Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 31
31MÁNUDAGUR 1. mars 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ásgeir Böðvarsson. Elísa Sigurðardóttir. 1989. Nú erum við mætt aftur með okkar umtalaða, glæsilega skómarkað og nú í GLÆSIBÆ Annað eins úrval hefur ekki sést áður. Erum alltaf að bæta við nýjum vörum. Þú færð skó á alla fjölskylduna á ótrúlegum verðum. Einnig allar töskur 500 kr. Buddur 300 kr. Sokkar, sokkabuxur o.fl Ekki láta þennan skómarkað fram hjá þér fara. SKÓMARKAÐUR Í GLÆSIBÆ Skór.is og Valmiki S. 693 0996 Opið mánud. - föstud. frá kl. 10.00 - 18.00 laugard. frá kl. 10.00 - 16.00 og sunnud. frá kl. 12.00 -16.00 Lárétt: 1 vísdómurinn, 6 fæða, 7 tveir eins, 8 tveir eins, 9 grjót, 10 sómi, 12 traust, 14 smábýli, 15 tímabil, 16 ónefndur, 17 hamslausa, 18 takast á við. Lóðrétt: 1 steinn, 2 slæm, 3 átt, 4 ekki blankheit, 5 nudd, 9 blóm, 11 illt, 13 málmur, 14 dugmikil, 17 keyrði. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 viskan,6ala,7uu,8ll,9urð, 10æra,12trú,14kot,15ár, 16nn,17 óða,18átak. Lóðrétt: 1 vala,2ill,3sa,4auraráð,5 nuð,9urt, 11vont,13úran,14 kná,17 ók. en þau falla þeim félagsmanni í skaut sem sýnir til dæmis af sér einstaka háttvísi, kurteisi eða aðra framúrskarandi framkomu við veiðar á ársvæðum félagsins. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt Jóni Geirssyni, einum af þeim fjölmörgu sem slepptu fiski sínum eftir snarpa viðureign, en dregið er úr nöfnum allra þeirra sem slíkt skráðu í veiðibækur félagsins. Jón fékk verðlaunin fyrir fallegan sjóbirting veiddan í Tungufljóti í október en hann veiddi fiskinn á fluguna „black goast“ í Fitjabakka. Guðlaugur Þór Þorsteinsson fékk maríubikarinn, sem veittur er veiðimanni sem veiddi maríu- lax á einhverju ársvæði SVFR og var dregið úr þeim sem slíkt skráðu í veiðibækur. Guðlaugur veiddi laxinn sinn í Fáskrúð í sept- ember. Fiskurinn fékkst í Neðri Barka á maðk. g.bender@simnet.is BUBBI MORTHENS OG FLOSI ÓLAFSSON Létu sig ekki vanta á árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur og voru í banastuði, eins og þeirra er von og vísa. Auglýsingastofan Gott fólk-McCann gerði það gott á ÍMARK hátíðinni á föstudaginn og fékk verðlaun í sjö flokkum af tíu við úthlutun Íslensku auglýsinga- verðlaunanna. Fyrirtækið var verðlaunað fyrir auglýsingar fyrir Sýn, Durex, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Vífilfell. „Við erum að vinna fyrir mjög mismunandi viðskiptavini og ólíka miðla þannig að ég held að þetta sýni fyrst og fremst fram á það að við höfum mikla breidd,“ segir Jón Árnason, sem er einn þeirra sem hafa leitt hugmyndavinnuna hjá Góðu fólki. „Það er margt ólíkt með VR, Sýn og Durex. Þannig að þetta eru viðskiptavinir með ólíkar áherslur og vörur þannig að við fáum ansi fjölbreytt vandamál til úrlausnar en það tryggir auðvitað ákveðna fjölbreytni að fá að takast á við mismunandi miðla og fá svig- rúm til að gera hlutina aðeins öðru- vísi.“ En hvaða þýðingu hefur það fyr- ir auglýsingastofu að raka svona saman verðlaunum? „Það er erfitt að segja til um það en þar sem verðlaunin eru fyrst og fremst veitt fyrir hugmyndavinnu hlýtur þetta að senda út þau skilaboð að Gott fólk sé, hugmyndalega séð, í mjög góðu formi þessa dagana. Viðskiptavinir sem sækjast eftir slíku gætu því viljað hitta okkur að máli. Þetta er í það minnsta já- kvætt, frekar en hitt og þjappar fólkinu saman þar sem þetta er við- urkenning á því að við séum að gera eitthvað rétt.“ Jón segir að þessi árangur náist ekki nema með góðu samstarfi við viðskiptavininn. „Þetta er góður mælikvarði á samvinnu auglýs- ingastofunnar og viðskiptavinarins en skemmtilegir hlutir gerast ekki nema viðskiptavinirnir séu til- búnari að gera eitthvað nýtt til að fá athygli.“ ■ Lúðrarnir þjappa fólkinu saman GARY WAKE OG JÓN ÁRNASON Auglýsingastofan Gott fólk sankaði að sér auglýsingaverðlaunum á ÍMARK-hátíðinni. Jón segir skemmtilegustu hlutina gerast þegar viðskiptavinurinn er tilbúinn að fara nýjar leiðir í markaðssetningu. ÍMARK GOTT FÓLK ■ Verðlaun í sjö af tíu flokkum Íslensku auglýsingaverðlaunanna. Fjölbreytnin er mikil hjá stofunni þar sem viðskiptavinirnir eru ólíkir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.