera sinn, Floyd Patter- son, í fyrstu lotu. Clay þurfti þó ekki loturnar átta til að tryggja sér titilinn þar sem Liston svar- aði ekki bjölluhringingu sjöundu lotu og kvartaði yfir eymslum í öxl. Cassius Marcellus Clay fædd- ist í Kentucky árið 1942 og byrj- aði að stunda hnefaleika þegar hann var 12 ára og þegar hann varð 18 ára hafði hann sigrað í rúmlega 100 áhugamannakeppn- um. Árið 1960 vann hann til gull- verðlauna á Ólympíuleikunum í Róm í léttþungavikt og hóf atvinnumannsferil sinn strax í kjölfarið. ■ MAGNÚS RAGNARSSON leikari og viðskiptafræðingur, er nýráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá einn. ??? Hver? Þokkalega glaðlynd en frekar þunnhærð persóna sem hlakkar alltaf til að takast á við verkefni dagsins. ??? Hvar? Bara staddur akkúrat þar sem ég vildi vera í lífinu. Hef ekki hugmynd um hvernig ég komst þangað því það hafa verið ótal útúrdúrar á leiðinni. ??? Hvaðan? Spratt upp úr húsgrunnunum í Háaleit- inu þar sem hörð barátta við kampar- ana í Múlakampinum var ómetanleg lexía fyrir lífið ??? Hvað? Tek við blómlegu búi á Skjá einum. Besta sjónvarpsdagskrá landsins og alltaf ókeypis. Ótrúlegt. ??? Hvernig? Með því að gera enn betur í morgun en í gær. Verður leikur einn með frábæru starfsfólki stöðvarinnar. ??? Hvers vegna? Landsmenn hafa tekið Skjá einum fagn- andi frá fyrsta degi og við ætlum að halda áfram að gleðja. ??? Hvenær? Í dag, á morgun og um ókomna tíð. ■ Persónan Það er bara spennandi að nánýjum tug,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona sem er þrítug í dag. Það hefur mikið verið að gera hjá Nínu Dögg og leikfélaginu Vesturporti sem hún leikur með. Um síðustu helgi var hún stödd í Vestmannaeyjum þar sem Vestur- port frumsýndi Brim eftir Jón Atla Jónasson. „Þetta var dásam- legt. Það var vel tekið á móti okk- ur og mikil gleði sem ríkti. Næstu helgi förum við svo með leikritið á Ísafjörð, þannig að ég næ ekki að halda stóra veislu í tilefni afmælisins. Nína sló einnig í gegn í hlut- verki Júlíu í uppsetningu Vestur- ports á Shakespeare-leikritinu margfræga, bæði hér heima og í London þar sem Bretar hafa lík- lega aldrei séð annað eins. Þann 5. mars verður frumsýnd heimildar- mynd um utanför leikhópsins og segir Nína að spenna í hópnum og eftirvænting eftir útkomu mynd- arinnar sé mikil. Fram hefur kom- ið að hótelið sem leikhópurinn gisti á leiki stórt hlutverk í mynd- inni og er það Nínu í fersku minni. „Það voru á herbergjum kakka- lakkar, mýs og rúmtítlur en við yfirpöddurnar vorum góðar og héldum samheldninni og góða skapinu. Svona eftir á er þetta bara skemmtileg saga að segja enda hluti af ævintýrinu. Þetta er svona þegar fátæka leikhúsið fer af stað, þá fer maður ekki á eitt- hvað lúxushótel. Það gæti komið seinna,“ bætir hún við glettin. Í upphafi Listahátíðar í Reykjavík um miðjan maí mun Vesturportarsirkusinn fara á stjá með mikilfenglegt áhættuatriði í miðborginni sem kallast „Að dýfa sér fram af 15 metra byggingu“. Nína segist reyndar ekki ætla að vera í aðalhlutverki þar. „Ég ætla ekki að henda mér fram af ein- hverri byggingu en ég get kannski orðið trúður. Hver veit?“ Af áhættuíþróttum lætur hún sér nægja hestamennsku, en hún seg- ist hafa yfirstigið hræðsluna við hross. „Þetta er enn áhættuíþrótt fyrir mér og ég fæ sting í mag- ann. Ég reyni samt að fara eins oft og ég get og sérstaklega á blíð- viðrisdögum.“ ■ Afmæli NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR ■ er 30 ára og ferðast með Brim á milli sjávarbyggða. GEORGE HARRISON Bítillinn fyrrverandi fæddist á þessum degi árið 1943 og hefði því orðið 61 árs í dag. 25. febrúar ■ Þetta gerðist 1570 Píus V páfi bannfærir Elísabetu I Englandsdrottningu. 1836 Samuel Colt fær einkaleyfi á marghleypunni sem ber nafn hans. 1899 Paul Julius Reuter, stofnandi bresku Reuters-fréttastofunnar, deyr. 1928 Fyrsta sjónvarpsleyfið var veitt í Bandaríkjunum. 1949 Leikarinn Robert Mitchum er lát- inn laus úr fangelsi þar sem hann hafði mátt dúsa fyrir að eiga mari- júana í fórum sínum. 1956 Sylvia Plath og Ted Hughes hittast og þar með hófst stormasamt ástarsamband sem lauk með því að lárviðarskáldið yfirgaf Sylviu sem framdi sjálfsmorð. 1986 Ferdinand E. Marcos, forseti Fil- ippseyja, flýr land eftir að hafa setið á valdastóli í 20 ár. 1991 28 Bandaríkjamenn farast í Persaflóastríðinu þegar scud-flug- skeyti Íraka hæfir bækistöðvar þeirra í Sádi-Arabíu. BÖRN Í VESTURBÆJARSKÓLA Forskot var tekið á sæluna í Vesturbæjarskóla í gær, sprengidag, þegar krakkarnir fengu að mæta í búningum í skólann. CASSIUS CLAY ■ var 22 ára gamall þegar hann kýldi hnefaleikaheimsmeistarann Sonny Liston kaldan. 25. febrúar 1964 Létu ekki pöddur slá sig út af laginu ■ Afmæli Þorsteinn Eggertsson popptexta- höfundur er 62 ára. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri Íslandsbanka, er 57 ára. Jón Ólafsson tónlistarmaður er 41 árs. Guðrún Vilmundardóttir leikhúsfræð- ingur er 30 ára. ■ Andlát Bjarni Gunnarsson vélstjóri, Framnes- vegi 63, lést mánudaginn 23. febrúar. Elínborg Kristófersdóttir, Suðurhólum 30, Reykjavík, lést sunnudaginn 22. febr- úar. Una Kristín Georgsdóttir, Baugsstöð- um, lést laugardaginn 21. febrúar. ■ Jarðarfarir 15.00 Marta Traustadóttir verður jarð- sungin frá Digraneskirkju. FB -M YN D H AR AL D U R JÓ N AS SO N CASSIUS CLAY Hann vann sigur í fyrstu 19 bardögum sínum sem atvinnumaður og ávann sér þar með réttinn til að skora á heimsmeistarann. Fiðrildið sem stakk eins og býfluga Öskudagur ■ Norðansiðir eru að ryðja sér til rúms í Reykjavík. Bæði að syngja sér inn nammi og að slá kött úr tunnu. Að slá köttinn úr tunnu NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR Er mikið afmælisbarn en það er svo mikið að gera hjá leikfélaginu að lítill tími gefst fyrir veislur. Dagurinn í dag verður þó dekurdagur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.