Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 4
4 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Halldór Ásgrímsson: Ekki ætlunin að ræða frumvarp ÞJÓÐARATKVÆÐI Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknar- flokksins, segir að nefndin sem skipuð var um löggjöf um þjóð- aratkvæðagreiðslu muni starfa fullkomlega sjálfstætt. Ríkis- stjórnin muni ekki leggja fram neinar tillögur við nefndina og ekki funda með henni fyrr en niðurstöður hennar liggi fyrir. Aðspurður um hvers vegna sérfræðingar á sviði kosninga- löggjafar hefðu ekki verið vald- ir í nefndina segir Halldór að það hafi verið galli hve margir væru búnir að tjá sig opinber- lega um málið. „Við teljum það óheppilegt að lögfróðir aðilar sem hafa tjáð sig opinberlega um þetta komi að þessu. Farið var yfir ýmis nöfn, margir eru fjarverandi og þetta var niður- staðan. Það verður að hafa það í huga að ríkisstjórnin hefur frumkvæðisskyldu við undir- búning löggjafar sem þessar. Þeirri frumkvæðisskyldu ber okkur að sinna,“ segir Halldór. Spurður um meint ósætti milli formanna stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar á fundin- um í gær segir Halldór að rætt hafi verið það sem ætlunin hafi verið að ræða. Í bréfi frá þeim hafi verið óskað eftir að rætt yrði um hvenær Alþingi verður kvatt saman til að setja lög um fram- kvæmd og tímasetningu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar og hvernig það þinghald verði undirbúið. Það hafi verið gert. „Síðan vildu þeir fara að ræða efnisinnihald væntanlegs frumvarps. Við höfum ekki tek- ið neina afstöðu til þess. Við teljum að það sé ekki hægt fyrr en sú nefnd sem hefur verið skipuð hefur skilað okkur áliti um það. Málið er afskaplega flókið og ég hef enga fyrirfram skoðun á því. Mér finnst að for- menn stjórnarandstöðu- flokkanna eigi ekki að hafa það heldur,“ segir Halldór. ■ Kosið um lögin í byrjun ágúst Alþingi verður kallað saman 5. júlí og sett verða lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún mun fara fram í byrjun ágúst, að sögn Davíðs Oddssonar. Skipuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna um þjóðaratkvæðagreiðsluna. ÞJÓÐARATKVÆÐI Alþingi verður kall- að saman mánudaginn 5. júlí þar sem ákveðið verður fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl- miðlalögin. Þjóðaratkvæða- greiðslan mun fara fram í byrjun ágúst. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar að loknum samráðsfundi með formönnum allra stjórnmálaflokkanna í gær. Skipuð hefur verið nefnd fjög- urra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sitja Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, for- maður hópsins, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hall- grímsson. Auk þeirra er Kristján Andri Stefánsson í nefndinni af hálfu forsætisráðuneytisins. Fundurinn var haldinn sam- kvæmt ósk formanna stjórnar- andstöðuflokkanna. Hann stóð stutt yfir og lauk með því að for- sætisráðherra sleit fundinum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að fundi loknum að fundur- inn hefði verið sýndarmennska ein, ekki hafi verið ætlun for- manna stjórnarflokkanna að hafa samráð við stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra hafi rokið upp og slitið fundi þegar stjórnarand- staðan hóf að ræða um að ekki ætti að setja lög um lágmarks- þátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Aðspurður sagði forsætisráð- herra að ekki hefði verið um ágreining að ræða á fundinum: „Kannski hegðunarvandamál, ekkert annað. Forystumenn stjórnarflokkanna vildu ekki ganga til þessa fundar með því að menn byrjuðu á því að setja skil- yrði þeim aðilum sem við vorum að tala við. Við töldum að Ög- mundur Jónasson hafi þegar í upphafi byrjað að setja þau skil- yrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það er okkar skoðun að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman,“ sagði Davíð. Hann sagði að samstaða hafi þó verið um hvenær kalla ætti þingið saman. „Ekki þótti skyn- samlegt að kalla þingið saman í júní vegna þess að í fyrsta lagi er nú 17. júní framundan og þing- húsið er eins og það er og síðan eru forsetakosningar, það myndi trufla þær,“ sagði Davíð. Hann sagði að ekki væri stefnt á að setja bráðabirgðalög um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar en líklega myndi það taka þingið viku til tíu daga að afgreiða málið. Hann sagði áætlaðan kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna á bilinu 100–200 milljónir króna. Ekki væri ætlunin að Alþingi veiti peninga til stjórnmálaflokk- anna til kynningar á frum- varpinu. sda@frettabladid.is Á að setja skilyrði um lágmarks- þátttöku í lög um þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin? Spurning dagsins í dag: Borðarðu hvalkjöt þegar það býðst? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 64% 36% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is – hefur þú séð DV í dag? James Bond ræðst á Íslendinga DAVÍÐ ODDSSON AÐ LOKNUM SAMRÁÐSFUNDI FORMANNA STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í GÆR Alþingi verður kallað saman 5. júlí. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í byrjun ágúst. Stofnuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna um undirbúning frumvarps vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÞJÓÐARATKVÆÐI „Við hófum umræð- ur um þessi mál og það er ljóst að það er afskaplega stuttur kveikur- inn í þeim sem ráða ríkjum í þessu húsi hér,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, eftir að samráðs- fundi formanna ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um þjóðar- atkvæðagreiðslu var slitið í gær. Ögmundur sagði það virðast vera sýndarmennsku af hálfu for- manna ríkisstjórnarflokkanna að ganga til einhvers konar samráðs við stjórnarandstöðuna. Össur Skarphéðinsson sagði allt annan brag hafa verið á því sem Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hafði fram að færa á fundinum. Hann segir forsætis- ráðherra hafa slitið fundinum þegar stjórnarandstaðan hóf máls á því hvort virða ætti stjórnar- skrána varðandi þjóðaratkvæða- greiðslu eða hvort það ætti að takamarka hana með einhverjum hætti. „Það var rætt um það á fundin- um að þing yrði kallað saman í byrjun júlí og var sæmileg sam- staða um það. Þá vildu menn ræða nánar um útfærslu og aðkomu að þessu máli. En þegar við settum fram okkar sjónarmið um tak- mörkun á stjórnarskránni sögðu menn að ekki væri ástæða til að ræða þetta frekar ef við ætluðum að fara að setja einhver skilyrði,“ segir Ögmundur. „Það er mjög óvanalegt að málin þróist með þessum hætti og að forsætisráðherra skuli ekki geta sætt sig við það að menn segi sínar skoðanir án þess að rjúka upp og slíta fundi. Við vit- um hvort það verður annar fund- ur en ég geri ekki ráð fyrir því miðað við viðbrögð forsætis- ráðherra“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. ■ Samráðsfundur formanna stjórnmálaflokkanna: Stuttur kveikur í húsráðanda STJÓRNARANDSTAÐAN MÆTIR TIL FUNDAR Í STJÓRNARRÁÐIÐ Forystumenn stjórnarandstöðunnar gengu saman til fundar í gærmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON, ÖGMUNDUR JÓNASSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur segir forsætisráðherra ekki hafa minnsta áhuga á að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um undirbúning þjóð- aratkvæðagreiðslu og komandi þinghald. Össur Skarphéðinsson: Halldór vill samstöðu ÞJÓÐARATKVÆÐI „Af lyktum fundar- ins er augljóst að forsætisráðherra hefur ekki minnsta áhuga á að ná samkomulagi við stjórnarandstöð- una um undirbúning þjóðar- atkvæðagreiðslu og komandi þing- hald,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir það áður hafa birst í ótrúlega bíræfnum fyrirætlunum sjálfstæðismanna um að nota bráðabirgðalög til að koma vilja sínum fram sem hófsamari menn hafi bersýnilega komið í veg fyrir. Hann segir það koma á óvart ef það er vilji Framsóknarflokksins að taka þátt í vinnubrögðum af þessu tagi. „Mér finnast yfirlýsingar for- manns Framsóknarflokks dagana á undan gefa til kynna fullan vilja hans til að ná breiðri samstöðu. Ef forsætisráðherra ræður hins vegar þessari niðurstöðu af hálfu ríkis- stjórnarinnar, og menn vilja ekki tala við okkur um þessi mál til þess að freista þess að samstaða náist, hefur stjórnarandstaðan engan annan kost en að nota Alþingi til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Málið er afskaplega flókið og ég hef enga fyrirfram skoðun á því.”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.