Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 16
Allir virðast vera sammála um að það þurfi að setja lög um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin sem forsetinn neitaði að staðfesta. Enginn virð- ist hafa hugsað út í að Íslending- ar hafa greitt þjóðaratkvæði áður, og það jafnvel um hin mik- ilvægustu mál, þar sem mikið reið á að ekki væri hægt að vé- fengja niðurstöðuna. Getur ekki verið að við höfum nægar laga- reglur eða fordæmi um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að nota í þetta sinn? Fyrst munu Íslendingar hafa greitt þjóðaratkvæði árið 1908, um áfengisbann. Um þessa at- kvæðagreiðslu voru engin lög sett, aðeins ákveðið með þingsá- lyktun árið 1905 að halda hana. Þar voru ekki höfð mörg orð um framkvæmd; eins og ályktunin var samþykkt í neðri deild var hún svona: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnarráðið að láta fara fram atkvæða- greiðslu allra kosningabærra manna á landinu um það, hvort lögleiða skuli bann gegn aðflutn- ingi áfengra drykkja. Atkvæða- greiðsla þessi fari fram samhliða næstu almennum kosningum til Alþingis“. Hún var síðan haldin samhliða Alþingiskosningum 1908, og var þátttakan tæp 69%. Næst var haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla um almenna þegnskylduvinnu karlmanna. Að- ferðin var nákvæmlega sú sama og um áfengisbannið. Álíka stutt- orð þingsályktun var samþykkt árið 1915 og atkvæðagreiðslan haldin samhliða Alþingiskosning- um árið eftir. Þátttaka var rúm- lega 43%. Þetta voru auðvitað aðeins könnunaratkvæðagreiðslur ; sjálft áfengisbannið var sett með lögum árið 1909, í samræmi við þá stefnu sem atkvæðagreiðslan hafði sett. Andstaðan gegn þegn- skylduvinnunni reyndist yfir- gnæfandi, yfir 91% meðal þeirra sem greiddu atkvæði, og mun það hafa nægt til að drepa hug- myndina. En lögbundna þjóðarat- kvæðagreiðslu héldu Íslendingar fyrst um sjálfan sambandslaga- samninginn við Dani og fullveldi Íslands árið 1918. Lagaskyldan til að halda hana var ákvæði sem hafði verið sett inn í stjórnar- skrána árið 1915: „Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandinu milli Íslands og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæða- greiðslan vera leynileg“. Þetta var allt og sumt í lögum sem þurfti til að bera tillöguna um stofnun íslenska ríkisins undir þjóðina, og aðeins tæp 44% at- kvæðisbærra Íslendinga komu á kjörstað. Já sögðu um 91% þeirra, eða um 39% allra sem höfðu kosningarétt. Það taldist nægja til að stofna fullvalda ís- lenskt ríki. Áfengisbannið var svo afnum- ið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1933, þar sem um 45% kjós- enda komu á kjörstað og tæp 58% þeirra, eða fjórðungur allra kosningarétthafa, settu stefnuna á afnám bannsins. Í annað sinn var haldin lög- bundin þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám sambandsins við Dani og stjórnarskrá lýðveldis árið 1944. Nú þurfti ekki að kvarta undan lítilli þátttöku, hún var nær 99% en 98%. Heimildirnar til að halda þessa atkvæða- greiðslu voru annars vegar sam- bandslögin frá 1918, hins vegar viðaukaákvæði við stjórnar- skrána sem hafði verið lögfest 1942 og heimilaði stjórnarskrár- breytingu þessa efnis með al- mennri atkvæðagreiðslu. Um til- högun þessarar atkvæðagreiðslu voru sett lög í tíu greinum (nr. 17, 24. mars 1944). En þar er flest næsta sjálfsagðir hlutir og engin skilyrði um lágmarksþátttöku. Niðurstaða þessarar könnunar er sú að lítil leiðsögn verði sótt í löggjöf okkar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur á móti sýnir hún að það er hægt að framkvæma slíka atkvæða- greiðslu án sérstakrar löggjafar. Líklega er sannleikurinn sá að það sé einfalt verk að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu í samfélagi sem þekkir reglur lýðræðislegra kosninga, ef maður vill ekkert annað en spyrja þjóðina í fullri einlægni og undirhyggjulaust. Fyrst þegar farið er að hugsa um að spila á þjóðina kemur upp þörf á að setja lagaskilyrði. Þegar ákvæðið um synjunar- rétt forseta og þjóðaratkvæði í framhaldi af synjun hans voru sett í lýðveldisstjórnarskrána hefur löggjafa okkar ekki verið önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ríkari í minni en atkvæðagreiðsl- an um sambandslögin 1918, þar sem innan við helmingur kjós- enda tók þátt. Úr því að höfundar stjórnarskrárinnar settu ekkert skilyrði um þátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslum hefur það ekki verið skilningur þeirra að þær yrðu ómarktækar við litla þátt- töku. Löggjöf sem nú væri sett um lágmarksþátttöku mundi því takmarka rétt þjóðaratkvæða- greiðslunnar, afnema nokkuð af þeim lýðræðislega rétti sem er mælt fyrir um í stjórnarskrá. Því er í meira lagi hæpið að slík lög stæðust stjórnarskrá, og forseti mundi væntanlega telja sér skylt að synja þeim um staðfestingu. Lögin mundu auðvitað öðlast gildi til bráðabirgða engu að síð- ur, svo að hægt yrði að beita þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. En lögin um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrðu að koma til þjóðaratkvæða- greiðslu samt, og hvað gerðist þá ef þau yrðu felld í atkvæða- greiðslu þar sem þátttaka yrði yfir lágmarki? Með slíku væri okkar litla lýðræðisfari ruggað glannalegar en skynsamlegt get- ur talist. Önnur spurning hlýtur að vakna um það hvaða niðurstaða eigi að gilda ef ekki næst lög- bundin lágmarksþátttaka í at- kvæðagreiðslu um fjölmiðlalög- in. Mér virðist nærtækast að þá gildi synjun forsetans og lögin falli úr gildi. Synjun forsetans er synjun, hvað sem hann segir um hana sjálfur. Hún á rætur að rekja til lagasynjunarréttar kon- ungs, sem forseti okkar tók í arf þegar lýðveldið var stofnað. Ákvæði stjórnarskrárinnar um tímabundið gildi laga sem forseti neitar að staðfesta og um þjóðar- atkvæðagreiðslu takmarkar rétt þjóðhöfðingjans, og það var nýj- ung í íslenskum rétti 1944. Þjóð- aratkvæðagreiðslan er því í eðli sínu málskot Alþingis og ríkis- stjórnar til þjóðarinnar, fremur en forsetans. Þessir aðilar spyrja þjóðina hvort hún geti fallist á synjun forsetans eða vilji grípa í taumana fyrir honum. Ef þjóðin svarar engu (með því að mæta ekki á kjörstað), þá liggur bein- ast við að túlka það sem sam- þykki við synjun forsetans. Vissulega er hægt að setja lög sem kveða á um hið gagnstæða, en væri það ekki hæpið gagnvart stjórnarskránni? ■ 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR16 Það þarf engin lög um þjóðaratkvæði Endalaus innflutningur? VIÐSKIPTAHALLI mældist á fyrsta árs- fjórðungi um 13 milljarða króna sam- kvæmt uppgjöri Seðlabankans. Þetta er ríflega 10 milljarða meiri halli en á sama tíma í fyrra og má rekja aukninguna að hluta til þess að innflutningur er að aukast mun hraðar en útflutningur og á það bæði við um vörur og þjónustu. ÞAÐ ER EKKERT ÓEÐLILEGT að inn- flutningur aukist í uppsveiflu og al- mennt sveiflast innflutningur meira en hagvöxtur. Þrír mánuðir eru reyndar stuttur tími og því verður að varast að oftúlka hreyfingar á svo stuttum tíma, en ýmsar upplýsingar leynast þó í tölum um vöruinnflutning á fyrstu þremur mánuðum ársins. FYRSTU ÞRJÁ MÁNUÐI þessa árs var vöruinnflutningur 18% meiri að raun- gildi en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hluta þessarar aukningar má rekja til virkjanafram- kvæmda á Austurlandi, enda hefur inn- flutningur á fjárfestingarvörum aukist um ríflega 35%. En hvað um innflutn- ingsvörur aðrar en til stóriðjufram- kvæmda? Innflutningur á neysluvörum hefur aukist langt umfram aukningu tekna á þessu tímabili. Þannig hefur kaupmáttur launa aukist á fyrsta árs- fjórðungi um tæplega 1,5% miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á neysluvörum hefur á hinn bóginn aukist um nálægt 15%. Mest ber á innflutningi á fólksbifreiðum sem hefur aukist að verðmæti um fjórðung frá 2003. Fjöldi skráðra bifreiða á sama tíma jókst um tæplega 20%. Þetta gæti bent til þess að við séum að kaupa dýrari bíla en áður. Við höldum áfram að kaupa heimilis- tæki, en innflutningur á þeim jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi og innflutn- ingur á fatnaði jókst um 10%. En fleira vekur athygli. Þannig hefur innflutningur á matvörum aukist um 15% frá því í fyrra. Þetta er mikil aukning þar sem al- mennt má búast við að þessi liður vaxi jafnt og þétt. Nokkrar skýringar má finna, en saman skýra þær þó ekki allan þennan vöxt. Til dæmis voru páskar að- eins fyrr á ferðinni í ár og má því sjá inn- flutning vegna páskanna að mestu á þessu ári en aðeins að hluta í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að erlendir verka- menn við virkjanaframkvæmdir standi undir hluta aukningarinnar. EN EF INNFLUTNINGUR á neysluvörum eykst um 15% á sama tíma og kaup- máttur eykst um 1,5%, hvað þýðir það um afkomu heimilanna? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlendum vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast, en á árinu 2003 voru þær metnar 180% af ráðstöfunartekjum. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval Undarleg umræða blossaði upp af hálfu forystumanna Sjálf- stæðisflokksins í kjölfar þess að forsetinn skaut fjölmiðlalögun- um til þjóðarinnar. Í fyrstu reyn- di formaður flokksins að leyna gremju sinni en sú sæla stóð stutt yfir. Strax daginn eftir hófust þeir handa Geir Haarde og Björn Bjarnason um að grafa undan málskotsrétti forsetans og leggja drög að því að eyðileggja kosninguna með himinháum töl- um um kjörsókn og gífuryrðum um að gengið væri gegn þing- ræðinu. Fram að þessu hefur Björn dómsmálaráðherra lægst lagst í atlögu Sjálfstæðisflokksins að lýðræðislegum rétti þjóðarinnar til að kjósa beint og milliliðalaust um fjölmiðlalögin. Dómsmála- ráðherrann fór undarlega fjalla- baksleið að því að koma því inn í umræðuna að 75% kjörsókn yrði að liggja til grundvallar því að atkvæðagreiðslan yrði gild. Þar beitti hann blessuðum landbún- aðarráðherranum fyrir sig sem áður hafði miðlað þeim fróðleik til þjóðarinnar í viðtali að slík viðmið gætu verið heppileg. Það er morgunljóst að sé markið sett svo hátt þá er stuðn- ingsmönnum stóru flokkanna í lófa lagið að ónýta slíka kosn- ingu. Einfaldlega með því að sitja heima. Og þar með að ræna þjóðina rétti sínum til að kjósa beint um málið. Er það tilgangur Sjálfstæðisflokksins með fram- göngu sinni? Mörður Árnason alþingismað- ur skrifar fróðlega grein í Morg- unblaðið á dögunum þar sem hann gerir grein fyrir reglum sem gilda um þjóðaratkvæða- greiðslur í nágrannalöndunum. Í löndum þar sem ráðamenn ganga ekki af göflunum við það eitt að fólkið fái að ráða milliliðalaust, heldur eru það sjálfsagðir stjórnarhættir og til þess nýttir að bæta upp galla fulltrúalýð- ræðisins. Í grein Marðar kemur m.a. fram það álit hans að dönsku reglurnar falli best að íslenskum aðstæðum. En þar er talin þörf á tilteknum lágmarksfjölda kjós- enda til að ganga gegn lögum frá þinginu en markið ekki sett við að fjöldi kjósenda ráði úrslitum nema í undantekningartilvikum. Loks segir Mörður: „Ef mönn- um á annað borð finnst að hér þurfi að skilyrða úrslit atkvæða- greiðslunnar tel ég samanburð- inn við Danmörku mun raunhæf- ari og betri en flugvallarreglurn- ar. Meðal annars af því að það er vont fyrir lýðræðið að stuðnings- menn eins flokks á borð við Sam- fylkinguna eða Sjálfstæðiflokk- inn geti í svona mikilvægri at- kvæðagreiðslu ráðið úrslitum gegn meirihluta þjóðarinnar með því einu að sitja heima“. Þetta eru orð að sönnu og ættu að liggja til grundvallar umræðu næstu daga um tilhögun at- kvæðagreiðslunnar um fjöl- miðlalögin. Fyrstu þjóðarat- kvæðagreiðslunni í 60 ár og eink- ar vel við hæfi á afmæli lýðveld- isins að þessi tímamót eigi sér stað nú. ■ Líklega er sannleik- urinn sá að það sé einfalt verk að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu í samfé- lagi sem þekkir reglur lýð- ræðislegra kosninga, ef maður vill ekkert annað en spyrja þjóðina í fullri ein- lægni og undirhyggjulaust. GUNNAR KARLSSON PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN ,, Þau leiðu mistök urðu við vinnslu auglýsingar vegna útfarar Sigríðar Kristínar Halldórsdóttur að nöfn fólks sem ekki eru ættingjar hinnar látnu birtust með. Fréttablaðið biður hlut- aðeigendur innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu mistökum. ■ LEIÐRÉTTING BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÞJÓÐVARATKVÆÐA- GREIÐSLAN Þjóðin rænd rétti sínum til að kjósa? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlend- um vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.