Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 12
12 3. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ Á DYR Sambandssinnar í Ulster, flokkur David Trimble fyrrum forsætisráðherra Norður-Ír- lands, sögðu sig í gær frá viðræðum um stjórnarmyndun á Norður-Írlandi. Þeir segja ekki tekið á vopnahlésbrotum Írska lýðveldishersins. TÖLVUR Svo virðist sem höfundar tölvuorma séu með allra spræk- asta móti þessa dagana. Að sögn Friðriks Skúlasonar veiruvarna- sérfræðings var síðasta helgi með þeim allra annasömustu hjá þeim sem vinna að því að verja tölvu- notendur frá tölvuveirum. „Þetta var einhver brjálaðasta helgi sem við höfum lent í nokkru sinni,“ segir Friðrik. Hann segir að vírusahöfundar virðist hafa uppgötvað að auðvelt sé að sleppa lausum mörgum mismun- andi útgáfum tölvuorma samtím- is. Því séu margir ormar í dreif- ingu þótt enginn þeirra sé eins útbreiddur og skæðustu ormar síðustu mánaða, SoBig og MyDoom, voru. Ormarnir eru flestir hannaðir þannig að í þeim er innbyggt póstsendiforrit og erfitt er fyrir notendur að átta sig á því hvaðan veirurnar berast þar sem netfang sendandans er valið af handahófi og gefur ekki upplýsingar um hvaðan sendingin er raunveru- lega komin. Friðrik segir ormana vera skaðlitla nema hvað þeir valda töfum og álagi á gagnaflutnings- kerfi. Hann ítrekar að fólk eigi ekki að opna viðhengi í tölvupósti ef það lítur torkennilega út; jafn- vel þótt svo virðist sem pósturinn sé sendur frá einhverjum sem viðtakandi þekkir. ■ Árásir við helgidóma Í það minnsta 143 fórust í árásum á helgidóma sjía-múslima í Írak í gær. Ashura, ein helsta trúarhátíð sjía-múslima, var lituð blóði. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu. BAGDAD, AP Að minnsta kosti 143 biðu bana og hundruð manna særðust í samstilltum árásum á helgidóma sjía-múslima í Bagdad og borginni Karbala í suðurhluta Íraks. Árásirnar áttu sér stað í gærmorgun þegar milljónir sjía- múslima höfðu safnast saman í borgum og bæjum landsins til að fagna Ashura-hátíðinni í fyrsta sinn í áratugi. Framkvæmdaráðið í Írak hefur sent samúðarkveðjur til aðstandenda hinna látnu og lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sjúkrahús í borgunum báðum eru yfirfull af fólki og hefur almenn- ingur verið hvattur til að gefa blóð. Að minnsta kosti 75 manns fór- ust og hundruð særðust þegar fjórar sprengjur sprungu í námunda við Kazimiya-helgidóm- inn í Bagdad. Hundruð sjía-músli- ma voru stödd í helgidómnum þegar árásin var gerð. Þegar bandarískir hermenn komu á vett- vang kastaði mannfjöldinn í þá grjóti og urðu þeir frá að hverfa. Um svipað leyti sprungu sex sprengjur í heilögu borginni Kar- bala með þeim afleiðingum að allt að sextíu manns fórust, þar á með- al fjöldi Írana. Mikil öryggis- gæsla var í Karbala þar sem yfir ein milljón sjía-múslima var kom- in til borgarinnar til að taka þátt í Ashura-hátíðinni. Skelfing greip um sig meðal pílagrímanna þegar sprengingarnar kváðu við og síð- ar brutust út óeirðir á götum úti. Ekki er vitað með vissu hvað olli sprengingunum. Hugsanlegt er talið að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða en einnig hefur verið leitt að því líkum að sprengjum hafi verið varpað úr sprengjuvörpum. Ashura, ein helgasta trúarhátíð sjía-múslima, var bönnuð í stjórn- artíð Saddams Husseins af ótta við að hún yrði kveikjan að upp- reisn þessa kúgaða samfélags- hóps. Þær kenningar hafa heyrst að uppreisnarmenn í Írak séu að reyna að kynda undir ósætti milli sjía- og súnní-múslima með það að markmiði að hrinda af stað borg- arastríði í landinu. Í gær köstuðu íraskir upp- reisnarmenn handsprengju á bandarískan herjeppa í Bagdad með þeim afleiðingum að einn hermaður lést og annar særðist. Alls hafa 545 bandarískir her- menn fallið í Írak síðan stríðið hófst fyrir ári. ■ Alcoa: Gaf tæpa 2 milljarða VIÐSKIPTI Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa, sem byggir álver á Austur- landi, og Alcoa-sjóðurinn styrktu ýmis samfélagsleg mál um 26,8 milljónir Bandaríkjadala í fyrra, eða sem nemur um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alcoa. Í tilkynningunni segir að alls hafi styrkveitingarnar verið um sextán hundruð í 52 löndum á síð- asta ári. Þá segir í tilkynningunni að Alcoa gefi starfsmönnum sínum frí frá vinnu einu sinni á ári til þess að þeir geti unnið sjálfboðaliðastörf og að fleiri en sex þúsund starfsmenn félagsins hafi unnið slík störf í nóv- ember á síðasta ári. ■ SJÖ GUANTANAMO-FANGAR FRAMSELDIR Sjö rússneskir ríkis- borgarar, sem voru í haldi banda- rískra stjórnvalda í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu, hafa verið framseldir til Rússlands. Að sögn fréttastofunnar Interfax eru mennirnir í fangelsi í Rússlandi þar sem þeir bíða réttarhalda. Þeim er gefið það að sök að hafa barist við hlið talibana í Afganist- an. SNARPUR JARÐSKJÁLFTI Á GRIKKLANDI Jarðskjálfti sem mældist 5,6 á Ricter-skala skók suðurströnd Grikklands aðfar- arnótt mánudags. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en skemmdir á mannvirkjum voru óverulegar. Skjálftinn átti upptök sín úti fyrir hafnarbænum Kalamata. ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K TÍ K n r. 4 0 A FRIÐRIK SKÚLASON Segir síðustu helgi hafa verið mjög annasama hjá vírusvarnasérfræðingum. Tölvuveirur: Óvenjumargir ormar á ferð ■ Evrópa BLÓÐUGUR VÍGVÖLLUR Ungur drengur hleypur yfir vígvöllinn í Karbala fáeinum mínútum eftir að sprenging- arnar kváðu við. FYRIR ÁRÁSIRNAR Þúsundir pílagríma höfðu safnast saman í miðborg Karbala þegar sprengjurnar sprungu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.