Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 37
29MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Fréttiraf fólki Pondus www.vinnuskoli.is Upplýsingar og skráning til 30. apríl: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagötu 19 • 101 Reykjavík Upplýsingasími: 563 2750 Vinnuskólinn býður fjölbreytt útistörf í sumar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. JAN OG MICKEY ROONEY FÁ STJÖRNU Hér sést Johnny Grant (til vinstri) heiðurs- borgarstjóri Hollywood aðstoða þau Jan og Mickey Rooney við það að draga skjöldin af stjörnu þeirra sem var opin- beruð á Hollywood Walk of Fame á mánudaginn. Leikarinn Nicolas Cage hefurbeðið kærustu sína, 19 ára af- greiðslustúlku á Sushi-stað, um að giftast sér. Stúlkan heitir Alice Kim og bað Cage hennar með því að af- henda henni hring með smaragð og demanti. Leik- arinn kynntist stúlkunni á Val- entínusardag þegar hann heimsótti veitingstaðinn ásamt vinum sínum. Hann heill- aðist svo af stúlkunni að hann bauð henni með sér á Ósk- arsverðlaunahátíðina sem haldin var tveimur vikum síðar. Stærsta eftirsjá leikkonunnarIngrid Bergman á ferli sín- um var að hafna hlutverki í myndinni Planet of the Apes 1968. Þessu greindi dóttir henn- ar, Isabella Rosselini, frá í við- tali við breska blaðið Time Out. Bergman vildi losna undan þeirri konunglegu ímynd sem umlukti hana en guggnaði þeg- ar henni bauðst aðalkvenhlut- verkið á móti Charlton Heston í myndinni. Þegar hún svo sá myndina áttaði hún sig á mis- tökunum. LeikkonanHalle Berry hefur sótt um lög- skilnað frá eiginmanni sínum, tón- listarmann- inum Eric Benet. Hjónaband þeirra entist í þrjú ár en þau hafa verið skilin á borð og sæng síðan í október. Þetta er annað hjónaband Berry sem fer í vaskinn en hún var áður gift íþróttamanninum David Justice. Álfadrottningin Cate Blanchetteignaðist sitt annað barn á mánudag. Lord of the Rings leik- konan eignaðist aftur dreng en hún og eiginmaður hennar eign- uðust soninn Dashiell John fyrir tveimur árum síðan. Næst sjáum við hana á hvíta tjaldinu í mynd- inni The Aviator, nýjustu mynd Martin Scorsese. Þar leikur hún leikkonuna Katharine Hepburn. Stundin er runnin upp! Núna dettum við skugga- lega í það! Ég er tilbúinn, zonur zæll! Ekki kalla mig það! Komdu þér frekar inn á klósett og farðu í þessi föt! Jawohl! Gut, gut! Hahaharrhh... við hljótum að vera að ganga of langt með hann... knirks... Hahahann á eftir að drepa okkur fyrir þetta, híhíhí... Ich LIEBE þetta! Sexy, sexy, SEXY! Fréttiraf fólki Tvítugur nemandi New Yorkháskólans, Steve Stanzak, hef- ur varla getað kvartað yfir skorti á lesefni á heimili sínu síðustu mánuðina. Hann bjó nefnilega leynilega á bókasafni skólans þar sem hann hafði ekki efni á því að leigja sér húsnæði vegna hárra skólagjalda. Stanzak hafði búið á bókasafn- inu í sjö mánuði þegar skóla- yfirvöld komust að því. Leyndar- mál hans komst upp þegar einn af yfirmönnum skólans rannsakaði vefsvæðið homelessatnyu.com þar sem hann bloggaði um líferni sitt á bókasafninu. Stanzak þvoði sér á klósettum bókasafnsins og fékk að hoppa í sturtuna hjá félögum sínum þegar hann heimsótti þá. Fötin sín geymdi hann í skólaskápnum sín- um. „Þetta var mjög áhugavert í fyrstu en svo vandist ég þessu og þetta varð bara að rútínu,“ segir Stanzak í viðtali við New York Post. „Þetta var orðið mjög þægi- legt líferni.“ Stanzak fær enga fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum eða öðrum og vinnur 30 klukkustundir á viku fyrir eyðslupening. Skólayfirvöld aðstoðuðu hann við að finna frítt húsnæði sem hann getur verið í út önnina. Bókasafnið er opið allan sólar- hringinn vegna þeirrar pressu sem er á nemendum í námi. ■ Tvítugur nemandi í New York háskóla bjó á bókasafni skólans í sjö mánuði og bloggaði um það á netinu. Skrýtnafréttin Bjó á bókasafni í sjö mánuði STEVEN SEFUR Það er ekkert svo óalgengt að sjá nemendur sofna yfir bókum sínum á bókasafninu. Þess vegna komst Steven upp með að búa þar í sjö mánuði. Myndina tók félagi hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.