Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 10
10 3. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR TVEIR MENNINGARHEIMAR Einhvern tíma hefðu þetta þótt andstæður, kona klædd að íslömskum sið haldandi um dóttur sína með Barbietösku sér við hlið. Sviplausi maðurinn og tortímandinn skiptust á bröndurum: Keppinautar sameinast LOS ANGELES, AP Arnold Schwarze- negger og Gray Davis, helstu keppinautarnir um ríkisstjóraemb- ættið í Kaliforníu í aukakosningum í fyrra, sneru bökum saman í fyrrakvöld. Þeir börðust sameigin- lega fyrir því að kjósendur sam- þykktu tvær tillögur sem miða að því að ná tökum á gríðarlegum fjárlagahalla ríkisins. Samkvæmt tillögunum verður aflað fjár til að stoppa í fjár- lagagatið, settur upp nýr vara- sjóður til að mæta áföllum og lán- tökur í framtíðinni takmarkaðar. Vel fór á með Schwarzenegger og Davis þegar þeir komu fram í þætti Jay Leno, þar sem Schwarzenegger tilkynnti einmitt framboð sitt gegn Davis. Davis fór með frægar línur úr myndum Schwarzeneggers og sagði leikar- ann fyrrverandi vera að búa sig undir nýjan starfsvettvang, leik- listina. Davis hefur vel að merkja verið kallaður svipbrigðalausasti stjórnmálamaður síðari tíma. ■ Yfirburðastaða Halldórs mótandi Formaður Framsóknarflokksins hefur sterka stöðu meðal þingmanna flokksins. Þar fer saman að hann gegnir embætti formanns og mikil reynsla hans í stjórnmálum. Framsóknarmönnum dylst ekkilengur að það er Siv Friðleifs- dóttir sem mun víkja í haust. Þetta eru allir þeir flokksmenn sem rætt var við sammála. Halldór Ásgríms- son, formaður flokksins, mun ráða hvaða ráðherrar Framsóknar- flokksins verða í ríkisstjórn hans sem tekur við völdum 15. september. Formlega er það þingflokkurinn sem ræður, en þingmennirnir munu aldrei fara gegn vilja Halldórs. Til þess er staða hans allt of sterk. Fréttablaðið talaði við nokkra fram- sóknarmenn og allir tala þeir eins, eru nánast sammála. Þeir segja að niðurstaða Halldórs verði sú, þegar hann þarf að fækka ráðherrunum, að Siv Friðleifsdóttir verði að sætta sig við að hafa ekki ráðherraembætti í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Halldór mun ekkert aðhafast varðandi ráðherravalið fyrr en Al- þingi verður komið í sumarfrí en það á að hefjast þegar vika er af maí. Það gerir hann til að búa svo um hnútana að óánægja þess sem missir embætti hafi sem minnst áhrif á þingstörfin. Það skipti engu hvaða ákvörðun Halldór tekur, hann komist ekki hjá því að valda von- brigðum þar sem enginn ráðherr- anna hefur sagst vilja hætta. Þvert á móti hafa þeir allir sagst vilja vera áfram. Halldór er vanur að standa frammi fyrir sínum nánustu samstarfsmönnum og tilkynna ákvarðanir sem vitað er að valdi vonbrigðum. Síðast gerðist það þeg- ar hann ákvað að aðstoðarmaður sinn til nokkurra ára og náinn sam- starfsmaður, Árni Magnússon, yrði félagsmálaráðherra þrátt fyrir að þrír aðrir þingmenn að minnsta kosti hafi viljað embættið, en Hjálmar Árnason, Jónína Bjart- marz og Magnús Stefánsson töldu öll sig vel að embættinu komin. Ekki eins erfitt nú Það verður ekki eins erfitt að til- kynna að Siv Friðleifsdóttir verði af ráðherradómi og það var að til- kynna valið á Árna Magnússyni. Þá urðu þrír þingmenn sárir, nú aðeins einn. Fyrst og fremst ræðst fram- haldið af sterkri stöðu Halldórs. Ekkert bendir til að hún veikist. Hvað aðra ráðherra varðar er nán- ast sama sagt um þá alla meðal flokksmanna. Þeir eru sagðir hafa staðið sig vel. Guðni Ágústsson, varaformaður og landbúnaðarráð- herra, er í skugga formannsins og nýtur ekki sama trausts, er um- deildari innan flokksins og því er haldið fram að milli formanns og varaformanns sé ekki mikið sam- starf, en að ekkert skorti á kurteis- ina þeirra á milli. Þeir eru líka sagð- ir fulltrúar tvennra tíma. Halldór er sagður nútíma framsóknarmaður en Guðni ekki. Þrátt fyrir meininga- mun þeirra á milli er staða Guðna sterk og meðan hann er varafor- maður verður hann ráðherra. Bestur eða verstur Komi annar ráðherra til greina til að hætta en Siv er það Jón Krist- jánsson. Hverjum dettur í hug að Siv valdi erfiðu starfi heilbrigðis- ráðherra betur en Jón? Svona spurði einn mætur framsóknarmað- ur þegar rætt var um hvort Jón sé ekki í hættu með að verða af ráð- herradómi. Þetta undirstrikar skoð- anir innan flokksins. Valgerður Sverrisdóttir þykir hafa staðið sig vel. Allir eru þeirrar skoðunar að ekki komi til greina að Árni Magn- ússon verði settur af. Þess vegna er staðan nokkuð ljós. Umhverfisráðu- neytið flyst frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Hvað sem hver segir um ágæti Sivjar Frið- leifsdóttur verður hún útundan. Flokkurinn sleppir ráðuneytinu hennar og enginn annar stendur upp fyrir henni eða verður gert að gera það. ■ Geimskot: Tókst loks ÞÝSKALAND, AP Evrópsku geimvís- indastofnuninni tókst loksins að skjóta Ariane-5 geimflaug á loft frá Kourou í Frönsku Gvæjana í gær eftir tvær misheppnaðar tilraunir. Um borð í geimflaug- inni er geimfarið Rosetta sem á að lenda á halastjörnu og leita vísbendinga um uppruna sól- kerfisins. Áætlað er að förin taki tíu ár. Upphaflega stóð til að skjóta geimflauginni á loft síðasta fimmtudag en því var frestað vegna veðurs. Degi síðar brotnaði hluti ein- angrunar af geimflauginni og var beðið með að skjóta henni á loft þar til gert hafði verið við hana. ■ GLEYMDIR ÞÚ ÞINNI! Við leysum það, þú býður? Gisting, hátíðarkvöldverður, morgunverður af hlaðborði eða í rúmið, DANSLEIKUR, Hugljúf dinner músik Verð aðeins 6.500 kr./pr.m Hótel Örk Sími 483 4700 Rétt handan hæðar Gildir helgina 5. - 7. mars RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 62.000 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR Verðbólga í Evrópu: Ísland undir meðaltali VÍSITALA Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjum var 113,7 stig í janúar og lækkaði um 0,3 pró- sent frá fyrra mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 126,1 stig og lækkaði um 0,2 pró- sent frá desember. Frá janúar 2003 til jafnlengdar árið 2004 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs, 1,7 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 1,9 prósent á evru- svæðinu og 1,4 prósent á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,1 prósent í Grikklandi og 2,3 prósent í Ír- landi, Lúxemborg og á Spáni. Í Noregi mældist 1,4 prósent verð- hjöðnun og í Finnlandi var verð- bólgan 0,8 prósent. ■ SAMAN Í SJÓNVARPSÞÆTTI Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kali- forníu skiptust á bröndurum hjá Jay Leno og hvöttu Kaliforníubúa til að samþykkja tillögur sem ætlað er að ná tökum á fjár- lagahalla ríkisins. Baksviðs SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um stöðuna innan þing- flokks Framsóknarflokksins. FRAMSÓKNARMENN FAGNA Ekki verður eins kátt hjá þeim þegar ráðherra verður fórnað. Þingflokkur Framsóknar ÞINGMENN Halldór Ásgrímsson er óum- deildur foringi og hann mun einn taka ákvörðun um hver hinna fimm ráð- herra fær ekki sæti í ríkis- stjórn hans. Þingflokkur- inn á að taka ákvörð- unina en Halldór gerir það einn og óumdeilt. Guðni Ágústs- son er öruggur um að halda embætti. Sökum stöðu sinnar innan flokksins, þ.e. að hann gegnir embætti varafor- manns, er samt ekki laust við að flokks- menn deili á hann, ekki þó fyrir emb- ættisverk, frekar fyrir eitt og annað smálegt. Svo sem að vilja sporna við stærð mjólkurbúa. Valgerður Sverris- dóttir hefur styrkst innan flokks- ins og er örugg með að halda embætti. Árna Magnússyni eru ætlaðar miklar vegtyllur innan flokksins og engum dettur í hug að honum verði gert að hætta sem ráð- herra. Jón Krist- j á n s s o n er sagður hafa eflst og flokks- menn eru sáttir við hann. Jón verður áfram. Siv Friðleifs- dóttir geldur þess að embættið hennar fer frá flokknum. Þing- mennirnir Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz og Magn- ús Stef- ánsson njóta öll mikils trausts en þau fá ekki ráðherrastól á þessu kjörtíma- bili. Kristinn H. Gunn- arsson er minnsti liðsmaðurinn innan þingflokksins og þar þykir það ekki f í n t . Krist inn fær ekki fleiri mannvirðingar að svo komnu. Ungu þ i n g m e n n i r n i r , Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson, bíða meiri þroska og síns tíma. ■ ÁRNI MAGNÚSSON JÓN KRISTJÁNS- SON HJÁLMAR ÁRNASON MAGNÚS STEFÁNSSON DAGNÝ JÓNSDÓTTIR BIRKIR JÓN JÓNSSON KRISTINN H. GUNNARS- SON JÓNÍNA BJARTMARZ SIV FRIÐ- LEIFSDÓTTIR VALGERÐUR SVERRIS- DÓTTIR GUÐNI ÁGÚSTSSON HALLDÓR ÁSGRÍMSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.