Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 22. mars 2004 SVEITARSTJÓRNARMÁL Árni Magnússon félagsmála- ráðherra átti á föstudag- inn fund í Prag með sveit- arstjórnarmálaráðherra Tékklands Josef Postrá- necký. Á fundinum var farið yfir stöðu og fram- tíð sveitarstjórnarstigs- ins í viðkomandi löndum, ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem framundan eru með stækkun ESB. Rætt var um verkefni í báðum ríkjunum sem miða að því að efla sveitarstjórnarstigið, færa aukin verkefni til sveitarfélaga og sam- eina þau. Jafnframt lýstu ráðherrarnir áhuga á að vinna að því að þróa samstarf og samskipti ráðuneytanna á þessu sviði, meðal annars með embættis- mannaskiptum og upp- lýsingagjöf. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Samvinna við Prag á sveitarstjórnarstigi. Félagsmálaráðherra í Prag: Samvinna um sveitarstjórnarmál FJÖLDI STYRKJA Á HVERT KJÖRDÆMI FRÁ 1998 * Norðvesturkjördæmi 98 Norðausturkjördæmi 90 Suðurkjördæmi 48 Suðvesturkjördæmi 36 Höfuðborgarsvæðið 132 * Nokkrir styrkir voru ekki bundnir við landsvæði. ATHYGLISVERÐAR STYRKVEITINGAR Fjaðrandi bátur á Akureyri 500 þúsund Markaðssetning á ígulkerum í Asíu 500 þúsund Þróun á Hummer-fjallarútu 2 milljónir Fyrirtækjaheimsóknir til Kóreu og Kína 300 þúsund Heilsudrykkur úr fjallajurtum 750 þúsund Framleiðsla rakspírans True Viking 1 milljón Uppblásinn neyðarstigi 1 milljón Utanríkisráðuneytið v. kvennaráðstefnu 2 milljónir Lífrænt vottað sælgæti 1 milljón Star Wars húfur úr íslenskri ull 300 þúsund og fremst væri um styrki til lands- byggðarinnar að ræða þar sem fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa annað og betra aðgengi að lánsfé en frumkvöðlastarfsemi víða úti á landi. Einnig sýnist mér vanta á eftirlit með þeim fjármun- um sem veittir eru úr sjóðnum. Er átakið að skila árangri eða er verið að nota féð í eitthvað allt annað en hugmyndin var?“ Síðan átakið kom til sögunnar árið 1998 hefur alls verið veitt 425 milljónum króna í hin ýmsu verk- efni. Fyrirtæki og einstaklingar í Reykjavík og nágrenni fá stærstan hluta þeirrar upphæðar eða um 175 milljónir alls. Norðvesturkjör- dæmi fékk tæpar 80 milljónir og frumkvöðlar í norðausturkjör- dæmi rúmlega 70 milljónir. Suð- vestur- og suðurkjördæmin hljóta minnstu styrkina en ekki fékkst uppgefið hver ástæða þess er. „Þessi styrkur kom sér vel fyrir okkur á sínum tíma og gerði okkur kleift að halda áfram þróun- arstarfi,“ segir Guðbrandur Þor- kelsson hjá Sideline Sports en fyr- irtækið hlaut hálfa milljón króna í styrk árið 2000. „Við þróum hug- búnað fyrir íþróttaþjálfara og höf- um meðal annars selt félögum á borð við körfuboltaliðið Houston Rockets og fótboltaliðin Ipswich og Bolton. Það má samt alltaf á sig blómum bæta og styrkir sem þessi koma sér vel til frekari markaðs- setningar.“ Gunnsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sjávarleðurs, tekur í sama streng, en fyrirtæki hans fékk einnig hálfa milljón til mark- aðssetningar árið 2001. „Þetta get- ur verið lykillinn að árangri þó upphæðirnar séu ekki háar þá gera þær okkur kleift að klifra enn einn vegginn á leið okkar. Árangur okk- ar hingað til hefur verið bærilegur. Við höfum náð að selja talsvert til tískuhúsanna í Frakklandi og á Ítalíu en ekki nóg til að það eitt og sér standi undir rekstrinum. Næsti áfangi er frekari markaðssetning en það ferli tekur lengri tíma en flestir halda.“ albert@frettabladid.is BRUSSEL, AP Sérfræðingar sam- keppnismála hjá Evrópusamband- inu munu í dag hittast til að fara yfir rannsókn þeirra á viðskipta- háttum hugbúnaðarrisans Micro- soft. Búist er við að niðurstaða málsins feli í sér stærstu fjársekt sem fyrirtæki hefur orðið fyrir af hendi Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að sektin komi ti með að nema hundruð milljónum evra; tugi milljarða íslenskra króna. Samkvæmt lögum Evrópusam- bandsins hafa samkeppnisyfirvöld heimild til að sekta brotleg fyrir- tæki um allt að tíu prósent af heild- arsöluverðmæti en í tilviki Micro- soft nemur sú upphæð um 36 millj- örðum Bandaríkjadala í ár. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins fundar á miðvikudaginn og tekur afstöðu til þess hve há sekt Microsoft verður. Microsoft er ásakað um að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína á sviði stýrikerfa meðal annars með því að fella margmiðlunarhugbún- aðinn Media Player inn í stýrikerf- ið. Gert er ráð fyrir að niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar feli í sér að Microsoft þurfi að gera opinskátt um stærri hluta forritunarkóðans að baki Windows-stýrikerfinu. ■ Samkeppnisyfirvöld ESB: Búist við tugmillj- arða sekt á Microsoft MARIO MONTI Yfirmaður samkeppnismála hjá Evrópusambandinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.