Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Sáttur við sjálfan sig SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Ég tek bara það sem mér er ætlað,hitt læt ég vera, sagði skipstjóri sem varð að svara því hvers vegna hann aflaði minna en aðrir, ár eftir ár. Hann var sáttur við sjálfan sig þó aðr- ir væru það ekki. Þetta var bæði glað- lyndur maður og skemmtilegur. Orð- heppinn og vinamargur. Það varð eng- inn auðmaður með því að ráðast í pláss hjá honum. Þeir sem kynntust skipstjóranum sóttust samt eftir að vera með honum. Ekki til að eignast peninga, heldur eitthvað annað sem er ekki svo að gott að útskýra. TVEIR FÉLAGAR sátu að drykkju. Þeir höfðu margoft gert það áður. Þeim var sama hvaða dagur var þegar þeir drukku. Þetta var á þriðjudegi og þeirra var saknað, hvors á sínum vinnustað. Þeir söknuðu annars. Það vantaði þriðja félagann. Hann hafði oftast drukkið með þeim, en ekki núna. Hann var í meðferð. Hinir tveir voru gáttaðir á félaganum. Annar sagði við hinn: Það er slæmt þegar menn geta ekki stjórnað drykkjunni og þurfa að fara í meðferð. Hinn var sammála. Þeirra var áfram saknað en þeir voru sáttir við sjálfa sig. ÞEKKI MANN sem getur ekki talist fríður. Og þó. Er stórgerður og slettist áfram frekar en að hann gangi. Guð hefur verið í sérstöku skapi þegar hann hannaði þennan mann. Ekki endi- lega vondu skapi, hefur fallið í prakk- araskap. Sennilega getur Guð ekki spólað til baka. Þess vegna hefur hann fengið móral þegar hann var búinn að skapa svo sérstakan líkama að hann hefur ákveðið að gera væntanlegan mann að góðum manni. Það tókst svo vel að þeir sem kynnast hætta að sjá stórskorinn sérstakan mann. Góðan mann sem gleður. Mann sem er sáttur við sjálfan sig. AÐRIR SKILJA ekki hvað fegurð er. Þeir virðast halda að fegurð sé fólgin í hrukkuleysi, gervibrjóstum og farða. Kaupa jafnvel lækninga- aðgerðir til þess að breyta því sem margur annar yrði ekki bara sáttur við. Myndi vera stoltur af. En svona er þetta. Þeir sem aldrei eru sáttir virðast halda að andi og skrokkur eldist ekki svo til alveg saman. Og hvort ætli hafi meiri áhrif á hitt, and- inn eða skrokkurinn? Veit svo sem ekkert um þetta en held samt að þeir sem neita að eldast, þykir nebbinn of stór eða barmurinn af rangri stærð séu ekki sáttir við sjálfa sig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.