Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 14
Skoðanakönnun Fréttablaðsinsbendir til að staða Ólafs Ragnars Grímssonar sé sterk. 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vilja að hann sæti annað kjörtíma- bil. Um tvö prósent vildu kjósa ann- að hvort Ástþór Magnússon eða Snorra Ásmundsson. Það sem vekur athygli er að 13 prósent sögðust vilja einhvern annan frambjóðanda. Það er ólíklegt að svo hátt hlutfall kjósenda hefði kallað eftir nýjum frambjóðanda ef spurt hefði verið þegar Vigdís Finnbogadóttir eða einhver fyrri forseta var á leið í kosningar. Ólafur Ragnar er um- deildari en í það minnsta tveir síð- ustu fyrirrennarar hans. En það er ekki aðeins að hann sé umdeildur heldur hefur umræðan um forset- ann og störf hans breyst og sú gagn- rýni sem hann situr undir er mun beinskeittari en aðrir forsetar hafa mátt þola. Það má því bæði segja að þessi 13 prósent séu hátt hlutfall miðað við þá samstöðu sem verið hefur um sitjandi forseta en jafn- framt að það sé ekki ýkja hátt mið- að við þá bylgju gagnrýni sem gengið hefur yfir Ólaf Ragnar und- anfarnar vikur. Þegar þetta tvennt er lagt saman verður að túlka þess- ar niðurstöður svo að Ólafur Ragn- ar njóti í dag mikils trausts meðal þjóðarinnar. Í því fellst ekki að þeir sem vilja bjóða sig fram gegn honum eigi að láta það ógert. Þótt við höfum að- eins eitt dæmi um framboð gegn sitjandi forseta – og það afspyrnu veikt framboð – þá er ekki þar með sagt að í því felist einhver dóna- skapur að bjóða sig fram gegn Ólafi Ragnari. Það er alls ekki góður sið- ur að leyfa forsetum að sitja eins lengi og þeir vilja án þess að til komi almennar kosningar og ástæðulaust að festa hann frekar í sessi. Það er bæði hollt forsetaemb- ættinu og þjóðinni að kjósa forseta reglulega. Ef sitjandi forseti nær kjöri endurnýjar hann umboð sitt. Ef þjóðin finnur skárri kost þá kýs hún hann. Það felst í lýðræðislegum kosningum að ágætt fólk sem hefur skilað góðu verki nær ekki alltaf endurkjöri. Við megum ekki líta svo á að ef við kjósum einhvern til for- seta einu sinni séum við þar með að hefja hann upp og gera ósnertanleg- an. Umræða undanfarinna vikna sýnir að það er deilt um forseta- embættið og miðað við hversu margir taka þátt í umræðunni þá virðist það skipta marga miklu. Það er því ekki aðeins eðlilegt að við fáum raunhæfa valkosti í komandi forsetakosningum heldur yrði það hressandi fyrir þessa umræðu. Þessi 13 prósent í könnun Frétta- blaðsins vilja annan en þá sem í boði eru í forsetaembættið og ef einhver slíkur birtist má gera ráð fyrir að sá gæti höggvið eitthvað í fylgi Ólafs Ragnars. Sá hefði síðan tveggja og hálfs mánaðar kosninga- baráttu til að vinna upp forskot for- setans. Eftir því sem liði á þá bar- áttu myndi almenningur sætta sig við kosningarnar og vægi sitjandi forseta minnka. ■ Yfirvöld í Bretlandi gætuekki brugðist við hryðju- verkaárásum eins og þeim í Madríd, segir yfirmaður neyð- aráætlana þar í landi. Þetta kemur fram í grein í breska dagblaðinu Independent í gær. Miklar umræður hafa verið í Bretlandi um hugsanleg hryðju- verk í kjölfar árásanna í Madríd. Þær hafa aukist til muna eftir að arabísk frétta- stofa fékk tölvupóst, sem sagður er vera frá hryðjuverkasamtök- unum al-Kaída, þar sem varað er við hryðjuverkum í Bretlandi og öðrum löndum. „Við erum áhyggjufull yfir því að geta ekki komið til móts við kröfur almennings,“ sagði Patrick Cunningham, yfirmaður neyðaráætlana í Bretlandi, og bætti við að hjálparstarfsmenn þar hafi ekki reynslu til að skipuleggja brottflutning og finna vistaverur fyrir þá sem myndu lenda í árásunum. Hann tók samt skýrt fram að hann væri ekki að gagnrýna störf lög- reglunnar, slökkviliðsins eða sjúkraflutningamanna enda hafi auknu fé verið varið til að undir- búa þau fyrir hugsanlegar árás- ir. Iain Hoult, sem situr í nefnd neyðaráætlana í Bretlandi, tek- ur í sama streng og Cunningham og segir að landið sé afar illa búið undir árársir. „Þetta er al- gjörlega óásættanleg staða. Við verðum að bregðast við,“ sagði Hoult. Lögreglustjórinn Sir John Stevens segir að sprengingarn- ar í Madríd hafi ýtt við yfirvöld- um í Evrópu sem nú þurfi að bregðast við og skipuleggja sig í sameiningu um hvernig bregð- ast eigi við hryðjuverkaógninni. Hann segir að Europol geri sitt í að berjast gegn hryðjuverka- mönnum en það sé ekki nóg – Evrópa þurfi að koma upp sam- eiginlegri nefnd til að berjast gegn hryðjuverkaógninni. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stöðu forsetans. 14 22. mars 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Spánverjar og Íslendingar hafaátt ýmisleg samskipti gegnum tíðina. Hingað sóttu þeir sjóinn um aldir eins og brún augu og dökkt hár ýmissa landsmanna vitna fagurlega um og spænsk menning hefur auðgað íslenska menningu margvíslega á seinustu áratugum; Spáni getum við þakk- að hina öflugu Baltasar-fjöl- skyldu; á Spáni komst Guðbergur til manns og í honum togast í sí- fellu á Grindavík og Spánn í frjó- um leik. Til Spánar hefur fjöldi Ís- lendinga sótt menntun sína á um- liðnum áratugum og síðan komið heim og veitt okkur nýja sýn. Margir leita til Spánar til að busla í sjó á strönd – enda vandfundin betri skemmtun en það – en það er ekki síst yfirbragð þjóðlífsins sem heillað hefur marga Íslend- inga, hið fagra tungumál, lífs- hættirnir, orkan, litirnir, húsin, siðfágunin... Spánverjar bregðast Davíð Oddssyni Davíð Oddsson kann að vera hagvanari í Úkraínu. Það var að minnsta kosti ekki svo að sjá í sjón- varpsfréttum á þriðjudagskvöld að hann fyndi mikið til með Spánverjum eftir ódæðisverkin í Madríd þar sem 200 manns létust þegar hann tjáði sig um úr- slit þingkosninganna þar. Það var þungt í honum. Spánverjar höfðu brugðist trausti hans. Hann hefði betur þagað. Það verður því miður að segjast eins og er að með orðum sínum og framgöngu af þessu tilefni tókst honum að misbjóða fjölda fólks verulega – og erum við þó ýmsu vön úr þessari átt, einkum og sérílagi í fréttum ríkis- sjónvarpsins sem hann notar stund- um eins og fúllyndur heimilisfaðir notar kvöldmatarborðið til að þusa og fjargviðrast. Sá tónn sem forsætisráðherra viðhafði að þessu sinni var engan veginn við hæfi hjá manni í hans stöðu og ýmis ummæli með full- komnum ólíkindum. Við Íslendingar erum svo sem vön því að hann mæli til okkar með dreissugum hætti, höfum einhvern veginn lært að lifa með því eins og hverri annarri rign- ingu, en þegar yfirlætislegar ávítur hans beinast að vinaþjóð sem á um sárt að binda vegna rangra ákvarð- ana ráðamanna sem meirihluti þjóð- arinnar var alla tíð andvígur – þá fer skörin að færast upp í bekkinn. Almennt er ekki talið við hæfi að ráðherra í einu landi tjái sig mjög afgerandi um úrslit lýðræðislegra kosninga í öðru landi – en að forsæt- isráðherra Íslands skuli beinlínis ávíta Spánverja fyrir það að hafna þeirri óheillastefnu að fylgja Bandaríkjamönnum í blindni er handan velsæmismarka. Davíð lét sér sæma að hreyta út úr sér um Spánverja í kjölfar vals þeirra: „Hvers konar þjóðir eru þetta þá að verða...“ og hélt áfram í nokkurri geðshræringu yfir ósvinnunni: „... ef terroristar geta komið í veg fyrir það að harðstjórum sem myrt hafa hundruð þúsunda manna sé komið frá, að terroristar geti ráðið því. Hrætt svo líftóruna úr fólki að menn þori ekki að taka afstöðu. Ég vona að það komi aldrei fyrir Íslendinga“. Hvað er hægt að segja um svona tal? Hvernig dirfist hann að segja að Spánverjar „þori ekki að taka af- stöðu“? Forsætisráðherra Íslands sendir Spánverjum tóninn í kjölfar þess að 200 manns hafa látist vegna ævintýramennsku fyrrum ráða- manna í alþjóðamálum – og af smekkvísi sinni kýs hann að nota orðalagið að hræða „líftóruna úr“. Þó ætti hann að vita að 90 prósent Spánverja voru samkvæmt skoð- anakönnunum andvígir stuðningi Aznar-stjórnarinnar við innrásina í Írak á sínum tíma. Davíð Oddsson virðist ekki átta sig á því að það er líka afstaða að vera á móti stríði. Og loks er smáþjóðaderringur- inn í orðum hans héðan úr skjólinu – um að hann voni að það komi aldrei fyrir Íslendinga að hræðast – nánast óbærilegur. Davíð Oddsson kann að vera einn af sjö í heiminum sem enn trúa réttlætingum Bandaríkjamanna fyrir innrásinni í Írak, þótt sannan- ir hrannist nú upp fyrir því að Hans Blix hafði rétt fyrir sér um vopna- eign Íraka og engin tengsl milli ráðamanna í Írak og al-Kaída. En þótt Davíð þurfi á þessari trú að halda þá hefur hann ekkert leyfi til að tala eins og hann gerði um ná- komna Evrópuþjóð, og væri sæmst að hann bæði afsökunar á ummæl- um sínum. Vitrun Sólveigar Í Sjálfstæðisflokknum er alltaf athyglisverð sýn á heimsmálin: Sólveig Pétursdóttir, talsmaður flokksins í utanríkismálum, kom fram í fjölmiðlum og hafði séð já- kvæðan flöt á hryðjuverkunum í Madríd: þetta þýddi að herinn fer kannski ekki. Davíð var fljótur að taka undir þessa vitrun. Rök- semdafærslan virðist vera þessi. Við erum í hópi meðreiðarþjóða Bush-stjórnarinnar eins og Spán- verjar voru og því erum við í meiri hættu en ella að hér verði framið hryðjuverk. Fundinn er óvinur sem herinn getur verndað okkur fyrir. Þetta er kaldrifjað tal. Eigin- lega rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að fá innsýn í svona þankagang. Ég veit að það kann að þykja lítilmannlegt, en svona tal er til þess fallið „að hræða úr manni líftóruna“. ■ Einfalt uppgjör við fortíðina „Ólafur Ragnar Grímsson sat fyr- ir svörum í Kastljósi fimmtudags- kvöldið 18. mars, þar sem hann var meðal annars spurður um þau ummæli sín á blaðamanna- fundi mánudaginn 15. mars, þegar hann kynnti framboð sitt, að hann teldi sig eiga að verða virkari þátttakandi í umræðum líðandi stundar og svara, ef á sig væri hallað, en sér þætti, sem ýmsir teldu sig hafa „skotleyfi“ á forsetaembættið. Mér virtist Ólafur Ragnar frekar draga í land í Kastljósinu, þegar hann sagði, að í orðum sínum á blaðamannafundinum fælust kannski ekki breytingar í sjálfu sér. Ólafur Ragnar svaraði að nokkurri þykkju, þegar hann var spurður að því í þessari lotu sam- talsins, hvort hann ætlaði að taka aftur upp hætti sína sem formað- ur Alþýðubandalagsins í opinber- um umræðum. Sagði hann ekkert réttlæta, að hann væri spurður á þennan veg. Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta 1996, var það að sjálfsögðu meginstef hans, að hann mundi skipta um ham, frá því að vera flokkspólitískur leið- togi á vinstri kantinum og verða málsvari allrar þjóðarinnar, þess vegna kom það greinilega illa við hann í Kastljósinu, að menn teldu sig enn sjá merki gamla flokks- formannsins í persónu hans.“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS ■ Af Netinu Sterk staða forsetans Úti í heimi Miklar umræður hafa verið í Bretlandi um hugsanlegar hryðjuverkaárásir. Yfirvöld illa undirbúin fyrir hryðjuverkaárásir LONDON Miklar umræður hafa verið í Bretlandi síðustu daga um að yfirvöld gætu ekki brugðist við hryðjuverkaárásum. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um sam- skipti Íslendinga við önnur lönd. Um daginnog veginn ■ Almennt er ekki talið við hæfi að ráðherra í einu landi tjái sig mjög afger- andi um úrslit lýðræðislegra kosninga í öðru landi – en að forsætisráð- herra Íslands skuli beinlínis ávíta Spánverja fyrir það að hafna þeirri óheillastefnu að fylgja Bandaríkja- mönnum í blindni er handan vel- sæmismarka. Að hræða úr manni líftóruna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.