Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 14
Alþingi hefur verið gert aftur-reka með lagasetningu í Hæstarétti í nokkrum stórum mál- um, þar sem lögin hafa ekki verið talin standast stjórnarskrá. Fræg- ust þessara mála eru tveir dómar sem ógiltu ákvörðun um tekju- skerðingu öryrkja árið 2000 og 2003, kvótadómurinn sem laut að réttindindum til atvinnuþátttöku og féll í desember 1998 og dómur um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem viðurkenndi rétt konu til þess að leggja bann við að gögn um föð- ur hennar væru flutt í gagna- grunninn. Sá dómur féll í fyrra. Í þessum dómum voru lög frá Al- þingi talin stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Öryrkjadómurinn og kvótadómurinn tengdust há- værum pólitískum deilumálum og stjórn og stjórnarandstaða tókust á um hvernig bæri að túlka niður- stöðu Hæstaréttar. Málið gekk svo langt að forseti Hæstaréttar sendi bréf þar sem hann svaraði spurn- ingum um dóm Hæstaréttar. Bréf- ið olli miklum deilum, talið eins- dæmi og þótti mörgum lögfræð- ingum að Hæstiréttur væri dregin 14 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa NEYTENDUR Olíufélagið Esso hefur undanfarið kynnt nýjar sjálfsaf- greiðslustöðvar undir nafninu Ego. Á heimasíðu félagsins er sagt að stefna þess sé að bjóða verð sambærilegt við það sem best gerist á hverju markaðs- svæði fyrir sig. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu félagsins er bensín- verð hjá þeim sambærilegt hjá öðrum sjálfsafgreiðslustöðvum hinna olíurisanna, ÓB og Orkunni, og fimm krónum dýrara en hjá Atlantsolíu. Bergþóra Þorkelsdóttir, deild- arstjóri markaðsdeildar Ego, seg- ir hugmyndina vera þá að vera samkeppnishæf við aðrar sjálfs- afgreiðslustöðvar á sama svæði. Hún fellst ekki á að Atlantsolía, sem einnig rekur stöð í Kópavogi, sé ein af þeim. „Við erum að sjá fyrir okkur að viðskiptavinurinn fái meira en gott eldsneytisverð og einnig að þó að stöðin sé mannlaus þá sé engu að síður gott viðmót sem mæti fólki sem verslar við okkur.“ ■ Hæstiréttur Ísraels: Blaðamenn fá skírteini JERÚSALEM, AP Hæstiréttur Ísraels úrskurðaði í gær að stjórnvöldum landsins hafi ekki verið heimilt að neita palestínskum fréttamönnum um opinber blaðamannaskírteini. Alþjóðleg samtök fréttamanna fagna þessari ákvörðun. Fyrir um það bil tveimur árum, þegar um ár var liðið frá því upp- reisn Palestínumanna gegn her- námi Ísraelsstjórnar hófst, hætti fjölmiðlastofnun Ísraels að gefa út blaðamannaskírteini til palest- ínskra blaðamanna. Af öryggis- ástæðum, að því er sagt var. Skírteinin auðvelda þeim að komast í gegnum farartálma, sem ísraelski herinn hefur komið upp víða á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. ■ www.kbbanki.is Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 0 0 2 • s ia .i s fia› sem flér finnst fjarlægur draumur núna getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Ef flú leggur 25.000 krónur e›a meira inn á Framtí›arbók eftir fermingardaginn flinn fær›u 3.000 króna peningagjöf inn á bókina frá KB banka. ÁVAXTA‹U FERMINGARPENINGANA Á FRAMTÍ‹ARBÓK OG LÁTTU DRAUMA fiÍNA RÆTAST! ÉG Á MÉR DRAUM OPNUN EGO Töluverðum fjármunum hefur verið eytt til kynningar og markaðsstarfs á sjálfsafgreiðslu- stöðvum Ego. Bensínverð hjá þeim er hið sama og hjá samkeppnisaðilum, að Atlantsolíu frátaldri. BENSÍNVERÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Sjálfsafgreiðsla 95 okt. dísil Esso 98,70 41,10 Olís 98,70 41,10 Skeljungur 98,70 41,10 Atlantsolía 92,50 35,- Orkan 97,40 39,80 ÓB 97,50 39,90 Ego 97,50 39,90 Full þjónusta 95 okt. dísil Esso 103,70 46,10 Olís 103,70 46,10 Skeljungur 103,70 46,10 Nýjar bensínstöðvar Ego með sama verð og aðrir: Lægsta verðið hjá Atlantsolíu BLÓMAHAF Túlípanarnir blómstra í garði Fjallahallar- innar í Dresden í austurhluta Þýskalands. Höllin, sem er í barokkstíl, var byggð sem sumardvalarstaður Ágústs konungs af Saxlandi á fyrri hluta 18. aldar. Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON ■ fjallar um lagasetningu Alþingis sem Hæsti- réttur hefur hafnað. Slíkir dómar eru mun algengari hér en á Norðurlöndunum. Höfnun Hæstaréttar á lögum Alþingis LÖGUM HAFNAÐ Hæstiréttur hefur í fleiri tilvikum dæmt gegn lögum sem sett hafa verið á Alþingi en þekkist á Norður- löndunum. Dómar Hæstaréttar hafa snúið að því að lögin hafi stangast á við greinar í stjórnarskrá Íslands. TVEIMUR SLEPPT Breska lögregl- an sleppti í gær tveimur mönn- um af tíu sem voru handteknir í aðgerðum gegn meintum hryðju- verkamönnum í síðustu viku. Áður hafði þremur einstakling- um verið sleppt án ákæru. Fimm liggja enn undir grun um aðild að undirbúningi hryðjuverka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.