Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR ERINDI UM FÁKEPPNI Jón Þór Sturluson, sérfræðingur hjá Hagfræði- stofnun, flytur erindi um fákeppni við að- stæður sem eru einkennandi fyrir smá- sölu með raforku og símaþjónustu sem áður voru í einokun. Erindið verður flutt í Odda, Háskóla Íslands, klukkan 12.15 og byggir á doktorsritgerð sem Jón Þór varði við Viðskiptaháskólann í Stokkhólmi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÆGIR SÍÐDEGIS Í REYKJAVÍK Áfram mjög hvasst norðvestan til á landinu til kvölds. Dregur úr úkomu er líður á daginn, síst sunn- an til. Áfram milt en lítið eitt kólnandi á morg- un og hinn. Sjá síðu 6. 3. mars 2004 – 62. tölublað – 4. árgangur ● rækta líka ketti og kýr F. Baylis og Chris Oldt: ▲ SÍÐA 30 Heimsfrægir hundaræktendur ● hermóður og háðvör hæst Atvinnuleikhús: ▲ SÍÐA 30 Ráðuneytið veitti styrki í gær ● 37 ára í dag Ari Gísli Bragason: ▲ SÍÐA 16 Leitar að gjöfinni á bókamarkaði ● ut2004 ● hvað merkja gráðurnar? Guðrún Ögmundsdóttir: ▲ SÍÐUR 18-19 Í fínasta gagnfræða- skóla borgarinnar MIKIÐ BER Í MILLI Atvinnurekendur bjóða 8,45% launahækkun á almennum markaði næstu fjögur árin. Kröfur Starfs- greinasambandsins og Flóabandalagsins nema 18%. Sjá síðu 2 HNÍFURINN FUNDINN Kafarar Land- helgisgæslunnar, sem hafa leitað í sjónum við Neskaupstað síðustu tvo daga að lag- vopni í tengslum við líkfundinn þar, fundu hnífinn um hádegisbil í gær. Sjá síðu 2 RÁÐGJAFI MYRTUR Khalil al-Zaben, einn af helstu ráðgjöfum Yassers Arafat, leiðtoga Palestínumanna, var skotinn til bana í Gaza-borg. Arafat hefur fordæmt árásina. Sjá síðu 6 MANNSKÆÐ SPRENGING Um 150 manns fórust í árásum á helgidóma sjía- múslima í Írak í gær. Sjá síðu 12-13 HAÍTÍ, AP Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti Haítí sem nú er í útlegð í Mið-Afríkulýðveldinu, segir Bandaríkjamenn hafa neytt sig til afsagnar en því hafa Banda- ríkjamenn vísað alfarið á bug. Aristide sagði í viðtali við AP í gærmorgun að Bandaríkjamenn sem komið hefðu í forsetahöllina hefðu hótað að hefja skothríð ef hann færi ekki með þeim. Hann sagðist hafa farið að óskum þeirra og undirritað afsagnarbréf til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Yfirlýsingarnar hafa valdið stjórnvöldum í Mið-Afríkulýðveld- inu miklum áhyggjum og hafa þau beðið Aristide að hafa hljótt um sig af ótta við að orð hans skaði samskipti þeirra og Bandaríkj- anna. Guy Philippe, einn af leiðtogum uppreisnarmanna, lýsti því í gær yfir að hann væri orðinn yfirmað- ur hersins á Haítí. Hann sagðist þó ekki ætla að taka þátt í stjórnmál- um og myndi hlýða skipunum for- setans, einnig ef uppreisnarmönn- um væri skipað að afvopnast. Phil- ippe er eini leiðtogi uppreisnar- manna sem stjórnarandstæðingar hafa tekið í mál að ræða við. Uppreisnarmenn sögðust í gær vera að skipuleggja vopnaðar eft- irlitsferðir í Port-au-Prince, höfuð- borg Haítí. ■ nám o.fl. HVEITIÞJÓFUR STÖÐVAÐUR Gripdeildir halda áfram á Haítí. Lögreglumaður stöðvaði þennan mann sem var að stela hveiti úr vörugeymslu. Líklega hefur verið erfitt fyrir hann að halda uppi vörnum í máli sínu. HEIMAHJÚKRUN Fjórtán hjúkrunar- fræðingar sem eru fyrrverandi starfsmenn í heimahjúkrun sendu vinnumiðluninni Alhjúkrun ehf. bréf, eftir að ljóst var að Heilsu- gæslan myndi ráða fjóra starfs- menn af fyrirtækinu til starfa í heimahjúkrun í aksturssamnings- deilunni. Í bréfinu, sem sent var í fyrradag, beindu hjúkrunarfræð- ingarnir meðal annars þeim til- mælum til fram- kvæmdast jóra Alhjúkrunar að hætta við að semja við Heilsu- gæsluna um að ganga inn í störf s t a r f s m a n n a heimahjúkrunar. Ella hótuðu hjúkr- unarfræðingarnir að grípa til allra löglegra aðgerða til að hindra að starfs- menn Alhjúkrunar gengju í störf starfsmanna heima- hjúkrunar meðal annars með því að kæra fyrirtækið til siðanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Guðmundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar, ritaði framkvæmdastjóra Alhjúkrunar síðan bréf í gær vegna bréfs hjúkrunarfræð- inganna. Þar sagði for- stjórinn að í bréfi hjúkrunarfræðing- anna kæmu fram hót- anir sem bæði væru ólögmætar og utan alls velsæmis. Hann benti jafnframt á að ráðningarsamningar þeirra tæplega 40 starfsmanna sem sagt hefðu upp störf- um væru nú fallnir úr gildi. Um leið væru gagnkvæmar skyldur sömu aðila fallnar niður. Þá sagði í bréfi forstjórans að gagnkvæmur skilningur væri milli Heilsugæslu og viðkomandi stétt- arfélaga, um að deila sú sem nú væri uppi flokkaðist ekki undir kjaradeilur í skilningi laga og kjarasamninga. Í bréfi fyrrver- andi starfsmanna felist boð um ólögmæt afskipti af starfsemi heimahjúkrunar. Loks er áréttað í bréfinu, að hót- anir sem fram komi í bréfi fyrr- verandi starfsmanna heimahjúkr- unar, þess efnis að starfsmenn sem gangi í störf þeirra verði kærðir til siðanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, séu alvarleg- ar, marklausar, löglausar og að engu hafandi.“ Loks skorar for- stjórinn á Alhjúkrun ehf. að út- vega starfsmenn í heimahjúkrun hjá Heilsugæslunni í samræmi við fyrirætlanir sem uppi hafi verið. Sjá nánar bls. 2 og 4. jss@frettabladid.is Aristide harðorður í garð Bandaríkjamanna: Segist neyddur til afsagnar 46%62% Landbúnaðarráðherra um grænmetisverð: Óskar skýr- inga verði SAMKEPPNISSTOFNUN „Ég skrifaði í gær Samkeppnisstofnun bréf og bið þá að fara yfir verðmyndun á grænmeti og á hverju verðhækk- anir undanfarna mánuði byggjast. Það verður að skýra hvort um er að ræða hækkun á h e i m s m a r k a ð i , hækkun í hafi eða hei ldsalahækk- un,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. Ve r ð k ö n n u n Samkeppnisstofn- unar á grænmeti og ávöxtum sem gerð var á dögun- um sýndi að verð á þessum vörum hækkaði töluvert milli febrúar í fyrra og í ár eða um 14% til 51%. Veruleg verð- lækkun varð á grænmeti milli ár- anna 2002 og 2003 vegna afnáms tolla á ýmsar grænmetistegundir í febrúarmánuði 2002. En hún virðist horfin, í bili að minnsta kosti. Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt, bæði vegna neytenda og grænmetisbænda, að leitt verði í ljós hvað veldur þessari miklu hækkun. ■ GLÆPSAMLEGT Ritstjórn Daily Express gat ekki leynt hneykslun sinni á nýju hjálmunum. Breska lögreglan: Höttunum skipt út BRETLAND Líklega er enginn hluti lögreglubúnaðar þekktari en hatt- urinn hái sem hefur verið ein- kenni breskra lögreglumanna um langt skeið og aukið virðuleika lögreglumanna að margra mati. Hatturinn hefur alltaf þótt óþægilegur og þungur og langt er síðan menn komust að því að hann væri hættulegur heilsu þeirra sem hann bera. Nú er svo komið að breska lögreglan hefur kynnt til sögunnar nýjan hjálm, minni og léttari en þann gamla. Hönnun hans hefur þó farið fyrir brjóstið á sumum þar sem hann þykir fjarri því jafnvirðulegur og sá gamli. Þannig hefur til dæmis breska blaðið Daily Express sagt hann eiga betur við skólabúning fyrir smástelpur en einkennis- búning lögreglunnar. ■ AP /M YN D Ólöglegar hótanir Forstjóri Heilsugæslunnar fordæmir bréf sem hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun sendu Alhjúkrun. Hann segir hótanir þær sem fram komi í bréfinu alvarlegar, marklausar, löglausar og að engu hafandi. BRÉFASKRIFTIR Bréf fjórtán hjúkrunar- fræðinga, sem vildu að fyrirtækið legði Heilsu- gæslunni ekki lið í heimahjúkrunardeilunni. GUÐNI ÁGÚSTSSON Hefur sent Sam- keppnisstofnun erindi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.