Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 6
6 22. mars 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir nýtt heimili fyrir langveikbörn? 2Hvaða þungarokkshljómsveit leikur íLaugardalshöllinni í júní? 3Hver sigraði í formúlu 1 kappakstrin-um í Malasíu? Svörin eru á bls. 30 STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra seg- ir bæjarstjórann á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, ekki hafa mikinn áhuga á að vinna með stjórnvöldum en vilji frekar kalla til þeirra í fjarska. „Kannski af ótta við að ef árangur næðist þá gæti það styrkt Framsóknarflokk- inn í norðausturkjördæmi í næstu kosningum,“ segir Valgerður í pistli á heimasíðu sinni. Valgerður segir að sér hafi borist til eyrna að Kristján Þór hafi sagt á opnum fundi að byggðaáætlun fyrir Eyja- fjörð væri hvorki fugl né fiskur og sagt að Akureyringar yrðu að standa saman. Ekkert væri að hafa frá stjórnvöldum. „Varla hef- ur hann ástæðu til að ætla að iðn- aðarráðneytið skorti áhuga eða þekkingu á uppbyggingu stóriðju í landinu,“ segir Valgerður í pistli sínum. „Þetta er rakalaus þvætting- ur,“ segir Kristján Þór um um- mæli ráðherrans. „Þetta minnir mig helst á annað upphlaup ráð- herra, þegar hún missti sig vegna viðræðna Akureyrarbæjar og Rarik. Þá kom hún fram með svip- uðum hætti. Þetta er upphlaup með sama hætti og vonandi er hún ekki í sama uppnámi með byggða- áætlunina eins og hún var með Rarikmálið. En hugsanlega skýrir það svona útspil hjá ágætum iðn- aðarráðherra.“ ■ FJÁRMÁLAKERFIÐ Auknar erlendar skuldir eru það sem ógnar helst lánshæfismati þjóðarinnar og bankanna að mati fyrirtækja sem sérhæfa sig í að meta lánshæfi þjóða og banka. Lánshæfismat þessara fyrirtækja ræður mestu um þau lánakjör sem Íslendingum bjóðast á alþjóðlegum fjármála- markaði. Í nýútkomnum Peninga- málum Seðlabanka Íslands er vitnað í skýrslur, Standard & Poor, Fitch og Moody’s sem eru þekkt- ustu matsfyrirtækin á þessu sviði. Sameiginlegt mat fyrirtækj- anna er að er- lend skulda- söfnun sé það sem helst geti haft neikvæð áhrif á lánshæf- ismat bankanna. Guðmundur Magnússon, prófessor við Há- skóla Íslands, segir lánshæfismat hafa verið að styrkjast. Lækkandi lánshæfismat komi fyrst fram hjá bönkunum. Það auki kostnað þeirra og sé því hvati fyrir bank- ana að haga málum sínum þannig að slíkt gerist ekki. „Það sem helst mætti hafa áhyggjur af er ef gengi krónunnar lækkaði hratt vegna ytri áfalla,“ segir Guð- mundur. Hann segir lánshæfis- fyrirtæki vera farin að líta meira til stöðu bankanna og stöðugleika fjármálakerfisins við mat á láns- hæfi þjóða, en áður var gert. Þá hafi greiðslustaða ríkissjóðs og skuldir ráðið meiru um lánshæfis- mat þjóðarinnar. „Fyrirtækin horfa bæði til eiginfjárstöðu bankanna og erlendra skulda.“ Hann segir Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn einnig hafa vikið að styrk bankanna til að taka áföllum. „Efnahagskerfið hér hefur verið sveiflukennt og Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn hefur velt því upp hvort styrkur bankanna hér og ríkissjóðs þurfi því að vera meiri en ella.“ Guðmundur segir að í vinnslu séu nýjar reglur svo- nefndar Basel II reglur um eigin- fjárhlutfall. Með innleiðingu þeirra geti bankar ekki fengið hærri lánshæfiseinkunn en landið í heild. Þessar reglur munu lík- lega komast í gagnið eftir tvö til þrjú ár. Seðlabankinn bendir á að bankarnir verði að huga að því í tíma hvaða áhrif reglurnar muni hafa á erlenda fjármögnun íslensku bankanna. Fram kemur hjá Seðlabankan- um að frá því að bankinn gerði athugasemdir við erlenda skamm- tímafjármögnun bankanna í des- ember síðastliðnum, hafi bank- arnir tekið lengri lán og minnkað áhættu af sveiflum í aðgengi að erlendu lánsfé. haflidi@frettabladid.is Átök í Nepal: Hundruð hafa fallið KATMANDÚ, AP Hundruð uppreisn- armanna og að minnsta kosti átján lögreglu- og hermenn hafa fallið í átökum í fjallahéruðum við bæinn Beni í Nepal á síðustu dögum. Talsmaður nepalska hersins segir að um fimm hundruð upp- reisnarmenn hafi fallið í átökun- um sem eru hin blóðugustu í langan tíma. Blaðamenn gátu ekki staðfest fregnirnar þar sem þeim var meinaður aðgangur að svæðinu. Uppreisnarmennirnir vilja steypa konungi Nepals af stóli og koma á kommúnísku stjórnar- fari. ■ Ný stjórn Sraums: Kristinn formaður VIÐSKIPTI Kristinn Björnsson, fyrr- verand forstjóri Skeljungs, var kjörinn nýr stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Kristinn keypti ásamt fjölskyldu sinni stóran hlut í Straumi. Hann tekur við stjórnarformennsku af Ólafi B. Thors sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, er varaformaður. Aðrir í stjórn eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, Orri Hauksson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Á aðalfundi Straums var ákveðið að greiða 35% arð af nafnvirði hlutafjár Straums eða ríflega fimm prósent af markaðsvirði. ■ DEILT UM BYGGÐAÁÆTLUN Iðnaðarráðherra segir bæjarstjórann á Akureyri óttast að árangur í byggðamálum Eyja- fjarðar styrkti Framsóknarflokkinn. Bæjarstjórinn segir málflutninginn upphlaup. Ráðherra segir bæjarstjóra óttast árangur: Þvættingur hjá ráðherra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Erlendar bankaskuldir hættulegar lánshæfinu Erlendar skuldir eru sá þáttur fjármálakerfisins sem líklegastur er til að veikja lánshæfi þjóðar- innar. Erlendar skuldir ríkisins hafa lækkað, en erlendar skuldir gegnum bankakerfið vaxa. Snögg lækkun gengis gæti veikt lánshæfismat þjóðarinnar. „Efnahags- kerfið hér hefur verið sveiflukennt. BERA SAMAN BANKABÆKURNAR Bankastjórar Íslandbanka og Landsbanka ræða málin. Seðlabankinn segir bankana hafa brugðist við ábendingum um að draga úr áhættu af endurfjármögnun erlendra skulda. Bankarnir hafa mikinn hag af lánshæfismati og því hvati fyrir þá að veikja það ekki með of miklum erlendum skuldum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.