Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 38
Dansa berfætt úti í garði Þetta er alþjóðlegt skákmót ogtveir stórmeistarar munu leika á því. Finninn Heikki Westerinen og Tékkinn Jan Votava en auk þeirra mun Lenka Ptacnikóva sem varð ís- lenskur ríkisborgari á dögunum og þar með fyrsti stórmeistari kvenna í skák sem Ísland eignast taka þátt,“ segir Kristian Guttesen, tæknistjóri Hróksins, en auk þeirra er Svíinn Faruk Tairi á meðal keppenda. Sumarskákmótið hefst í kvöld og eru tíu skákmenn sem etja kappi. „Það er mikið af ungum og efnilegum strákum frá Íslandi sem taka þátt bæði úr Hróknum og öðrum félög- um,“ segir Kristian. Mótið er í alþjóð- legum meistarastigaflokki og þýðir það að sögn Kristians að sex og hálf- ur vinningur gefur áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. „Mótið skiptir því miklu máli fyrir íslensku strákana sem þurfa að lenda í verðlaunasæti til að ná því marki.“ Kristian býst því við að hart verði barist í hverri einustu skák þrátt fyrir að íslensku strákarnir þekkist vel innbyrðis. Eins segir hann mótið án efa verða skemmtilegt og spenn- andi enda meistararnir þekktir fyrir sókndirfsku. Hægt verður að fylgjast með skákunum á heimasíðu Hróksins og þar verða einnig sagðar fréttir af mótinu. Umferðirnar hefjast klukkan 18 öll kvöld fram til 19. júní, ef frá er talinn sunnudagurinn 13. júní. Mótið er haldið í húsnæði Hróks- ins í Skúlatúni 9, sem Ístak hefur lagt félaginu til undir starfsemi sína, og gestum eru velkomið að líta við og fylgjast með gangi mótsins. ■ Alþjóðleg sumarskák CHRISTIAN GUTTESEN Segir sumarskákmót Ístaks sem hefst í kvöld gefa íslenskum skákmönnum kost á að etja kappi við öfluga stórmeistara og ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli ef vel gengur. 30 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Það er eitthvað við það þegar fólkkemur saman til að dansa og syn- gja allan daginn,“ segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söng- leiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. „Við vorum nokkrir lista- menn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar,“ segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðend- um sýningarinnar. „Hárið er fanta- söngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstak- lingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Aust- urbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu.“ Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. „Þau Krist- björg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í róleg- heitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu,“ segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið.“ Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóð- hátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. ■ LEIKLIST BJÖRN THORS ■ er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar. SKÁK SUMARSKÁKMÓT ÍSTAKS HEFST Í KVÖLD. MÓTIÐ ER ALÞJÓÐLEGT OG MUNU ■ íslenskir skákmenn keppa um áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. BJÖRN THORS Er tilnefndur til Grímunnar fyrir aukahlutverk í Græna landinu en aðeins tvær sýningar eru eftir á verkinu í Þjóðleikhúsinu. Lárétt: 1 skrökvaði, 5 sár, 6 grastotti, 7 ein- kennisstafir, 8 dá, 9 hæð, 10 glíma, 12 fæða, 13 ask, 15 á nótu, 16 aukast, 18 lærdómi. Lóðrétt: 1 landshluti, 2 til viðbótar, 3 varð- andi, 4 hluta Danmerkur, 6 vera fastur við, 8 fara til veiða, 11 verkfæri, 14 elska, 17 í röð. Lausn: 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt:1laug,5aum,6tó,7nk,8rot,9hóll, 10at,12ala,13nóa,15an,16elna,18 námi. Lóðrétt:1langanes,2auk,3um,4jótlandi, 6tolla,8róa,11tól,14ann,17aá. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jóhann Sigurjónsson. Í Frakklandi. PIN-númer.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.