Tíminn - 03.09.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 03.09.1972, Qupperneq 7
Sunnudagur 3. september 1972 TÍMINN 7 Nýjar reglur i banka-' rekstri A horni östergade og Kóngs- ins nýja torgi i Kaupmannahöfn hefur Verzlunarbanki Kaup- mannahafnar opnaö nýtt bankaútibú, sem er á margan hátt nýstárlegt. Það er mikið um þægilega stóla, og i sölum bankans eru söluop, þar sem fólk getur fengið keypt blöð og bækur hvaðanæva að úr heim- inum. A veggjum hanga nýstár- leg málverk og veggskreyt- ingar, og er skipt um myndir annað slagiö.! kjallara bankans er smálistasýning, og einnig breytt til þar niðri öðru hvoru, svo alltaf sé eitthvað nýtt að sjá, fyrir viðskiptavini bankans. ☆ Hver fær elginn Dýragarðurinn i Kaupmanna- höfn hefur fengið óvenjulegan gest. Það er elgstarfur, sem ekki var fangaður i heim- kynnum sinum, eins og reyndar er raunin með flest þau dýr, sem eru i dýragarðinum. Greinilegt er, að hér er um sænskan elg að ræða, sem synt hefur yfir Eyrarsund, án þess að menn geti gert sér grein fyrir ástæðunni. En nú er hann sem sagt kominn i dýragarðinn, og hefur það ágætt þar. Elgurinn náðist, eftir að hann hafði gert nokkurn usla i sumar- leyfislöndum i nánd við Kaup- mannahöfn, en siðan var honum fenginn samastaður i dýragarð- inum. I dýragarðinum hefur hann orðið svo mannelskur að meira að segja er hægt að gefa honum mat úr lófa sinum,en nú er risið upp nýtt vandamál varðandi hann. Það er, hver eigi að greiða fæðiskostnað hans. Já, og þetta hefur meira að segja gengið svo langt, að ýmsir að- ilar i Sviþjóð hafa krafizt þess, að fá hann aftur yfir til Svi- þjóðar. Dýragarðurinn vill lika gjarnan skila honum aftur, en þá er annað vandamál upprisið. Hver á að borga fargjaldið fyrir hann? Já, og mat á leiðinni? Forstjóri dýragarðsins hefur þó skýrt frá þvi, að hann vilji alls ekki senda öskar, en það er nafn elgsins, aftur til Sviþjóðar, nema fullvist sé, að hann fái að lifa eftir að hann kemur aftur til föðurlands sins. Hann er orðinn svo mannelskur, að miklar likur eru til, að hann falli fyrir fyrsta skoti veiðimanna Sviþjóðar- meginn. Landbúnaðarráðu- neytið, hefur eiginlega með Oskar og framtið hans að gera, og það er i þess valdi, hvað gert Og nú á Sophia von á barni Já, segir Carlo Ponti, það er rétt, að kona min á von á öðru barni. Nú eru senn liðin fjögur ár frá þvi fyrra barn þeirrra hjóna Carlo yngri, kallaður Cipi, fæddist. Sú fæðing eða meðgöngutiminn á undan gengu ekki vel, þar sem ekki hafði veriö talið mögulegt að Sophia gæti eignast barn. Með aðstoö frægs svissnesks læknis, próffessors de Watteville, tókst að láta Sophiu halda Cipi. Enn er mikil hætta á að Sophia missi þetta föstur, en hún ætti að eignast barnið um áramótin. Læknirinn hefur sagt henni, að hún veröi að halda algjörlega kyrru fyrir siðustu vikur með- göngutimans, eins og hún gerði i fyrra skiptið, og fara á allan verður við hann. Eiginlega er óskar sænskur rikisborgari, eða rikiselgur. Margir Kaupmanna- hafnarbúar segja, að þeim finnist eigi að lita á Öskar sem eins konar pólitiskan flótta- mann, sem hefur farið fram á hæli i Danmörku, og þvi eigi að leyfa Óskari að fá að fara ferða sinna i dönsku skógunum. Skógareigendur i Danmörku eru ekki hlyntir þessari hug- mynd, enda getur vel verið að hætta biði Oskars jafnt i dönskum skógi sem sænskum. En hið rikisfangslausa dýr, Oskar, er himinn lifandi yfir að vera i Danmörku og lætur allt umstang og mas, sem vind um eyrun þjóta. Þeir sigruðu Þessir huggulegu hundar hér á myndinni báru sigur úr bitum i keppni um ágæti hundsins, sem fram fór i Gergweis i Bayern i Þýzkalandi. Alls tóku 1487 hundar þátt i þessari sam- keppni, og var þar dæmt um háralengd og ýmislegt i útliti hundanna, sem allir voru af sömu tegund og þeir, sem þið sjáið á myndinni. Þessir þrir reyndust vera hreinræktað- astir, og beztu dæmin um sinn stofn. Þeir eru svo sannarlega fallegir, og fólk gæti meira aö segja farið að langa til þess að eiga hund, þegar það sér slikar fyrirmyndir hátt mjög vel með sig. Vist er um það, að hún mun reynaaf fremsta megni að fara að ráðum læknisins, þvi svo mikið hefur hana langað til þess að eignast annað barn. Sjálf vill hún ekki minnast á barnið, þvi siðast þegar hún átti von á barni ræddi hún um það opinberlega, og svo missti hún fóstrið. Nú er hún orðin hjátrúarfull, og vonar, að tali hún ekki um þetta, komi ekkert fyrir. Sophia fór nýlega i heimsókn til Tito Júgó- slaviu-forseta. Tito og Jovanka kona hans, hafa alla tið verið mjög góðir vinir Sophiu og manns hennar, og sýndu þau það enn betur en nokkru sinni fyrr þegar Sophia var hjá þeim með son sinn. Þau kölluöu til bæði lækni og hjúkrunarkonu, sem gátu veriö til reiðu hvenær sem var, ef eitthvað kæmi fyrir Sophiu, þar sem hún var barns- hafandi. Sem betur fór gekk allt vel, og ekkert kom fyrir. móti sér beint inn um gluggann, " þegar ég er að hátta. Frú Jónsen, sem var dálitið fyrir- ferðamikil, sagði viðmannsinn: —Þú verður að kaupa rúllugar- dinu. Ungi maðurinn hérna á — Það að ég er með pakka af frosnum fiski i hattinum, þýðir ekki, að ég ætli að stela honum. Ég var nefnilega i veizlu i gær- kvöldi. Drykkjumaðurinn styttir lif sitt um allt að helmingi, en i staðinn sér hann tvöfalt, svo lengi sem það varir. Petersen sótti um næturvarðar- stöðu, en hann var bæöi iitill og magur. —Ja, ég veit ekki, sagði for- stjórinn. — Við þurfum mann, sem er stór, sterkur og hugaður eins og ljón, treystir aldrei neinum og tekur eftir hverju smáatriði —Það er gott, svaraði Petersen. Þá sendi ég konuna mina til yðar. DENNI DÆAAALAUSI Þú getur sagt að hún sé strákur i töluverðan tima ennþá, en þegar hún fer að stækka, sjá allir, að þú hefur verið að plata.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.