Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 38
30 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Rocky Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING LÉTTIR SÍÐIR SUMARKJÓLAR Hrósið ... fær Halldór Runólfsson fyrir að segja að dýr eigi ekki að líða fyrir stjórnsýslu. Dansarinn Gunnlaugur Egils-son hefur tyllt niður tánum víða um heim. Sautján ára gamall hélt hann til Svíþjóðar til að leggja stund á ballett og síðan hef- ur hann meðal annars dansað með kanadíska ballettinum í Toronto, Genfarballettinum í Sviss og við konunglega ballettinn í Stokk- hólmi þar sem hann starfar um þessar mundir. „Sem stendur er ég að dansa í verki eftir Mats Ek, sem heitir Lägenhet eða Íbúðin. Verkið fjallar um sam- skipti íbúðareig- anda við hlutina í íbúðinni hans og ég túlka ang- ist barns sem íbúðareigandinn stingur inn í bakarofn þegar hann er orðin gegnsósa af of miklu sjónvarpsglápi.“ Í vetur dansaði Gunnlaugur meðal annars hlutverk Þyspu í Draumi á Jónsmessunótt: „Ég þurfti að bregða mér í táskó og ballettkjól fyrir hlutverkið. Við strákarnir dönsum venjulega ekki í táskóm og ég þurfti því sér- stakra æfinga við. Þetta var skemmtileg reynsla, en stundum dálítið sárt fyrir tærnar.“ Konunglegi ballettinn hefur nýverið lokið sýningum á frum- sömdu dansverki eftir Gunnlaug, „Taskig spådom“ sem einnig var valið til sýningar á menningar- hátíð í Dramaten. Auk þess að dansa eitt hlutverkið í verkinu sjálfur, spilaði hann einnig á klarinett í sýningunni með hljóm- sveit sinni sem nefnist Stackars Lajka eða Aumingja Lajka. Þessi fjölhæfi listamaður dvelur hér heima í sumar til að taka þátt í söngleiknum Fame með öðru hæfileikafólki í Vetr- argarðinum. „Leikstjórinn, Bjarni Haukur, hafði samband við mig og ég ákvað að slá til, enda er þetta góð afsökun til að eyða sumarfríinu heima á Ís- landi,“ segir Gunnlaugur. Áður mun hann þó taka þátt í upp- færslu konunglega sænska ballettsins á Svanavatninu. „Við erum að æfa Svanavatnið núna og stefnum á frumsýningu eftir þrjár vikur. Um leið og síðasta sýningin er búin kem ég heim til að æfa með krökkunum í Fame. Ég hef trú á að Fame verði bráð- skemmtileg sýning. Það verður þarna skemmtilegt og hæfi- leikaríkt fólk, ég nefni bara séníið Ólaf Egil, bróður minn sem dæmi.“ Ólafur Egill Egils- son sér um leikmyndina í sýn- ingunni. ■ Stungið inn í bakaraofn eftir óhóflegt sjónvarpsgláp Ballet GUNNLAUGUR EGILSSON ■ kemur glóðvolgur heim úr Svanavatninu til að taka sporið í sumarsöngleiknum Fame. GUNNLAUGUR EGILSSON dansar hér í Íbúðinni eftir Mats Ek en konunglegi ballettinn í Svíþjóð hefur einnig nýverið lokið sýningum á frumsömdu verki eftir Gunnlaug. „Það verður þarna skemmtilegt og hæfileika- ríkt fólk, ég nefni bara séníið Ólaf Egil, bróður minn sem dæmi. Skrýtið... hún vildi frekar borða heima hjá mér en fara út að borða, og frekar fara í bíó en á pöbbinn! Það þýðir að ég verð allavega fimmþúsund- kalli undir áætlun þegar við erum búin að gera það! Svo virðist hún vera með góðan húmor, hún átti alla Ren og Stimpy-þættina á spólu! Fyrirgefðu að ég spyr, en áttu íbúð? Já, ég á þriggja herbergja íbúð í miðbænum! Ég er ástfanginn! Já, ég er í bíó, fín mynd maður... GUNNLAUGUR EGILSSON Hefur meðal annars dansað með kanadíska ballettinum í Toronto, Genfarballettinum í Sviss og við konunglega ballettinn í Stokkhólmi. Gunnlaugur er sonur Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egils Ólafssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.