Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 6
KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, í forsetakosningun- um sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóð- enda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggj- ast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og tíu af hundraði eru enn óákveð- in. 4,4 prósent neituðu að svara. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólaf- ur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæp- lega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýt- ur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum at- kvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 pró- sent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Ís- lands ef gengið yrði til kosninga nú? ■ 6 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Ástþór Magnússon: Lýðræðið fótum troðið KÖNNUN „Þessar niðurstöður eru svo sem ósköp eðlilegar því að ég fæ ekkert að koma málefnum fram- boðsins til skila,“ segir Ástþór Magnússon, sem mældist með 0,6 prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ástþór er harðorður í garð fjöl- miðla, sem hann segir loka á um- fjöllun um framboð hans. „Það er búið að traðka lýðræðið niður í svaðið,“ segir hann. „Forsetafram- bjóðandi eins og ég fær ekki að koma skoðunum sínum á framfæri með málefnalegum hætti þannig að fólk geti gert upp hug sinn hvað er í boði í kosningum,“ segir Ástþór, sem var staddur í eltingaleik við forseta Íslands. „Ég er akandi á eftir honum á 150 kílómetra hraða á Keflavíkurveginum til að reyna að fá svar við þeirri spurningu hvort hann muni taka áskorun minni um að mæta mér í sjónvarpssal.“ ■ Ólafur Ragnar með mikla yfirburði Tæplega tveir af hverjum þremur hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta í kosningunum sem fram fara þann 26. júní. Fylgi annarra frambjóðenda mælist aðeins brot af fylgi hans. Ólafur Ragnar nýtur meira fylgis meðal kvenna. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.03 0.20% Sterlingspund 130.88 0.31% Dönsk króna 11.78 0.24% Evra 87.57 0.26% Gengisvísitala krónu 121,95 - 0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 262 Velta 3.865 milljónir ICEX-15 2.679 0,63% Mestu viðskiptin Grandi hf. 392.720 Actavis Group hf. 173.689 Burðarás hf. 166.158 Mesta hækkun Medcare Flaga 3,31% Opin Kerfi Group hf. 2,30% Burðarás hf. 2,11% Mesta lækkun Össur hf. -1,72% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans -1,52% Bakkavör Group hf. -0,85% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.398,6 0,1% Nasdaq * 2.017,0 -0,2% FTSE 4.504,8 0,3% DAX 4.018,9 0,0% NK50 1.421,9 -0,0% S&P * 1.139,5 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir forstjóri Hafrannsókna-stofnunar? 2Í fyrradag kynntu stjórnvöld umfangs-mestu menningarkynningu landsins í útlöndum. Hvar fer hún fram? 3Hvað mun koma í stað undirskriftarvið notkun greiðslukorta í haust? Svörin eru á bls. 30 ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S IC E 2 4 8 4 3 0 5 /2 0 0 4 NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu Allt að 18 ferðir á dag Sumaráætlun Icelandair Bókaðu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Breytingagjald 5.000 kr. Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí í sumar til Kaupmannahafnar og London Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili. Ódýrastir til Evrópu Verð á mann frá 14.490 kr.* KÖNNUN „Ég er svolítið hissa á þessum niðurstöðum,“ segir Baldur Ágústsson, sem mældist með fimm prósenta fylgi í skoð- anakönnun Fréttablaðsins. „Við höfum verið á ferðinni og mér hefur fundist undirtektir betri en þessar tölur gefa til kynna.“ „Þetta er byrjun sem er ekki alveg eins góð eins og ég hefði haft gaman af en kynningin heldur áfram,“ segir Baldur. „Við höfum verk að vinna.“ Að sögn Baldurs hefur hann verið á ferðinni víða um land og fundið sterkan meðbyr. „Fólk hefur tekið mér vel,“ segir Baldur. „Fólk vill fá ópólitískan forseta í embættið þannig að deilum ljúki og friður geti náðst.“ ■ FYLGISÞRÓUN FORSETAFRAMBJÓÐENDA Stuðningur við Ólaf Ragnar hefur aukist frá síðustu könnun þegar aðeins eru taldir þeir sem taka afstöðu. Fylgi við Ástþór er á niðurleið og mælist mun minna en Baldurs. Baldur Ágústsson: Kynningin heldur áfram MUNUR EFTIR BÚSETU Þéttbýlisbúar eru líklegri en fólk á lands- byggðinni til að kjósa ekki. Stuðningur við Ólaf Ragnar er meiri á landsbyggðinni. BALDUR ÁGÚSTSSON 0,0% 5,9% ÁSTÞÓR MAGNÚSSON ÓLAFUR RAGNAR ANNAR 66,3% KJÓSA EKKI 1,0% 62,1% 1,3% 11,6% Þéttbýli Lands- byggð 4,4% 11,5% 10,0% ÓÁKVEÐNIR 2,3% 4,4% SVARA EKKI 1,9% 17,5%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.