Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 4
4 22. mars 2004 MÁNUDAGUR Ætlar þú á tónleikana með Deep Purple? Spurning dagsins í dag: Var innrásin í Írak góð fyrir heiminn eins og Bandaríkjaforseti sagði? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 57% 43% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Óeirðir magnast á Gazasvæðinu: Fimm Palestínumenn myrtir TEL AVIV, AP Fimm Palestínumenn voru drepnir í árás ísraelskra her- manna í suðurhluta Gazastrandar- innar í gærmorgun. Foringi í Ham- az-samtökunum var á meðal hinna myrtu. Árásin var gerð örfáum klukkustundum áður en Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, til- kynnti að herir á Gazasvæðinu yrðu kallaðir til baka. Óeirðir brut- ust einnig út á Vesturbakkanum þar sem á annan tug manna, særð- ist. Þar á meðal var ísraelski mann- réttindafrömuðurinn Itai Lavinsky, sem var skotinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús í Tel Aviv. Lavinsky til- heyrir samtökunum Rabbínar fyrir mannréttindum. Andstæðingar þess að ísraelski herinn hverfi frá Gazaströndinni hafa vaxandi áhyggjur af ástand- inu og benda á að ofbeldi fari þar vaxandi sem bendi til þess að Palestínumenn líti á brotthvarf herliðsins sem veikleikamerki Ísraelsmanna. Svo virðist sem Ariel Sharon hafi ekki fullan stuðning ráðherra sinna til að flytja herinn frá Gaza, en Israel Katz landbúnaðarráð- herra segir aðgerðirnar mistök og ef meirihluti Likud-bandalagsins sé á móti aðgerðunum verði að aflýsa þeim. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, reynir þó allt hvað hann getur til að afla sér stuðnings með- al ráðherra Likud-bandalagsins. ■ Aldrei fleiri fermingar Fermingar hófust um helgina. Séra Vigfús Þór Árnason segir æskuna hafa þroskast með árunum og hugðarefni unga fólksins séu meira í takt við það sem tíðkast hjá hinum fullorðnu. Hlutfall fermingar- barna er afar hátt í sókninni hans sem bendir til að trúrækni í Grafarvogi sé ívið meiri en almennt gerist. FERMINGAR Fyrstu fermingar árs- ins fóru fram um helgina þegar fermt var í Grafarvogskirkju, Hjallakirkju, Keflavíkurkirkju, Njarðvíkurkirkju og Fríkirkj- unni í Reykjavík. 142 börn stað- festu skírn sína um helgina en alls munu á fimmta þúsund börn fermast á árinu og hafa þau aldrei verið fleiri. Grafarvogssókn er sú fjöl- mennasta á landinu en þar ferm- ast 320 börn í ár. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur segir hlut- fall fermingarbarna í sókninni afar hátt, um 97 prósent árgangs- ins láti ferma sig: „Þau hafa aldrei verið fleiri, athafnirnar verða alls 16 og ég held að aldrei hafi jafn mörg börn fermst í einni sókn á einu ári,“ segir Vigfús. Langt er síðan Vigfús fermdi fyrst, það var á Siglufirði þar sem hann þjónaði fyrir næstum þrjátíu árum og segir hann tals- verðan mun á börnunum þá og nú: „Krakkarnir voru miklu meiri börn í sér þá. Þroskinn hef- ur aukist og áhugamálin um leið. Í fermingarundirbúningnum nú, spyrja þau til dæmis um átökin milli Ísraela og Palestínumanna og hjónabandið. Ég hefði aldrei þorað að spyrja séra Árelíus út í þau mál þegar ég var fermdur,“ segir Vigfús og bætir við að börnin virðist víðsýnni og dýpri en áður. Eins og gengur er prestinum boðið í einstaka fermingarveislu og fór hann í eina í gær. „Þetta er ágætt, má ekki vera mikið meira. Þegar ég var á Siglufirði gerði ég tilraun á sjálfum mér eitt árið og fór í veislur til allra fjörutíu og tveggja fermingarbarnanna. Ég veiktist eftir þetta, mig svimaði eftir allar veitingarnar og gat vart staðið.“ Fermingin og fermingarundir- búningurinn kosta níu þúsund krónur á barn og sé horft til alls fjöldans sem fermist í Grafar- vogskirkju má sjá að næstum þrjár milljónir króna eru greidd- ar fyrir viðvikið. Séra Vigfús segir að ekki megi sjá ofsjónum yfir þessu. „Þetta deilist náttúr- lega á fjóra presta og svo tekur skatturinn sitt þannig að það verður ekki mjög mikið eftir,“ segir hann. bjorn@frettabladid.is Faðir myrts manns: Hvetur til friðar JERÚSALEM, AP Faðir George Kho- ury, palestínsks manns sem myrtur var fyrir mistök af herskáum lönd- um sínum, hvetur Palestínumenn til að láta af hryðjuverkum gegn óbreyttum ísraelskum borgururm. Elias Khoury hefur misst bæði son sinn og föður fyrir hendi palestínskra hryðjuverkamanna. „Glæpur réttlætir ekki annan glæp,“ segir Khoury. Hann telur framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum vera glæpsam- legt en vill að óbreyttum borgurum sé hlíft í baráttunni gegn hernámi Ísraels á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. ■ JÓNSI Hann verður einn á sviðinu í Tyrklandi í maí. Íslenska júróvisjónlagið: Heaven frumflutt SÖNGUR Heaven, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, var frumflutt í þætti Gísla Marteins Baldursson- ar í Sjónvarpinu á laugardags- kvöld. Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari í Svörtum fötum, syng- ur lagið en höfundar þess eru Sveinn Rúnar Sigurðsson að lag- inu og Magnús Þór Sigmundsson að textanum. Heaven er kraft- mikið en rólegt lag og fjallar textinn um ástina. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Vignir Snær Vigfússon útsettu. Hallgrímur Óskarsson sem samdi Open your heart, framlag Íslands í fyrra, er bjartsýnn á ágætt gengi Heaven: „Mér finnst lagið mjög gott og útsetningin góð,“ segir hann. „Nokkurs trega gætir í þessu sem er óvenjulegt fyrir júróvisjónlög og það er mikil áskorun fyrir þátttakendur að fara með slíkt lag í keppnina.“ Hallgrímur vill ekki giska á eitt- hvert sérstakt sæti en heldur að lagið verði ofarlega: „Mér sýnist Sveinn Rúnar hafa mikinn metn- að til að ná langt og ég held að þetta verði frekar ofarlega,“ seg- ir hann og bætir við að lagið sé eitt það besta sem hann hafi heyrt Jón Jósep syngja. ■ – kominn tími til Sjö lögreglumenn létu öryggisvörð strippa Heimahjúkrunarsamningurinn: Aukinn kostnaður fyrir Heilsugæsluna KJARAMÁL „Það er ljóst, að sólarlags- samningurinn sem við gerðum við hluta starfsmanna í heimahjúkrun hefur kostnaðarauka í för með sér, miðað við þann rekstrarkostnað sem við áætluðum á þessu ári,“ sagði Guðmundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar. Samningur- inn var gerður um aksturskjör hluta starfsmanna Heilsugæslunnar. Guðmundur kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hver kostnaðar- aukningin yrði. Farið yrði yfir mál- in með heilbrigðisráðuneytinu, þeg- ar það lægi ljóst fyrir. „Við þurfum að sjá hvaða kost starfsmennirnir velja, hvort þeir vilja vera á sólarlagssamningnum, vera með eigin bíl á venjulegum kjörum og fá þriggja flokka launa- hækkunina eða vera á rekstrar- leigubíl og fá sömu launahækkun. Við náðum ekki fram sparnaði með breytingu á aksturssamning- um starfsmanna i þröngum skiln- ingi þess orðs,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Við vildum ná fram hagræðingu í starfseminni, sem leiðir af sér betri þjónustu, sem mun spara okkur óbeint í framtíð- inni. Það gefur okkur öllu mark- vissari stjórnunarmöguleika.“ Guðmundur sagði að kostnað- araukinn myndi jafnast að hluta út strax á næsta ári, þegar áhrif sólarlagssamningsins færu að dvína. ■ BEÐIÐ EFTIR OBLÁTUNNI Tvær stúlkur hlýða á orð prestsins, spenntar að komast í fullorðinna manna tölu. TRÚIÐ GUÐI OG TREYSTIÐ Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, við fermingu í kirkjunni í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUÐMUNDUR EINARSSON Sólarlagssamningurinn hefur kostnaðarauka í för með sér. FIMM PALESTÍNUMENN DREPNIR Hinir látnu voru syrgðir á skólalóð í þorpinu Abasan á Gazasvæðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.