Tíminn - 03.09.1972, Síða 2

Tíminn - 03.09.1972, Síða 2
2 HELLESENS HLAÐIÐ ORKU..... Hufltum áOurtn vlð hwwlume Atvinna Óskum eftir að ráða trésmiði og hjálpar- menn. Gluggasmiðjan Siðumúla 20 ........ t ^ # # irr## # fjórum sinnum Heisuræktarhádegisverður innifalinn. Nýir byrjendaflokkar. GLÆSILEG AÐSTA AÐSTAÐA í GLÆSIBÆ Sími 8-56-55 TÍMINN Sunnudagur 3. september 1972 Árelius Níelsson: Á öldum ofsókna Viö erum flest einhvern veginn sannfærð um, að ofsóknir á hendur kristnu fólki, og yfirleitt trúarbragðaofsóknir, tilheyri liðnum öldum og séu löngu úr sögunni. En þeir, sem sloppið hafa úr fangelsum austan járntjalds eru á annarri skoðun. Þeir telja trúarofsóknir þar daglegt brauð, i ýmsum myndum, leynt og ljóst, bæði sem skoðanakúgun og pyndingar eftir atvikum. Fangelsisdómar og aftökur eru sagðar ekki síður nú á 20.öld en var hjá Rómverjum á þessu sviði á 1. og 2. öld. Og þeir, sem ofsóttir eru fá fæstir nokkru sinni að segja frá eöa bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er mjög ótrúlegt i landi eða löndum, sem státa af trúar- bragðafrelsi þegnanna og verndun litilmagnans yfirleitt. Og enn ótrúlegra virðist, að heilar kirkjudeildir, sem fá samkvæmt alm.áliti heimsins að vera til og starfa i þessum löndum eins og griskkatólska eða Rússneska kirkjan, skuli þegja yfir sliku at- hæfi og láta það afskiptalaust. I Ameriku, nánar tiltekiö Kali- forniu, er gefið út timarit, sem nefna mætti á islenzku: „Rödd pislarvottanna”, Og ritstjórinn er sr. Richard Wurmbrand, mót- mælendaprestur frá Rúmeniu, sem kom hér i fyrravetur og hélt meðal annars fyrirlestur i Fri- kirkjunni. Nú er verið að breiða þetta timarit úr eða dreifa þvi til lestrar hér á landi. Og satt að segja er furðulegt og hryllilegt, en þó liklega nauðsynlegt að lesa það. Vissulega er þar margt há- stemmt og fjarlægt islenzkum hugsunarhætti. En það, sem mesta furðu og athygli vekur mótar i huga spurninguna: Er þetta satt? Getur annað eins átt sér stað á 20. öld i „kristnu landi”? Og ef svo er, hvað verður þá að gera? Getur samvizka heimsins sofið gegn slikum ósköpum og hryllingi mannlegrar grimmdar? Hér skal aðeins örlitill kafli tilfærður úr siðasta blaði „Raddar pislarvottanna” til sönnunar orðum þeim, sem hér eru i spurningar lögð: „Fyrrverandi samfangi minn, (segir sr. R. Wurmbrand). Roman Braga, ábóti segir frá þvi i janúarhefti timaritsins Drum, hvernig hann var neyddur til að eta sinn eigin saur sem sakra- menti og kvalarnir migu i munn hans”. „Þessar staöreyndir eru staðfestar af ýmsum öðrum föngum”, bætir hann við. Gyðingur, sem hefur verið mörg ár i fangelsum og er nú meðal útflytjenda frá Sovét til ísraels, segist hafa hitt marga i dýflissum, sem segjast tilheyra „Hinni sönnu rétttrúnaðarkirkju og vilja ekki viðurkenna hinn opinbera patriarka i Moskvu, sem sé svikari við helgar hug- sjónir og nóbelsskáldið Soljenitzin rrefndi grimuklæddan fulltrúa kommúnismans. Þessi ísraelsmaður dáðist að þolgæði og hetjulund fjölda fólks i fangelsunum, sem verði fyrir trú sina að þola þar hungur, ein- angrun, högg, fyrirlitningu og pyndingar, af þvi að það neitar að klæðast einkennisbúningi fangelsins, sem alltaf hefur að- eins ákveðið númer. Þeir kalla það númer Anti- Krists og vilja ekkert með það hafa.. Sömu menn voru látnir standa naktir úti á isi, af þvi þeir neituðu að vinna á jóladaginn. Foringi þessara manna er prestur, sem heitir Serghei. Annar maður, aðventisti, að nafni Vladimir Shelkov, hefur nú þegar dvalið i þessum fangelsum Rússa i 15 ár, en verið nýlega dæmdur i 25 ár til viðbótar fyrir „gagnbyltingarstarfsemi”. Sumir, t.d. Slipji kardináli, hafa verið dæmdir fyrir morð, þótt þeir myndu verja flugu fyrir árás.” Þetta er vitnisburður úr Rödd pislarvottanna. Getur hinn svonefndi frjálsi heimur sofið við bergmál slikra radda? Þótt ekkert væri annað hægt, þá verður að greiða röddunum leið að sem flestra eyrum. Dropinn holar steininn. „Kornið fyllir mælinn”. Smátt og smátt hlýtur hér að fara eins og forðum i Róm. Sannleikurinn sigrar að lokum. Hervaldið hnigur fyrir hljómi réttlætisins. Og hér skal ekki venjulegum vopnum beitt. Það bætir ekki um fyrir neinum. Ef ekki vinnst með vopnum bið- lundar, þolgæðis og elsku þýðir ekki að berjast. Frumvottar kristninnar hvisluðu deyjandi vörum i kvöl sinni: „Faðir fyrirgef þeim, þvi að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra”. Sr. Wurmbrand segir að lokum i blaði sinu Rödd pislarvottanna: „Allir, sem þjást fyrir Krist, öll fórnardýr „Drekans rauða” verðskulda brennandi elsku okkar. „Dreki”, þú getur lagt á okkur þjáningar og kvalir. En þú getur aldrei slökkt kærleiksloga okkar til hinna þjáðu, samúð okkar með þeim, sem þú notar sem kvala- tæki fangelsum þinum, prestum þeim, sem þú pinir til þinnar þjónustu eða meðaumkun okkar með slúðrurum þinum og lygur- um, sem þú magnar til baráttu gegn okkur. Kærleikurinn mun sigra. „Drekinn rauði” skal falla. Vinir, takið þátt i sigri Drottins Jesú’.’ Þannig lýkur sr. Wurmbrand bréfi sinu, ávarpi sinu til hinnar frjálsu kristni Vesturlanda. Hvað getum við gjört? LAUST STARF Starf búfjárræktarráðunauts hjá Búnað- arsambandi Austur-Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að ráðunautur starfi sem sæðingarmaður hluta úr ári. Starfið veitist frá 1. nóvember n.k. eða siðar eftir samkomulagi. Umsóknum sé skilað til formanns Búnað- arsambands Austur-Húnavatnssýslu, Kristófers Kristjánssonar, Köldukinn, fyrir 1. október n.k., er veitir einnigallar frekari upplýsingar um starfið. HEK'U Heklu-úlpur á drengi og stúlkur fásl í þremur lilum í slærðunum 4-18. Gefið börnum yðar Heklu-úlpur, - sterkar, léftar, hlýjar,- allfaf sem nýjar. AUSTURSTR/ETI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.