Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 9
■ Evrópa 9MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 PRESTASTEFNA Í Grafarvogskirkju stendur nú yfir prestastefna undir yfirskriftinni „Samfélag í trú og gleði“. Prestastefnan hófst með synodusmessu í Dómkirkjunni klukkan ellefu í gærmorgun en formleg setningarathöfn fór fram klukkan tvö. Japanski guðfræðing- urinn, skáldið og myndlistarmað- urinn Yushi Nomura er sérstakur gestur prestastefnunnar og flutti hann erindið „Auði krossinn – japanskt sjónarhorn“ að loknum setningarræðum síðdegis í gær. Þema fyrsta dagsins var borg- arsamfélagið og var Þórólfi Árna- syni borgarstjóra, Trausta Vals- syni, prófessor í skipulagsfræði, og Þórhildi Líndal, umboðsmanni barna, boðið að flytja erindi. Í dag verður fjallað um yfirskrift prestastefnunnar, kynntar nýjar upplýsingar um afstöðu Íslendinga til kirkjunnar og messuhalds og rætt um skipan prestsþjónustunn- ar og endurskoðun prestakalla. Prestastefnunni lýkur á morgun en þá stendur til að kynna kirkju- tónlistarstefnuna sem lögð verður fyrir kirkjuþing í október. Í kvöld klukkan átta verður opið hús í Grafarvogskirkju undir yfirskriftinni „Ég get sungið af gleði“. Sr. Vigfús Þór Árnason stýrir samkomunni og Ómar Ragn- arsson fréttamaður flytur hug- vekju. ■ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Horfur á Íslandi góðar HAGVÖXTUR Spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um hagvöxt hér á landi næstu ár er samhljóða spá Seðla- banka Íslands. Hagvaxtarspáin hljóðar upp á 3,5 prósenta hag- vöxt á þessu ári og gert er ráð fyr- ir að vöxtur landsframleiðslunnar verði 4,6 prósent á næsta ári. Greining Íslandsbanka segir spár Seðlabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins lægri en spá þeirra, en spáin er aðeins hærri en spá fjármálaráðuneytisins. Spárnar séu þó samhljóða að því leyti að hagvaxtarhorfur séu góð- ar í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. ■ HEIM MEÐ DÝNUNA Spánverjar yfirgáfu bækistöðvar sínar í Írak í gær og héldu heim á leið. Bandarískir hermenn tóku við verkefnum þeirra. Írak: Spánverjar farnir ÍRAK, AP Spænsku hermennirnir sem hafa verið í Írak frá því í ágúst á síðasta ári héldu í gær heim á leið. Einu spænsku her- mennirnir sem eru eftir í Írak eru þeir sem vinna að skipulags- málum og þurfa að ganga frá flutningi herbúnaðar heim til Spánar. Alls voru 1.300 spænskir hermenn sendir til Íraks í tíð fyrri stjórnar en Sósíalistar, undir stjórn nýja forsætisráðherrans Jose Luis Rodriguez Zapatero, hétu því í kosningabaráttunni að kalla alla hermenn heim svo fremi sem Sameinuðu þjóðirnar tækju ekki við friðargæslu í Írak. „Frá og með klukkan 16 í dag verður enginn spænskur meðlim- ur Plus Ultra II eftir í Írak,“ sagði Zapatero þingheimi í gær. Plus Ultra II er heiti hersveitarinnar sem var send til Íraks. Ellefu Spánverjar féllu í Írak, þeirra á meðal sjö njósnarar. ■ Dæmdur til sektargreiðslu: Braut vopnalög DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur til að greiða 680 þúsund krónur í sekt í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum. Greiði mað- urinn ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 64 daga fangelsi í stað sektarinnar. Maðurinn tilgreindi ekki í að- flutningsskýrslum að bifhjól, blómahitakassi, hnífar og áfengi væru í búslóð sem hann flutti hingað til lands frá Kanada. Hlut- irnir voru gerðir upptækir. ■ VILJA ÞJÓÐARATKVÆÐI Þrír af hverjum fjórum Frökkum vilja fá að greiða atkvæði um stjórnar- skrá Evrópusambandsins, fjórð- ungur vill að franska þjóðþingið samþykki eða hafni stjórnar- skránni. Jacques Chirac Frakk- landsforseti hefur ekki tekið ákvörðun um hvort stjórnar- skráin verði lögð undir þjóðar- atkvæði. HÆLISLEITENDUM FÆKKAR Þriðj- ungi færri sóttu um hæli í Hollandi í fyrra en árið áður. Hæl- isleitendum fækkaði úr 18.700 í 13.400, 6.600 manns var veitt hæli, 2.500 færri en árið áður. Prestastefna stendur yfir í Grafarvogskirkju: Samfélag í trú og gleði PRESTASTEFNA HEFST Fulltrúar prestastefnu gengu frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar að kirkjunni klukkan ellefu í gærmorgun til að taka þátt í synodusmessu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.