Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10
10 1. mars 2004 MÁNUDAGUR Miklar skemmdir urðu á aust-urhorni netagerðabryggjunn- ar í Neskaupstað í norðaust- anstormi sem var á þriðjudags- kvöldið, þegar landfestar skips sem lá við hana gáfu sig. Skipið, Bjarni Ólafsson AK, skemmdist hins vegar ekki en talið er að vind- hviðan sem skall á því hafi verið 36 metrar á sekúndu. Ekki verður ráðist í viðgerðir fyrr en í sumar.“ Þetta sagði meðal annars í stuttri frétt frá fréttaritara Fréttablaðs- ins í Norðfirði í annarri viku febr- úar. En það var einmitt vegna þess- ara skemmda sem lík Vaidas Jucevicius fannst. Þorgeir Jónsson kafari fann líkið. „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið um þessa sérstöku reynslu. „Það var algjör tilviljun að líkið fannst svona fljótt,“ sagði Gísli Sigurbergur Gíslason, hafnarstjóri á Neskaupstað. Gísli sagði að bryggjan hafi skemmst í óveðri. Hann segir að viðgerðir á bryggjunni hefðu ekki verið áætlaðar fyrr en seinna á ár- inu eða jafnvel því næsta. Hann hafi hins vegar rætt við Þorgeir Jónsson kafara á þriðjudag og beð- ið hann að athuga hvort skemmdir væru á stólpum bryggjunnar. Þor- geir hafði samband við Gísla dag- inn eftir til að láta vita að hann ætl- aði að fara niður þá um daginn þar sem veðrið væri svo gott. Fyrst benti allt til morðs Lögreglan heimafyrir og sér- fræðingar úr Reykjavík hófu strax rannsókn. Allt benti til morðs. „Áverkarnir sem eru á líki mannsins sem fannst í höfninni í Neskaupstað benda til að maður- inn hafi verið myrtur á kaldrifjað- an hátt. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa hver varð manninum að bana. Lögregla hefur fáar vísbind- ingar til að styðjast við við rann- sóknina,“ sagði í Fréttablaðinu 13. febrúar. Þrjú stungusár eru á líkinu, á kvið og brjóstholi. Áfram beindist athygli rannsóknarinnar fyrst og síðast að því að framið hefði verið ógeðfellt morð. Líkið var sent til krufningar og þá tók málið kúvendingu. Strax hermdu heim- ildir Fréttablaðsins að niðurstaða krufningarinnar hefði leitt til að lögregla teldi sig nokkru nær um málið. Mynd af þeim látna var send til norsku lögreglunnar þar sem hún var sýnd skipverjum norska loðnuskipsins Senior, en skipið var í Neskaupstað fáum dögum fyrir líkfundinn. Ekki var útilokað að skipverjarnir gætu gefið gagnlegar upplýsingar. Kúvendingin mikla Við krufninguna kom fram að Vaidas Jucevicus hafði innbyrt mikið magn amfetamíns. Sannað þótti að Vaidas hefði látist af völd- um fíkniefnanna og var í fyrstu talið hugsanlegt að gat hefði komið á umbúðir og amfetamín komist í blóðið. Það var þó útilokað eftir greiningu sýna úr líkinu. Þrjú stungusár eru á líkinu, á kvið og brjóstholi og er talið að þau hafi verið veitt eftir að maðurinn lést og það hafi verið gert til að forðast gasmyndun, en hún veldur því að líkið flýtur upp eftir ákveðinn tíma í vatni eða sjó. Þeir sem til þekkja segja sárin veitt af kunnáttumönn- um. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og lögregla leitaði tvegg- ja Íslendinga og eins Litháa sem eru grunaðir um að hafa komið lík- inu fyrir í höfninni. Hverjir hinir grunuðu voru var ekki gefið upp. Svo fór að þeir gáfu sig fram við lögreglu og eftir að hafa rætt við réttvísina var þeim sleppt. Þáver- andi lögmaður þremenninganna sagði sér ekki kunnugt um að þre- menningarnir hafi haft réttarstöðu grunaðra manna. „Rannsóknin beinist að stórum hluta að því að kortleggja eins ná- kvæmlega og unnt er ferðir allra grunaðra og allra sem til greina koma og kortleggja þá sólarhringa sem þessir atburðir eiga sér stað. Við vinnum eftir öllum þeim stað- reyndum sem við getum safnað saman,“ sagði Arnar Jensson hjá ríkislögreglustjóra á blaðamanna- fundi. Við réttarkrufningu kom í ljós að Jucevicius var ekki með minna en 400 grömm af hvítu efni, meðal annars amfetamíni, innvortis, í 50 til 60 sérútbúnum plasthylkjum. „Í gær kom staðfesting frá Viln- íus þess efnis að fingraför manns- ins, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað, væru samkennd við fingraför þarlends ríkisborgara,“ sagði Inger L. Jónsdóttir, sýslu- maður á Eskifirði, föstudaginn 20. febrúar. Þrír í gæsluvarðhald Tveir Íslendingar og einn Lithái voru úrskurðaðir í ell- efu daga gæsluvarðhaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur sunnu- daginn 22. febrúar. Mennirnir eru þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Litháinn Tom- as Malakauskas. Þeir eru grunaðir um ólögleg fíkniefnaviðskipti, ósæmilega meðferð á líki og að bjarga ekki manni í lífsháska eða um morð af yfirlögðu ráði. Þeir eiga að vera í gæsluvarðhaldi fram í miðja þessa viku, samkvæmt þeim úrskurði sem liggur fyrir. Lögregla telur að Tomas og Jónas hafi tekið á móti Jucevicius annan febrúar. Eitt af því sem tengir þá við Jucevicius er að Jónas breytti flugmiða hans og bókaði hann í flug frá landinu tveimur dögum síðar en hann upp- haflega átti að fara. Síðar var brottför hans seinkað um óákveð- inn tíma. Lést í Reykjavík Fréttablaðið sagði frá því fyrir viku að allt benti til að Viadas Jucevicius hafi látist í Reykjavík og að ekið hafi verið með líkið til Neskaupstaðar. Talið er víst að Jónas og Tomas hafi ferðast með líkið í tvo daga pakkað inn í teppi sem keypt var í Byko. Á leiðinni urðu þeir veðurteppt- ir á Djúpavogi frá föstudagskvöldi til sunnudags. Þeir komu til Nes- kaupstaðar sunnudaginn 9. febrú- ar og héldu aftur til Reykjavíkur daginn eftir. Líklegt er að líkinu hafi verið sökkt við netabryggjuna í Neskaupstað aðfaranótt sunnu- dags. Rannsóknin hélt áfram og lög- reglan lagði hald á tvo bíla, fólksbíl og jeppa, sem taldir eru tengjast þremenningunum. Að sögn Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá ríkislögreglustjóra, hef- ur lögregla tekið bílana til sinna umráða til frekari rannsóknar. Arnar segir að hald hafi einnig verið lagt á ýmis gögn í mörgum húsleitum sem bæði voru fram- kvæmdar á höfuðborgarsvæðinu og í Neskaupstað. Arnar sagði ein- nig unnið að annars konar upplýs- ingaöflun og yfirheyrslum. „Það hefur fengist stað- fest að Tomas Mala- kauskas er ekki á saka- skrá. Íslendingarnir eru ekki á sakaskrá fyrir nein mál í líkingu við það sem þeir eru sakaðir um núna, hvorki fíkniefnabrot né ofbeldis- brot,“ sagði A r n a r Jensson, LÍKFUNDUR Lögreglan á Austur- landi brást hratt og rétt við þegar fréttist af líkfundinum í höfn Nes- kaupstaðar miðvikudaginn 11. febrúar, að sögn Arnars Jensson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra. Þar voru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja að ýmis mikilvæg gögn færu ekki til spillis í upphafi rannsóknarinnar. „Sem dæmi þá brugðust þeir strax við og létu tryggja allt sorp á svæðinu til þess að eiga mögu- leika á að leita að sönnunargögn- um og tíu menn voru settir í að fara í gegnum níu tonn af sorpi,“ segir Arnar. Hann segir það mikil- vægt í upphafi rannsóknar af þessu tagi að gripið sé strax til ráðstafana til að tryggja að gögn um þá sem hugsanlega tengist málinu glatist ekki. „Það fyrsta sem er gert í svona rannsókn er að kanna hvort ör- yggismyndavélar séu til staðar og hvar hugsanlega er hægt að finna spor. Síðan eru þau gögn tryggð og passað upp á að þeim sé ekki eytt. Öryggiskerfi eru oft þannig að þau eru endurnýjuð jafnvel eft- ir sólarhring eða tvo,“ segir Arnar og bætir við: „Þannig að við byrj- uðum á að tryggja okkur eins mik- ið af gögnum og hægt var.“ Hann segir að til dæmis hafi verið tryggt að öryggisupptökur í samgöngumannvirkjum, eins og jarðgöngum, kæmust í hendur lögreglu. „Svo er farin þessi hefð- bundna leið sem alltaf er farin. Það er kannað hvaða hlutir koma við sögu og þessir hlutir eru rakt- ir til uppruna; til dæmis í verslan- ir;“ segir Arnar. Í tilfelli líkfundarins í Nes- kaupstað var til að mynda athugað hvar hægt væri að kaupa límband sem notað var til þess að búa um líkið. Í kjölfarið er reynt að kom- ast að því hvort leið sé til þess að fá upplýsingar um hverjir hafi keypt slík efni. Arnar segir að hið fyrsta sem athugað er þegar óþekkt lík finnst sé hvort þar sé hugsanlega um að ræða einhverja af þeim Íslending- um sem eru týndir. Í þeirri vinnu hafi mörg lögregluembætti lagt lóð á vogarskálar rannsóknarinn- ar. Að sögn Arnars fékk lögreglan fljótt vísbendingar um að lík Vaidas Jucevicius hafi verið flutt austur í teppi. „Ég get nú ekki sagt nákvæmlega um það en mjög sterkar vísbendingar komu fram ARNAR JENSSON Segir mikilvægt í upphafi rannsóknar að tryggja að hugsanleg rannsóknargögn fari ekki til spillis. Það hafi verið gert í rann- sókninni í Neskaupstað. Rannsókn líkfundarins í Neskaupstað miðar vel: Líklegt að fleiri tengist málinu Á LEIÐ Í GÆSLU Þrír menn sitja í gæslu- varðhaldi vegna rann- sóknar málsins. Einn þeirra hefur játað aðild samkvæmt heimildum blaðsins. Baksviðs SIGURJÓN M. EGILSSON ■ rifjar upp rannsókn lögreglu vegna líkfundarins í Neskaupstað. Flókin mynd skýrist Í GÆSLUVARÐHALDI Nafn: Grétar Sigurðarson Aldur: 27 ár Búseta: Neskaupstaður Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Grétar játað aðild að málinu ekki er þó vitað að hve miklu leyti. Nafn: Jónas Ingi Ragnars- son Aldur: 32 ár Búseta: Reykjavík Nafn: Tomas Malakauskas Aldur: 24 ár Búseta: Litháen Talið er að Tomas og Jónas Ingi hafi ekið til Neskaup- staðar með lík Vaidas. Lögmenn þeirra beggja segja þá ekkert hafa játað við yf- irheyrslur. Gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur rennur út á miðvikudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.