Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 4
4 22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mótlæti hjá uppsjávarfyrirtækjum: Kolmunnaveiðar hjálpa til LOÐNUVEIÐAR Kolmunnaveiðar vega að hluta til upp á móti fyrir- sjáanlegum loðnubresti. Upp- sjávarfyrirtæki bæta sér mörg hver upp loðnuveiðarnar með veiðum á kolmunna. Loðnan hefur ekki fundist enn og tvísýnt orðið um sumarveiðar. „Áfallið er í sjál- fu sér ekki ef menn eru að missa af sumarveiðinni. Það sem skiptir mestu er að menn finni hana fyrir veturinn,“ segir Atli Rafn Björns- son, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Brösulega gekk að gefa út kvóta fyrir loðnu á liðinni vertíð í vetur. Bræla tók við þegar Haf- rannsóknastofnun hafði loksins gefið leyfi fyrir auknum kvóta. Illa gekk því að ná þeirri loðnu sem heimilt var að veiða. Atli Rafn seg- ir að menn hafi bætt sér það upp með því að auka vinnslu til mann- eldis og þannig hafi verðmæta- aukning unnið á móti minnkandi afla. „Uppgjör voru því betri en við bjuggumst við.“ Atli Rafn seg- ir að mikilvægast sé fyrir fyrir- tækin að bregðast við með því að hagræða og ná meiri verðmætum úr þeim afla sem berst á land. ■ Ólíklegt að loðnu- stofninn sé hruninn Fiskifræðingur hjá Hafró telur ekki tímabært að fullyrða um afdrif loðnu- stofnsins. Hlýnun sjávar þurfi ekki að hafa hrun stofnsins í för með sér. SJÁVARÚTVEGUR „Það er allt of snemmt að afskrifa loðnustofninn í ár, það eru engar sérstakar breytingar sem gefa í skyn að eitt- hvað annað hafi gerst í ár en gerð- ist með árganginn í hitteðfyrra,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, um áhyggjur manna af hruni loðnustofnsins, en Jón Kristjánsson fiskifræðingur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að sér kæmi ekki á óvart þó stofn- inn væri hruninn. Hjálmar vísar til þess að seiðin úr árgangi 2001 hafi rekið mun lengra vestur og norður en venju- lega og því hafi loðnan ekki fund- ist á hefðbundn- um uppeldisslóð- um við norðanvert landið og Vest- firði í nóvember 2002. Loðnan hafi hins vegar fundist við Grænlands- sund í apríl í fyrra og hún hafi skilað sér í venjulegu magni upp að landi í vetur. „Loðnan er kald- sjávarfiskur og ef það verða breytingar á því umhverfi sem hún er venjulega í hlýtur það að hafa tilteknar breytingar í för með sér en ég veit ekki til þess að heill stofn hafi fyrirfarist af þeim sökum hér við land.“ Hann telur líklegt að hið sama hafi gerst í ár. Hjálmar segir að jafnvel megi gera ráð fyrir að afkoma loðnunn- ar batni við hlýnun sjávar því við það aukist þörungaframleiðsla sem skapi meira æti fyrir smádýr sem loðnan lifir á. Hann bendir einnig á að eftir langvarandi kuldatímabil hafi komið skyndi- legt hlýindaskeið á þriðja áratug síðustu aldar sem náði hámarki árið 1930 og stóð með hléum fram á miðjan sjöunda áratuginn. „Mér vitanlega var síður en svo loðnu- laust á þessu tímabili og því er ekki hægt að setja samasemmerki milli hlýnunar sjávar og hruns loðnustofnsins. Það virðist vera að stefna í svipað hlýindaskeið núna og var á þriðja áratugnum.“ Hjálmar bætir þó við að þetta ástand geti haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér ef það hefur varanleg áhrif á útbreiðslu teg- undarinnar, það er að segja ef hún færist sífellt fjær frá landinu. Það gæti haft neikvæð áhrif á aðra stofna og vistkerfi sjávar við landið. Hann tekur þó fram að ekkert bendi til þess að loðnan eigi ekki eftir að færast aftur nær landinu og þó svo að stofninn í ár hafi enn ekki fundist þurfi það ekki að hafa nema tíma- bundna frestun á vertíðinni í för með sér. bergsteinn@frettabladid.is Leyfisveiting til mynd- bandaleiga: Mega halda gagnagrunn NEYTENDUR Persónuvernd hefur veitt Myndmarki, samtökum myndbanda- leiga, leyfi til að safna upplýsingum frá myndbandaleigunum í einn gagnagrunn og færa upplýsingar af honum inn í sérstakt tölvukerfi myndbandaleiganna. Myndbanda- leigur sem eru aðilar að Myndmarki mega safna upplýsingum um þau vanskil sem eiga sér stað og senda þær til Myndmarks. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Persónu- verndar er leyfið veitt gegn því að ákveðin skilyrði séu uppfyllt sem lúta meðal annars að öryggi listans og vandaðri vinnslu. ■ Refsingar krafist: Ævilangt fangelsi BELGÍA, AP „Þessi maður er sið- blindur og ráðskast með fólk af fullu samviskuleysi og það mun aldrei breytast,“ sagði Michel Bourlet, saksókn- ari í málinu gegn barnaníðingnum og morðingjanum Marc Dutroux. Hann fór þess á leit við dómara að Dutroux yrði dæmdur til að verja því sem eft- ir væri ævinnar á bak við lás og slá. S a m k v æ m t belgískum lögum eiga glæpa- menn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi möguleika á reynslulausn eftir tíu ár í fang- elsi. Saksóknarinn bað um að Dutroux ætti ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 20 ár, samkvæmt ákvæði um sérstak- lega hættulega fanga. ■ Írönsk stjórnvöld: Varðbátar stöðvaðir ÍRAN, AP Íranar stöðvuðu þrjá breska varðbáta, lögðu hald á þá og handtóku áhafnir þeirra á Shatt-al-Arab-fljótinu sem skilur að Íran og Írak. Írönsk stjórnvöld sögðu bátana hafa verið stöðvaða í íranskri landhelgi. Um borð hefðu fundist kort auk þess sem hermennirnir um borð í þeim hefðu verið vopn- aðir. Breska flotastjórnin sagðist hafa misst samband við þrjá báta sem hefði átt að færa íröskum eftirlitssveitum. Íranar og Írakar hafa deilt um yfirráð á Shatt-al-Arab fljóti og nálægu hafsvæði. ■ HNEYKSLI FELLIR RÍKISSTJÓRA John Rowland, ríkisstjóri í Conn- ecticut, sagði í gær af sér emb- ætti. Hann viðurkenndi að hafa logið þegar hann sagðist engar gjafir hafa þegið frá vinum, ríkis- starfsmönnum og verktökum í rík- inu. Hann neitar að hafa endur- goldið greiðann en þingmenn íhug- uðu að víkja honum úr embætti. ■ BANDARÍKIN ,,Því er ekki hægt að setja samasem- merki milli hlýnunar sjávar og hruns loðnu- stofnsins. Fylgistu með Evrópukeppninni í fótbolta? Spurning dagsins í dag: Ætti Ríkisútvarpið að setja á fót sér- staka íþróttarás? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 45,26% 54,74% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Nýgerð könnun KPMG: Laun munu hækka og vextir lækka FJÁRMÁL Laun munu hækka og vext- ir lækka og flestir munu ná fjár- hagslegum markmiðum sínum, samkvæmt könnun sem KPMG gerði meðal íslenskra stjórnenda og fram kom í tímaritinu Sjónarhóli. Könnunin leiddi í ljós að stjórn- endur eru bjartsýnir fyrir næstu ár. Þeir segja að ef einhverjum finnist þeir tímar sem við lifum í dag vera góðir þá sé framtíðin enn meira spennandi. Þó segir að konur muni áfram eiga erfitt uppdráttar í við- skiptum og muni ekki ná launum karla í sömu störfum að fimm árum liðnum. Næstum allir karlstjórn- endur eru kvæntir en aðeins sjötíu prósent kvenstjórnenda. Þá kemur fram að stjórnendur eru sáttir við sinn starfsvettvang og myndu fæst- ir þeirra breyta ákvörðunum sínum fengju þeir annað tækifæri. ■ EYSTRASALTSRÁÐIÐ Geir H. Haarde fjármálaráðherra sat leiðtoga- fund Eystrasaltsráðsins í Laulasmaa í Eistlandi í gær fyrir hönd Íslands í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Aðalumræðuefni fundarins var framtíð Eystrasaltsráðsins í ljósi nýafstaðinnar stækkunar Evrópusambandsins. Nú standa einungis Ísland, Noregur og Rússland utan Evrópusam- bandsins af ellefu aðildarríkjum ráðsins. Geir bauð til næsta fundar leiðtoganna á Íslandi á árinu 2006, en Íslendingar taka við formennsku í Eystrasalts- ráðinu í júní á næsta ári. ■ Leiðtogafundur: Stækkun ESB til umræðu LEIÐTOGAFUNDUR Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna í Lausasmaa í gær. FINNST EKKI Illa gengur að finna loðnuna fyrir sumarveiðarnar. Kolmunnaveiðin bætir það upp að hluta, en miklvægt er að loðnan finnist fyrir veturinn. DROTTNING Á GRÆNLANDI Margréti Þórhildi var tekið með miklum fögnuði. 25 ára afmæli: Heimastjórn fagnað GRÆNLAND, AP Grænlendingar fögn- uðu því í gær að aldarfjórðungur er liðinn frá því landið fékk heima- stjórn. Mikill mannfjöldi kom saman í höfuðstaðnum Nuuk af því tilefni. Meðal þeirra sem tóku þátt í há- tíðarhöldunum var Margrét Þórhild- ur Danadrottning, sem var klædd hefðbundnum klæðum inúíta, og Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur. Rasmussen og Hans Enoksen, formaður heima- stjórnarinnar, undirrituðu sam- komulag um að setja á fót nefnd til að skoða frekari tilfærslu valda til heimastjórnarinnar. ■ Á LOÐNUVERTÍÐ Hjálmar telur líklegt að loðnustofninn í ár hafi rekið lengra en venjulega en muni skila sér að lokum. MARC DUTROUX Farið er fram á lífstíðardóm yfir honum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.