Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 24
24 22. mars 2004 MÁNUDAGUR ÚT ÚR HRINGNUM Súmómeistarinn Asashoryu frá Mongólíu tekur um fótlegg Tamanoshima og ýtir honum út úr hringnum á Grand Súmó mótinu sem er haldið í Japan um þessar mundir. Asashoryu hefur þar með unnið 23 bardaga í röð síðan í janúar. Súmó IMÍ í sundi lauk í gær: 2 Íslands- met féllu SUND Anja Ríkey Jakobsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir, báðar úr SH, settu Íslandsmet á Innanhússmeistaramóti Íslands í sundi sem lauk í gær í Vestmannaeyjum. Anja bætti met Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur, Akranesi, í 100 metra baksundi, synti á 1:03,10 mínútum. Gamla metið var 1:03,67 mínútur. Ragnheiður bætti met stöllu sinnar úr SH, Láru Hrundar Bjargardóttur, í 100 metra fjórsundi frá árinu 1999 og synti á 1:04,33 mín. ■ Enska úrvalsdeildin: Mikilvægur sigur Ports- mouth FÓTBOLTI Portsmouth vann Sout- hampton 1-0 í ensku úrvalsdeild- inni í gær. Ayegbeni Yakubu skor- aði sigurmark leiksins á 69. mín- útu. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Portsmouth í botnbarátt- unni. Liðið er áfram í þriðja neðs- ta sæti deildarinnar. Botnlið Leeds tekur á móti Manchester City í kvöld. Líkur eru á því að Árni Gautur Arason verði á milli stanganna hjá City þar sem David James hefur átt við meiðsli að stríða. ■ Nú stendur yfir sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almenna vinnumarkaðnum. Atkvæðisrétt eiga allir þeir sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers ofangreindra félaga í febrúar/mars 2004. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í febrúar/mars 2004. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mánudaginn 29. mars en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavík, 17. mars 2004 Kjörstjórnin Efling - stéttarfélag • Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis E i n n t v e i r o g þ r í r 4 1 .1 6 4 Sigurgangan heldur áfram Þjóðverjinn Michael Schumacher, ökuþór Ferrari, vann sinn annan For- múlu 1 kappakstur í röð í Malasíu í gær. Þetta var 72. sigur hans á ferlinum. KAPPAKSTUR Schumacher hóf kappaksturinn fremstur í rásröð- inni í 57. sinn á ferlinum, eftir að hafa orðið fyrstur í tímatökunni á laugardaginn. Hann leiddi kappaksturinn frá upphafi til enda en þurfti þó að hafa fyrir sigrinum því Kól- umbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, ökuþór Williams, veit- ti honum harða keppni og endaði í öðru sæti, fimm sekúndum á eftir Þjóðverjanum. „Þetta var miklu meiri barátta en í síðasta kappak- stri og ef ég hefði ekki haft Rubens [Barrichello] fyrir fram- an mig í lokin hefði ég getað kom- ist nær,“ sagði Montoya. „Ég var ekki langt undan í lokin. En ég veit að þegar Ferrari er annars vegar er betra að hafa sig hægan og tryggja sér átta stig heldur en að detta úr keppni.“ Jens Button, ökuþór BAR, varð þriðji eftir að hafa tekið fram úr Barrichello, samherja Schumacher, á lokahringjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Button kemst á verðlaunapall í þeim 68 mótum sem hann hefur tekið þátt. Jarno Trulli, ökuþór Renault, varð fimmti og David Coulthard hjá McLaren varð í sjötta sæti. Þessi góða byrjun Þjóðverjans á keppnistímabilinu er mikil breyting frá því í fyrra þegar honum tókst ekki að vinna þrjú fyrstu mótin. „Það er auðveldara að leiða keppnina heldur en að þurfa að vinna sig til baka eins og á síðasta ári,“ sagði hinn sexfaldi heimsmeistari að kappakstrinum loknum. „En það eru bara búin tvö mót af átján, það eru enn sext- án eftir. Það er erfið keppni framundan í Bahrain,“ bætti hann við. „Enginn veit hvað gerist þar og hvernig brautin hentar öku- mönnum.“ Ross Brawn, tæknilegur stjórnandi Ferrari, er undrandi á styrk Schumacher um þessar mundir. „Ég held að Michael sé jafnvel sterkari en áður og ég veit ekki hvaðan þessi styrkur kemur,“ sagði hann. Ralf Schumacher, ökuþór Williams, þurfti að hætta keppni á 56. hring þegar vélin gaf sig. Kimi Raikkonen hjá McLaren, sem vann mótið í fyrra, heltist úr lestinni á 41. hring vegna vand- ræða með gírkassann. ■ ANNAR SIGURINN Í HÖFN Michael Schumacher fagnar öðrum titli sínum í Formúlu 1 kappakstrinum í röð. M YN D /A P HANDBOLTI Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar, er úr leik í meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa unnið Flensborg með tíu marka mun á heimavelli í gær, 36-26. Staðan í hálfleik var 19-13 Magdeburg í vil. Mikil spenna var undir lok leiksins. Um tíma leit út fyrir að Magdeburg myndi takast ætlunarverk sitt en Flensburg skoraði síðasta mark leiksins þeg- ar skammt var til leiksloka og heimamenn náðu ekki að svara. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk í leiknum en Joël Abati var markahæstur með tíu. Flensborg vann fyrri leik lið- anna með sama mun, 30-20, en skoraði fleiri mörk á útivelli og er því komið í úrslit keppninnar. Þar mætir liðið Celje Lasko frá Sló- veníu, sem vann Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, í fyrradag. ■ Magdeburg úr leik í meistaradeild Evrópu: Tíu marka sigur dugði ekki ALFREÐ GÍSLASON Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Magdeburg komust ekki í úrslit meistaradeildar Evrópu. AP /M YN D RE/MAX-úrvalsdeild karla í handknattleik í gær: Annar sigur HK í röð HANDBOLTI HK bar í gær sigurorð af af KA-mönnum, 32–30, í Digranesi í RE/MAX-úrvalsdeild karla í handknattleik og tryggði sér þar með annan sigurinn í jafn mörgum leikjum síðan Vilhelm Gauti Bergsveinsson tók við liðinu af Árna Stefánssyni. Staðan í hálfleik var, 21–18, fyrir HK en eftir mikinn barning í síðari hálfleik seig HK framúr og tryggði sér mikilvægan sigur. Andreus Rackauskas var markahæstur hjá HK með ellefu mörk og Björgvin Páll Gústavs- son varði 28 skot í marki heima- manna. Arnór Atlason skoraði mest fyrir KA-menn í leiknum, tíu mörk alls. ■ TÍU MÖRK EKKI NÓG Arnór Atlason skoraði tíu mörk fyrir KA gegn HK í gær en það dugði ekki til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.