Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 29
21MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Nú gerum við enn betur - fyrir þig og þína Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig. Hringdu í AVIS í síma 591-4000 www.avis.is Við gerum betur Munið Visa afsláttinn Verð erlendis háð breytingu á gengi. A vi s DANMÖRK Frír tankur af bensíni. Ekkert skilagjald Miðað við 7 daga leigu A vi s ÞÝSKALAND Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi (ef þú bókar flokk H Opel Astra eða sambærilegan). Miðað við 7 daga leigu Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is KÖRFUBOLTI Detroit Pistons vann góðan útisigur, 92-109, á Mil- waukee Bucks í fyrstu umferð úr- slitakeppnni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Liðið leiðir einvíg- ið því 3-1, hefur unnið báða útileik- ina í einvíginu og getur tryggt sig áfram með sigri á heimavelli í næsta leik. Detroit, sem er af flest- um talið besta varnarlið deildar- innar, sýndi að það getur líka spil- að frábæran sóknarleik. Liðið var yfir 68-71 þegar langt var liðið af þriðja leikhluta en hrökk þá í gang svo um munaði og skoraði 18 stig á móti aðeins 7 stigum heimamanna sem áttu erfitt uppdráttar eftir það. Vítahittni Detroit var frábær en liðið hitti úr 20 af 21 og auk þess var hittni liðsins utan af velli góð en þar fóru 41 af 72 skotum ofan í (57%). Richard Hamilton var stigahæstur Detroit-manna með 27 stig og Rasheed Wallace bætti við 20 og hirti 9 fráköst. „Við gáfum þeim of mörg auðveld tækifæri. Við gáfum þeim 28 stig og slíkt bara gengur ekki. Þegar lið spilar þannig lendir það í vandræðum og sú varð raunin hjá okkur,“ sagði Terry Porter, þjálfari Milwaukee. Damon Jones og Joe Smith voru stigahæstir liðsmanna með 17 stig hvor. Toni Kukoc kom af bekknum og skoraði 15 stig en framlag ann- arra bekkjarbræðra var ekki eins gott því samtals töpuðu þeir bolt- anum 16 sinnum og leiddi það til 28 stiga gestanna. ■ KÖRFUBOLTI Sacramento Kings þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að slá út Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deild- arinnar í körfuknattleik. Liðið vann mikilvægan útisigur, 92-94, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Steve Nash tókst ekki að koma boltanum á Dirk Nowitski, sem reyndar hafði að- eins skorað eina körfu í síðari hálfleik, og neyddist því til að taka erfitt skot með Peja Stoja- kovic í andlitinu, sem mistókst. Mike Bibby skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Peja Stojakovic 20, þar af 16 í síðari hálfleik. Chris Webber var með 17 stig og 9 fráköst og Doug Christie setti 13 stig og tók 15 fráköst. „Við náðum takmarki okkar sem var sigur á útivelli og nú getum við klárað einvígið á heimavelli í næsta leik. Það verður þó langt frá því að vera auðvelt og þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Webber. Hjá Dallas var Dirk Nowitski atkvæðamestur og skor- aði 21 stig og hirti 14 fráköst. Michael Finley skoraði 16 stig en lið Dallas hitti aðeins úr 34 af 98 skotum sínum (35%) auk þess sem liðið tók aðeins 55 fráköst á móti 68 hjá Sacramento. ■ FÓTBOLTI „Öllum leikjum ætti að ljúka með því að einhver sigrar,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, við þýsku fréttastofuna SID. „Í spilum, eða hvaða leik sem er, vinnur einhver og einhver tapar. Við ættum að hafa hugrekki til að fá endanlega niðurstöðu í öllum fótboltaleikjum.“ Blatter sagði að besta lausnin væri vítaspyrnukeppni en aðrir möguleikar kæmu til greina. „Vítaspyrnur eru enn besta leiðin til að útkjlá leiki sem lýkur með jafntefli en ef einhver hefur betri hugmynd er ég tilbúinn að hlusta.“ Fyrr í vetur ákvað Al- þjóðanefndin, laganefnd FIFA, að fella niður reglur um gullmörk og silfurmörk og beita að nýju víta- spyrnukeppni til að fá fram úrslit í leikjum sem lýkur með jafntefli. „Leikur snýst um tilfinningar, að ástríðan sé fyrir hendi og þetta getur orðið dramatískt. Leikjum lýkur næstum alltaf með harm- leik,“ sagði Blatter. „Við getum ekki verið sátt við jafntefli,“ sagði Blatter og hafnaði því að í íþrótt- um skipti þátttaka meira máli en sigur. „Þetta er ekki rétt. Allir hafa markmið í lífinu og í íþrótt- um eiga allir markmið sem þeir vilja ná.“ Blatter segist heldur ekki hrif- inn af framlengingum. „Það er ekki alveg sanngjarnt að tveggja leikja viðureign ljúki með fram- lengingu,“ sagði Blatter. „Það ætti að vera vítaspyrnukeppni að lokn- um venjulegum leiktíma í seinni leiknum. Framlenging er eins og annar heimaleikur fyrir liðið sem er á heimavelli.“ Sepp Blatter sagði einnig að hann væri á móti því að styðjast við myndbandsupptökur eða aðra tækni til að hjálpa dómurum að ákvarða um vafaatriði. „Svo lengi sem ég lifi fá dómarar ekki tækni- lega hjálp,“ sagði Blatter. „Við verðum að lifa við óvissuna í íþróttinni og mistök dómara. Ég vil aldrei sjá að sjónvarpsupptökuvél- ar ákveði hvort um rangstöðu var að ræða eða hvort brotið átti sér stað fyrir innan en utan vítateig.“ Í viðtalinu kom einnig fram að ekki væri útilokað að Sepp Blatter sæktist eftir endurkjöri þegar kjörtímabilinu lýkur árið 2007. Hann stakk þó upp á því að Franz Beckenbauer gæfi kost á sér í em- bætti forseta FIFA. „Starfi hans sem forseta Heimsmeistara- keppninnar 2006 lýkur strax eftir úrslitaleikinn. Það verður kosið í embætti forseta FIFA. Mér finnst að hann ætti að gefa kost á sér jafnvel þó Michel Platini hafi áhuga. Mér finnst að þeir sem hafa starfað innan knattspyrn- unnar ættu að hafa áhrif innan knattspyrnuheimsins.“ ■ Burt með jafnteflin Sepp Blatter vill fá úrslit í öllum leikjum. Víta- keppnir eru enn besta lausnin að mati forseti FIFA. SEPP BLATTER Forseti FIFA hefur oft áður viðrað róttækar breytingar á knattspyrnunni. Nú vill hann útkljá alla jafnteflisleiki með vítaspyrnukeppni. LOKASKOTIÐ Steve Nash reynir hér að jafna metin en Peja Stojakovic gerir sitt til að koma í veg fyrir það. Þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá Dallas út: Þriðji sigur Sacramento Detroit vann öruggan útisigur á Milwaukee: Frábær sóknarleikur hjá besta varnarliðinu RE/MAX-deildin: Valur, Haukar og ÍBV unnu HANDBOLTI Valur, Haukar og ÍBV sigruðu í fyrstu leikjum RE/MAX- deildanna í handbolta. Valur vann ÍR og Haukar unnu KA í keppni karlanna en í keppni kvennanna bar ÍBV sigurorð af FH í Eyjum. ÍBV náði strax frumkvæðinu í leiknum og hafði níu marka forystu, 19-10, í hléi. FH-ingar byrjuðu síð- ari hálfleikinn vel og minnkuðu muninn 20-16 en Eyjastúlkur tóku við sér að nýju og unnu öruggan sig- ur, 33-28. Valur vann ÍR 29-25 að Hlíðar- enda í jöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar um fjórar mínútur voru eftir. Valsmenn voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu með fjögurra marka mun. Baldvin Þorsteins- son var markahæst- ur Valsmanna með níu mörk en Einar Hólmgeirsson skor- aði tíu mörk fyrir ÍR. Haukar unnu KA 36-30 að Ásvöllum. Haukar höfðu fjögurra marka for- ystu í hléi, 19-15, en KA tókst að minnka forskot þeirra niður í tvö mörk, 30-28, þegar langt var liðið á seinni hálf- leik. Þórir Ólafsson skoraði átta mörk fyrir Hauka og Arnór Atlason og Andreus Stelmokas skoruðu átta mörk fyrir KA. ■ ÍBV Vann FH með fimm marka mun í undan- úrslitum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.